Morgunblaðið - 01.02.2001, Síða 52

Morgunblaðið - 01.02.2001, Síða 52
52 FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ SÍÐASTI þáttur fjallaði um þau jólamerki, sem ýmis félög gáfu út fyrir síðustu jól til styrktar marg- víslegum mannúðarmálum. Hug- mynd mín var sú, að þeim þætti fylgdi einnig sérstakur kafli um hið elzta þessara félaga, Thorvald- sensfélagið. Það gat ekki orðið, því að það rými, sem þættinum er ætl- að í Morgunblaðinu, leyfir ekki mjög langt mál hverju sinni. Þess vegna hvarf ég að því ráði að fjalla í sérstökum þætti um hið aldna félag, hið elzta starfandi líknar- og góðgerðarfélag Íslendinga, sem einmitt varð 125 ára á liðnu ári. Um leið er unnt að ræða nokkru nánar um Thorvaldsensfélagið og starfsemi þess. Á þessum tímamótum í sögu félagsins var efnt til skemmtilegr- ar og fróðlegrar sýningar í Ráð- húsi Reykjavíkur nokkru fyrir síð- ustu jól, þar sem m.a. mátti sjá öll jólamerki félagsins frá upphafi þeirra árið 1913, bæði stök og í örk- um. Eins voru þarna sýnishorn af teikningum ýmissa jólamerkja. Þessi afmælissýning var valin á dagskrá Reykjavíkur - menningar- borgar Evrópu árið 2000. Var það vel ráðið, svo mjög sem Thorvald- sensfélagið hefur komið við sögu Reykjavíkur þessi rúm hundrað ár. Bragi Ásgeirsson listmálari og listgagnrýnandi Mbl. ritaði ágæta grein um félagið 7. des. sl. Tek ég undir það, sem hann segir og ég get sjálfur dæmt um að einhverju leyti. Bragi álítur, að sýning þessi „hefði verðskuldað að vera sett upp í einhverju safnanna okkar og ekki fyrir það eitt að fullþröngt var um hana á staðnum“, eins og hann komst að orði. Thorvaldsenskonur gerðu meira en efna til sýningarinnar. Þær létu í tilefni afmælisins semja einkar smekklega bók um félagið og jóla- merki þess og fengu ágæta liðs- menn til þess að skrifa um þau og söfnun þeirra. Hildur G. Eyþórs- dóttir ritstýrði bókinni og ritar nokkur formálsorð. Þar segir hún m. a.: „Markmiðið með útgáfunni er að kynna jólamerkin og þá lista- menn er lagt hafa, með gerð jóla- merkja, Thorvaldsensfélaginu lið." Þá ritar formaður félagsins, Guð- laug Jónína Aðalsteinsdóttir, ágæta grein, sem hún nefnir Thor- valdsensfélagið á tímamótum. Þar rekur hún sögu félagsins í stuttu og hnitmiðuðu máli, þar sem les- andinn fær glögga yfirsýn yfir starfsemi félagsins frá upphafi þess 19. nóvember 1875. Þór Þorsteins skrifa stutta grein, sem hann nefnir Safnarinn og jólamerki Barnauppeldissjóðs Thorvaldsensfélagsins. Svo sem al- kunna er hefur Þór lengi safnað frímerkjum og margs konar öðrum merkjum, og er sú söfnun hans eins konar hliðargrein við frímerk- in, sem einungis örfáir frímerkja- safnarar hafa sinnt af nokkrum áhuga. Um þetta hafa borið vitni nokkrar nýlegar sýningar, sem Þór tók þátt í og hlaut verðlaun fyrir. Þá skrifar Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur mjög fróðlega grein um jólamerki Thorvaldsensfélags- ins. Hvet ég alla safnara jóla- og líknarmerkja og eins frímerkja- safnara til að lesa þá grein. Aðal- steinn segir skemmtilega frá þeim teiknurum og grafísku hönnuðum, sem hér komu við sögu, og eins þeim listamönnum, sem frá upp- hafi hafa teiknað eða hannað merki félagsins. Meðal hinna fyrrnefndu var hinn kunni teiknari, Tryggvi Magnússon, sem Aðalsteinn kallar jólamerkjakónginn í þeim hópi, en hann teiknaði sjö merki félagsins. Á hæla honum kom svo Stefán Jónsson með sex merki. Af konum má nefna Ágústu Pétursdóttur Snæland með þrjú merki og Þór- dísi Tryggvadóttur, Magnússonar einn- ig með þrjú merki. Þá bendir Aðal- steinn á, að listinn yfir myndlistar- menn sé ekki síður tilkomumikill. Nefnir hann þar til sögu Þórarin B. Þorláksson, Einar Jónsson mynd- höggvara, Ásgrím Jónsson, Ríkarð Jónsson, Jóhannes S. Kjarval, Júlíönu Sveinsdóttur, Nínu Tryggvadóttur, Barböru Árnason, svo að nokkur nöfn séu nefnd. Þá er fróðlegt að fá hér lýsingu list- fræðings á mynd- efni því, sem birtist á jólamerkjum Thorvaldsens- félagsins og því, sem hann les út úr viðfangsefni lista- mannanna. Lokaorð Aðalsteins veit ég, að margir vilja gera að sínum orðum, en þau eru þessi: „Nú má vel vera að rafræn miðlun af ýmsum toga ógni tilverurétti prentgripa á borð við frímerki og jólamerki. Þó vonar undirritaður einlæglega að Thor- valdsensfélagið, elsta og merkasta líknarfélag landsmanna, haldi í lengstu lög í þann góða sið að gefa út jólamerki til að styrkja veik börn, gleðja augu okkar og veita listamönnum okkar spennandi verkefni.“ Þá er í bókinni nákvæm skrá yfir öll jólamerki félagsins frá upphafi og þau prentuð í lit. Hefur sú prentun tekizt með miklum ágætum. Þar er getið um myndefni og höfunda og gerð grein fyrir ævi þeirra, menntun og störfum. Er verulegur fengur í öllum þeim fróðleik, sem þar kemur fram um einstök jólamerki. Síðast eru svo skrár eins og Nafnaskrá, Titlaskrá - heiti jóla- merkja í stafrófsröð og Heimilda- skrá. Bera þær glöggt vitni þess, hversu vel hefur verið vandað til útgáfunnar. Frágangur allur og prófarka- lestur er til fyrirmyndar. Að öllu samanlögðu má óska Thorvaldsensfélaginu til hamingju með þetta fallega afmælisrit. Thorvaldsens- félagið 125 ára FRÍMERKI F a l l e g t o g e i g u - l e g t a f m æ l i s r i t Jón Aðalsteinn Jónsson Bridshátíð Flugleiða, BSÍ og BR Þeim fjölgar alltaf erlendu gest- unum sem tilkynna komu sína á Bridshátíð. John Solodar kemur ásamt eiginkonu sinni Sue Ellen en hann vann Bermuda-skálina 1981. Makker Hjördísar Eyþórsdóttur að þessu sinni verður Bandaríkjakonan Carol Sanders, sem er margfaldur heimsmeistari kvenna bæði í tví- menningi og sveitakeppni. Skráning á Bridshátíð er í síma 587 9360 eða www.bridge.is Síðasti skráningardagur er fimmtudagur 8. febrúar. BRIDS U m s j ó n A r n ó r G . R a g n a r s s o n Bridsfélag Hreppamanna Tvenndakeppni er nýlega lokið og tóku átta pör þátt í keppninni en keppt er um Önnubikarinn, sem kenndur er við aldursforsetann, Önnu Magnúsdóttur, sem er að verða 87 ára og spilar enn af krafti. Úrslit urðu sem hér segir: Elín Kristmundsd. og Guðm. Böðvarss. 217 Sigurl. Angantýsd. og Pétur Skarphss. 209 Katr. Guðj.d. + Anna og Jóh.nes Sigm.s. 199 Guðrún Hermsd. og Magnús Gunnlss. 190 Margrét Óskarsd. og Karl Gunnlaugss. 188 Anna Magnúsd. og Guðm. Sigurdórss. 178 Aðalheiður Helgad. og Skúli Sæland 169 Þórdís Bjarnad. og Ari Einarss. 162 Nú stendur yfir tvímennings- keppni og er spilað á fimm borðum. Spilað er í hinum svokallaða Huppu- sal í Félagsheimili Hrunamanna en þar prýðir einn vegginn stórt og fag- urt málverk af hinni víðfrægu Huppu frá Kluftum, ættmóður ís- lenska kúastofnsins. Nú er það stóra spurningin hvort hún fái að verða það um ókomin ár. Bridsfélag Hafnarfjarðar Þá er aðalsveitakeppni félagsins lokið með sigri sveitar Guðna Ing- varssonar, sem hlaut 117 stig, en með honum í sveitinni voru Njáll G. Sigurðsson, Þorsteinn Kristmunds- son, Andrés Ásgeirsson, Erla Sigur- jónsdóttir og Sigfús Þórðarson. Í öðru sæti varð sveit Þórarins Sófussonar, með 112 stig, og í þriðja sæti sveit Högna Friðþjófssonar, sem fékk 106 stig. Næsta keppni verður Butler-tví- menningur, keppni sem hefur sama reikningslegan grundvöll og sveita- keppni, þ.e. til að skora þurfa menn að segja þau geim og slemmur, sem raunhæfur möguleiki er að standist og innbyrða vinninginn með eins miklu öryggi og unnt er í úrspilinu. Keppnin stendur mánudagana 5. og 12. febrúar, en gefið verður frí hinn 19. vegna Bridgehátíðar BSÍ og Flugleiða. Spilað er í Álfafelli, félagssal íþróttahússins við Strandgötu, og hefst spilamennska kl. 19:30. Gullsmárabrids Tuttugu pör spiluðu tvímenning á vegum Bridsdeildar FEBK í Gull- smára mánudaginn 29. janúar sl. Miðlungur 168. Efst voru: NS Kristján Guðm.s. – Sigurður Jóhannss. 204 Karl Gunnarss. – Ernst Backman 194 Unnur Jónsd. – Jónas Jónss. 181 AV Þórdís Sólmundard. – Sigrún Sigurðard. 189 Þorgerður Sigurg.d. – Stefán Friðbj.s. 181 Bjarni Sigurðss. – Hannes Alfonss. 177 Eldri borgarar spila í Gullsmára alla mánu- og fimmtudaga. Mæting kl. 12.45.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.