Morgunblaðið - 13.02.2001, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 13.02.2001, Qupperneq 2
sjóðsins er þessi lækkun minni en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun Íbúðalánasjóðs fyrir árið 2000, enda stóðust ekki væntingar um minnkuð umsvif á fasteignamark- aði frá fyrra ári. Rekstrarkostnaður í fyrra er 59,7 milljónum hærri en gert var ráð fyrir í fjárlögum ársins. Mis- munurinn nemur 10%. Mestu mun- ar um aukinn innheimtukostnað vegna 63% hækkunar millibanka- gjalda og taxta Reiknistofu bank- anna og hækkun á launalið vegna mikilla umsvifa og ákvæða kjara- samninga. Gunnhildur Gunnarsdóttir, að- stoðarframkvæmdastjóri Íbúða- lánasjóðs, segir að markmiðið með nýju skipuriti sé m.a. að bæta þjón- ustu og auka skilvirkni í stjórnun og rekstri. Það beri því ekki að líta STJÓRNENDUR Íbúðalánasjóðs eru að skoða leiðir til að lækka rekstrarkostnað stofnunarinnar en hann var meiri á síðasta ári en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Stjórn Íbúðalánasjóðs hefur sam- þykkt nýtt skipurit fyrir sjóðinn en það gerir m.a. ráð fyrir fækkun yf- irmanna. Skipuritið var kynnt starfsmönn- um á fundi sl. föstudag. Rekstrarkostnaður Íbúðalána- sjóðs á árinu 1999 nam 636,7 millj- ónum króna. Sú fjárhæð fram- reiknuð til meðalverðlags ársins 2000 er 669,7 milljónir króna. Rekstrarkostnaður Íbúðalánasjóðs árið 2000 samkvæmt bráðabirgða- uppgjöri var 652 milljónir króna. Sparnaður í rekstri milli ára er því um 17,7 milljónir króna. Þó tekist hafi að lækka rekstrarkostnað á upptöku nýs skipurits eingöngu sem hluta af sparnaði í rekstri, enda hafi ávallt staðið til að endur- skoða það skipulag sem unnið hef- ur verið eftir frá stofnun Íbúða- lánasjóðs í ljósi reynslunnar. Hins vegar séu stjórnendur stofnunar- innar stöðugt að leita leiða til að hagræða í rekstri. „Við teljum ekki að við séum með mikinn óþarfa kostnað í rekstrinum en við teljum að okkur beri skylda til að vera stöðugt vakandi fyrir því að skoða leiðir til hagræðingar. Það er vaxandi krafa á stjórnsýsluna að gera hlutina með hagkvæmari hætti,“ sagði Gunnhildur. Þegar Íbúðalánasjóður var sett- ur á stofn árið 1998 var gert ráð fyrir því að öll afgreiðsla fasteigna- verðbréfa færi fram í viðskipta- bönkunum. Lántakandi átti að fá Til skoðunar að hagræða í rekstri Íbúðalánasjóðs greiðslumat frá banka sem átti að sjá um samskipti við Íbúðalána- sjóð. Horfið var frá þeirri fyrirætlan að færa útgáfu og afgreiðslu fast- eignaveðbréfa til bankanna og hef- ur Íbúðalánasjóður því séð um út- gáfu og afgreiðslu fasteigna- veðbréfa. Gunnhildur segir ekki fyrirhugað að gera breytingar á þessu fyrirkomulagi. Það séu því ekki uppi áform um að breyta í grundvallaratriðum afgreiðslu lán- anna. Hún tók þó fram að sam- skipti Íbúðalánasjóðs og bankanna séu stöðugt til skoðunar með það í huga hvort hægt sé að ná fram meiri hagræðingu. Ekkert bendi hins vegar til þess að svo stöddu að sparnaður sé því samfara að bank- arnir taki alfarið að sér af greiðslu fasteignaveðbréfa. FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isUMFÍ telur ekki forsendur fyrir sameiningu / B 1 Tvö heimsmet hjá Kristínu Rós / B 12 12 SÍÐUR48 SÍÐUR Sérblöð í dag Á ÞRIÐJUDÖGUM RÁÐIST var inn á heimili manns í Breiðholti og honum veittir áverkar snemma á laug- ardagsmorgun. Fimm menn hafa játað aðild að málinu en húsráðanda voru veittir áverk- ar í andliti. Árásarmennirnir reyndu að koma sér brott en lögreglumenn náðu þeim á hlaupum. Mennirnir veittu mikla mótspyrnu við handtöku og kom til talsverðra átaka milli þeirra og þeirra tveggja lög- reglumanna sem voru fyrstir á staðinn. Lögreglumennirnir slösuðust báðir við handtökuna og mun annar þeirra hafa hlotið beinbrot í andliti. Geir Jón Þórisson, yfirlög- regluþjónn í Reykjavík, segir allmörg tilfelli hafa komið upp í vetur þar sem ráðist er gegn lögreglumönnum. Hann telur að slíkt færist nokkuð í aukana. Lögreglu- menn slösuðust við handtöku Snjóflóðamannvirki í Neskaupstað Morgunblaðið/Ágúst Framkvæmdum við snjóflóðavarnargarðinn í Nes- kaupstað og keilurnar 13 sem standa ofan við hann er nú lokið. Aðeins er eftir lítils háttar vinna við frágang. Næsta sumar verður svo hafist handa við að setja upp stoðvirki á hugsanlegum upp- takasvæðum snjóflóða ofan við varnarmannvirkin en þau eiga að draga úr hættu á að snjóflóð falli á þessu svæði. Einnig verður næsta sumar unnið af fullum krafti við uppgræðslu á svæðinu. Verktakafyrirtækið Arnarfell sá um framkvæmdirnar. TVÍTUGUR piltur lést af völdum áverka sem hann hlaut í umferðar- slysi á mótum Drottningarbrautar og Þórunnarstrætis á Akureyri. Slysið varð um miðjan dag á sunnudag og var pilturinn fluttur suður á Land- spítala í Fossvogi þar sem hann lést aðfaranótt mánudags. Tvær bifreiðar rákust á við um- rædd gatnamót, annarri var ekið í norðurátt en bíllinn sem pilturinn ók var á leið í suður. Bifreiðinni sem ekið var í norður var beygt til vinstri inn á Þórunnarstræti og í veg fyrir bílinn sem pilturinn ók. Samkvæmt upplýs- ingum lögreglu var augljóst að pilt- urinn hafði reynt að afstýra árekstri með því að beygja til hægri frá aðvíf- andi bíl, en ekki tekist. Nokkur hálka var þegar óhappið varð. Þrír voru í bílunum og voru allir í bílbeltum. Unnusta piltsins sem var með hon- um í bílnum liggur á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri en hún hlaut m.a. beinbrot. Eldri maður sem ók hinum bílnum liggur einnig á sjúkra- húsinu en hann brotnaði líka í árekstrinum. Pilturinn var sem fyrr segir fluttur með sjúkraflugi á Land- spítala í Fossvogi þar sem hann lést af völdum sára sinna. Ekki er unnt að greina frá nafni hans að svo stöddu. Tvítugur piltur lést eftir umferðarslys VIÐ skoðun á upplagi Morgunblaðs- ins síðari helming liðins árs, júlí til desember 2000, í samræmi við regl- ur Upplagseftirlits VÍ, var staðfest að meðaltalssala blaðsins á dag var 55.439 eintök. Á sama tíma árið 1999 var með- altalssalan 54.769 eintök á dag. Upplagseftirlit Verslunarráðsins annast einnig eftirlit og staðfestingu upplags prentmiðla fyrir útgefendur sem óska eftir því og gangast undir eftirlitsskilmála. Trúnaðarmaður eftirlitsins er löggiltur endurskoð- andi. Morgunblaðið er eina dagblaðið sem nýtir sér þessa þjónustu nú. Nýjar tölur um upplag Morgun- blaðsins Upplagseftirlit Verslunarráðsins FORNLEIFAFRÆÐINGAR sem starfa að uppgreftri í Aðalstrætinu hafa komið niður á minjar frá land- námstíð. Minjarnar, sem taldar eru vera frá elsta Reykjavíkurbænum frá tíundu eða elleftu öld, fundust þegar steinar úr yngri uppistöðu- vegg voru teknir upp. „Eins og stendur sjáum við bara þar sem þessi síðari tíma skurður sker í gegnum, en okkur sýnist þarna vera um að ræða leifar af hleðslu, en við sjáum ekki gólf svo við getum ekki sagt með vissu hvort þetta hefur verið húsveggur, garð- lægð í kringum hús eða skepnugirð- ing,“ sagði Mjöll Snæsdóttir forn- leifafræðingur. Ekki er talið víst hvort mikið sé af svo gömlum minjum á svæðinu en af fyrri athugunum er vitað að það voru byggingarleifar frá tíundu öld bæði á Austurstræti 18 og 12. Mjöll segir fundinn því ekki koma á óvart heldur vera ánægjulega staðfest- ingu á grunsemdum. Gröfturinn er unninn kerfisbundið eftir tímaröð og nú er verið að skoða minjar frá 18. og 19. öld. Því er nokkuð langt í að athyglin beinist að fullu að land- námsöldinni. Sjö til átta fornleifa- fræðingar starfa nú að greftrinum. Minjar frá landnáms- tíð við Aðalstræti JEPPABIFREIÐ fór út af veg- inum um Óshlíð skömmu fyrir klukkan fjögur í gær. Óhappið varð við Sporhamra, nánast á sama stað og ung stúlka ók bíl sínum út af sl. þriðjudag. Ökumaður jeppans, ungur maður, náði að kasta sér út úr bílnum áður en hann fór niður hlíðina og slapp með mar og skrámur. Jeppinn hafnaði ofan í stórgrýttri fjöru um 20 metrum neðar og er mikið skemmdur. Ökumaður kastaði sér út úr bílnum SAMTÖK atvinnulífsins og við- semjendur þeirra hafa undirrit- að nýjan kjarasamning vegna starfsmanna hjá Íslenska ál- félaginu hf. Sigurður T. Sigurðs- son, formaður verkalýðsfélags- ins Hlífar í Hafnarfirði, segist sáttur við samninginn og vonast eftir að hann verði samþykktur, en samningur sem gerður var í síðasta mánuði var felldur af starfsmönnum fyrirtækisins. Sigurður sagði að í nýja samningnum væri skotið styrk- ari stoðum undir ákvæði hans um bónusgreiðslur. Orðalag hefði verið gert skýrara þannig að menn teldu nú að þessar bón- usgreiðslur ættu að vera í hendi gengju ákveðnar forsendur eft- ir. Það væri t.d. sett í samning- inn ákveðið lágmark sem gæfi starfsmönnum ákveðna trygg- ingu í þessu sambandi. Sigurður sagði að einnig hefði náðst samkomulag um ákvæði um uppsagnir Nýr kjara- samningur við ÍSAL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.