Morgunblaðið - 13.02.2001, Side 38

Morgunblaðið - 13.02.2001, Side 38
MENNTUN 38 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Þrítugur íslenskur heimspek-ingur býr í Merída í Yucat-án-fylki í Mexíkó, hálftímaakstur frá gígnum Chicx- ulub í skóginum sem loftsteinninn myndaði þegar hann skall á jörðina fyrir 60 milljónum ára og kom risaeðlunum á óvart. Hann heitir Hrannar Baldursson, menntaður í heimspeki við Háskóla Íslands og er með mastersgráðu í heimspeki fyr- ir börn. Hrannar er kvæntur Maria de los Angeles Alvarez Laso (35 ára) og eiga þau óskabörnin Iðunni Rún Ange- les Hrannarsdóttur Alvarez, 3ja ára, og Angel Hrannar Hrannarsson Alvarez,1 árs. Hrannar og Angeles kynnt- ust við nám í barnaheimspeki við Montclair State Univers- ity í Bandaríkjunum árið 1994, en Angeles er núna pró- fessor í sálarfræði við tvo ólíka háskóla í Merída: Uni- versidad Marista og Univers- idad del Mayab. Hún hefur einnig verið að kenna nemendum í meistaranámi í heimspeki fyrir Uni- versidad del Mayab. Auk þessa hef- ur hún réttindi sem klínískur sál- fræðingur og hefur skjólstæðinga í meðferð, þegar tími gefst til. Angeles hefur BA-gráðu í sálar- fræði frá Universidad IberoAmeric- ana, master í uppeldisfræði frá Uni- versidad Anahuac og aðra mastersgráðu í uppeldisfræði frá Montclair State University. Auk þess hefur hún tekið fjöldamörg námskeið með áherslu á fræði sem tengjast gagnrýnni hugsun. Hún hefur tekið þátt í ráðstefnum með fremstu uppeldisfræðingum Banda- ríkjanna og Mexíkó. Heimspekiskóli, barnaheimili og leikskóli Hrannar kennir aftur á móti við kaþólskan gagnfræða- og framhalds- skóla í Merída, sem heitir Instituto Cumbres. „Þar kenni ég heimspeki í framhaldsskólanum, áfanga um tengsl einstaklings og samfélags á heimspekilegum grunni, aðferða- fræði vísinda og námstækni. Í grunnskólanum kenni ég almenna landafræði sem byggist á vangavelt- um um orsakir landfræðilegra fyr- irbæra, og einnig nokkra tölvu- fræði,“ segir hann. Hrannar starfar einnig við Vísindavefinn, sem rekinn er af Háskóla Íslands. Hann þjálfar líka nokkra unga skákmenn við skól- ann sinn en Hrannar hefur ævinlega iðkað skáklistina, hann var í Tafl- félagi Kópavogs. Angeles og Hrannar reka svo saman skóla í barnaheimspeki, halda saman námskeið fyrir börn og einnig þjálfunarnámskeið fyrir kennara og foreldra í barnaheimspeki. Jafn- framt hafa þau nýlega lagt drög að barnaheimili og leikskóla sem verður starfrækt alla virka daga. „Við feng- um réttindi til að stofna miðstöð fyr- ir barnaheimspeki í SA-Mexikó, en umsóknin þurfti að fara í gegnum nokkra skriffinnsku með aðstoð lög- manns. En allt fór eftir bókinni, og með mastersgráður frá virtum há- skóla í Bandaríkjunum, var leikur einn að fá þessi réttindi, miðað við hvernig það er á Íslandi. Angeles fékk ekki réttindi á Íslandi En það tók mig fjóra mánuði að fá kennararéttindi mín samþykkt af menntamálaráðuneytinu á Íslandi eftir að ég kom heim úr masters- námi. Bróðir minn, Ragnar Baldurs- son, lögmaður í Reykjavík, hjálpaði mér og eftir mikið þóf og skrif- finnsku, fékk ég réttindabréf sem framhaldsskólakennari,“ segir Hrannar. Angeles fékk á hinn bóginn ekki að miðla þekkingu sinni á Íslandi. „Hún rakst á „fræðilega“ veggi,“ segir Hrannar, „nám hennar er- lendis var ekki tekið gilt á Ís- landi og henni gafst ekki tækifæri til að deila þekkingu sinni með Íslendingum. Þar misstum við af gullnu tæki- færi, að mínu mati, til að auðga þekkingu okkar og skilning á nýjum straumum og stefnum í uppeldisfræð- um.“ Heimspekiskóli Hrannars og Angelesar heitir Cefilni, centro de filosofia para ninas y ninos og er rekinn á neðri hæðinni í húsinu sem þau leigja í Merída. Fyrsta skólaárið vou þau með sex nemendur en eru núna með um 30 og kenna þeim á þriðjudögum kl. 16–20 í þremur hópum: 3–6 ára, 7–12 ára og 13 til 18 ára. Bækurnar sem þau kenna eru flestar eftir dr. Matthew Lipman (Montclair háskól- anum í New Jersey): Uppgötvanir Ara (rökfræði), Lisa (siðfræði), Elfie (málspeki), Mark (félagsheimspeki), Suki (fagurfræði og Pixie (samhengi tilverunnar). Einnig þálfa þau kennara í kennslufræðinni á mánudögum kl. 16–20. En hver er hugsjónin á bak við þetta starf? Þroski barnsins? Vits- munaþáttur og tilfinningaþáttur mannsandans eru sitt hvað (a.m.k. tvennt eða tvíeitt). Vitsmunir eru oft kallaðir greind. Gerðar hafa verið fjölmargar tilraunir til að mæla vits- Maria de los Angeles Alvarez Laso með nemendum sínum í heimspekiskólanum þeirra Hrannars í Merída. „Fullyrða má að heimspeki þroski gagnrýna og skapandi hugsun með börnum, og einnig um- hyggju og sjálfstraust ,“ segir Hrannar. Börn sem ganga á vit heimspekinnar  Börn eru með eigin gildi og viðhorf, sem hafa dúpt vægi í mannlífinu.  Reynsla barna eru jafnfullgild og sterk og reynsla fullorðinna. Barnaheimspeki/ Hjónin Hrannar Baldursson og Angeles Alvar- ez Laso stofnuðu heimspekiskóla fyrir börn í Yucatán-fylki í Mexíkó. Gunnar Hersveinn spurði Hrannar um hugsjónirnar á bak við skólann og hugsanlega gagnsemi kennslunnar. Morgunblaðið/Þorkell E inn af leyndar- dómum íslenskra stjórnmála er hvað þingmenn Reykja- víkur beita sér áberandi lítið í málefnum sveitarfélags síns. Á meðan landsbyggðarþingmenn sinna hreppapólitík af sannkallaðri list og vinna oft og tíðum ótrú- leg afrek fyrir sveitarfélög sín og sveitunga virðast þingmenn höfuðborgarinnar frekar telja það hlutverk sitt að taka afstöðu til mála upp á hina margkveðnu landsvísu. Þetta hefur vitanlega komið illa niður á höfuðborginni eins og oft hefur verið bent á, ekki síst í samgöngumálum. Og nú virðist sem enn stefni í óefni í samgöngu- málum dimmuborg- ar. Lands- byggðar- veldið í samgöngunefnd Alþingis telur nefnilega að flug- vélar eigi enn fullt erindi í hjartastað borgarinnar þrátt fyrir margítrekaðar mótbárur um slysahættu, mengun, skort á byggingalandi í miðborginni, skort á lífi í miðborginni o.s.frv. Og þegar þessi kór með sam- gönguráðherra í fararbroddi hefur upp skerandi raust sína – sem fer í gegnum fjöll og hvað þá annað sem fyrir verður – er eins og fátt annað komist að. Það ríður því á að þingmenn Reykjavíkur láti nú heyra í sér (ef þeir gera það ekki nú er raunar erfitt að sjá hvenær þeir muni gera það). Þögn þeirra gæti haft mjög alvarlegar afleið- ingar. En yfir hverju þegja þing- menn Reykjavíkur og hvers vegna? Þeir þegja yfir hinu augljósa, en hvers vegna er erfiðara að segja. Skoðum þetta aðeins bet- ur. Þegar grannt er hlustað á landsbyggðarkórinn kemur í ljós að það er frekar hávaði en hugmyndir sem frá honum kem- ur. Einu rökin sem landsbyggð- armenn hafa sett fram fyrir því að hafa flugvöllinn í Vatnsmýr- inni eru þau að hann sé fyrst og fremst tenging þeirra við höf- uðborgina og stofnanir hennar og því þurfi völlurinn að vera staðsettur í hjarta borgarinnar. Röksemdin stenst vitanlega enga skoðun. Landsbyggðar- menn hafa til dæmis ekki getað bent á neinar erlendar höfuð- borgir þar sem þessi „nauðsyn- lega“ nálægð flugvallar og op- inberra stofnanna hefur verið tekin fram yfir öryggiskröfur, mengunarhættu og skynsamlegt skipulag. (Hvar annars staðar í heiminum myndu flugvélar af öllum stærðum og gerðum fá að koma í aðflugi yfir hjarta höf- uðborgarinnar, eða yfirleitt yfir einhvern þéttbýliskjarna þótt ekki hefði hann að geyma helstu stjórnsýslustofnanir viðkomandi þjóðar?) Það má raunar efast um að þeir geti bent á einhver dæmi þess hérlendis, önnur en í Reykjavík. Það er síðan þversagnarkennt að heyra landsbyggðarkórinn fyllast heilagleika þegar hann syngur um „nauðsynlega“ ná- lægð flugvallarins við heilbrigð- isstofnanir borgarinnar þegar flugvöllurinn sjálfur er augljós slysagildra. Og hvernig skyldi þessum hlutum vera háttað er- lendis? Eru flugvellir yfirleitt staðsettir í göngufjarlægð frá helstu sjúkrastofnunum í er- lendum borgum? Nei, enda væri þá verið að skapa fleiri vandamál en leyst- ust. Hvergi hefur verið farin sú leið að staðsetja flugvelli inni í miðjum borgum til þess eins að stytta vegalengdir fyrir þá sem ferðast um þá heldur hafa verið byggð örugg og skilvirk sam- göngumannvirki á milli flugvalla og borga til þess að stytta tím- ann sem fer í að ferðast þarna á milli. Og ástæðan er sú að þetta er skynsamari leið út frá örygg- issjónarmiðum, mengunar- og skipulagssjónarmiðum. Þetta eru allt saman sjálf- sagðir hlutir sem ekki þarf að ræða mikið í upplýstum sam- félögum. En hér sjá menn auð- vitað ekki handa skil fyrir myrkrinu sem allt er að kæfa. Og rökkuróperur landsbyggð- arkórsins skera í eyru. Fátt virðist geta breytt þessu. Þrátt fyrir að fjölmargir hafi gengið til liðs við frjáls samtök sem stofnuð hafa verið um betri borg og öruggari virðast þau mega sín lítils gegn landsbyggð- arbeljandanum af Alþingi. Og enga hjálp virðist vera að fá hjá kjörnum fulltrúum borgarbúa á þingi. Að minnsta kosti hafa þeir ekki enn haft sig fram í dagsljósið. Ástæðan er sennilega sam- viskubit hins brottflutta sem Milan Kundera fjallar um í nýj- ustu skáldsögu sinni, Fáfræð- inni. Þingmenn Reykjavíkur þjást af samviskubiti hins brott- flutta landsbyggðarmanns eins og flestir Reykvíkingar. Borg- arbúar eru upp til hópa aðfluttir sveitamenn sem aldrei hafa fyr- irgefið sjálfum sér að hafa farið, yfirgefið plássið sitt, dalinn sinn. Hinn almenni borgari fer á árlegan átthagabömmer á þorrablóti átthagafélagsins en þingmenn eru vissulega í óþægi- legri stöðu, valdið gerir ábyrgð þeirra meiri. Hinn brottflutti (þingmaður) er hræddur um að hafa gleymt of miklu um það hvernig var að búa heima. Hann þegir því frekar en að eiga á hættu að tala af sér og særa þá sem fóru aldrei. Hinir brott- fluttu vita hins vegar ekki að samviskubit þeirra er ástæðu- laust því þeir sem aldrei fóru eru þegar búnir að gleyma hin- um brottflutta og kæra sig koll- ótta um hvað hann segir eða gerir. Þótt hinn brottflutti gleymi aldrei gleymist hann sjálfur ætíð, eins og fram kemur í sögu Kundera. Þingmenn Reykvíkinga mega gleyma. Við sem kusum þá eig- um heimtingu á því að þeir taki til máls um eitt mesta hags- munamál borgarinnar fyrr og síðar. Nóg er komið af landsvís- unni. Nóg af landsvísunni Þrátt fyrir að fjölmargir hafi gengið til liðs við frjáls samtök sem stofnuð hafa verið um betri borg og öruggari virðast þau mega sín lítils gegn landsbyggðar- beljandanum af Alþingi. VIÐHORF Eftir Þröst Helgason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.