Morgunblaðið - 01.02.2001, Qupperneq 76

Morgunblaðið - 01.02.2001, Qupperneq 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. Síðan 1972 múrvörur Traustar íslenskar Leitið tilboða! ELGO UNDIRRITAÐUR hefur verið samningur um stofnun fyrirtækis um uppbyggingu sjókvíaeldis á laxi í Seyðisfirði. Að fyrirtækinu, sem hlotið hefur nafnið Austlax, standa aðilar á Seyðisfirði; hafn- arsjóður og þjónustufyrirtækið ÓS-þjónusta, og færeyska laxeld- isfyrirtækið Vestlax sem er eitt öflugasta fiskeldisfyrirtæki Fær- eyja. Að sögn Sigfinns Mikaelssonar, framkvæmdastjóra ÓS-þjónustu, verður farið hægt af stað í upp- byggingu eldisins og stefnt á að hefja eldi í einni til tveimur kvíum í sumar. Hann segir að Austlax muni fyrst í stað nýta leyfi sem Strandalax hafði áður til laxeldis á um 200 tonna lífmassa í Seyðis- firði. Gangi það vel sé fyrirhugað að færa út kvíarnar. „Við teljum að hér séu góðar aðstæður til lax- eldis. Við munum hinsvegar leggja áherslu á að byrja smátt en rasa ekki um ráð fram í þessum efn- um,“ segir Sigfinnur. Nýtt laxeldisfyrirtæki á Seyðisfirði Hefja eldi næsta sumar Engu líkara er en að þessir farþegar SVR hafi verið klipptir út úr litríkri borgarmyndinni á hlið strætisvagns- ins. Raunveruleikinn í tíðarfarinu þessa dagana er þó fjarri björtum sumarnóttum og því gott að komast inn í hlýjan vagninn í votviðrinu og láta sig dreyma um betri tíð. Morgunblaðið/RAX Klipptir út úr borg- armynd TVEIR karlmenn og ein kona voru handtekin og einn karlmaður flutt- ur á slysadeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss í Fossvogi eftir að tilkynnt var um hnífstunguárás í húsi við Klapparstíg upp úr klukk- an tíu í gærkvöldi. Í tilkynningu um atburðinn til Neyðarlínunnar var talað um að maður lægi í blóði sínu með mörg stungusár eftir hníf. Sá er fór á slysadeild hlaut ekki djúp stungu- sár, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Reykjavík, og var ekki talinn í lífshættu. Tildrög átakanna voru ekki ljós og málið enn í rannsókn er Morg- unblaðið fór í prentun. Umrætt hús við Klapparstíg hefur áður orðið vettvangur útkalla hjá lög- reglunni og einkum vegna fíkni- efnamála. Þrjú hand- tekin og einn á slysadeild Tilkynnt um hnífstunguárás MIKIL loðna er nú fyrir Vestfjörð- um og hafa nótaskipin fengið þar góðan afla. Að sögn Hjálmars Vil- hjálmssonar, fiskifræðings og leið- angursstjóra á Árna Friðrikssyni RE, liggur ekki fyrir hve mikið er af loðnu í vesturgöngunni en þó megi ætla að þar sé á ferðinni stór hluti hrygningarstofnsins. Hann segir að bera megi þessa göngu saman við vesturgöngu sem kom að landinu árið 1979. Þá hafi vetr- argöngur loðnu verið mældar í fyrsta skipti og um helmingur stofnsins þá mælst fyrir vestan land en hinn fyrir austan. Vesturgangan hafi þá gengið suður með landinu og suður fyrir Reykjanes, þar sem síðasta loðnan hrygndi. Hann segir að hrognafylling loðnunnar sé nú um 9% en búast megi við að hægist á hrognafyllingunni ef loðnan geng- ur sunnar í kaldari sjó. Hafrannsóknaskipið Árni Frið- riksson RE var í gær á leiðinni austur fyrir land til loðnumælinga en skipið hefur síðustu daga mælt loðnugönguna fyrir vestan. Mikil loðna fyrir vestan  Hræddir/24 ÍSLENSKRI dægurtónlist hef- ur verið hampað í hvívetna undanfarið í bandarískum fjölmiðlum. Fer þar fremst í flokki hljómsveitin Sigur Rós. Dagblaðið LA Times og tónlistartímaritið Rolling Stone voru með stórar grein- ar um þetta efni fyrir stuttu. Erlend stórfyrirtæki þar í landi keppast nú við að landa samningi við Sigur Rós á meðan rappsveitin Quarashi er þegar búin að skrifa undir við útgáfurisann EMI. Íslensk tón- list umtöluð  Umtalið sjaldan/72 Bandaríkin SLITNAÐ hefur upp úr samninga- viðræðum skipstjórnarmanna hjá Landhelgisgæslunni við samninga- nefnd ríkisins um kaup og kjör. Sam- kvæmt upplýsingum frá Félagi ís- lenskra skipstjórnarmanna er ástæða viðræðuslitanna sú að í gær lagði samninganefnd ríkisins fram bréf til Farmanna- og fiskimanna- sambandsins, sem fer með samn- ingaviðræður fyrir hönd skipstjórn- armanna, þar sem fram kemur listi yfir 13 stýrimenn sem sagt hafa upp störfum hjá Landhelgisgæslunni. Telur ríkið að hér sé um ólögmæta vinnustöðvun að ræða. Þeirri túlkun ríkisins var mótmælt þar sem um einstaklingsbundna ákvörðun hefði verið að ræða hjá þeim mönnum sem sögðu upp. Hún hefði verið óháð yfirstandandi samn- ingaviðræðum og samninganefnd- inni og Farmannasambandinu því óviðkomandi. Samningar skipstjórnarmanna hjá Landhelgisgæslunni hafa verið lausir frá 1. nóvember sl. Viðræður um nýja kjarasamninga hófust í september en hlé var gert á þeim um miðjan nóvembermánuð. Félag ís- lenskra skipstjórnarmanna heldur því fram að þegar viðræður hófust að nýju í desember sl., þegar samning- ar skipstjórnarmanna á almenna kaupskipamarkaðnum lágu fyrir, hefði ekki verið vilji hjá ríkinu að taka mið af þeim samningum nema að litlu leyti. Viðræðum við ríkið slitið Skipstjórnarmenn Gæslunnar ♦ ♦ ♦ SAMKVÆMT álitsgerð Eiríks Tóm- assonar fyrir landbúnaðarráðherra fór embætti yfirdýralæknis að lögum um dýrasjúkdóma þegar heimilaður var innflutningur á írskum nauta- lundum til landsins í lok síðasta árs. Í álitsgerðinni kemur einnig fram að embættið hafi sinnt lögboðinni rann- sóknarskyldu sinni þegar það mælti með því að innflutningurinn yrði leyfður. Hins vegar kemst Eiríkur að þeirri niðurstöðu að tilgreind ákvæði auglýsingar landbúnaðarráðuneytis- ins og reglugerðar hafi ekki næga stoð í núgildandi lögum. Telur Eirík- ur orðalag í þeim „gagnrýnisvert og ekki samrýmast vönduðum stjórn- sýsluháttum“. Guðni Ágústsson sagði á fundi með fréttamönnum í gær að álits- gerðin væri mikilvæg fyrir íslenska neytendur og bændur. Hann sagðist gleðjast yfir því að embætti yfir- dýralæknis hefði viðhaldið ströngu eftirlitshlutverki sínu í þessu tilviki. „Á sama hátt finnst mér miður að hnökrar koma fram í stjórnsýslunni. Það kemur mér á óvart hvernig stjórnsýslan milli landbúnaðarráðu- neytisins, yfirdýralæknis og tollayf- irvalda hefur þróast í kjölfar gildis- töku WTO-samningsins [Alþjóða viðskiptastofnunarinnar] frá árinu 1995,“ sagði Guðni og benti á úttekt- ir sem ríkisstjórnin hefði ákveðið að gera í framhaldinu. Álitsgerð um innflutning nautalunda frá Írlandi Innflutningur heimill en stjórnsýslu ábótavant  Álitsgerð Eiríks/12-13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.