Morgunblaðið - 01.02.2001, Qupperneq 53
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001 53
✝ Guðrún Þor-steinsdóttir var
fædd í Gerðum í
Garði 31. október
1911. Hún lést á Heil-
brigðisstofnun Suð-
urnesja 23. janúar
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru
Guðný Helga Vigfús-
dóttir, f. 22. sept.
1882, d. 8. jan. 1943,
og Þorseinn Árna-
son, f. 28. okt. 1885,
d. 23. jan. 1969. Börn
þeirra auk Guðrúnar
voru: Árni, f. 14. nóv.
1908, d. 10. mars 1986; Steinunn,
f. 15. apr. 1910, d. 15. júlí 1990;
Guðný Helga, f. 31. okt. 1911, d.
10. jan. 1999; Ingveldur, f. 26. nóv.
1912, d. 5. jan. 1987; Ingólfur, f.
25. sept. 1914, d. 15. júlí 1938;
Hallveig, f. 30. júlí 1916; Þor-
steinn, f. 23. ág. 1918; Gunnar Þ. f.
17. nóv. 1920, og Sigurbjörg, f. 29.
maí 1923.
Síðari kona Þorsteins var Ing-
veldur S. Pálsdóttir, f. 20. mars.
1911, d. 1. jan. 1987. Þeirra synir
eru: Ingólfur G., f. 22. apr. 1951,
og Vignir Páll, f. 5. des. 1952.
Fósturforeldrar Guðrúnar frá sex
ára aldri voru móðursystir henn-
ar Bjarnveig Vigfúsdóttir og Árni
Grímsson í Brautarhól, Ytri-
Njarðvík.
Árið 1934 giftist Guðrún Óskari
Kristjánssyni trésmið, f. 17. apr.
1908, frá Gilsbakka í Vestmanna-
eyjum, d. 20. ágúst 1980. Börn
þeirra eru: 1) Bjarnveig Óskars-
dóttir, f. 28. ágúst
1936, gift Robert M.
Warren, f. 2. apr.
1938, og eiga þau tvö
börn. 2) Margrét S.
Óskarsdóttir, f. 26.
maí 1940, gift Björg-
vini Gunnarssyni, f.
12. jan. 1943, þau
eiga eina dóttur. 3)
Árni Óskarsson, f.
21. feb. 1944, kvænt-
ur Jóhönnu Arn-
grímsdóttur, f. 6.
mars 1945, þau eiga
þrjú börn. 4) Val-
garður Óskarsson, f.
4. júlí 1950, kvæntur Þóru S.
Þórðardóttur, f. 14. feb. 1959. Val-
garður á einn son og Þóra á tvær
dætur.
Einnig ólu Guðrún og Óskar
upp dóttur Bjarnveigar, Önnu
Birnu Jamison, f. 31. ágúst 1963,
maki hennar er Bragi Sigurðsson,
f. 21. jan. 1963, þau eiga þrjú
börn.
Guðrún og Óskar eignuðust
ennfremur tvær dætur sem báðar
létust í frumbernsku, nöfn þeirra
voru Erna og Guðný Helga.
Óskar, maður Guðrúnar, átti
einn son frá fyrra hjónabandi,
Garðar Óskarsson, f. 4. mars
1929, fyrri kona hans var Þórdís
Kristjánsdóttir, f. 8. apríl 1931, og
eru börn þeirra þrjú. Seinni kona
Garðars er Guðrún Hjálmarsdótt-
ir, f. 7. feb. 1931.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.
Að skrifa minningargrein um
tengdamóður mína Guðrúnu Þor-
steinsdóttur í Brautarhól er
kannski ekki svo auðvelt. Hvað er
hægt að segja um slíka dugnaðar-
og hæfileikakonu í stuttri grein?
Það þyrfti heila ritgerð til að gera
ævi hennar einhver skil.
Ég var aðeins sextán ára þegar
ég kom fyrst í Brautarhólinn, þá
sem tilvonandi tengdadóttir, ófrísk
að fyrsta barni okkar Árna, eldri
sonar þeirra hjóna, og kynntist
þessum glæsilegu myndarhjónum
Guðrúnu og Óskari.
Þau voru bæði svo fjölhæf, mér
fannst að það væri ekki til sem þau
gátu ekki gert. Hann var afbragðs
smiður sem einnig renndi fagra
gripi úr tré, málaði myndir og svo
margt fleira.
Hún var bráðflink sauma- og
hannyrðakona, ljósmyndari af Guðs
náð.
Ósjaldan var hún niðri í fjöru eða
uppi um holt og hæðir að taka
myndir þegar birtuskilyrði voru
rétt eða eins og hún vildi hafa þau.
Síðan var farið í kjallarann til að
framkalla og stækka myndirnar, af-
raksturinn var glæsilegar myndir
sem faglærður ljósmyndari hefði
mátt vera stoltur af.
Hún safnaði steinum á ferðum
um landið, sem hún elskaði að
ferðast um, steinana braut hún síð-
an niður og bjó til myndir, borð-
plötur og fleira.
Hún var listakokkur, og eldaði
ekki bara frábæran hefðbundinn ís-
lenskan mat, heldur tileinkaði sér
alls konar nýjungar, þannig að allt-
af var eitthvað gómsætt og gott á
borðum hjá Gunnu ömmu.
Það lék allt í höndunum á henni,
hún gat málað og lakkað glugga og
hurðir eins og færasti málari, hún
gat sagað út og smíðað, bæði úr tré
og málmi, þannig að úr urðu fagrir
gripir, sem skreyttu heimilið ásamt
verkum eiginmannsins, þannig að
útkoman varð hálfgert handverks-
safn.
Hún var af þeirri kynslóð, sem
aldrei kvartaði og alltaf var sterk,
stolt og sjálfri sér nóg, hún var
kletturinn sem aðrir studdu sig við,
stundum of mikið.
Eftir að Óskar afi dó hélt hún
áfram með reisn sem henni var í
blóð borin. Hún var svo lánsöm að
taka bílpróf um fimmtugt, það var
manninum hennar að þakka, hann
sendi ökukennarann heim til að
sækja hana, þannig að hún keyrði
bíl sér til mikillar ánægju og þæg-
inda, þangað til fyrir tveimur árum,
að hún var orðin of veikburða til að
keyra.
Hugurinn reikar og minningarn-
ar eru margar. Það var svo gaman
þegar hún var að segja frá hvernig
lífið var þegar hún var ung, hún var
minnug og sagði svo skemmtilega
frá mönnum og málefnum, hún var
sannkallaður fróðleiksbrunnur, ég
vildi að ég ætti skrifað allt sem hún
sagði mér, frá liðinni tíð.
Hún kenndi mér svo margt, t.d.
að setja ermar í flík á auðveldan
hátt þegar ég var að sauma, og að
búa til kæfu og rúllupylsu og meira
að segja að salta kjöt.
Ég minnist skemmtilegra stunda
þegar við vorum með kartöflugarð,
hvað hún var dugleg og sterk, allt
var gert af svo mikilli natni, hún var
óþreytandi að raka yfir beðin svo
arfinn festi ekki rætur, enda var
aldrei arfi hjá okkur og uppskeran
góð. Ég minnist jólaboðanna í
Brautarhólnum alltaf var hádegis-
matur, margrétta hlaðborð, sann-
kölluð glæsiveisla.
Og svo er komið að leiðarlokum.
Lífshlaupi þessarar sterku dugnað-
arkonu er lokið, eftir stöndum við
og þökkum henni samfylgdina. Við
vitum að Óskar afi hefur tekið á
móti henni á vegamótum annarrar
tilveru og nú una þau þar sæl saman
hjá Guði og englunum. Ég er þakk-
lát fyrir að börnin mín beri í sér gen
þessarar hæfileikaríku dugnaðar-
konu til komandi kynslóða.
Jóhanna Arngrímsdóttir.
Mig langar til að minnast ömmu
minnar, ömmu Gunnu, með fáeinum
orðum.
Ég lít á það sem forréttindi að
hafa fengið að kynnast eins ynd-
islegri konu og þér. Þegar ég kom
fyrst til Njarðvíkur, þá níu ára gam-
all, og átti að flytja í nýtt bæjarfélag
hugsaði ég með hryllingi til þess að
þurfa að setjast þar að og hlakkaði
ekki til breytinganna. En sú tilfinn-
ing átti eftir að breytast og þú gerð-
ir mér lífið bærilegra og passaðir
upp á það að strákur eins og ég,
sem á þessum árum þurfti mikið að
borða og hafa nóg fyrir stafni, fengi
alltaf nóg og áhyggjurnar af breytt-
um högum hurfu eins og dögg fyrir
sólu þegar ég sat við eldhúsborðið
þitt og fann hlýju þína. Það má
segja að ást og virðing mín fyrir þér
hafi því þróast úr matarást og heim-
ili þitt varð mér eins og vin í eyði-
mörk. Hóll, hjá Gunnu ömmu, varð
mér mitt annað skjól á þessum
nýju, og fyrir mér, hrjóstrugu slóð-
um.
Ófáar nætur gisti ég hjá ykkur
uppi í Hól og alltaf sást þú til þess
að ég hefði nóg fyrir stafni og að
mér leiddist aldrei. Sjálf varstu allt-
af að og hafðir nóg að gera. Allt sem
ég sá þig taka þér fyrir hendur, s.s.
saumaskap, útskurð, steinavinnuna
þína og ljósmyndunina og öll áhuga-
málin léku í höndum þínum og fyrir
mér varstu ótrúlegur listamaður og
hugmyndasmiður sem ég lít upp til.
Dugnaðurinn var svo mikill og
framkvæmdagleðin síst minni að í
raun gekkst þú fram af öllum þegar
þú fórst í álíka stórframkvæmdir
eins og að mála húsið þitt ein og án
aðstoðar! Ekkert vafðist fyrir þér
og alltaf gekkstu hreint til verksins.
Eitt lítið atvik er mér sérstaklega
minnisstætt. Það var þegar strák-
arnir voru að fara að veiða niðri á
bryggju og mig langaði auðvitað
með en átti enga veiðistöng. Óskar
afi brást skjótt við beiðni þinni um
að bjarga málunum og smíðaði lista-
vel veiðistöng sem ég gekk glað-
beittur með niður á höfn og beitti
stönginni góðu með stolti.
Á sumrin fólst þú mér og Árna
Ómari það verk að slá garðinn þinn
og á haustin var það svo kartöflu-
uppskeran. Svo uppveðraðir vorum
við yfir verkefnunum að úr varð
ætíð hin mesta keppni sem ávallt
endaði í veislu inni í eldhúsi hjá þér
og verðlaunin voru okkar beggja.
Mikið þótti mér vænt um að fá
bréfin þín þegar ég var í námi í
Bandaríkjunum og eins og litli
strákurinn sem eyddi löngum
stundum hjá ömmu sinni hlakkaði
ég alltaf til að heyra gullkornin þín.
Ekki varstu nú alltaf sammála þeim
sem landinu stýrðu og settir skoð-
anir þínar skorinorðar niður á blað.
Ég man hvað ég hlakkaði til að
kynna Sveinbjörgu fyrir þér og síð-
an Gabríel þegar hann kom í heim-
inn. Þú varðst umsvifalaust amma
Gunna þeirra líka. Eftir að náminu
lauk heimsóttum við þig eins oft og
ég gat og ef langt leið á milli heim-
sókna ræddum við í símann og aldr-
ei var lítið að frétta af þér því alltaf
var eitthvað að gerast hjá þér og
mér þótti vænt um að þú deildir því
með mér. Þegar þú baðst mig um að
taka að mér að gera skattaskýrsl-
una þína gladdist ég því að geta
loksins aðstoðað þig við það lítil-
ræði, þig sem gerðir alltaf allt sjálf.
Ég kveð þig, elsku amma Gunna
mín, með söknuði og veit að þú ert
umvafin birtu og ljósi og þú munt
aldrei hverfa úr huga mér.
Guð geymi þig.
Ólafur Örn Karlsson.
Elsku besta amma mín.
Ég kveð þig með söknuði og
þakka þér fyrir allar okkar góðu
stundir, sem ég mun ávallt geyma í
hjarta mér.
Í dagsins önnum dreymdi mig
þinn djúpa frið, og svo varð nótt.
Ég sagði í hljóði: Sofðu rótt
þeim svefni enginn rænir þig.
(Steinn Steinarr.)
Góða nótt, amma mín, og Guð
geymi þig.
Þín
Harpa B.
Mín ágæta vinkona, Guðrún Þor-
steinsdóttir á Brautarhóli í Njarð-
vík, er látin. Hún hafði átt við
heilsubrest að stríða og ræddi um
það við mig nú fyrir síðustu áramót
að nú biði hún þess að hún fengi að
fara yfir móðuna miklu, södd líf-
daga. Guðrún var systir tengdaföð-
ur míns, Árna, en þau voru í hópi
tólf systkina sem flest voru fædd að
Gerðum í Garði snemma á 20. öld-
inni. Foreldrar hennar voru þau
Þorsteinn Árnason og Guðný Helga
Vigfúsdóttir. Eiginmaður Guðrúnar
var Óskar Kristjánsson húsasmiður
sem fæddur var í Vestmannaeyjum
17. apríl 1908. Þau áttu sitt heimili á
Brautarhóli í Njarðvíkum en Óskar
byggði það hús með Þorsteini
tengdaföður sínum. Þau bjuggu þar
allan sinn búskap en Óskar lést hinn
20. ágúst 1980. Bæði voru þau mikið
hagleiksfólk og listræn í alla staði
eins og heimili þeirra bar ávallt með
sér og má með sanni segja að flest
þar innandyra hafi verið þeirra
verk.
Af sérstökum ástæðum hlaut
„Gunna frænka“, eins og við köll-
uðum hana, sérstakan heiðurssess í
minni fjölskyldu en svo hagaði til
haustið 1965 að við hjónin réðumst
til kennslu að Núpi í Dýrafirði og
hóf þá Valgarður, sonur þeirra Guð-
rúnar og Óskars, nám við skólann
hið sama haust. Gunna bað okkur
þá að líta til með piltinum um vet-
urinn og varð sambúð okkar við
Valgarð hin ánægjulegasta. Upp frá
því tókst með okkur og fjölskyld-
unni á Brautarhóli vináttusamband
sem haldist hefur fram á þennan
dag. Það var alltaf gaman að koma í
heimsókn til Gunnu og Óskars og
tíminn leið hratt við spjall um heima
og geima. Í gegnum tíðina hef ég af
og til lagt leið mína að Brautarhóli
og þangað sótti ég ávallt mikinn
fróðleik til Guðrúnar um menn og
málefni, sérstaklega úr Njarðvíkun-
um, því eins og allir vita sem þekktu
Guðrúnu, þá var hún ákaflega mikill
Njarðvíkingur og var reglulega
stolt af því. Þetta voru skemmti-
legar stundir og ekki skorti á með-
lætið með kaffisopanum því varla
var maður sestur við eldhúsborðið
þegar rjúka tók af kleinum og öðru
góðgæti. Það var alltaf stutt í brosið
hjá Guðrúnu á þessum stundum og
hún gat verið ansi stríðin því hún
gerði m.a. óspart grín að mér fyrir
að nota mjólk út í kaffið. „Ertu ekki
enn hættur við mjólkina?“ sagði
hún með reglulegu millibili og lét
sem hún ætlaði ekki að gefa mér
mjólk í það skiptið.
Áhugamál Guðrúnar voru mörg
og hún virtist ávallt ná góðum tök-
um á því sem hún var að sýsla við
hverju sinni. Hún hafði mjög gaman
af ljósmyndun og margar listilega
vel teknar myndir fékk maður að
sjá hjá henni. Ég minnist þess þeg-
ar hún fór fyrst að framkalla mynd-
ir í lit hversu stolt hún var þegar
hún tíndi fram eina myndina af ann-
arri og benti í leiðinni á hvað hún
var með í huga þegar hún tók við-
komandi mynd. Hún var sérstak-
lega ánægð með margar myndir
sem hún tók í Njarðvíkunum, á Fitj-
unum og af klettunum fyrir neðan
Sjávarbrautina. Þar mátti sjá ýmis
andlit sem hún hafði laðað fram við
samspil ljóss og skugga. Guðrún tók
einnig um tíma þátt í starfi Baðstof-
unnar í Keflavík og þótt hún hafi þá
verið komin vel á fullorðinsaldurinn
sló hún þar á engan hátt slöku við
og nýtti sér út í æsar þá tilsögn sem
hún gat fengið þar. Eins og áður
sagði var Guðrún með afbrigðum
listræn og hugmyndarík í sinni
handavinnu og nú tók hún upp á því
að búa til alls kyns hluti úr ýmsum
efnum og þessa muni gaf hún síðan
ættingjum og vinum við ýmis tæki-
færi. Mörg jólin fylgdi því mikill
spenningur að opna pakkann sem
kom frá Brautarhóli.
Ég og fjölskylda mín viljum nú er
leiðir hafa skilist þakka Gunnu
frænku fyrir allar góðu samveru-
stundirnar gegnum tíðina. Við sökn-
um hennar en munum ávallt minn-
ast hennar með gleði í huga. Á
þessari kveðjustundu sendum við
systkinum Guðrúnar, börnum henn-
ar og fjölskyldum þeirra okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Helgi Hólm.
Ég man fyrst eftir henni Gunnu
þegar ég var bara smá polli hér í
Njarðvíkunum og var að sendast
fyrir hana mömmu mína í Kaup-
félagið en þar er Sparisjóðurinn til
húsa í dag. Þar sá ég hana fyrst, þar
sem hún var að versla og ekki grun-
aði mig þá að leiðir okkar ættu eftir
að liggja saman seinna á ævinni en
svo varð nú raunin. Það var fyrir
um tíu árum síðan að við fluttumst á
Sjávargötuna, ég og mín litla fjöl-
skylda. Fljótlega eftir að við höfð-
um flust inn, var nágrannakonan
komin yfir til okkar, færði okkur
pottablóm og bauð okkur velkomin í
hverfið. Kannaðist ég þar stax við
hana Gunnu. Upp frá þessu tókst á
meðal okkar mikill vinskapur og
sátum við oft á tíðum inni í eldhúsi
hjá henni þar sem við spjölluðum
um heima og geima. Gaman var að
tala við hana og sagði hún okkur
margar sögur frá sínum yngri ár-
um, hvernig hlutirnir gengu fyrir
sig á eyrinni hérna áður fyrr. Gunna
var handlagin mjög og bar heimili
hennar þess glöggt merki. Vorum
við svo lánsöm að eignast fallega
hluti eftir hana sem við munum
varðveita. Eins munum við varð-
veita vel minningarnar um yndis-
lega konu. Hún var dugnaðarforkur
og oftar en ekki þá var hún búin að
moka hjá sér tröppurnar áður en
við fórum á fætur á morgnana.
Börnin okkar voru aufúsugestir hjá
henni og ekki voru þau há í lofti
þegar þau fóru að venja komur sín-
ar til hennar. Hún var fyrsta vin-
konan sem dóttir okkar eignaðist og
minnumst við þess einnig að strák-
urinn okkar, sem vart var farinn að
ganga, sótti í hana Gunnu þar sem
hann fékk nýbakaða kleinuhringi
með súkkulaði og annað bakkelsi.
Segir okkur hugur að svona hafi nú
verið með fleiri börn sem ólust upp í
hverfinu. Aldrei þurftum við að hafa
áhyggjur af því að börnin okkar
færu langt að heiman, því að ef þau
hurfu þá fóru þau aldrei lengra en
til hennar Gunnu á móti. Við erum
afskaplega lánsöm og þakklát fyrir
að hafa fengið að kynnast henni og
vera henni samferða í gegnum lífið.
Sendum fjölskyldu hennar okkar
samúðarkveðjur.
Skúli og Emilía.
GUÐRÚN
ÞORSTEINSDÓTTIR
Sími 562 0200
Erfisdrykkjur
Erfisdrykkjur
50-300 manna
Glæsilegir salir
Bræðraminni ehf., Kíwanishúsinu,
Engjateigi 11, sími 588 4460.
ERFIDRYKKJUR
STÆRRI OG MINNI SALIR
Borgartún 6 ehf., sími 561 6444
Fax 562 1524 Netfang borgaris@itn.is