Morgunblaðið - 13.02.2001, Side 43

Morgunblaðið - 13.02.2001, Side 43
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2001 43 Í TILEFNI af greinaskrifum í blöðum að undanförnu þar sem fjallað hefur verið um Bryggjuhverfi við Arn- arnesvog í Garðabæ er ástæða til að taka eft- irfarandi atriði fram til upplýsinga fyrir þá sem vilja kynna sér raunverulega stöðu málsins: Bæjarstjórn Garða- bæjar barst erindi frá Byggingarfélagi Gunn- ars og Gylfa hf. og Björgun hf. um gerð bryggjuhverfis á sl. ári. Hugmynd byggingar- aðilanna var að reisa um 900 íbúða byggð bæði á landi og á fyllingu út í Arnarnesvog. Bæjarstjórnin sam- þykkti samhljóða að hún heimilaði að farið yrði í mat á umhverfisáhrifum fyllingar út í voginn, en tók ekki af- stöðu til erindisins að öðru leyti og þar með ekki hve stór byggðin gæti orðið og hvort fylling gæti náð út í voginn. Það er að sjálfsögðu hlutverk mats á umhverfisáhrifum að gefa vísbendingu um hve langt má ganga í slíkum efnum. Þegar niðurstaða umhverfismats liggur fyrir mun bæjarstjórn Garða- bæjar væntanlega taka ákvörðun um auglýsingu á breytingu á aðalskipu- lagi og auglýsingu um deiliskipulag byggðar, sem með öllu óljóst er í dag hve stór verður eða á hvern hátt hún nær út í voginn. Með aug- lýsingu og kynningu á skipulaginu í samræmi við skipulags- og bygg- ingarlög gefst almenn- ingi kostur á að koma á framfæri athugasemd- um, ábendingum eða mótmælum eftir því sem við á. Að aflokinni þessari kynningu og eftir umfjöllun um hugsanlegar athuga- semdir mun bæjar- stjórnin síðan taka afstöðu til máls- ins og eftir atvikum ákveða stærð hverfisins. Þetta eru staðreyndir málsins. Allar vangaveltur um hagsmuna- tengsl eru úr lausu lofti gripnar og eru bæjarstjórn með öllu óviðkom- andi. Að lokum er hægt að taka undir þau sjónarmið sem fram hafa komið um að varðveita þurfi náttúru lands- ins svo sem frekast er unnt. Bæj- arstjórn Garðabæjar hefur jafnan haft það að leiðarljósi við gerð að- alskipulags. En náttúran er ekki ein- ungis vogar, hraun og vötn. Garða- bær er í dag 8000 manna bær. Slíkt þéttbýli hefur ekki verið unnt að byggja nema með verulegri skerð- ingu á náttúrunni enda hlýtur það að fylgja öllu byggðu bóli. Hagsmunatengsl bæjar- stjórn óviðkomandi Laufey Jóhannsdóttir Skipulagsmál Varðveita þarf náttúru landsins svo sem frekast er unnt, segir Laufey Jóhannsdóttir. Bæjarstjórn Garða- bæjar hefur jafnan haft það að leiðarljósi við gerð aðalskipulags. Höfundur er formaður skipulagsnefndar Garðabæjar. MIG langar að tjá mig aðeins um grein sem birtist í Morgun- blaðinu 1. febrúar sl. eftir Karen L. Kinch- in undir fyrirsögninni: Misnotkun lyfja fyrir börn. Mér, sem foreldri barns sem hefur verið metið af barnalækn- um og sálfræðingum með ADHD/ADD (Attention Deficit Hyperactivity Disord- er) eða ofvirkni/at- hyglisbrest, þykir ástæða til að gera at- hugasemdir við efni greinarinnar. Þar vitnar Karen mikið í rannsóknir og upplýsingar frá Bandaríkjunum. Hún talar eins og foreldrar þar „nenni“ ekki að hugsa um börnin sín og fari bara til læknis og fái lyf til að hafa þau „lifandi-dauð“ allan daginn. Hún segir að ekki megi láta þessa þró- un ná fótfestu á Íslandi. Sjálfsagt er til fólk sem misnot- ar þetta (tilhugsunin ein er skelfi- leg) en þá er bara að herða eft- irlitið. Þeir foreldrar sem ég hef talað við, sem gefa barninu sínu lyf vegna ofvirkni, hafa ekki gaman af að „dópa barnið upp“. Þetta er fólk sem veltir fyrir sér af mikilli al- vöru, vegur og metur kosti og galla, þjáist svo af samviskubiti yf- ir að vera „slæmt foreldri“. Þegar sonur minn var greindur með ofvirkni/athyglisbrest höfðum við sem fjöldskylda gengið í gegn um miklar kvalir bæði líkamlegar og andleg- ar. Hann skemmdi allt sem hann komst í tæri við, bíl nágrannans, leikföng (þegar fólk sá að við vorum að koma í heimsókn þá var sagt „ooo ekki þau“, heimilið myndi sjálf- sagt vera í rúst þegar við færum). Hann skynjaði ekki hættu, bara lét sig vaða þar sem hann var, yfir götur, ofan í læki ... bara tímaspursmál hvenær hann lenti í hræðilegu slysi eða biði bana. Svo byrjaði ofbeldið sem fylgir þessum sjúkdómi, bæði gagnvart okkur foreldrunum og öðrum börn- um (að eiga vini var úr myndinni). Það sem aðrir foreldrar gera fyrir börnin sín, eins að lesa fyrir þau, var aldrei hægt að gera fyrir hann. Þegar hann var 5 ára kom í ljós að hann gat ekki lært stafina (hann var í Landakotsskóla). Það skipti engu máli hvernig/hvað var gert fyrir hann því hann mundi ekki það sem honum var sagt og kennt. Þá fórum við af stað í allar rann- sóknir sem eru í boði hér á landi og útkoman var að hann var hald- inn ofvirkni/athyglisbresti og hafði Tourette syndrome-einkenni. Við öfluðum okkur eins mikilla upplýs- inga og við gátum líka, hvernig við gætum breytt hegðunarmynstri fjölskyldunnar, verðlaunakerfi ... ekkert virkaði. En svo sannarlega reyndum við allt til að búa barninu sem best umhverfi. Eftir að hafa hugsað málið vel, talað við sérfræðinga sem að mál- inu komu, var ákveðið að reyna lyfið rítalin. Breytingin á barninu var ótrúleg, hann lærði stafina á viku og var farinn að lesa eftir 3 vikur. Hann var orðinn virkur í vinahópnum í hverfinu eftir mán- uð. Nú getum við lesið fyrir hann sögur, hann dundar sér með Playmo í langan tíma, við spilum á spil ólsen ólsen. Þetta eru hlutir sem venjulegt fólk gerir en við höfðum ekki kost á því að hafa „venjulegt“ líf saman fyrr en núna. Við upplifum ekki að við séum að dópa barnið upp. Drengnum líð- ur vel og er miklu hamingjusamari en áður. Við látum fylgjast vel með honum, hann er vigtaður/mældur á 60 daga fresti, við erum í góðu sambandi við læknana og leitum upplýsinga um allt sem við getum. Á Netinu fundum við vítamím sem heitir Efalex sem á að örva heilastarfsemina fyrir börn með þennan sjúkdóm. Við gefum hon- um það, ef það skyldi nú hjálpa! Ég er sammála Karen að rítalin sé lyf sem getur haft skelfilegar aukaverkanir (hún taldi upp skyn- villu, deyfa hungur, trufla horm- ónastarfsemi). En ég vil benda henni á að þetta lyf getur hjálpað börnum (og fullorðnum líka) og neita að stimpla foreldra sem gefa börnunum sínum lyfið sem lata, óábyrga eiturlyfjaneytendur eða eiturlyfjasala. Karen vill ekki gefa börnum lyf við ofvirkni/athyglisbresti og segir í greininni „Við ættum frekar að taka ábyrgð á börnunum okkar, andlega og menningarlega, og bjóða þeim upp á umhverfi sem veitir þeim svigrúm til að læra og vaxa“. Í mínu tilfelli var allt þetta reynt en bar ekki árangur. Það er slæmt að þurfa að gefa börnum lyf vegna ofvirkni en þeg- ar engin önnur leið er fær verður að fara hana með hagsmuni barns- ins í huga. Foreldrar gera þetta ekki til að að kaupa sér frið, eins og Karen heldur fram. Því síður er ástæða til að ætla að læknar hér á landi ávísi á lyfið rítalin handa börnum vegna þess að þeir séu á mála hjá lyfjafyrirtækjum. Lyfjanotkun og börn Anna María Arnold Rítalin Það er slæmt að þurfa að gefa börnum lyf vegna ofvirkni, segir Anna María Arnold, en þegar engin önnur leið er fær verður að fara hana með hagsmuni barnsins í huga. Höfundur er dagmóðir og foreldri. Mörkinni 3, sími 588 0640G læ si le ga r gj af av ör ur Tannstönglabox kr. 2.140 Opið mán.-fös. frá kl. 12-18. Lau. frá kl. 11-14. Símar 557 2000 og 557 7100 Skemmuvegi 36 Bleik gata Kópavogi Þakrennur og rör frá... Þakrennur NETVERSLUN Á mbl.is Langermabolir aðeins 1.900 kr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.