Morgunblaðið - 01.02.2001, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001 51
Hannyrðir eru oftast
tengdar konum og hinu
kvenlega en það þýðir þó
ekki að karlmenn séu
ekki snortnir af því dul-
magni og kynngikrafti
sem býr í efniviði þeirra,
þ.e.a.s. ullinni. Gríska
skáldið Hómer, sem var
uppi á 8. öld fyrir Krist,
lætur sögupersónu sína
Odysseif í Odysseifskviðu bjarg-
ast úr lífsháska með því að fela
sig í ullarmiklu, lagðfögru og
feitu fé. Þannig tengir hann ull-
ina við karlmennsku, útsjónar-
semi og lífsþrótt.
Kviðan segir í heild sinni frá
Odysseifi og félögum hans í við-
burðaríkri heimferð frá Tróju-
borg til Íþöku, heimaborgar
þeirra. Á leiðinni lenda þeir m.a.
í landi Kýklópanna sem eru þurs-
ar, eineygðir og ekki mjög mann-
blendnir svo vægt sé til orða tek-
ið.
Þeir félagarnir lenda í klónum
á Kýklópanum Pólýfemusi sem
lokar þá inni í helli sínum og tek-
ur að leggja þá sér til munns
einn af öðrum. Þegar Odysseifur
áttar sig á stöðunni bregður hann
á það ráð að bjóða Pólýfemusi
upp á vín sem hann hafði haft
með sér úr skipi sínu. Risinn
þiggur vínið og þegar það fer að
svífa á hann ákveður Odysseifur
að tala blítt til hans og lýgur m.a.
til um nafn sitt og kveðst heita
ENGINN.
Risinn svaraði því einfaldlega
til að hann skyldi þá éta hann
síðast. Í því valt hann aftur fyrir
sig og sofnaði. Odysseifur og
félagar tóku sig þá til og ráku
brennheitan staur í auga
Pólýfemusar. Risanum var að
vonum brugðið og tók að öskra
ógurlega af sársauka. Síðan fór
hann að hrópa á aðra Kýklópa
sem bjuggu í grenndinni. Fjöldi
Kýklópa þyrptist að hellismunn-
anum sem var lokaður með
stórum steini og kölluðu þeir til
Pólýfemusar: „,,Hvað er þér svo
mjög að angri, Pólýfemus, er þú
æpir svo hátt á náttarþeli, og
heldur vöku fyrir oss? Hvort vill
nokkurr ræna þig fé þínu að
óvilja þínum? Eða vill nokkurr
drepa þig með vélum eða ofríki?“
Hinn sterki Pólýfemus svaraði
þeim inni í hellinum: ,,ENGINN
drepur mig, góðir vinir, með vél-
um, og ekki með ofríki“.“ Úr því
Enginn ætlaði að drepa Pólýf-
emus fóru Kýklóparnir
aftur til síns heima.
Þannig tókst Odysseifi
að gabba Pólýfemus.
En vegna þess að risinn
var nú sjónlaus fann
hann ekki mennina í
hellinum og ákvað hann
þá að færa steininn frá
hellismunnanum og
reyna að grípa mennina
þegar þeir myndu hlaupa út úr
hellinum á móti frelsinu. Odys-
seifur áttaði sig hins vegar á
hvað Pólýfemus var að hugsa og
tókst að gabba hann í annað sinn
á snilldarlegan hátt þannig:
Í hellinum voru ,,þrifalegir
sauðir, ullarmiklir, fríðir og
föngulegir, þeir voru mórauðir;
eg tók þrjá af þeim, og batt þá
saman í kyrrþey með harð-
snúnum víðitágum, sem risinn lá
á, tröll það, er af engri sanngirni
vissi.
Miðsauðurinn bar einn mann,
en hinir tveir gengu sínum megin
hvorr, og geymdu félaga minna;
báru svo þrír sauðir hvern mann.
Nú var þar einn hrútur, sem var
langfélegastur af öllum sauð-
unum; eg greip ofan í bakið á
þessum hrút, vatt mig undir kvið
hans, hélt mér fast með báðum
höndum í ullarreyfið, og hékk
þar svo í bugðu þolinmóður.
Þannig biðum vér, þó oss væri
óhægt, þar til lýsa tók. En er hin
árrisula, rósfingraða Morgun-
gyðja kom í ljós, ruddust sauð-
irnir út í hagann“.
Þannig sluppu Odysseifur og
félagarnir sem eftir voru, fram
hjá Pólýfemusi, lifandi út úr hell-
inum því ekki datt honum í hug
að leita undir hinu ullarmikla,
lagðfagra og feita fé sínu. Síðan
hlupu félagarnir til skips og
sigldu frá landi á vit nýrra æv-
intýra. Hin lagðfagra ull varð
Odysseifi og félögum til bjargar í
þetta skipti. (Heimild: Odysseifs-
kviða eftir Hómer)
Í febrúar-spuna er boðið upp á
glaðlega peysu og húfu á alla
krakka úr grófu, mjög mjúku og
áferðarfallegu RONDO-garni sem
ef til vill á ættir að rekja til
hinna grísku, ullarmiklu og lagð-
fögru Kýklópa-kinda. Ekki dóna-
legur efniviður það að handfjatla.
RONDO-garnið er prjónað á
prjóna nr. 9 og er því tilvalið fyr-
ir byrjendur að spreyta sig á, því
ekki þarf að bíða lengi eftir af-
rakstrinum.
Ullin bjargar
Odysseifi
SPUNI
HANDMENNT
Umsjón: Bergrós
Kjartansdóttir
Upplýsingar um hvar garnið fæst
er í síma 565-4610
Hönnun: Olaug Kleppe
Garn: RONDO fæst í 7 frískum lit
um.
Peysa:
Ljósgrænt nr. 9331:
(5) 5 (6) 7 (8) dokkur
Húfa:
Ljósgrænt nr. 9331:
1 dokka í allar stærðir
Stærðir: (1) 2-4 (6) 8-10 (12) ára
Yfirvídd: (71) 80 (88) 97 (106) sm
Sídd: (35) 42 (48) 54 (60) sm
Ermasídd: (22) 26 (30) 34 (38) sm
Prjónar: Hringprjónar og sokka-
prjónar nr. 8 og 9.
Prjónfesta:
9 lykkjur og u.þ.b. 12 umf. í sléttu
prjóni á prjóna nr. 9 = 10 x 10 sm.
PEYSA:
Aðferð við laskermar:
Úrtaka sem vísar til vinstri:
Takið 1 lykkju óprjónaða, 2
lykkjur slétt, lyftið óprjónuðu
lykkjunni yfir sléttu lykkjurnar.
Úrtaka sem vísar til hægri:
Prjónið 2 lykkjur slétt, setjið
lykkjurnar aftur yfir á vinstri prjón
og lyftið lykkjunni við hliðina yfir
lykkjurnar tvær, setjið lykkjurnar
tvær aftur yfir á hægri prjón.
Bolur:
Fitjið upp á hringprjón nr. 8 (64)
72 (80) 88 (96) lykkjur. Prjónið (3) 4
(4) 5 (6) sm stroff í hring, 2 sl. og 2
br. Setjið merki í hliðarnar með (32)
36 (40) 44 (48) lykkjur á hvoru
stykki. Skiptið yfir á hringprjón nr.
9 og prjónið slétt prjón. Þegar bol-
urinn mælist (20) 25 (29) 34 (38) sm
eru felldar af 3 lykkjur undir hönd-
um sitt hvorum megin við merkin =
6 lykkjur á hvoru stykki. Leggið
bolinn til hliðar.
Ermar:
Fitjið upp á sokkaprjóna nr. 8
(16) 16 (20) 20 (20) lykkjur. Prjónið
(4) 5 (5) 6 (6) sm stroff í hring, 2 sl.
og 2 br. Prjónið 1 prjón sléttan og
aukið jafnframt í (21) 23 (23) 25 (25)
lykkjur með jöfnu millibili. Skiptið
yfir á sokkaprjóna nr. 9. Prjónið
slétt prjón. Athugið: Síðasta lykkj-
an á hringnum er alltaf prjónuð
brugðin = merkilykkja. Aukið í 1
lykkju báðum megin við merki-
lykkjuna með u.þ.b. (3) 3 1/2 (3 1/2)
4 1/2 (4 1/2) sm millibili alls (5) 5 (6)
6 (7) sinnum = (31) 33 (35) 37 (39)
lykkjur á ermi. Þegar ermin mælist
(22) 26 (30) 34 (38) sm er merki-
lykkjan felld af + 3 lykkjur sitt
hvoru megin við hana = 7 lykkjur
undir miðri ermi. Prjónið hina erm-
ina eins.
Úrtaka:
Prjónið (26) 30 (34) 38 (42) lykkj-
ur framstykkisins, prjónið aðra
ermina þegar komið er að affelldu
lykkjunum á bolnum, prjónið síðan
(26) 30 (34) 38 (42) lykkjur bak-
stykkisins, prjónið hina ermina =
(100) 112 (124) 136 (148) lykkjur á
prjóninum. Prjónið 1 umf. slétt yfir
allar lykkjurnar. Setjið merkiþráð í
miðju laskans (úrtökunnar), það
eiga að vera 2 lykkjur í miðjunni og
tekið úr sitt hvorum megin við þær.
Í næstu umf. er tekið úr sitt hvor-
um megin við lykkjurnar tvær á alls
4 stöðum. Tekið er úr til vinstri fyr-
ir framan lykkjurnar tvær og til
hægri fyrir aftan lykkjurnar tvær
(sjá lýsingu í upphafi).
Prjónið 2 umf. án úrtöku. Í næstu
umf. er tekið úr á sama hátt. Prjón-
ið 1 umf. án úrtöku. Takið svona úr í
annarri hverri umf. (6) 7 (8) 9 (10)
sinnum í viðbót = (8) 9 (10) 11 (12)
úrtökur = (36) 40 (44) 48 (52) lykkj-
ur á prjóni. Prjónið 1 umf. slétt og
takið jafnframt úr (4) 4 (4) 6 (6)
lykkjur með jöfnu millibili = (32) 36
(40) 42 (46) lykkjur. Skiptið yfir á
sokkaprjóna nr. 8 og prjónið (6) 7
(8) 9 (10) sm slétt prjón. Fellið laust
af með sléttum lykkjum. Lykkið
saman undir ermum.
HÚFA
Stærðir:
(1) 2-4 (6-8) ára
Fitjið upp á prjóna nr. 9 (36) 40
(44) lykkjur. Prjónið (7) 8 (9) sm
stroff 2 sl. 2 br. í hring Setjið merki
= uppábrot. Prjónið áfram 2 sl. og 2
br. Þegar húfan mælist (17) 20 (23)
sm, fyrir utan uppábrotið, er tekið
úr í toppinn. Prjónið 2 br. saman
þar sem allar brugðnu lykkjurnar
eru. Prjónið 2 umf. 2 sl. 1 br. Prjón-
ið 2 sl. saman þar sem allar sléttu
lykkjurnar eru. Prjónið 2 umf. 1 sl.
1 br. –Prjónið 2 sl. saman allan
hringinn. Prjónið 1 umf. slétt og
síðan 2 sl. saman allan hringinn.
Klippið þráðinn frá og dragið í
gegnum allar lykkjurnar og festið
vel.
Eyru:
Fitjið upp á prjóna nr. 8 (7) 9 (9)
lykkjur. Prjónið slétt prjón fram og
til baka að undanskilinni fyrstu og
síðustu lykkju = kantlykkjur sem
eru prjónaðar sléttar bæði á réttu
og röngu. Þegar eyrað mælist (4) 5
(6) sm er lykkjan fyrir innan kant-
lykkjuna tekin úr í hvorri hlið á öðr-
um hverjum prjóni þar til 1 lykkja
er eftir.
Brettið uppábrotið upp á húfunni
yfir á réttuna. Saumið eyrun á kant
húfunnar með passlegu millibili.
Búið til tvær snúrur u.þ.b. 30 sm og
saumið þær neðst á eyrað
Barnapeysa
og húfa
Morgunblaðið/Ásdís
RONDO-garnið er einstaklega mjúkt og áferðarfallegt og er prjónað á
prjóna nr. 9, það þarf því ekki að bíða lengi eftir afrakstrinum.