Morgunblaðið - 13.02.2001, Side 35

Morgunblaðið - 13.02.2001, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2001 35 FYRIRTÆKI sem framleiðaog selja tóbak eru vísvit-andi að blekkja ungt fólk tilþess að hefja reykingar, þrátt fyrir þann bitra sannleika og vitneskju um að helmingur þeirra sem reykja deyr af völdum sjúkdóma sem rekja má til reykinganna. Þannig hljóðar boðskapur Alans Landers, hins svokallaða Winston- manns, sem nú er staddur hér á landi á vegum tóbaksvarnanefndar til að flytja fyrirlestra í framhaldsskólum, þar sem hann upplýsir ungt fólk um hættuna af reykingum og hvernig þau geti séð í gegnum þá blekking- armynd sem tóbaksfyrirtækin draga upp af reykingum. Í gær hélt Landers fyrirlestur fyr- ir nemendur Verslunarkólans og Kvennaskólans, auk þess sem hann sótti forseta Íslands heim og ræddi við hann um ógnina sem tóbakinu fylgir og til hvaða ráðstafana sé best að grípa í baráttunni gegn reyking- um. Landers var sjálfur til margra ára tákngervingur þess hve reykingar væru stórkostlegar og birtist á þann hátt í tóbaksauglýsingum R.J. Rey- nolds, þar sem hann auglýsti Win- ston-vindlinga og Tiparillo-vindla með það að markmiði að laða ungt fólk til tóbaksreykinga. Í kjölfar þess að hann fékk krabbamein í lungu hef- ur hann snúið við blaðinu og vinnur nú af kappi gegn sínum fyrrverandi vinnuveitendum. Landers, sem er 56 ára gamall, fékk fyrst krabbamein í hægra lung- að árið 1987 en tókst að vinna bug á því eftir skurðaðgerð, þar sem stór hluti lungans var fjarlægður. Árið 1992 var hann einnig kominn með krabbamein í vinstra lungað og var stór hluti þess jafnframt fjar- lægður með skurðaðgerð. Aðgerðirnar voru erfiðar og í seinni uppskurðinum skarst í sundur taug til raddbandanna, sem olli því að hann varð næstum mállaus og þurfti að byggja upp raddbönd- in á nýjan leik. Árið 1996 þurfi Landers síðan að fara í hjartaaðgerð þar sem æðar höfðu skaddast af völdum reykinga og í dag þjáist hann af lungnaþembu og þreytist mjög fljótt. Tóbak eina varan sem beinlínis er ætlað að drepa fólk Í samtali við Morgunblaðið sagði Landers að í raun væri það ekkert nema kraftaverk að hann væri enn þá á lífi, sem væri mikil heppni með til- liti til þess að báðir þeir aðilar sem auglýstu Marlboro áður séu dánir úr lungnakrabba. Landers segir að ung- lingar séu dásamlegir og taki vel við boðskap sínum. „Það sem ég geri er að draga fram blekkinguna sem tób- aksfyrirtækin búa til. Ég sýni þeim auglýsingu, þar sem ég sat fyrir, og auglýsingin er mjög falleg og full af kynþokka. Tóbaks- fyrirtækin vilja að unglingarnir sjái þá mynd en ég segi þeim sannleikann um þessa vöru. Ég fletti ofan af blekkingunni með því að sýna þeim raunveruleik- ann og stað- reyndir um reykingar og læt þeim síðan eftir að ákveða hvort þau hafi ennþá áhuga á því að reykja eftir það.“ Hann segir að sannleikur- inn sé sá að tób- ak sé eina varan á markaðinum sem beinlínis sé ætlað að drepa þann sem notar hana. „Og reyk- ingar drepa á fimmtu milljón manna árlega í heiminum og um milljón manns látast af völdum óbeinna reykinga.“ Landers segir að í fyrirlestrum sínum dragi hann fram staðreyndir um öll þau lífshættulegu efni sem eru í tóbaki, sem hann segir að megi líkja við efni sem notuð eru til að hreinsa naglalakk, rottueitur, blásýru og önnur efni sem drepi fólk. „Ég lýsi einnig fyrir þeim hvaða efni þau draga að sér sem óbeinir reykingamenn. Það eru 1.000 efni sem þau draga að sér sem eru jafn banvæn þeim og reykingamönnunum sjálfum. Ef þú vinnur í átta tíma á dag í reykmettuðu her- bergi má líkja því við að reykja einn og hálfan pakka af sígarettum á dag. Þau fá að heyra sannleikann um að 50% af þeim sem reykja deyja ótímabær- um dauða af völdum sjúkdóma sem rekja megi til reykinga.“ Að sögn Landers er helsta ástæð- an fyrir því að krakkar byrja að reykja sú að þau gleypi við þeirri blekkingu, að það sé spennandi og eftirsóknarverður stíll að reykja, sem tóbaksframleiðendur beri á borð. „Þeir eyða 6 milljörðum Banda- ríkjadala á ári í að segja þér að reyk- ingar séu töfrandi og að þú ættir að reykja ef þú vilt hafa flottan stíl, ná árangri og verða vinsæll. Þau gleypa við þessu og byrja því að reykja á unga aldri en þegar þau verða háð tóbakinu er of seint að snúa við og nánast ómögulegt að hætta að reykja.“ Sat reykjandi nóttina fyrir lungnauppskurð Sjálfur byrjaði Landers að reykja aðeins níu ára gamall. Þá voru engin merki á vindlingapökkum sem vör- uðu við tób- aksnotkun og reykingar ekki taldar óheilsusam- legar. Á árun- um í kringum 1970 vann Landers fyrir J.C. Reynolds og birtist í fjölda auglýs- inga þar sem reykingar voru lofaðar sem glæsileg- ur, ánægjuleg- ur og eftir- sóknarverður lífsmáti. „Þegar ég vann við Win- ston-auglýs- ingarnar var mér aldrei sagt að fyr- irtækið hafi búið yfir þeirri þekkingu frá 1940 að reykingar valdi lungna- krabba. Þeir sögðu mér ekki hversu vanabindandi tóbakið er, þó þeir hafi vitað það frá 1952. Ef þeir hefðu sagt mér frá því, hefði ég aldrei samþykkt að taka þátt í að auglýsa tóbak.“ Reykingar eru mjög vanabindandi og því erfitt að hætta, að sögn Land- ers. Hann segist fara hjá sér að þurfa að viðurkenna að hann hafi ánetjast þessu fíkniefni svo mikið, að hann hafi setið nóttina fyrir fyrsta lungna- uppskurðinn og reykt í setustofu spítalans. „Læknirinn hafði sagt mér að reykja ekkert í tíu daga til þess að gefa lungunum tækifæri á að hreinsa sig og ég taldi að það væri lítið mál. Nóttina fyrir að- gerðina sat ég í setustofunni á sjúkrahúsinu og reykti sígarettu þegar læknirinn sá mig og kallaði til mig: Þú ert að reykja, ertu brjálaður? Ég fór að gráta, það var svo svekkj- andi að sitja þarna reykjandi kvöldið fyrir aðgerðina. En eftir þessa að- gerð tókst mér síðan að hætta að reykja.“ Í Kaliforníufylki í Bandaríkjunum gildir alls staðar bann við reykingum. Ekki er leyfilegt að reykja á veitinga- stöðum eða börum, opinberum bygg- ingum eða utan við þær og segir Landers að eini staðurinn sem reyk- ingamenn geti reykt á og framið sitt langdregna sjálfsmorð sé eigið heim- ili. Að sögn Landers kom í ljós að við- skiptin blómguðust þegar reykingar voru bannaðar á veitingastöðum og að tekjur veitingamanna hafi tvöföl- dast þegar reykingum var útrýmt af veitingastöðum, sem var þvert gegn því sem tóbaksframleiðendur héldu fram. Enda hafi fólk verið mjög ánægt með að geta borðað án þess að hafa tóbaksreyk fyrir vitunum. „Auk þess eru börn á veitingastöð- um og af hverju ætti barnið þitt að þurfa að anda að sér þúsund efnum vegna óbeinna reykinga?“ Reykingamenn hafa engan rétt! Landers segir að ekki sé hægt að líta svo á að verið sé að ganga á rétt- indi reykingamanna með því að banna reykingar á veitingastöðum. „Hvaða rétt geta þeir átt? Þeir reykja og helmingur þeirra deyr ótímabærum dauða sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir. Þú sem skattgreiðandi þarft að borga fyrir meðferð þeirra, annað fólk dregur að sér reykinn og verður veikt án þess að reykja. Hvaða rétt hafa þeir?“ Landers segist telja reykingar mestu eigingirni í heiminum og það sé ekki til meiri sjálfselska en að reykja og leggja síðan fjölskylduna í rúst þegar viðkomandi fái banvæna sjúkdóma af völdum reykinga. „Allir þjást þegar reykingamaður er í fjöl- skyldunni,“ segir Landers. Hann segir að í framtíðinni verði tóbaksfyrirtækjum stefnt í meira mæli, eins og nú sé að gerast, og að fólk fái stórar upphæðir í bætur. Landers segist hafa þá trú að það takist að lokum að ná stjórn á tóbaks- vandamálinu og að heilbrigðisyfir- völd í hverju landi skilgreini nikótín sem banvænt efni, sem það sé í raun og veru. Hann segist vilja benda fólki á að taka þátt í að leysa vand- ann, í stað þess að fest- ast í honum sjálft. Fólk þurfi að vera ófeimið við að sækja rétt sinn til að vera án tóbaksreyks og benda reyk- ingamönnum hiklaust á að drepa í vindlingnum á stöðum þar sem reyk- ingar séu bannaðar, sérstaklega þar sem börn eru. „Ef einhver er að reykja á stað þar sem að reykurinn getur borist til barnsins, vertu ekki feiminn við að benda viðkomandi á að hætta reyk- ingum. Sá sem er feiminn getur end- að dáinn.“ Winston-maðurinn segir tóbaksfyrirtækin vísvitandi tæla ungt fólk til reykinga Unglingar þurfa að sjá í gegnum blekkinguna Alan Landers með tvær af þeim aug- lýsingum sem draga upp mynd af tóbaksreykingum sem spennandi og eftirsóknarverðum lífsstíl. Morgunblaðið/Kristinn Winston-maðurinn, Alan Landers, sýnir nemendum Verslunarskólans ör eftir skurðaðgerðir vegna lungnakrabbameins. Reykingar mesta eigingirni í heimi Reynir að bjarga lífum barna og unglinga r muni n skjól- nn beri ð kom- rtveiki, átt við m mat- egt í líf- kemur uð með um og d sjúk- r Barb- hinson- daríkj- jum og leggja. gar og r frum- g valdi auka- rmissi, ytu, en verði eita sér rumum ar með m. Hún erði að a hvers f HIV- r ekki. erði að dum til gn geð- gena- leift að erfða- gs kon- eitur- um til segir r geð- lækningadeildar Texasháskóla í Dallas. „Öflugar vísbendingar eru um að um 50% hættunnar á því að einstaklingur verði fíkill séu erfða- fræðilegar,“ bætir hann við. Mjög er þó umdeilt hvort hægt verði að greina líffræðilegar orsakir glæpa- hneigðar og lækna hana með lyfj- um. Einnig er bent á að erfitt verði að koma í veg fyrir misnotkun á slíkum aðferðum og mat á glæpum og orsökum þeirra sé ávallt bundið stað og tíma. Um sé að ræða félags- legt atferli en ekki læknisfræðilegt. „Erfðafræðileg ímyndunarveiki“ Svante Paabo, sem er prófessor við mannfræðistofnun Max Planck- vísindastofnunarinnar í Leipzig í Þýskalandi, segist vera vongóður um að aukin þekking á genameng- inu muni auka félagslegt umburð- arlyndi og samkennd. Hann bendir á að margbreytileiki genamengis- ins sé mestur í Afríku. „Í þeim skilningi eru allir menn þannig Afríkumenn, annaðhvort búsettir þar í álfu eða nýfarnir í út- legð.“ Á hinn bóginn varar Paabo mjög við ofmati á erfðafræðilega þættinum í mótun mannsins og minnir á að erfðafræðileg þekking sé tvíeggjað sverð. Tryggingafélög og fyrirtæki geti misnotað vitn- eskju um áhættuþættina og einnig geti komið upp „erfðafræðileg ímyndunarveiki“ þar sem sumir muni verja lífinu í að búast við sjúk- dómi sem síðan láti aldrei á sér kræla. Erfðafræðingurinn J. Craig Venter segir að með genakortinu og nýrri tölvutækni verði hægt að leita uppi ákveðið gen á 15 sekúnd- um, leit sem áður hafi tekið mörg ár. Hann leggur áherslu á að vís- indagreinin og nýjar uppgötvanir hennar sýni að mannverur séu þrátt fyrir útlitsmun næstum eins í líkamlegu tilliti og munurinn milli tveggja einstaklinga með svipuð út- litseinkenni sé oft meiri en milli kynþátta. „Enginn alvarlega þenkj- andi vísindamaður á þessu sviði lít- ur lengur á hugtakið kynþátt sem raunvísindalegt fyrirbæri. Það er það ekki,“ segir hann. Sameiginlegur blaðamannafundur Lýsing á niðurstöðum fyrstu rannsókna á genamenginu var gef- in úr samtímis í gær á blaðamanna- fundum í Washington, London, París og Berlín. Kynnt voru drög að genamenginu í júní í fyrra en tveir aðilar hafa unnið að skráningu mengisins. The Human Genome Project (HGP) eða Genameng- isáætlunin er samstarf nokkurra opinberra stofnana og háskóla í mörgum löndum, fyrst og fremst þó Bandaríkjunum og Bretlandi, sem hóf að raðgreina genamengið um 1990. Fyrir þrem árum hóf einka- fyrirtækið Celera Genomics undir stjórn áðurnefnds Venters einnig að greina mengið og notaði aðrar aðferðir. Rígur er á milli keppinaut- anna og kom hann enn fram í gær en liðsmenn HGP saka Celera um að leyna sumum niðurstöðum sín- um og meina mönnum að sann- reyna þær. Í fyrra höfðu þeir Bill Clinton, þáverandi Bandaríkjaforseti og Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, að því frumkvæði að sverðin voru slíðruð og gefin út sameiginleg tilkynning um að drög að gena- menginu væru tilbúin. Samvinna var einnig um yfirlýsingu að þessu sinni og í vikunni verða niðurstöður Celera birtar í vísindaritinu Science en niðurstöður HGP í Nature. Að sögn talsmanna beggja aðila er þegar ljóst að niðurstöðurnar eru svipaðar í meginatriðum. engi mannsins fjöldi inga na- un nú hlut-  % * %   *   5  * % 

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.