Morgunblaðið - 01.02.2001, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 01.02.2001, Blaðsíða 64
DAGBÓK 64 FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skipin Reykjavíkurhöfn: Trinket kemur og fer í dag. Dettifoss, Dalgo og Mánafoss koma í dag. Baldur Árnason fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Hamrasvanur kemur í dag. Staltor og Lag- arfoss fóru í gær. Fréttir Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14–17. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Sólvalla- götu 48, Reykjavík. Skrifstofan er opin mið- vikudaga frá kl. 14–17. S. 551-4349. Fataút- hlutun og fatamóttaka er opin annan og fjórða hvern miðvikudag í mánuði, frá kl. 14–17, sími 552-5277. Ásgerður Jóna Flosadóttir, for- maður s. 897-1016, fax 544-4660,e-mail dalros- @islandia.is Mannamót Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta og bók- band, kl. 9–16.30 penna- saumur og bútasaumur, kl. 9.45 morgunstund, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13 opin smíðastofa, kl. 9 hár- og fótsnyrtistofur opnar. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böðun, kl. 9 leikfimi, kl. 9–12 myndlist, kl. 9–16 handavinna og fótaað- gerð, kl. 14 dans, kl. 14– 17 glerskurður. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós! Félagsstarfið á Hlaðhömrum er á þriðjudögum og fimmtudögum, kl. 13– 16.30, spil og föndur. Leikfimi er í íþróttasal á Hlaðhömrum á þriðju- dögum kl. 16. Kóræf- ingar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mos. eru á Hlaðhömrum á fimmtudögum kl. 17– 19. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586-8014 kl. 13–16. Félagsstarf aldraðra, Dalbraut 18–20. Kl. 9 böðun, hárgreiðslu- stofan og handa- vinnustofan opnar, kl. 9.30 danskennsla, gler og postulínsmálun, kl. 13 opin handa- vinnustofan og klippi- myndir, kl. 14.30 söng- stund. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10 hársnyrting, kl. 11.10 leikfimi, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 15. bingó. Félagsst. Furugerði 1. Kl. 9 aðstoð við böðun, smíðar og útskurður, glerskurðarnámskeið og leirmunagerð, kl. 9.45 verslunarferð í Aust- urver, kl. 13.30 boccia. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Púttæfing í Bæjar- útgerðinni kl. 10–12. Bingó í Hraunseli kl. 13.30. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Spilað í Kirkjulundi á þriðju- dögum kl. 13.30. Spilað í Holtsbúð í dag kl. 13.30 bókmenntahópur og les- hringur í bókasafninu 5. febr. kl. 10.30. Spila- kvöld, félagsvist á Álfta- nesi 8. febr. kl. 19.30. Akstur skv. áætlun. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Brids í dag kl. 13. Leikhópurinn Snúð- ur og Snælda munu frumsýna 4. febrúar kl. 17 í Ásgarði Glæsibæ, „Gamlar perlur“, þættir valdir úr fimm gömlum þekktum verkum. Sýn- ingar eru fyrirhugaðar á miðvikudögum kl. 14 og sunnudögum kl. 17. Laugardagur 10. febr- úar kl. 13.30. Breyting hefur orðið á viðtals- tíma Silfurlínunnar, op- ið verður á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 10–12. f.h. Upplýsingar á skrifstofu FEB í síma 588-2111 frá kl. 10 til 16. Gerðuberg, félagsstarf. Sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug kl. 9.30. Kl. 10.30 helgistund um- sj. Lilja G. Hallgríms- dóttir djákni, frá hádegi spilasalur og vinnustof- ur opnar, veitingar í kaffihúsi Gerðubergs. Myndlistarsýning Ólafs Jakobs Helgasonar stendur yfir. Fimmtu- daginn 22. febrúar er leikhúsferð í Þjóðleik- húsið að sjá leikritið „Með fulla vasa af grjóti“, skráning hafin. Aðstoð frá Skattstofu við skattframtöl verður veitt miðvikudaginn 7. mars, skráning hafin. Allar upplýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575-7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum kl. 9–15, gler og postu- lín kl. 9.30, leikfimi kl. 9.05, kl. 9.50 og kl. 10.45, kl. 13 taumálun og klippimyndir. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulíns- málun, kl. 10 jóga og ganga, kl. 13 brids, kl. 14 boccia, kl. 13–16 handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum. Hraunbær 105. Kl. 9– 16.30 bútasaumur, perlusaumur og korta- gerð, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 9.45 boccia, kl. 14 félagsvist. Hvassaleiti 56–58. Þorrablót verður haldið föstudaginn 2. febrúar kl. 19, húsið opnað kl. 18.30. Þorrahlaðborð kaffi og konfekt, skemmtiatriði. Ræðu- maður kvöldsins Kol- brún Halldórsdóttir al- þingismaður, tælenskur dans, Borgardætur syngja við undirleik Ey- þórs Gunnarssonar. Ólafur B. Ólafsson leik- ur á harmónikku og pí- anó og leiðir söng. Sig- valdi stjórnar dansi. Upplýsingar og skrán- ing í síma 588-9335. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 opin vinnustofa, gler- skurður, kl. 9–17 hár- greiðsla og böðun, kl. 10 leikfimi, kl. 13.30 bóka- bíll, kl.15.15 dans. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 opin handavinnustofa búta- og brúðusaumur, böðun, fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 10 boccia, kl. 13 handa- vinna, kl. 14 félagsvist. Norðurbrún 1. Kl. 9 handavinnustofurnar opnar, útskurður, kl. 10 leirmunanámskeið. Þorrablót verður haldið föstudaginn 2. febrúar kl. 19. Dansarar frá Þjóðdansafélagi Reykja- víkur, fjöldasöngur, hljómsveit spilar fyrir dansi, fjöldasöngur. Veilsustjóri Hólmfríður Gísladóttir. Skráning fyrir kl. 15 fimmtudag í síma 569-6960. Vesturgata 7. Kl. 9 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15–12 að- stoð við böðun, kl. 9.15– 15.30 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 13–14 leik- fimi, kl. 13–16 kóræfing. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan og hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður, fatasaum- ur og morgunstund, kl. 10 boccia og fótaaðgerð- ir, kl. 13 handmennt, körfugerð og frjálst spil. Gullsmárabrids. Brids- deild FEBK í Gull- smára býður alla eldri borgara velkomna að bridsborðum í félags- heimilinu að Gullsmára 13 á mánudögum og fimmtudögum. Mæting og skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. ÍAK. Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11 í Digra- neskirkju. Kristniboðsfélag kvenna, Háaleitisbraur 58–60. Biblíulestur hef- ur Benedikt Arnkels- son, kl. 17 í dag. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborgar- svæðinu, Hátúni 12. Kl. 19.30 tafl. GA-fundir spilafíkla eru kl. 20.30 á fimmtud. í fræðsludeild SÁÁ Síðumúla 3–5 og í Kirkju Óháða safnaðar- ins við Háteigsveg á laugard. kl. 10.30. Kvenfélag Hallgríms- kirkju. Fundurinn fellur niður í kvöld, 1. febrúar. Úrvalsfólk. Vorfagn- aður Úrvalsfólks verður haldinn á Hótel Sögu, Súlnasal, föstudaginn 16. febrúar kl. 19 miða- og borðapantanir hjá Rebekku og Valdísi í síma 585-4000. Húnvetningafélagið, félagsvist í Húnabúð Skeifunni 11 í kvöld kl 20. Fyrsta kvöld í fjög- urra kvölda parakeppni. Kaffiveitingar. Allir vel- komnir. Í dag er fimmtudagur 1. febrúar, 32. dagur ársins 2001. Brígidarmessa. Orð dagsins: Að lokum: Styrkist nú í Drottni og í krafti máttar hans. (Ef. 6, 10.) MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 LÁRÉTT: 1 hrekkjótta, 8 óhrein, 9 stóllinn, 10 mánuður, 11 karldýra, 13 ritverk, 15 ísbreiða, 18 heimsk- ingja, 21 glöð, 22 lægja, 23 verur, 24 holskefln- anna. LÓÐRÉTT: 2 hrósar, 3 tunnu, 4 stak- an, 5 drekka, 6 afkimi, 7 eignarjörð, 12 leyfi, 14 fiskur, 15 sokkur, 16 hóp, 17 nötraði, 18 eina sér, 19 sárið, 20 ræktuð lönd. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 skass, 4 leiks, 7 eldur, 8 galin, 9 ami, 11 gert, 13 ærar, 14 óskar, 15 harm, 17 aska, 20 slá, 21 aftan, 23 teinn, 24 strák, 25 lógar. Lórétt: 1 stegg, 2 andar, 3 særa, 4 legi, 5 illar, 6 synir, 10 mikil, 12 tóm, 13 æra, 15 hlass, 16 ritar, 18 sting, 19 agnar, 20 snák, 21 átel. K r o s s g á t a NÚ SÍÐUSTU vikur og mánuði hefur nýr gestur krafist inngöngu og búsetu í landi hinnar íslensku tungu. Enska orðið „fit- ness“ hefur orðið nær dag- legur gestur í fjölmiðlum þessa lands og ennþá hefur ekki bólað á því að boðið væri upp á einhverja ís- lenska þýðingu á þessu orði. Ekki sýnist mér þetta æskileg viðbót í orðaforða íslenskunnar og ekki verð- ur heldur betur séð en orð- ið sé óþarft í íslensku þar eð orðið hreysta (sagnorð) var þegar til í forn íslensku í merkingunni „gera hraust- an“ og varla þarf að efast um að nafnorðið hreysting hafi þá einnig verið til og táknað: það að gera ein- hvern hraustan. Þar með höfum við íslenskt orð yfir „fitness“-ið. Hliðstætt orð við hreysting (hreystingu) er t. d. orðið kosning sem þýðir að kjósa og fallbeyg- ingin yrði hin sama á þess- um orðum. Við þetta mætti svo bæta, að iðkandi þess- arar íþróttar gæti heitið vöðvungur, þar eð frábær vöðvaþroski virðist vera mjög áberandi þegar þessir íþróttamenn (vöðvungar) sýna sig á skjánum. Þetta orð er þjált í samsetningum og má þá nefna sem dæmi vöðvungakeppni, vöðv- ungamót, vöðvungaráð- stefna, Íslandsmót vöðv- unga o.s.frv. J. K. M. Viltu vinna milljón ÉG HEF horft undanfarið á þáttinn, Viltu vinna millj- ón og finnst hann góður. Ég hef séð nokkra þætti sama efnis með sama heiti í Bandaríkjunum undir stjórn Regis. Hann er frá- bær, ekki síst vegna vinn- inga, sem gerir spennuna mun meiri. Helsti munur- inn er, að í Bandaríkjunum er ein milljón tæpar 90 milljónir. Ég hef heyrt, að þessi þáttur gangi víðar þ. á m. í Evrópu. Ef svo er verð- ur munurinn enn meiri, t.d. í Bretlandi 125 milljónir. Kærar þakkir. Svanur Jóhannsson. Tapað/fundið Giftingarhringur og fleira í óskilum GIFTINGARHRINGUR, trefill og fleira fannst fyrir utan kvennadeild Lands- spítalans. Upplýsingar í síma 560-2140. Karlmannsgleraugu töpuðust Karlmannsgleraugu í svörtu járnhulstri töpuðust fyrir um það bil hálfum mánuði. Annaðhvort í Reykjavík eða Hafnarfirði. Upplýsingar í síma 567- 6245. Ljósblá peysa tekin í misgripum LJÓSBLÁ peysa með stórum kraga tapaðist laugardagskvöldið 27. janú- ar sl. á Sirkus. Einhver hef- ur væntanlega tekið mína í misgripum og skilið eftir sína peysu sem var ljósblá með hettu. Vinsamlega haf- ið samband við Önnu í síma 866-3756. Kvengleraugu töpuðust KVENGLERAUGU töp- uðust við Bíóhöllina við Álfabakka laugardaginn 27. janúar sl. Fundarlaun. Skilvís finnandi er vinsam- lega beðinn að hafa samb- and í síma 567-2694. Dökkrauðköflóttur trefill tapaðist TAPAST hefur dökkrauð- köflóttur trefill. Hann hef- ur sennilega tapast á Súf- istanum við Laugaveg eða þar í kring. Gæti einnig hafa týnst í Kringlunni, Holtagörðum, Bónus eða IKEA. Trefillinn hefur minningargildi fyrir eig- andann og er hans sárt saknað. Finnandi vinsam- legast hringi í síma 557- 4265. Blá nælontaska tapaðist BLÁ nælontaska með sundbol og fleiru í tapaðist í Grjótaþorpi laugardaginn 27. janúar sl. Skilvís finn- andi hringi í síma 552-6949. Hvítagulls eyrnalokkur tapaðist HVÍTAGULLS eyrnalokk- ur tapaðist, líklega í Hag- kaupi í Kringlunni fimmtu- daginn 25. janúar sl. Finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í Ástu í síma 587-5741. Dýrahald Kanína í óskilum KANÍNA er í óskilum í Álftamýri. Hún fannst laugardaginn 27. janúar sl. og var orðin frekar köld og þreytt. Upplýsingar í síma 568-5199, einnig er hægt að leggja inn skilaboð í talhólf 881-3277. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Annað orð æskilegt Víkverji skrifar... VÍKVERJI keypti fyrir skömmuleikjatölvu hjá BT-tölvum sem ungur sonur hans hafði lengi óskað eftir að eignast. Fögnuður drengsins var mikill og einlægur þegar hann uppgötvaði að óskir hans höfðu verið uppfylltar. Hófst hann þegar handa við að tengja tölvuna við sjónvarpið. Víkverji áminnti hann um að svona ætti maður ekki að fara með ný og dýr tæki og las upp fyrir hann það sem stóð á ábyrgðarskírteininu, en þar stóð: „Um leið og við óskum þér til ham- ingju með kaupin, mælumst við til að þú kynnir þér rétta notkun í hand- bókunum sem fylgja, þannig að tæk- ið geti þjónað þér sem lengst og best.“ Víkverji varð hins vegar nokkuð undrandi þegar hann uppgötvaði að í handbókinni sem fylgdi tölvunni var að finna skýringartexta á frönsku, spænsku, þýsku, ítölsku, portú- gölsku og hollensku. Enginn texti var þar hins vegar á ensku og að sjálfsögðu enginn á íslensku. Víkverji hefur alla tíð verið frekar slappur í hollenskunni og aldrei náð almennilegum tökum á portúgölsk- unni. Það varð því fátt up svör þegar drengurinn spurði hvernig ætti að tengja tölvuna. Eftir að faðir hans hafði klórað sér í höfðinu allan dag- inn og fram á kvöld og hélt því athæfi áfram daginn eftir tók strákurinn málið í sínar hendur og tengdi leikja- tölvuna við sjónvarpið. x x x MJÓLKURSAMSALAN hefur ínokkur ár reynt að vekja fólk til vitundar um íslenskt málfar. Þetta er gert með textum utan á mjólkurfernum. Í upphafi var lögð áhersla á að benda fólki á rétta notk- un á íslensku máli en síðustu ár hef- ur sjónum verið beint að textum sem eiga það sammerkt vera á góðri ís- lensku og skemmtilegir. Ekki er endilega verið að vitna í fagurbók- menntir enda hafa sem betur fer fleiri en skáld kunnað að skrifa góða íslensku í gegnum árin. Víkverji keypti mjólkurfernu fyrir stuttu og á henni mátti lesa eftirfar- andi texta sem er tekinn upp úr grein í Vísi frá árinu 1920. „Það er vægast sagt okkur til him- inhrópandi háðungar og ævarandi athlægis að við skulum ekki kunna að meta jafngóðan, hollan og nær- andi mat eins og síldin okkar er. Það er blátt áfram þjóðarskömm. Svo má heita að síld sé alls ekki étin hér á landi og það litla, sem notað er, er mestmegnis borðað af útlendingum sem hér búa. ... Hér verður því að hefjast handa og kenna fólkinu að éta síld. Og besta ráðið til þess, hygg ég að sé, að menn myndi félagsskap í þessum tilgangi. Ákveða verður fast- an síldardag í viku hverri og skulu félagsmenn og fjölskyldur þeirra éta síld þann dag. Og ekki myndi líða á löngu þangað til almenningsálitið dæmdi þá menn óþjóðrækna sem ekki fylgdu hinum nýja sið.“ x x x MJÓLKURSAMSALAN heldurúti öflugri heimasíðu þar sem er að finna þá texta og teikningar sem birst hafa á mjólkurfernunum. Þar er líka að finna upplýsingar um styrk þessa „miðils“ sem mjólkur- fernan er. „Mjólkurfernurnar sem fara í dreifingu daglega eru að með- altali um 72.000 en til samanburðar má geta þess að Morgunblaðið kem- ur út í um 55.000 eintökum, svo auðsjáanlegt er hversu sterkur þessi miðill er.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.