Morgunblaðið - 13.02.2001, Síða 44

Morgunblaðið - 13.02.2001, Síða 44
SKOÐUN 44 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÚ, löngu eftir að tilkynnt var um fyrir- hugaðan dag fyrir at- kvæðagreiðslu meðal Reykvíkinga um fram- tíð Reykjavíkurflug- vallar eftir árið 2016, hefur borgarráð enn ekki komist að opin- berri niðurstöðu um hvað skuli greiða at- kvæði. Að grunni til snýst málið þó um sáraeinfalda spurn- ingu: „Á miðstöð ís- lensks innanlandsflugs áfram að vera í Vatns- mýrinni, eða ekki?“ Samgönguráðherra, Flugráð, Flugmálastjórn og Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) hafa ítrekað og eindregið mælt með því að allt áætlunar- og leiguflug, þ.á m. sjúkra- og neyðarflugið, sem nú fer um Reykjavíkurflugvöll, verði þar áfram, enda löngu ljóst að sú til- högun er bæði öruggasti og hag- kvæmasti kosturinn. Þess er hér að geta, að í SAF eru yfir 350 aðild- arfélög og fyrirtæki, er starfa að ís- lenskri ferðaþjónustu, þ.á m. flug- félögin og ferðaskrifstofurnar. Í fram komnum nýjum skipulags- tillögum Flugmálastjórnar er gert ráð fyrir að núverandi svæði flug- vallarins minnki um 23%, þ.e. úr 133 í 102 hektara, og borgin fái þannig til ráðstöfunar 31 ha fyrir nýbyggingar. Þá liggur fyrir sér- stök bókun samgönguráðherra og borgarstjóra frá 14. júní 1999 þess efnis „að snertilendingar í æfinga- og kennsluflugi flytjist á flugvöll í hæfilegri fjarlægð frá Reykjavík“. Í bókuninni segir ennfremur: „Til að ná þessu markmiði kemur annað- hvort til greina að breyta eldri flugvöll- um eða að byggja nýj- an snertilendingar- flugvöll.“ Verði flugvellinum hins vegar vísað úr höfuðborginni hefur ráðherra og ofan- greindir aðiljar ein- róma sagt að þá myndi umrædd flugstarfsemi óhjákvæmilega verða að flytjast til Keflavík- urflugvallar, sem að sjálfsögðu hefði mjög afdrifaríkar afleiðing- ar fyrir alla frekari þróun íslenskrar flug- og ferðaþjónustu – og ekki síðri áhrif á hlutverk Reykjavíkur sem höfuðborgar landsins. Hagsmunaaðiljar Sumir halda, að í máli þessu hafi flugfélögin sérstakra, mikilla og beinna hagsmuna að gæta. Þetta er misskilningur, því hér er fyrst og fremst um að ræða beina hagsmuni viðskiptamanna þeirra. Það er því væntanlega tímabært að rifja í stuttu máli upp hverjir eru hinir raunverulegu hagsmunaaðiljar málsins: Fyrst ber þar að telja allan þorra farþega í innanlandsfluginu og í millilandaflugi til Færeyja og Grænlands. Á s.l. ári voru þeir sam- tals um 450 þúsund. Talið er að um 60% þeirra séu íbúar landsbyggð- arinnar, um 30% íbúar höfuðborg- arsvæðisins, og um 10% erlendir ferðamenn. Í öðru lagi eru það sjúklingar og slasaðir, sem flytja þarf fljótt með flugi til miðlægra hátæknisjúkra- húsa höfuðborgarinnar. Auk þess fjölda, sem fluttur er í áætlunarflugi og með þyrlum, eru að meðaltali flogin fimm sérstök sjúkraflug í hverri viku til höfuðborgarinnar með 7–19 sæta flugvélum. Að op- inberu mati sjúkraflutningaráðs og landlæknis er nálægð flugvallarins við sjúkrahúsin lykilatriði í þessum flutningum. Í þriðja lagi er það flugdeild Landhelgisgæslunnar, sem einnig gegnir lykilhlutverki fyrir Almanna- varnir ríkisins. Á vegum hennar er nú hægt með mjög stuttum fyr- irvara að kalla út áhafnir, lækna og annað sérþjálfað leitar- og björg- unarlið. Í fjórða lagi eru það farþegar og farmflytjendur í mestöllu milli- landaflugi til Keflavíkurflugvallar, vegna þess hagræðis sem felst í mögulegri notkun Reykjavíkurflug- vallar sem varaflugvallar. Sé hann ekki tiltækur þarf t.d. Boeing 757 þota að bera aukalega 1,7 tonn af eldsneyti fyrir flug til Egilsstaða, og sé enginn varaflugvöllur tiltækur á Íslandi þarf hún að bera aukalega 6,7 tonn af eldsneyti fyrir flug til Glasgow í Skotlandi. Slíkt viðbót- areldsneyti skerðir að sjálfsögðu mögulega arðhleðslu, gerir flugið óhagkvæmara, og þar með dýrara fyrir viðskiptavinina. Í fimmta lagi eru það íslenskir skattgreiðendur almennt, því þeir hafa augljósan beinan hag af því að stjórnvöld landsins velji ætíð þær fjárfestingar- og rekstrarleiðir, sem eru hagkvæmastar. Og í sjötta lagi væri það Reykja- víkurborg sjálf, sem gæti með sóma staðið undir nafni sem höfuðborg Íslands með því að beita sér fyrir því að allir íbúar landsins hafi öruggan, greiðan og hagkvæman aðgang að þeim miðlægu stjórn- sýslu-, þjónustu- og heilbrigðis- stofnunum, sem á undanförnum áratugum hefur verið valinn staður í borginni – en gætu að sjálfsögðu einnig verið annars staðar á land- inu. Viðbótarkostir? Auk ofangreindra tveggja skýrra grunnkosta um miðstöð íslensks innanlandsflug á Reykjavíkurflug- velli eða Keflavíkurflugvelli hafa í umræðunni undanfarnar vikur eink- um verið nefndir þrír aðrir meintir flugvallarkostir. Um þá var m.a. fjallað í skýrslu Stefáns Ólafssonar prófessors í félagsfræði, „Borgara- lýðræði og borgarskipulag“, sem kynnt var á fundi borgarráðs 23. jan. s.l. Þeir kostir byggjast á greinargerð borgarverkfræðings, sem kynnt var borgarráði 16. jan. – og sem aftur byggist á frumhug- myndum erlendra og innlendra ráð- gjafa þess embættis. Nú er því svo háttað hér á landi, að hvorki Reykjavíkurborg né önn- ur sveitarfélög skipuleggja, byggja eða reka neina flugvelli, og er ekki kunnugt um að þau hyggist taka að sér slík verkefni. Þau verkefni hafa verið og munu áfram alfarið vera á sviði ríkisins, nánar tiltekið hjá samgönguráðuneyti og sérstofnun- um þess, sem hafa um 55 ára reynslu á því sviði. Það er því næsta furðulegt að verða ítrekað vitni að því þegar talsmenn höfuðborgarinn- ar kjósa að hunsa fram komin álit þessara sérfræðistofnana ríkisins þegar þau falla ekki að þeirra eigin hugmyndasmíð um gerð flugvalla. Einn þessara kosta er sá, að halda flugvellinum áfram í Vatns- mýri, en leggja nýja austur/vest- urflugbraut á sjávarfyllingar úti í Skerjafirði. Þar með yrði hægt að ráðstafa stærstum hluta þess svæð- is, sem núverandi austur/vesturflug- braut er á, til nýrra almennra bygg- inga. Þetta viðbótarsvæði er um 39 ha. Þar sem kostnaðurinn vegna nýju brautarinnar er áætlaður um 3.550 millj.kr., samsvarar það að hver hektari af þessu viðbótarbygg- ingarlandi myndi kosta um 91 millj.kr. Á fréttamannafundi 19. jan. s.l. staðfesti flugmálastjóri, að slík ný flugbraut gæti verið ásættanleg frá flugtæknilegu sjónarmiði. Þó eru uppi efasemdir um ýmis önnur tengd atriði, þ.á m. byggingar- tæknilega þætti og aukna ísingar- hættu á brautinni. Á sama fundi lýsti samgönguráðherra því yfir, að hann teldi eðlilegt að Reykjavík- urborg greiddi allan kostnað vegna slíkrar nýrrar flugbrautar sem end- urgjald fyrir það viðbótarbygging- arsvæði, er borgin fengi til afnota. Þess er hér að geta að allt umrætt svæði núverandi austur/vesturflug- brautar er í eigu ríkisins. Flugvellir án flugvéla! Hugmynd um flugvöll á Löngu- skerjum kom fyrst fram fyrir um aldarfjórðungi, en hefur frá upphafi alfarið verið hafnað af samgöngu- yfirvöldum og flugfélögunum. Kem- ur þar m.a. til óhóflegur kostnaður umfram gerð venjulegra flugvalla á landi. Lykilástæðan er hins vegar sú, að á slíkum flugvelli umluknum sjó á alla vegu, myndu flugvélar verða fyrir óviðunandi málmtær- ingu. Hafa þarf í huga að suðvest- urhluti Íslands er í einu af þremur hávindasvæðum heims, og ljóst að tíðni særoks yfir flugbrautir og önn- ur athafnasvæði slíks flugvallar væri ekki ásættanleg. Hugmyndir, sem sýndar hafa verið í sjónvarpi um gerð nýs „milli- landaflugvallar“ á Lönguskerjum, og m.a. ætlaður fyrir stórar þotur, t.d. Boeing 747 breiðþotur, sem hér þyrftu tvær 3.000 m langar flug- brautir, hafa fyrst og fremst skemmtigildi fyrir áhorfendur en eiga sér takmarkaða stoð í raun- veruleikanum. Í áður nefndri greinargerð borg- arverkfræðings, 16. jan. s.l., er m.a. fjallað um gerð nýs flugvallar í Hvassahrauni, en þar segir á bls. 17: „Flugmálastjórn telur ekki fýsi- legt að flytja innanlandsflugvöll á völl sunnan Hafnarfjarðar vegna óhagstæðs veðurfars og nálægðar við Keflavíkurflugvöll.“ Hér má minna á, að miðað við núverandi ákvæði um hámarkshraða bifreiða, væri slíkur flugvöllur í aðeins 20 mínútna akstursfjarlægð frá Flug- stöð Leifs Eiríkssonar á Keflavík- urflugvelli. Eftir fyrirhugaða tvö- földun Reykjanesbrautar myndi þessi aksturstími væntanlega lækka í 16–17 mínútur. Samanburðarathuganir á veður- fari, fyrst og fremst ókyrrð í lofti, sem gerðar voru í samtals 210 kerf- isbundnum könnunarflugum á svæðinu við Kapelluhraun og við Reykjavíkurflugvöll, bentu til þess að ætla mætti að nýtingarhlutfall flugvallar þar í hrauninu væri 4– 11% lakara en Reykjavíkurflugvöll- ur býður upp á. Slík skerðing er á engan hátt ásættanleg, þegar um er að ræða rekstur reglubundins áætl- unarflugs, en skiptir að sjálfsögðu minna máli fyrir kennslu- og æfing- arflug. Þá er til þess vitað, að þegar þyrluflugmenn Landhelgisgæslunn- ar þurfa að æfa flug við erfið veð- urskilyrði, leita þeir einkum til þessa svæðis yfir hrauninu, en þurfa þó oft að hörfa frá vegna óvið- unandi ókyrrðar. Það hlýtur að vekja furðu hvernig opinberar stofnanir telji sig geta réttlætt þann tíma og það mikla fé, sem nú þegar hefur verið varið til tillögugerðar um óraunhæfa sýnd- arflugvelli á Lönguskerjum og í Hvassahrauni, og án þess að leitað sé eftir neinu formlegu áliti ís- lenskra flugfélaga hvort þau telji að slík mannvirki geti komið að ein- hverju gagni fyrir flugreksturinn. Það er jafnframt dapurlegt til að vita, að virtar stofnanir lokist þann- ig inni í eigin heimi óraunhæfra hugmynda. Lokaorð Það eru fyrst og fremst hags- munir íslenskra flugfarþega og ís- lenskra skattgreiðenda, almenn ör- yggissjónarmið í sambandi við flutning sjúklinga og slasaðra, og þarfir almannavarna og neyðar- flugs, sem eindregið styðja að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni. Grunnskylda Reykjavíkur sem höfuðborgar Ís- lands er að tryggja öllum íbúum landsins öruggt, greitt og hag- kvæmt aðgengi að borginni. Það hefur lengi legið ljóst fyrir, að íslenskir flugrekendur telja ekki grundvöll fyrir rekstur reglubund- ins áætlunarflugs um flugvöll á hrauninu suðvestan Hafnarfjarðar, og þaðan af síður um flugvöll á sjáv- arfyllingum við Löngusker. Sýnd- arflugvellir á þessum tveimur stöð- um yrðu því mannvirki án flugrekstrar. SÝNDARFLUGVELLIR Grunnskylda Reykja- víkur sem höfuðborgar Íslands, segir Leifur Magnússon, er að tryggja öllum íbúum landsins öruggt, greitt og hagkvæmt aðgengi að borginni. Höfundur er verkfræðingur, og var framkvæmdastjóri flugöryggis- þjónustu Flugmálastjórnar í 18 ár og framkvæmdastjóri hjá Flug- leiðum í 22 ár. Leifur Magnússon Gullsmiðir Nýbýlavegi 12, Kóp., s. 554 4433. Tilboð — buxur Tilboð á buxum í nokkra daga. Verð kr. 1.900. Joggingbuxur á krakka kr. 500. ...ferskir vindar í umhirðu húðar Súrefnisvörur Karin Herzog Switzerland „Þegar ég hafði lokið við að þróa „M O N S O O N -make up“ línuna, ákvað ég að þróa mína eigin húðkremlínu. Eftir að ég kynntist Karin Herzog vör- unum steinhætti ég við þá hugmynd. Í starfi mínu sem útlitshönnuður nota ég nú orðið alltaf Karin Herzog hreinsi- krem, andlitsvatn og Vita-A-Kombi krem sem grunn, áður en ég byrja að farða kúnnana mína.“ www.karinherzog.com Doddý - Monsoon - make up Kaupmannahöfn segir:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.