Morgunblaðið - 01.02.2001, Síða 70

Morgunblaðið - 01.02.2001, Síða 70
FÓLK Í FRÉTTUM 70 FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ STJÖRNURNAR í Hollywood vinna í akkorði þessa dagana vegna yfirvofandi verkfalls hand- ritshöfunda og leikara sem mun hefjast í sumar ef samningar nást í tæka tíð. Kemur það sérstaklega illa nið- ur á hinum fjölmörgu kvikmynda- hátíðum sem haldnar eru víða um heim um þessar mundir en stjörn- urnar keppast nú um að afboða komu sína sökum anna. Kvik- myndahátíðin í Berlín hefur sér- staklega orðið fyrir barðinu á þessu ófremdarástandi. Hátíðin hefst 7. febrúar næstkomandi og segjast aðstandendur eiga býsna erfitt með að tilkynna þá nafntog- uðu listamenn sem viðstaddir verða hátíðina vegna þess hversu loðin svör þeir hafa gefið. Handritshöfundar hafa löngum verið vandræðastétt í Hollywood, í það minnsta að mati leikstjóra, framleiðenda og yfirmanna stóru kvikmyndaveranna. Einstaka handritshöfundar hafa náð þeim stalli að geta farið fram á svim- andi há laun fyrir vinnu sína en yfir höfuð hefur stéttin kvartað hátt og lengi yfir því hversu lítil virðing henni er sýnd. Deilan við framleiðendur hefur oft og tíðum orðið ansi hatrömm og fúkyrðin látin flakka. Kvikmyndamógúllinn Irving Thalberg lét t.a.m. þau orð falla í garð handritshöfunda þeg- ar þeir heimtuðu aukin veg og virðingu á fjórða áratugnum: „Hvaða vesen er þetta á þessum handritshöfundum? Eina sem þeir gera er að raða einu orði á eftir öðru.“ Handritshöfundar vilja aukin veg Ef kröfurnar sem handritshöf- undar gera nú ná fram að ganga munu eiga sér stað miklar breyt- ingar á gerð kvikmynda og hverju heiðurinn er eignaður. Þannig myndu orðin „Mynd eftir ...“ hverfa úr upphafskynningu mynda því handritshöfundum þyk- ir leikstjórum þar gert ansi ríku- lega undir höfði. Enn fremur fara handritshöfundar fram á að fá að fylgja handritum sínum eftir, vera viðstaddir sjálfa kvikmyndagerð- ina því þannig væri komið í veg fyrir að leikstjórar og leikarar séu að krukka í sífellu í handrit- unum og breyta annarra manna hugarsmíðum til að þjóna eigin kenjum. Handritshöfundar vilja þar að auki vera viðstaddir tökur hvers dags til að geta fylgst betur með því hvernig unnið sé með handritin. Með öðrum orðum fara handritshöfundarnir fram á að taka framvegis þátt í gerð mynd- anna eftir handritum sínum, fá hluta af heiðrinum og vera þannig viðstaddir frumsýningarnar og verðlaunaafhendingar, sem hing- að til hefur ekki þótt sjálfsagt mál í henni Hollywood. Handritshöf- undarnir hafa lýst því yfir að meðferðin sem þeir hljóta stund- um sé fyrir neðan allar hellur. Þeir séu álitnir verkamenn, frem- ur en listamenn, sem fái ákveðnar fyrirskipanir sem verði að hlýða hvað sem tautar og raular. Fæstir hafa þó viljað lýsa reynslu sinni opinberlega vegna óttans við að verða útskúfaðir úr Hollywood. Það er þó ekki allir handrits- höfundar sammála þessu. Eric Roth á að baki handrit að mörg- um metsölumyndum og fékk ósk- arsverðlaun fyrir handrit sitt að Forrest Gump. Hann segist al- mennt eiga gott samband við leik- stjóra sem byggt sé á gagnkvæmri virðingu: „Vissulega hefur komið upp ágreiningur. En þá skilja ein- faldlega leiðir og þar með er það afgreitt.“ Framleiðsla í Hollywood kann að lamast Leikstjórar eru yfir höfuð stór- hneykslaðir á þessum miklu kröf- um handritshöfunda og kannast fæstir við að sýna handritshöf- undum vandvirðingu. Þeir benda jafnframt á að leikstjórinn eigi fyllilega skilið allan þann heiður sem þeir fái vegna þess að þeir séu hinir einu sem fylgja mynd- inni allt framleiðsluferlið og það séu þeir sem fái skammirnar ef illa hefur tekist til. Sumir leikstjórar hafa hins veg- ar ætíð talið heiðurinn sem þeim er sýndur óeðlilega mikill. Woody Allen, sem bæði semur og leik- stýrir myndum sínum, þykir t.d. upphafskynningin „Mynd eftir Woody Allen“ bæði „tilgerðarleg og óþörf“ og í sama streng taka þeir Barry Levinson og Irwin Winkler sem báðir hafa getið sér orð hvort tveggja sem handrits- höfundar og leikstjórar. Það þykir næsta víst að ef til verkfalls kemur muni framleiðsla á efni fyrir sjónvarp og kvik- myndahús lamast og eru menn ekkert allt of vongóðir um að samningar náist og sérstaklega erfitt verði að leysa ofannefnd deilumál er snúa að auknum veg handritshöfunda á framleiðslu- stiginu. Stjörnurnar í akkorði Reuters Eric Roth (lengst til vinstri) segist hafa átt gott samstarf við leikstjóra. Hann er hér ásamt Al Pacino og leikstjóranum Michael Mann en saman sömdu þeir Mann og Roth handritið af The Insider. Reuters Woody Allen þykir tilgerðarlegt og algjör óþarfi að kenna kvik- mynd eingöngu við leikstjórann. Yfirvofandi verkfall handritshöfunda og leikara í Hollywood Í tilefni 25 ára afmælis Clöru í Kringlunni fylgja gjafir öllum vörum frá Dior í dag, fimmtudag 1. febrúar, ásamt afmælisafslætti. Ráðgjafi frá Christian Dior verður á staðnum og veitir faglega ráðgjöf. Verið hjartanlega velkomin NÝTT — NÝTT MODEL LIFT næturkrem. Húðin lyftist, stinnist og styrkist á meðan þú sefur. Kringlunni, s. 568 9033. MODEL LIFT NUIT Sjáanlegur árangur á einni viku Skráning er í síma 565 9500 www.hradlestrarskolinn.is HRAÐLESTRARNÁMSKEIÐ Lestrarhraði þátttakenda á námskeiðum rúmlega fjór-faldast að jafnaði og eftirtekt batnar. Öllu námi og öllum stjórnunarstörfum fylgir mikið lestrarálag. Þeir sem eru fljótastir ná bestum árangri. Hvert stefnir þú? Ef þú stefnir hátt skaltu skrá þig strax. Næsta námskeið hefst þriðjudaginn 13. febrúar. Við opnum kl. 7 alla daga Eldhúsið er opið til kl. 22.30 virka daga föstudaga og laugardaga til kl. 23.30 Nýr matseðill Tveggja rétta hádegisverður frá kr. 1.190 Þriggja rétta Skuggabars afmælismatseðill frá kr. 3.350 Tökum frá borð fyrir matargesti á Skuggabar eftir kvöldverð sé þess óskað. 1930 Brasserie á Hótel Borg Borðapantanir í síma 551 1247 VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Brúðhjón A l l u r b o r ð b ú n a ð u r - G l æ s i l e g g j a f a v a r a - B r ú ð h j ó n a l i s t a r www.leir.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.