Morgunblaðið - 13.02.2001, Qupperneq 18
LANDIÐ
18 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Þórshöfn - Vel var mætt á atvinnu-
málafund sem haldinn var í Þórsveri
í síðustu viku á vegum Verkalýðs-
félags Þórshafnar, en erfiðleikar
landsbyggðarinnar hafa mjög verið
tíundaðir í fjölmiðlum um nokkurt
skeið. Atvinnurekendur jafnt sem
launþegar komu fram með sjónar-
mið sín og ýmsar tillögur og hug-
myndir komu upp. Það var samdóma
álit manna að nú væri tímabært að
snúa við blaðinu og að hrakspár-
hugsunarhætti linnti.
Meðal gesta á fundinum var Finn-
bogi Jónsson frá Samherja, en hann
er nú stjórnarformaður Hraðfrysti-
stöðvar Þórshafnar. Hann skýrði frá
stöðu fyrirtækisins og sagði miklar
vonir bundnar við kúfiskvinnsluna,
en von er á Fossánni, nýja kúfisk-
veiðiskipinu, innan fárra daga. Við
þá vinnslu verða tvær vaktir í gangi
og a.m.k. 30 störf skapast þar. Stefnt
er að því að kúfiskvinnslan verði
ákveðinn grunnur í landvinnslunni
og síðan einnig vinna við loðnu- og
síldarfrystingu þegar möguleiki er á
því. Vitað er að kúfiskmiðin hér eru
öflug og markaðshorfur fyrir fram-
leiðsluna ágætar nú þegar og virðast
fara batnandi.
Loðnubræðslan hefur farið vel af
stað og leggja bæði Júpíter og Björg
Jónsdóttir upp hjá Hraðfrystistöð-
inni, en skip Samherja hafa einnig
landað hér umtalsverðu hráefnis-
magni.Verð á mjöli og lýsi hefur far-
ið hækkandi. Kvöldið sem þessi at-
vinnumálafundur var haldinn kom
samherjatogarinn Vilhelm Þor-
steinsson inn með 2.200 tonn af loðnu
og er það stærsti farmur sem komið
hefur hér á land hingað til. Margir
fundarmenn fóru í fundarlok að sjá
þetta nýja og glæsilega skip leggjast
að landi. Í skoðun er að stofna
rekstrarfélag um útgerð fiskiskips
til nýtingar á bolfiskskvóta Hrað-
frystistöðvarinnar en við það myndu
skapast ný sjómannsstörf. Hafnar-
framkvæmdir eru á döfinni en mjög
brýnt er orðið að bæta hafnarskil-
yrði og aðstöðu fyrir stærri skip.
Ferðaþjónusta í sókn
Þórshöfn og nágrenni hefur fleiri
atvinnumöguleika en í sjávarútvegi.
Í ferðaþjónustumálum er enn tölu-
verður óplægður akur, en athygli
ferðamannsins beinist í auknum
mæli að sérstæðum og ósnortnum
landsvæðum. Langanesið á þar stór-
kostlega möguleika og eru heima-
menn þegar komnir með hugmyndir
um nýtingu þess í ferðaþjónustu-
geiranum. Sífellt fleiri leggja leið
sína út á Langanes og náttúrunnar
vegna er einnig nauðsynlegt að hald-
ið sé utan um slíkar ferðir og al-
menna umgengni um svæðið.
Enginn barlómur er í landbúnað-
inum og hér er gott landbúnaðarum-
hverfi. Sláturfé hefur fjölgað á milli
ára og ekki einn bóndi í Norður-
Þingeyjarsýslu hefur selt burt fram-
leiðsluréttinn, en nokkuð hefur verið
um það í öðrum byggðarlögum. Ís-
lenska lambakjötið er orðið ágæt út-
flutningsvara og spurn eftir ómeng-
aðri vöru eykst sífellt í heiminum.
Það gleymist alloft í umræðunni
um landsbyggðarvandann hversu
gott mannlíf er úti á landi og gott
fyrir börnin að alast þar upp í öryggi
og frjálsræði. Stækkun leikskólans á
Þórshöfn er framundan og áfram er
stefnt að því að búa vel að börnunum.
Vægi hvers einstaklings í fámenni
er mikið og framtak hvers og eins
hefur mikið að segja, hvort sem er í
atvinnu- eða félagsmálum.
Það er afar óeðlilegt að nú sé svo
komið á Íslandi að landsbyggðin í
heild sé orðin baggi eða hálfgert
krabbamein í huga þjóðarinnar. Það
segir sig sjálft að einhvers staðar er
óeðlileg þróun í gangi og tímabært
að snúa vörn í sókn.
Miklar vonir bundnar við
kúfiskvinnslu á Þórshöfn
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Fullt hús á atvinnumálafundi á Þórshöfn.
Fagradal - Vöruflutningafyr-
irtækið Flytjandi í eigu feðg-
anna Auðberts Vigfússonar og
Vigfúsar Páls Auðbertssonar
hefur keypt vöruskemmu KÁ í
Vík en með í kaupunum
fylgdu allir flutningar fyrir
KÁ í Vestur-Skaftafellssýslu.
Auðbert segir að þetta nýja
húsnæði, sem er 830 fermetr-
ar, bæti til muna alla aðstöðu
hjá þeim feðgum og verða
þeir með umboð fyrir Mjólk-
urfélag Reykjavíkur, KÁ – bú-
rekstrardeild og Fóðurblönd-
una hf. Áður var þetta
húsnæði búrekstrardeildar
KÁ í Vík.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Vigfús Páll og Auðbert fyr-
ir utan vöruskemmuna.
Vöruflutn-
ingafyrir-
tækið Flytj-
andi flytur
Vestmannaeyjar - Í lok janúar
var lokið að tengja öll bruna-
viðvörunarkerfi Vestmannaeyja-
bæjar við stjórnstöð Securitas í
Reykjavík. Seinni hluta síðasta
árs gerði Guðmundur Þ.B. Ólafs-
son fyrir hönd Vestmannaeyja-
bæjar samning við Þröst Sigurðs-
son fyrir hönd Securitas hf. um
tengingu á öllum brunaviðvör-
unarkerfum bæjarins við stjórn-
stöð fyrirtækisins.
Í samkomulaginu felst að raf-
verktakafyrirtækið Geisli setji
upp allan þann búnað sem þarf til
að fjartengja kerfið til Neyðarlín-
unar, en þann búnað leggur Sec-
uritas til. Stjórnstöð Securitas á
Neyðarlínunni sér um að taka við
öllum boðum frá kerfinu og setja
viðbragðsferil á stað hverju sinni.
Færst hefur verulega í aukana
að fyrirtæki og stofnanir setji
upp brunaviðvörunarkerfi og
tengist stjórnstöð Neyðarlín-
unnar. Það gefur auga leið að
með góðum forvörnum er oft
hægt að afstýra miklum fjárhags-
legum og tilfinningalegum skaða.
En stórbrunar síðustu missera og
ára vekja menn af værum blundi
til umhugsunar um þessi mál.
Vestmannaeyjabær gengur
frá samningi
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Viðvörunarkerfi stafkirkjunnar skoðað. F.v.: Egill Egilsson, þjónustu-
fulltrúi Vestmannaeyjabæjar, Þröstur Sigurðsson frá Securitas, Pétur
Jóhannsson, starfsmaður Geisla, og Guðmundur Þ.B. Ólafsson.
Öll brunaviðvörunarkerfi
tengd Securitas
Hella - Engin ákvörðun hefur enn
verið tekin um framtíð Hellubíós,
félagsheimilis Rangæinga, en húsið
fór illa út úr jarðskjálftunum í júní sl.
Guðmundur I. Gunnlaugsson, sveit-
arstjóri Rangárvallahrepps, segir að
frekari rannsóknir á ástandi hússins
verði gerðar á vordögum en þangað
til hefur samkomusal hússins og
sviði verið lokað þar sem þessir hlut-
ar hússins hafa verið úrskurðaðir
ónothæfir. Aðrir hlutar hússins, svo
sem fundarsalir, eldhús, geymslur
og snyrtingar, eru enn í notkun og
segir Guðmundur að sú ákvörðun
hafi verið tekin í ljósi þess að
skemmdir væru svo litlar að þær
hefðu engin áhrif á öryggi notenda.
Spurður hvenær hann teldi að
ákvörðun um hvort húsið verði end-
urbyggt eða rifið yrði tekin sagðist
Guðmundur eiga von á að það yrði á
næstu þremur til fjórum mánuðum,
skemmdir á húsinu væru miklar og
viðgerð dýr svo það væri allt eins
hugsanlegt að sá hluti hússins sem
verst væri farinn yrði rifinn og nýr
samkomusalur byggður.
Ákvarðanir fara eftir
rannsókn og kostnaðarmati
Sérfræðingar sem gerðu grunn-
könnun á ástandi Hellubíós voru
ekki sammála um hvort sprungur í
veggjum samkomusalarins væru yf-
irleitt viðgerðarhæfar svo ljóst er að
ef farið verður út í endurbyggingu
muni það verða afar fjárfrek fram-
kvæmd. „Það fer allt eftir kostnaðar-
mati og niðurstöðum athugana sem
gerðar verða á húsinu. Þetta er mjög
viðamikil rannsókn sem þarf að gera
og það er ekki víst að það verði al-
mennilega lagt út í hana fyrr en fer
að vora,“ sagði Guðmundur og taldi
líklegast að þeirri rannsókn yrði
stjórnað af Sigurbirni Jónssyni,
verkfræðingi og byggingarfulltrúa
Rangárvallahrepps.
„Það er leiðindaástand að hafa
ekki félagsheimilið og setur ýmislegt
í vanda. Við nýtum íþróttahúsið eins
og við getum svo það kemur í mjög
góðar þarfir en því er ekki að neita
að við verðum því fegnust þegar
þessi vandi er leystur,“ sagði sveit-
arstjórinn.
Framtíð Hellubíós ennþá óráðin eftir skemmdir
Hugsanlegt að byggja
upp nýjan samkomusal
Morgunblaðið/ Jón Svavarsson
Samkomusalur félagsheimilisins er ónothæfur og stendur auður til vors.