Morgunblaðið - 13.02.2001, Page 16
AKUREYRI
16 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Símenntunarsvið
Upplýsingatækni í leikskólastarfi
Helgarnámskeið fyrir leikskólakennara 23.-25. febrúar nk.
Markmið námskeiðsins er að kynna fjölþætta möguleika
tölvutækni í leikskólastarfi, en í aðalnámskrá leikskóla er
áhersla á tölvunotkun í leik og starfi. Á námskeiðinu verður
fjallað um upplýsingatækni og hvernig hana má nýta í
uppeldisstarfi á leikskólum.
Á föstudeginum verða fyrirlestrar og síðan farið á
myndlistarsýningu og kaffihús. Á laugardeginum verða
vinnusmiðjur og á sunnudeginum sýning á verkum
þátttakenda. Námskeiðið verður haldið í Þingvallastræti 23.
Frekari upplýsingar og skráning er á skrifstofu RHA í síma
463 0570.
Umsjón: Guðrún Alda Harðardóttir, lektor HA og
Kristín Dýrfjörð, lektor HA.
Verð 17.800 kr.
Til sölu eða leigu
þjónustu/iðnaðarhúsnæði
á Njarðarnesi 1, Akureyri,
(við Toyotahúsið).
Stærð uppi ca 330 m².
(unnt að skipta því meira).
Stærð niðri ca 108 m².
Húsið er fullfrágengið.
Upplýsingar í s. 862 3807
sagðist hafa heyrt af stöðugum
straumi fólks til Akureyrar, akandi
með skíðin á toppnum eða í flugi.
Aðstæður í Hlíðarfjalli voru eins og
best verður á kosið, stillt veður og
bjart og færi hið besta. Þar fór ein-
mitt fram fyrsta bikarmót Skíða-
sambands Íslands í alpagreinum á
þessum vetri og gekk vel.
MIKILL mannfjöldi var saman
kominn í Hlíðarfjalli við Akureyri
um helgina. Alls voru 800–900
manns í fjallinu hvorn dag og að
sögn Guðmundar Karls Jónssonar
forstöðumanns er þetta stærsta
skíðahelgin það sem af er vetri. Ut-
anbæjarfólk er fyrirferðarmikið í
brekkunum en Guðmundur Karl
Morgunblaðið/Kristján
Í Strýtu. Mikill mannfjöldi var í Hlíðarfjalli um helgina
enda veður og færi eins og best verður á kosið.
Stærsta skíðahelgin
til þessa í vetur
Það getur verið gott að slappa svolítið af og láta
sólina sleikja sig eftir vel heppnaðan dag á skíð-
um í Hlíðarfjalli. Myndin var tekin um helgina.
ALLS voru 59 nemar brautskráðir
frá Verkmenntaskólanum á Akur-
eyri síðastliðinn laugardag, 39 stúd-
entar, 8 sjúkraliðar, 9 iðnnemar og
2 iðnmeistarar. Síðastliðið haust
hófu 1007 nemendur nám við dag-
skóla, 70 í kvöldskóla og um 600 í
fjarnámi.
Hjalti Jón Sveinsson skólameist-
ari gerði frjálsa samkeppni í skóla-
málum að umtalsefni í ræðu sinni
við brautskráningu, en hann sagði
að skólar yrðu að laga sig að sí-
breytilegu umhverfi ella ættu þeir á
hættu að missa flugið og horfa á
eftir nemendum í aðra skóla sem
betur hafa staðið sig í samkeppn-
inni.
Nefndi Hjalti að umræða um
breytt fyrirkomulag skólans hafi
fengið byr í lok áttunda áratug-
arins, en þá var í auknum mæli far-
ið að ræða um gæði skólastarfs og
árangur þess, sem og samanburð á
milli skóla og svæða. Ýmsir hafi þá
verið farnir að efast um að allir
hlutir væru jafnsjálfsagðir og áður
var talið og ef til vill væru sumir
skólar betri en aðrir. Æ fleiri ung-
lingar héldu áfram námi í fram-
haldsskóla og skólakerfið var orðið
mjög dýrt. Stjórnvöld hafi því farið
að hugsa um hagkvæmni fram-
haldsskólakerfisins. Nú fái skólar
greitt fyrir hvern nemenda sem
tekur próf, ekki hina sem heltast úr
lestinni, en þeir væru því miður
býsna margir. „En þar sem skól-
arnir berjast við mikið brottfall
sumir hverjir og allir talsvert er
þeim mikils virði að fá sem flesta
góða nemendur,“ sagði Hjalti Jón.
Ekki brugðist
við breytingum
Hann sagði fróðlegt að fylgjast
með því hvaða skólar hefðu yfir-
höndina í samkeppninni, en þar
endurspeglaðist þróun sem átt
hefði sér stað á undanförnum árum.
„Sumir skólar hafa lagt kapp á að
bæta starf sitt í hvívetna. Aðrir
hafa lagt áherslu á að laga sig að
breyttum þjóðfélagsháttum og
straumum á borð við upplýsinga-
tæknina. Á meðan enn aðrir hafa
dregist aftur úr á mörgum sviðum,
fastir í fjötrum hefða og gamalla
gilda,“ sagði skólameistari og benti
á að það ylli til að mynda áhyggjum
að sérskólar eins og Stýrimanna-
skólinn í Reykjavík væru nánast að
verða tómir.
Það sama hefur líka gerst hvar-
vetna á landsbyggðinni þar sem
nám í skipstjórnarfræðum hefur
verið í boði. Ástæðuna sagði Hjalti
Jón vera breytta þjóðfélagshætti,
skólakerfið og ef til vill atvinnulífið
hefðu ekki brugðist við þessum
breytingum og lagað námið að nýj-
um aðstæðum.
„Hin frjálsa samkeppni hefur
komið illa niður á ýmsum skólum,
einkum þeim fámennari og þá helst
úti á landsbyggðinni. Vegna þess-
ara breyttu þjóðfélagshátta og
breytts tíðaranda eru þeir ekki
lengur í tísku eins og t.d. heimavist-
arskólarnir. Þeir berjast nú fyrir
tilverurétti sínum vegna þess að
kröfur tímans eru þær að þeir eins
og aðrir skólar í þéttbýlinu uppfylli
staðla um fjölda nemenda og hag-
kvæmni í rekstri,“ sagði Hjalti Jón.
Hann benti á að engum skólum yrði
haldið úti ef þeir ekki sýna fram á
hagkvæmni.
Spennandi tímar
að mörgu leyti
Skólameistari sagði að sem
stjórnanda framhaldsskóla þætti
sér umhverfið að mörgu leyti
spennandi. Það hvetti skólana til að
skilgreina sig og gera betur, í aukn-
um mæli væri hugað að gæði
starfsins og ekki væri lengur litið á
ýmsa þætti í starfi þeirra sem sjálf-
sagða. Hitt væri annað mál að of
litlu fé væri varið til skólastarfs og
gæti það smám saman þvingað þá
til að níða skóinn hver niður af öðr-
um í grimmri samkeppni um góða
nemendur.
„Slíkt getur tæpast verið til góðs
og getur t.a.m orðið til þess að góð-
ir skólar verði undir, ekkert síður
en hinir slæmur, séu þeir yfirleitt
til.“
Skólameistari VMA um frjálsa samkeppni í skólamálum
Kemur illa niður á
fámennum skólum
Morgunblaðið/Kristján
Um 60 manns voru brautskráðir frá VMA á laugardag, tveimur mán-
uðum síðar en venja er vegna verkfalls framhaldsskólakennara.
Gefur skólunum
líka færi á að
bæta starf sitt
HÚSFYLLIR varð á tvennum tón-
leikum sem haldnir voru í Gler-
árkirkju á sunnudag, fyrst um
miðjan og svo aftur um kvöldið, en
fyrir tónleikunum stóðu foreldrar
og aðrir aðstandendur ungra Þórs-
ara í knattspyrnu. Meðal þeirra
sem fram komu voru Álftagerð-
isbræður, Eiríkur Stefánsson, Þór-
hildur Örvarsdóttir, Óskar Pét-
ursson, Örn Viðar Birgisson og
Pálmi Gunnarsson auk undirleik-
ara.
„Þetta fór fram úr okkar björt-
ustu vonum og allt gekk eins og í
sögu,“ sagði Reynir Eiríksson, einn
úr hópi foreldra sem sáu um und-
irbúning. „Þarna kom fram ein-
valalið tónlistarmanna og ég varð
ekki var við annað en gestir sem
og flytjendur hefðu skemmt sér
hið besta.“ Reynir sagði að flutt
hefði verið tónlist af ýmsu tagi,
eitthvað fyrir alla, unga sem aldna.
Gerði hann ráð fyrir að um 870–80
manns hefðu sótt tónleikana en
færri komust að en vildu.
„Við erum í sjöunda himni yfir
móttökunum. Okkur langaði að
prófa eitthvað nýtt varðandi fjár-
öflun fyrir flokkinn og það gekk
upp,“ sagði Reynir.
Morgunblaðið/Kristján
Gífurlegur áhugi var fyrir tónleikunum enda úrvals tónlistarfólk þar á
sviði. Var ekki annað að sjá en að gestirnir skemmtu sér vel.
Álftagerðisbræður voru góðir að vanda.
Húsfyllir á tvennum tónleikum
Aðstandendur
í sjöunda himni