Morgunblaðið - 13.02.2001, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.02.2001, Blaðsíða 41
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2001 41 TÖKUM AÐ OKKUR AÐ SJÁ UM ERFIDRYKKJUR H Ó T E L B O R G RESTAURANT . CAFÉ Upplýsingar í s: 551 1247 FORSÆTISRÁÐHERRA fór mikinn á Viðskiptaþingi sl. fimmtu- dag. Hann dró upp glæsilega mynd af horfum í efnahags- málum. Viðskiptahall- inn væri ekki mikill vandi; vextir yrðu lækkaðir strax og fyrir lægi að þensla væri horfin og verðbólga á niðurleið; ríkisfjármál í föstum skorðum; hið eina sem virtist angra ráðherrann var ábyrgðarlaust tal ,,dómsdagssölumanna“ og ,,svartsýnisprang- ara“, og tók formann Samfylkingar sem sér- stakt dæmi um fyrir- brigðin. Er greint frá þessari dómadagsræðu á for- síðu Dags og miðopnu Morgunblaðs- ins föstudaginn 9. febrúar. Á baksíðu Morgunblaðsins er hinsvegar greint frá ummælum for- stöðumanns Þjóðhagsstofnunar, Þórðar Friðjónssonar, sem hann viðhafði á kjaraþingi Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur sama dag og ,,dómadagsræðan“ var flutt. Morgunblaðið greinir þannig frá ummælum Þórðar: ,,Þórður Frið- jónsson sagði að atvinnulífið á Ís- landi ætti undir högg að sækja, hagnaður væri í sögulegu lágmarki, vextir háir, skuldasöfnun mikil og væntanlega verulegar afskriftir vegna mikilla fjárfestinga undanfar- in ár. Þórður sagði að horfur í efna- hagsmálum væru tvísýnni nú en þær hefðu verið um langt skeið, bæði hér heima og erlendis. Hér á landi eru ýmis vandamál í efnahagslífinu og ber þar hæst viðskiptahallann, að sögn Þórðar. Viðskiptahallinn er gíf- urlegur um þessar mundir og meiri en hann hefur áður verið. Í fyrra var hallinn 61 milljarður króna, eða 9,1% af landsframleiðslu, og sam- kvæmt spám stefnir hann í 68 millj- arða króna á þessu ári, sem eru 9,3% af landsframleiðslu. Árin 1998 og 1999 var viðskiptahallinn á bilinu 40–50 milljarðar.“ ,,Dómsdagssölu- maður“? ,,Svartsýnisprangari“? eru nafngiftirnar, sem hæfa þessum aðalráð- gjafa ríkisstjórnar Ís- lands að dómi sjálfs formanns þeirrar ríkis- stjórnar. En það eru fleiri en aðalráðgjafinn sem slíka einkunn hljóta. Hinn 18. janúar sl. skilaði sendinefnd Al- þjóðagjaldeyrissjóðs- ins niðurstöðu sinni um ástand og horfur í ís- lenzku efnahagslífi. Þar getur á að líta: ,,Ekki hefur enn tekist að draga nægjanlega úr verðbólgu þótt Seðlabankinn hafi hvað eftir annað hækkað stýrivexti sína; aukinnar spennu hefur gætt á vinnumarkaði; og bæði viðskipta- halli (9% af landsframleiðslu árið 2000) og hrein erlend skuldastaða (59,2% af landsframleiðslu í lok september 2000) eru komin á það stig að viðbragða er þörf í náinni framtíð“; ,,Að mati stjórnvalda mun hægja á hagvexti úr 4% árið 2000 í 1,6% árið 2001. Ástæðan er minni vöxtur ráðstöfunartekna, skerðing veiðiheimilda og umtalsvert minni fjárfesting. Reiknað er með að at- vinnuleysi, sem er mjög lítið, aukist eitthvað en verðbólga verður líklega um 5% að því gefnu að áhrifa geng- islækkunar krónunnar gæti að nokkru í verðlagi. Lokst er búist við að viðskiptahallinn verði yfir 9% af VLF, ekki síst vegna aukinna vaxta- greiðslna af erlendum lánum. Sendi- nefndin er ekki eins viss um að slík mjúk lending gangi eftir, einkum í ljósi þess hve viðskiptahallinn er mikill og þrálátur og vegna þeirra veikleika í fjármálakerfinu sem birt- ast til dæmis í lækkun eiginfjárhlut- falla að undanförnu“; ,,Engu að síð- ur hefur aðhald í ríkisfjármálum mátt vera enn meira síðustu þrjú ár- in í ljósi þeirrar ofþenslu sem hlaust af mikilli aukningu einkaneyslu“; ,,Það kemur því ekki á óvart að þjóð- hagsvísbendingar gefi til kynna að áhætta fjármálakerfisins hafi vaxið verulega, en vísbendingar úr rekstri fjármálafyrirtækja benda til þess að fjármálakerfið eigi erfiðara með að þola ytri áföll“; ,,Sendinefndin er þeirrar skoðunar að beita þurfi sam- stilltum aðgerðum til að ráða bót á núverandi ójafnvægi“; ,,Þrátt fyrir að kerfislæg afkoma ríkissjóðs hafi batnað undanfarin ár hafa útgjöld farið fram úr fjárlögum í öllum stærri málaflokkum“; ,,Hvað sem öðru líður hvetur sendinefndin ein- dregið til þess að stjórnvöld forðist að verða við kröfum um kostnaðar- auka eða skattaívilnanir til að bæta upp aðhald í launamálum.“ Var ein- hver að tala um skattalækkanir á Viðskiptaþingi? Að vísu ekki til handa heimilum í landinu, sem mörg hver ramba á brún gjaldþrota með tilheyrandi eignamissi, heldur fyrir fyrirtækin, sem hið nýja auðvald ber fyrir brjósti. Því miður eru váboðar framundan í íslenzku fjármála- og efnahagslífi. Lítið þarf út af að bera svo að þjóð- arskútan steyti á þeim skerjum þeg- ar á þessu ári. Bjartsýni er góð, í hófi, en að loka augum og eyrum fyrir staðreyndum er ekki forsjálla manna háttur, og háskasamlegt landsstjórnarmönn- um. Dómadagsræða Sverrir Hermannsson Bjartsýni „Dómsdagssölumaður“? ,,Svartsýnisprangari“? eru nafngiftirnar, segir Sverrir Hermannsson, sem hæfa þessum að- alráðgjafa ríkisstjórnar Íslands að dómi sjálfs formanns þeirrar ríkisstjórnar. Höfundur er alþingismaður og formaður Frjálslynda flokksins. hætti í vandaðasta fjölmiðli þessa lands. Til að undirstrika hversu flókið samhengi er milli kennslu og ár- angurs á samræmdum prófum nefnir undirritaður hér til gamans að Grunnskólinn í Sandgerði var vel yfir landsmeðaltali á sam- ræmdum prófum í stærðfræði árið áður. Niðurlag Í þeim grunnskólum sem und- irritaður þjónustar er bæði góður og lélegur árangur á samræmdum prófum tilefni vandlegrar og stundum sársaukafullrar nafla- skoðunar. Kappkostað er að bæta úr því sem aflaga hefur farið og yfirfæra aðferðir sem virka vel í einni námsgrein yfir á þær greinar þar sem ekki hefur tekist jafn vel til. Að sama skapi er á gagnrýninn hátt litið til stjórnunar og annarra þeirra þátta sem áhrif hafa á nið- urstöður samræmdra prófa. Nið- urstöður samræmdra prófa eru ræddar á sama hátt í bæjar- og sveitarstjórnum viðkomandi sveit- arfélaga. Að því gefnu að niðurstöður samræmdra prófa verði skólafólki, sveitarstjórnarmönnum og öðrum sem telja sér málið skylt tilefni ná- kvæmrar og uppbyggilegrar rýni í áhrifaþætti skólastarfsins telur undirritaður samræmd próf eðli- legan og nauðsynlegan hluta skólastarfs. Oftar en ekki leiðir slík rýni til þess að viðkomandi skóli eða sveitarfélag tekur til hendi og lagfærir ýmislegt sem betur mátti fara, allt eftir því hvað greining á áhrifaþáttum skóla- starfs leiðir í ljós. Forsenda þess að slíkt megi tak- ast er öguð, nærgætin og upp- byggileg umræða, þar sem aðilar gera sér grein fyrir takmörkuðu alhæfingargildi samræmdra prófa, þar sem ætíð er litið til fleiri skýr- ingarþátta á árangri á samræmd- um prófum en innra starfi viðkom- andi skóla. Höfundur er sálfræðingur og kennari og starfar sem deildarstjóri á Skólaskrifstofu Reykjanesbæjar. ÞEGAR samninga- viðræðum Lækna- félagsins og Íslenzkrar erfðagreiningar var slitið hið fyrra sinn 11. ágúst 2000, að sögn að frumkvæði Lækna- félagsins, undirrituðu Sigurbjörn Sveinsson, formaður Læknafélags Íslands, og Kári Stef- ánsson, forstjóri Ís- lenzkrar erfðagrein- ingar, sameiginlega yfirlýsingu á íslenzku um viðræðurnar. Tveimur klukkustund- um síðar birtist frjáls- leg ensk þýðing Kára á vef Nasdaq-hlutabréfamarkaðarins í Ameríku. Þessi framkoma Kára olli talsverðu uppnámi en ekki er vitað til að hann hafi beðizt afsökunar né að þýðingin hafi verið lagfærð á Nas- daq-vefnum. I Í sjónvarpsþætti hjá Agli Helga- syni á Skjá einum í desember sl. lýsti Kári viðræðum þeim sem hann hefði átt í við Læknafélagið. Þær væru lít- ils virði nema helzt fyrir ímynd Læknafélagsins sem samfélags- gagnrýnanda! Jafnframt upplýsti hann að hann væri í óða önn að gera samninga við heilbrigðisstofnanir. Öllu lengra nef var ekki hægt að senda formanni Læknafélagsins og læknum. Eða Sigurði Guðmundssyni landlækni og Vilhjálmi Árnasyni, prófessor í siðfræði við Háskóla Ís- lands, en þeir höfðu verið kvaddir til þátt- töku í viðræðunum á sínum tíma að beiðni Kára. II Það þurfti vart að koma á óvart að stjórn Læknafélagsins ákvæði að slíta þessum viðræðum. Það til- kynnti hún í bréfi til félagsmanna 23. janúar sl. Það fjölmiðlafár sem Kári Stefánsson og fjöl- miðladeild hans innan og utan Íslenzkrar erfðagreiningar hafa síðan reynt að blása upp hlýtur að teljast einn af spaugilegri þáttum gagnagrunnsmálsins. Meira að segja jafn vandaður fjölmiðill og Morgun- blaðið varð viljandi eða óviljandi vettvangur þessarar vitleysu. Hvers vegna er gagnagrunnslögunum ekki bara breytt úr því að sjálfur Kári vill það? Það ættu að vera hæg heima- tökin. III Í Morgunblaðsgrein sunnudaginn 4. febrúar sl. er fjallað um samnings- slitin. Þar er því haldið fram að Sig- urbjörn Sveinsson, formaður Læknafélagsins, hafi leitað eftir yf- irlýsingu frá Kára Stefánssyni vegna undirritunar samninga á Akureyri 19. desember sl. við FSA og fleiri heilbrigðisstofnanir ef vera kynni að það gæti mildað viðbrögð Lækna- félagsins. Á mannamáli þýðir þetta að Læknafélagið hafi óskað eftir af- sökunarbeiðni frá Kára vegna bak- tjaldamakks hans. Þessi afsökunar- beiðni frá Kára kom auðvitað ekki á Akureyri. Ekki svo vitað sé. Um þetta atriði er afar skopleg blaða- mennska í Morgunblaðinu. Þar seg- ir: „Við undiritun samninganna hélt Kári ræðu, sem var flutt af munni fram, og samkvæmt upplýsingum frá Íslenzkri erfðagreiningu er hvergi til upptaka eða skráning á ræðu Kára. Aftur á móti telur Páll Magnússon, framkvæmdastjóri samskipta- og upplýsingasviðs ÍE, líklegt að Kári muni hafa komið yfirlýsingunni að enda hafi einu punktarnir sem Kári hafði með sér snúist um þessa yf- irlýsingu!“ Ekki er síðra framlag Einars Stefánssonar, framkvæmda- stjóra gagnagrunnssviðs ÍE, sem sýnir blaðamanni Morgunblaðsins tölvupóst sinn til sessunautar síns Kristjáns Erlendssonar, fram- kvæmdasjóra upplýsingasviðs ÍE, og er tilgangurinn sami – að leiða líkur að því að Kári hafi örugglega komið týndu yfirlýsingunni að á Akureyri. Hvers konar rugl er þetta eigin- lega? Hvers vegna kemur Kári Stef- ánsson ekki bara með aðra yfirlýs- ingu? Enginn virðist hvort sem er vita hvernig fyrri afsökunarbeiðnin hljóðaði. Baðst Kári afsökunar? Jóhann Tómasson Höfundur er læknir. ÍE Hvers vegna, spyr Jóhann Tómasson, kemur Kári Stefánsson ekki bara með aðra yfirlýsingu?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.