Morgunblaðið - 13.02.2001, Síða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
JÓHANN Hjartarson náði í
fyrsta skipti þeim áfanga að verða
atskákmeistari Íslands þegar hann
sigraði Helga Ólafsson 1½–½ í
beinni útsendingu í Sjónvarpinu á
sunnudaginn. Þetta var í 13. skipti
sem mótið var haldið, en það fór
fyrst fram 1988.
Úrslitakeppni Atskákmóts Ís-
lands hófst á föstudagskvöld með 16
manna úrslitum, en meðal kepp-
enda voru sex stórmeistarar, þar á
meðal Friðrik Ólafsson. Það sem
einkenndi þessa keppni var gífur-
lega hörð barátta þar sem sigur
vannst sjaldnast fyrr en eftir mikil
átök. Hinir stigalægri reyndust
stórmeisturunum skeinuhættir og
óvænt úrslit urðu í 16 manna úrslit-
um þegar hinn ungi og efnilegi Stef-
án Kristjánsson sló stórmeistarann
Þröst Þórhallsson út úr keppninni.
Úrslit urðu annars sem hér segir:
Helgi Ólafss. – Bragi Þorfinnss. 2–0
Hannes H. Stefánss. – Sigurbj. Björnss.2–0
Jóhann Hjartars. – Sævar Bjarnas. 2–0
Þröstur Þórhallss. – Stefán Kristjánss. 1–2
Helgi Á. Grétarss. – Davíð Ólafss. 2–0
Friðrik Ólafss. – Bragi Halldórss. 2–1
Jón V. Gunnarss. – Arnar Gunnarss. 2–1
Jón G. Viðarss. – Kristján Eðvarðss. 1½–½
Átta manna úrslit voru tefld á
laugardaginn. Enn voru fimm stór-
meistarar eftir í slagnum, en ljóst
var að þeim mundi fækka um a.m.k.
einn þar sem skákjöfrarnir Friðrik
Ólafsson og Jóhann Hjartarson
mættust í þessari umferð.
Helgi Ólafss. – Jón Garðar Viðarss. 2–1
Hannes H. Stefánss. – Jón V. Gunnarss.2–0
Jóhann Hjartars. – Friðrik Ólafss. 1½–½
Stefán Kristjánss. – Helgi Áss Grétarss.0-2
Þetta var mikil átakaumferð. Jón
Garðar reið á vaðið og lagði stiga-
hæsta keppandann, Helga Ólafs-
son, að velli í fyrri skákinni. Helgi,
sem hafði svart, var seinn að hróka
og eftir að Jón Garðar kom biskupi
fyrir á d6-reitnum gat svartur sig
vart hrært og úrslitin réðust
skömmu síðar. Jón Garðar tefldi
einnig vel í síðari skákinni og virtist
vera með þokkalega stöðu, náði
m.a. frípeði á c-línunni sem Helga
tókst einungis að stöðva með því að
hleypa riddara sínum á stökk.
Helga tókst hins vegar að snúa á
Jón Garðar í endataflinu, ná hag-
stæðum uppskiptum og innbyrða
vinninginn. Þar með hafði Helgi
tryggt sér úrslitaskák
sem hann vann og var
þar með kominn í und-
anúrslit eftir sögulega
viðureign. Hannes var
sá eini sem hægt er að
segja að hafi sloppið
auðveldlega í gegnum
þessa umferð. Hann
sigraði í fyrri skákinni
og í þeirri síðari fór
Jón Viktor illa að ráði
sínu þegar hann stýrði
svörtu mönnunum.
Eftir 10–20 leiki hafði
Hannes komið veru-
legum liðsafla aftur
fyrir svörtu víglínuna
þar sem hann hreiðr-
aði um sig. Þessir óboðnu gestir
voru meira en svarta staðan þoldi
og Jón Viktor varð fljótlega að gef-
ast upp. Mikill áhugi var á viðureign
Friðriks og Jóhanns. Friðrik hafði
hvítt í fyrri skákinni. Mörgum var
hætt að lítast á blikuna þegar í byrj-
un skákarinnar hafði Friðrik eytt
15 mínútum á móti tveimur mínút-
um Jóhanns. Það virtist því stefna í
auðveldan sigur Jóhanns á tíma, ef
ekki annað. Friðrik hafði þó greini-
lega ekki eytt tímanum til einskis
og smám saman saxaðist á forskot
Jóhanns þar til þeir áttu eftir álíka
mikinn tíma eftir fyrir lokasprett-
inn í skákinni. Þar hallaði þó á hvor-
ugan og jafntefli var samið. Í síðari
skákinni náði Friðrik ágætri stöðu
með svörtu mönnunum og virtist
ekki þurfa að kvíða framhaldinu.
Þegar leið á skákina missti hann þó
þráðinn og varð að lokum að játa sig
sigraðan. Það er greinilega enn
þess virði að velta fyrir sér hvaða
árangri Friðrik mundi ná ef hann
einungis tefldi meira. Þeir yrðu
ekki margir íslensku skákmennirn-
ir sem gætu þá reiknað með að hafa
betur gegn honum. Fjórir stór-
meistarar mættust í undanúrslitum
og leikar fóru þannig:
Helgi Ólafsson – Helgi Áss Grétarsson 2–0
Hannes H. Stefánss. – Jóhann Hjartars.0-2
Viðureign nafnanna Helga Ólafs-
sonar og Helga Áss Grétarssonar
varð söguleg. Helgi Áss náði betri
stöðu í báðum skákunum og unnu
tafli í annarri, en heilladísirnir voru
ekki með honum að þessu sinni.
Helgi Ólafsson er líka háll sem áll í
atskákinni eins og sést
á því, að hann hefur
þrívegis orðið atskák-
meistari Íslands.
Helgi Ólafsson og
Jóhann Hjartarson
tefldu til úrslita um
titilinn atskákmeistari
íslands 2001 í beinni
útsendingu í Sjón-
varpinu á sunnudag-
inn. Skákmenn biðu
spenntir eftir þessari
viðureign, enda er
heilög stund hjá þeim
þegar skák er sýnd
beint í sjónvarpi.
Fyrri skákin fór ró-
lega af stað. Upp kom
Tartakower–afbigðið í drottningar-
bragði og Helgi, sem hafði hvítt,
fékk þægilegra tafl. Hann gætti sín
þó ekki á mótspili Jóhanns sem kom
hróki niður á c2, sem ásamt riddara
og drottningu herjaði á f2–peðið í
herbúðum hvíts. Helgi ákvað að lok-
um að leika f2–f3 til að minnka
þrýstinginn, en við það skapaðist
veikleiki á g3 sem átti eftir að reyn-
ast dýrkeyptur. Lokakafli skákar-
innar varð afar spennandi, en veik-
leikarnir í stöðu hvíts og frípeð
svarts á b–línunni gerðu út um
skákina. Helgi varð því að sigra í
síðari skákinni. Hann beitti slav-
neskri vörn og Jóhann kaus að bíða
átekta, enda dugði honum jafntefli
til að tryggja titilinn. Skákskýrend-
um í sjónvarpssal fannst reyndar að
Jóhann hefði verið fullrólegur í tíð-
inni og Helgi hóf sókn gegn hvíta
kónginum. Eftir að ýmislegt hafði
gengið á fórnaði Helgi biskup fyrir
peð á h3 til þess að lokka hvíta
kónginn fram úr fylgsni sínu. Jó-
hann ákvað að þiggja fórnina og það
var rétt ákvörðun, því það kom í ljós
að hvíti kóngurinn gat alltaf vikið
sér undan atlögu svarts. Þótt svart-
ur næði að þráskáka að lokum jafn-
gilti það tapi því Jóhann hafði þar
með tryggt sér titilinn atskákmeist-
ari Íslands 2001. Lokaúrslit einvíg-
isins urðu því 1½–½ Jóhanni í vil.
Sigur Jóhanns er niðurstaða sem
allir geta verið sáttir við og Helgi
Ólafsson virtist sjálfur vera sáttur
við sína frammistöðu þótt sigurinn
hafi ekki orðið hans. Jóhann var
nefnilega að tefla úrslitaeinvígi um
þennan titil í fimmta skipti og hafði,
svo ótrúlegt sem það virðist, aldrei
unnið hann áður. Það var því svo
sannarlega orðið tímabært að hann
hreppti þennan titil.
Útsendingin frá keppninni í Sjón-
varpinu var vel heppnuð og eiga
þeir Egill Eðvarðsson og Hermann
Gunnarsson hrós skilið fyrir það
hversu skipulega var staðið að mál-
um. Egill var stjórnandi útsending-
ar. Hann lét það þó ekki duga held-
ur mætti einnig einn síns liðs niður í
Taflfélag Reykjavíkur með upp-
tökuvél meðan undankeppnin stóð
yfir til þess að afla myndefnis í þátt-
inn. Hermann Gunnarsson hafði
síðan umsjón með þættinum og
samstarf þeirra Egils var hnökra-
laust og í heildina tekið var þetta
liprasta útsending sem undirritað-
ur hefur séð frá skákmóti. Töluvert
var lagt í sviðsmyndina, sem var
með virðulegum blæ. Enn einu
sinni var þó valið mjög dökkt um-
hverfi. Þetta virðist vera einhver
siður bæði í sjónvarpsþáttum og
kvikmyndum þar sem fjallað er um
skák, t.d. má nefna óskaplega
drungalegt umhverfi í kringum
skákina í kvikmyndinni „Leitin að
Bobby Fischer“. Eins og það gefi til
kynna, að skák sé einhvers konar
myrkrarverk sem þoli ekki dags-
ljósið. Raunveruleikinn er hins veg-
ar annar eins og þeir sjá sem
bregða sér t.d. í Taflfélag Reykja-
víkur eða Taflfélagið Helli. Þar eru
það bjartir litir og góð lýsing sem
ráða ríkjum, enda hefur verið gerð
krafa um slíkt allt frá því Bobby
Fischer kvartaði yfir lýsingunni í
Laugardalshöllinni! Þetta var þó
ekki aðalatriðið í útsendingunni og
verður að skoðast sem ábending
fremur en aðfinnsla, enda var sviðs-
myndin í þessari útsendingu prýði-
leg.
Hermann Gunnarson stóð sig vel
að vanda. Hann gætti þess mjög
vel, að áhorfendur fengju að sjá
hvern einasta leik í skákunum og
fékk Þröst Þórhallsson til að rekja
alla leikina með skýringum. Það
gerðist því aldrei, að spennandi
augnablik í skákunum yrðu
„skemmd“ með viðtölum eins og
stundum hefur viljað brenna við í
svona útsendingum. Skákáhuga-
menn eru spennufíklar sem vilja fá
hvern leik um leið og honum er leik-
ið og engar refjar! Viðtölin voru
skemmtileg og er sérstök ástæða til
að minnast á viðtal Hermanns við
Guðfríði Lilju Grétarsdóttur, sem
níu sinnum hefur orðið Íslands-
meistari kvenna í skák. Lilja er
kraftmikil, jákvæð og hefur hæfi-
leikann til að hrífa fólk með sér. Það
stakk hins vegar í stúf við málflutn-
ing Lilju að heyra enn og aftur í
öðrum viðtölum rætt um „lægðina“
í skákinni. Skákáhugamenn hafa
engan áhuga á slíkum barlómi, enda
baráttumenn upp til hópa sem
ávallt eru bjartsýnir á möguleika
eigin stöðu. Þetta var því vonandi í
síðasta skipti sem rætt er um skák-
ina á Íslandi á þennan hátt, enda er
fjölmargt athyglisvert um að vera í
skáklífinu og margir efnilegir skák-
menn á ferðinni sem vafalaust eiga
eftir að ná langt, ekki síst ef fjöl-
miðlar styðja við bakið á þeim.
Eina ósvaraða spurningin eftir
þessa útsendingu er sú hver raun-
veruleg stefna Ríkisútvarpsins er
gagnvart skákinni. Hvers vegna
kusu stjórnendur RÚV t.d. að sýna
frá þessu athyglisverða skákmóti,
en ekki frá ýmsum öðrum spenn-
andi skákmótum sem fram hafa far-
ið að undanförnu? Í heildina tekið
má kalla stefnuna (ef hún er þá yf-
irleitt fyrir hendi) gagnvart skák-
inni fjandsamlega, eða a.m.k. rugl-
ingslega. Þannig birtir Sjónvarpið
t.d. helst aldrei skákfréttir, hvorki í
fréttatímum, íþróttaþáttum né öðr-
um þáttum, jafnvel þótt fréttatil-
kynningar séu sendar. Útvarpið
hagar sér öðruvísi af einhverjum
ástæðum. Kannski það hafi ekkert
með stefnu stjórnendanna að gera,
enda virðist það fyrst og fremst
vera Bjarni Felixson sem hefur tek-
ið málin í sínar hendur þegar kemur
að umfjöllun um skák. Það væri
fróðlegt að vita hvað stjórnendur
RÚV eru að hugsa hvað þetta varð-
ar. Gerðirnar virðast a.m.k. ekki
endurspegla skýra hugsun. Varla
er hægt að gefa skort á viðburðum
sem ástæðu. Eitt helsta vandamál
skákhreyfingarinnar um þessar
mundir er yfirfull dagskrá sem leyf-
ir varla ný skákmót án þess að þau
rekist á við þau sem þegar eru
skipulögð.
Skákmót á næstunni
15.2. SÍ. NM í skólaskák
16.2. SA. 15–mínútna mót
24.2. SA. Hraðskák, yngri fl.
25.2. Hellir. Kvennameistaramót
25.2. SA. Akureyrarmót í hraðsk.
26.2. Hellir. Atkvöld
Jóhann Hjartarson
atskákmeistari Íslands
Jóhann
Hjartarson
Daði Örn Jónsson
SKÁK
S j ó n v a r p i ð
9.–11.2. 2001
ATSKÁKMÓT
ÍSLANDS – ÚRSLIT
ÓLAFUR F. Magnússon, fulltrúi í
umhverfis- og heilbrigðisnefnd
Reykjavíkur, hefur beðið Morgun-
blaðið að birta eftirfarandi yfirlýs-
ingu:
„Í frétt á bls. 6 í Morgunblaðinu
föstudaginn 9. febrúar sl. undir
fyrirsögninni „Gagnrýni á kjöt
sem ekki er til“ segir Matthías
Sigurðsson, framkvæmdastjóri
Nóatúns, gagnrýni umhverfis- og
heilbrigðisnefndar á sölu hollensks
kálfakjöts í verslunum Nóatúns
„byggða á miklum misskilningi“.
Matthías segir Nóatúnsverslanirn-
ar hafa haft hollenskt kálfakjöt til
sölu í fyrrasumar og fram á haust,
„því sé nú verið að gagnrýna kjöt
sem ekki sé til“.
Umhverfis- og heilbrigðisnefnd
Reykjavíkur samþykkti einróma
tillögu undirritaðs á fundi nefnd-
arinnar fimmtudaginn 8. febrúar
sl. um að lýsa „áhyggjum sínum og
vonbrigðum yfir því að verslunin
Nóatún skuli enn á ný bjóða til
sölu nautakjöt frá kúariðusýktu
landi, nú síðast frá Hollandi.
Þá mæltist nefndin til þess „að
verslanir á höfuðborgarsvæðinu
sem annars staðar á landinu sýni
þá sjálfsögðu aðgát að hafa ekki
slíkar vörur á boðstólum“.
Tillaga undirritaðs var byggð
bæði á fréttaflutningi af nýlegri
sölu umrædds kjöts frá Hollandi
og vitneskju margra nefndar-
manna um þessa sölu.
Því kom áðurnefnd frétt Morg-
unblaðsins 9. febrúar sl. undirrit-
uðum mjög á óvart og óskaði hann
þegar eftir því að starfsmenn heil-
brigðiseftirlitsins staðfestu að um-
hverfis- og heilbrigðisnefnd
Reykjavíkur færi með rétt mál.
Við eftirlitsferð sama dag í
verslun Nóatúns á Hringbraut 121
staðfesti verslunarstjórinn þar að
hollenskt kálfakjöt var boðið til
sölu þar helgina á undan.
Áðurnsefnd frétt Morgunblaðs-
ins er því byggð á ósannindum
framkvæmdastjóra Nóatúns og til
þess fallin að draga úr trúverð-
ugleika umhverfis- og heilbrigðis-
nefndar Reykjavíkur.
Þar sem nefndin gætir mikil-
vægra hagsmuna almennings er
brýnt að leiðrétta þessi ósannindi.“
Yfirlýsing vegna
sölu Nóatúns á
hollensku kjöti
FIMMTÍU og fimm stúdentar voru
brautskráðir frá Menntaskólanum
við Hamrahlíð laugardaginn 10.
febrúar. Tveir stúdentar, þau Ásta
Dögg Jónasdóttir og Snorri Sig-
urðsson, urðu dúxar, bæði með
jafnháa ágætiseinkunn á nátt-
úrufræðibraut eftir 3½ árs náms-
tíma.
Í ræðu sinni fjallaði Lárus H.
Bjarnason rektor m.a. um verkfall
framhaldsskólakennara, aðdrag-
anda þess og afleiðingar. Lét hann í
ljósi þá von að þrátt fyrir marg-
vísleg óþægindi og sársauka hjá
þolendum verkfallsins yrði þess
fremur minnst í framtíðinni vegna
jákvæðra breytinga í skólunum í
kjölfar þess. Þar bæri hæst hækkun
grunnlauna kennara, skólarnir
færu sjálfir með framkvæmd kjara-
samnings og fengju nýtt svigrúm til
þess að skipa störfum og skipta
verkefnum í takt við aðstæður á
hverjum stað.
Í dagskránni var ofið saman tón-
list og töluðu orði. Málmblásaratríó
lék við upphaf athafnarinnar, Kór
Menntaskólans við Hamrahlíð söng
undir stjórn Þorgerðar Ingólfs-
dóttur, María Huld Markan Sigfús-
dóttir, nýstúdent af tónlistarbraut,
lék á fiðlu og í lokin var fjölda-
söngur. Bergur Ebbi Benediktsson
talaði fyrir hönd nýstúdenta og
Hrefna Haraldsdóttir kennari flutti
ávarp.
Í kveðjuorðum til stúdenta gerði
rektor hamingjuna að umtalsefni
og brýndi þá til þess að greina á
milli gerviþarfa og þess sem raun-
verulega og varanlega skipti máli.
Menntaskólinn við Hamrahlíð.
Fimmtíu og fimm stúdentar
brautskráðir frá MH
MATTHÍAS Sigurðsson fram-
kvæmdastjóri Nóatúns hefur
sent frá sér eftirfarandi yf-
irlýsingu:
„Vegna umfjöllunar fjöl-
miðla um sölu á hollensku
kálfakjöti óskar Nóatún eftir
að koma á framfæri að kjötið,
sem nýverið var sett í kjöt-
borð Nóatúns við Hringbraut
fyrir mannleg mistök, var
samdægurs tekið úr sölu og
því fargað.
Magn hollenska kálfakjöts-
ins sem sett var í sölu í um-
ræddri verslun var 3 kg og
kjötið sem um ræðir, var ósótt
pöntun frá því í desember sl.
Það skal sérstaklega tekið
fram að ekkert af kjötinu var
selt til neytenda. Öll tilskilin
heilbrigðisvottorð voru til
staðar við innflutning hol-
lenska kálfakjötsins og öllum
settum heilbrigðisreglum fylgt
út í æsar.
Nóatún biður neytendur
velvirðingar á þessum mistök-
um sem urðu vegna kunnáttu-
leysis afleysingamanns hjá
versluninni.“
Yfirlýsing
vegna sölu
á kálfakjöti
frá Hollandi