Morgunblaðið - 24.02.2001, Page 2

Morgunblaðið - 24.02.2001, Page 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isBikarúrslitaleikir í Laugardalshöll / B2 Ekki að leita að landsliðsþjálfara / B1 4 SÍÐUR20 SÍÐUR Sérblöð í dag Á LAUGARDÖGUM L a u g a r d a g u r24. f e b r ú a r ˜ 2 0 0 1 Hann er röskur meðalmaður á hæð og gildur að sama skapi, svarar sér vel og rek- inn saman um herðarnar, sem eru dálítið lotnar og kúptar. Hálsinn er tiltakan- lega stuttur en mjög gildur og er til að sjá eins og höfuðið standi fram úr bringunni, er hann gengur lotinn. Hann er mjög hárprúður, hárið mikið og fagurt, dökkt á lit og brúnt alskegg, sem tekur niður að bringu. Hann er tiltakanlega vel eygður, móeygður og fremur stóreygður; augna- ráðið stillt, blíðlegt og eins og biðjandi og ógleymanlega fagurt. B Andrésson 1999 LITIR: ÍSLENSKUR 3070 Y70R SLENSKUR 0510 G90Y BJÖRGVIN Vilmund- arson, fyrrverandi bankastjóri Lands- banka Íslands, er lát- inn 67 ára að aldri. Björgvin fæddist 28. júní 1934 í Reykjavík. Faðir hans var Vil- mundur Vilhjálmsson, bifreiðarstjóri í Reykjavík, og móðir hans var Ólafía Björnsdóttir, hús- freyja í Reykjavík. Björgvin varð stúd- ent frá MR árið 1954 og lauk viðskiptafræði- námi við Háskóla Íslands 1957. Hann stundaði framhaldsnám í hag- fræði og milliríkjaviðskiptum við University of Indiana og The George Washington University í Washington DC 1958–1960. Hann starfaði sem kennari við Flensborg- arskólann í Hafnarfirði 1957–1958 og var jafnframt framkvæmdastjóri Sambands ungra jafnaðarmanna á sama tíma. Björgvin var stunda- kennari við Iðnskólann í Reykjavík 1960–1969. Hann var forstöðumaður gjald- eyrisdeildar bankanna og fulltrúi viðskiptaráðuneytisins frá 1. maí 1960 til ársloka 1964. Hann var að- stoðarbankastjóri við Landsbanka Íslands frá 5. janúar 1965 til 5. september 1969 og var þá skipaður bankastjóri bankans og formaður bankastjórnar frá 1990–1998. Hann var formaður Stúdenta- félags jafnaðarmanna 1955–1956 og var í stjórn Félags ungra jafnaðar- manna og stjórn Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur um skeið. Hann var í miðstjórn og fram- kvæmdastjórn Alþýðu- flokksins 1969–1986. Hann var í stjórn Varðbergs, félags áhugamanna um vest- ræna samvinnu, 1961– 1964 og formaður 1963–1964. Hann var í stjórn Samtaka um vestræna samvinnu 1969–1981, lengst af varaformaður. Hann var í stjórn Fiskveiða- sjóðs Íslands 1969– 1978 og 1980–1982, og formaður stjórnar sjóðsins frá 1986. Björgvin var formaður samninga- nefndar bankanna í kjaramálum frá 1971. Hann var í bankamálanefnd 1972–1974, í stjórn Iðnþróunarsjóðs 1975–1977, í öryggismálanefnd rík- isstjórnarinnar 1979–1991, formað- ur frá 1980, í olíuviðskiptanefnd 1979–1980, formaður stjórnar Út- flutningslánasjóðs 1979–1989, í stjórn Sambands íslenskra við- skiptabanka frá 1986, formaður 1992–1994, í stjórn European Bank- ers Round Table 1988–1992, for- maður stjórnar Landsbréfa hf. frá 1989, í stjórn Þróunarfélags Íslands hf. 1989–1992 og Kreditkorts hf. frá 1990, í bankaráði Scandinavian Bank í Lundúnum 1989–1990, í stjórn Hamla hf., Rekstrarfélagsins hf., Regins hf. og Kirkjusands hf. frá 1992 og í stjórn Banking Fed- eration of the European Union frá 1994. Eftirlifandi eiginkona Björgvins er Sigurlaug Pétursdóttir. Þau áttu saman einn son. BJÖRGVIN VILMUNDARSON Andlát ÁKJÓSANLEGAR aðstæður eru fyrir laxeldi í Vestmannaeyjum og yrði það mikil lyftistöng fyrir atvinnulíf og mannlíf í Eyjum, að mati Þorsteins Sverrissonar, framkvæmdastjóra Þróunarfélags Vestmannaeyja. Þetta kom fram á ráðstefnu um málefni fiskeldis á Íslandi, sem haldinn var í gær, í tengslum við aðalfund Landssambands fiskeldis- og hafbeitarstöðva. Að sögn Þorsteins fellur laxeldi vel að atvinnulífi í Vestmannaeyjum. Þar er sjávarútvegur og fisk- vinnsla höfuðatvinnuvegurinn og nægar aflaheim- ildir. Hinsvegar vantar fisk til vinnslu í Eyjum. Þar er mikið af sérhæfðu fiskvinnslufólki, nægt húsnæði til vinnslu á fiski og bræðsla til að taka á móti þeim úrgangi sem til fellur við vinnsluna. Þá er fyrir hendi fjármagn og áhugi á fiskeldi í Vestmanna- eyjum, enda gera Eyjamenn sér grein fyrir því að aukinni fiskvinnslu í eyjunum verður ekki mætt með auknum veiðum. Þorsteinn benti einnig á að Vestmannaeyjar lægju vel við samgöngum, þar væri út- og uppskipunarhöfn millilandaskipa, dag- legar ferjusiglingar milli Eyja og Þorlákshafnar vildu menn koma ferskum fiski upp á fastalandið og áætlunarflug milli Eyja og Reykjavíkur. Eins benti Þorsteinn á að við Eyjar væri meðalhiti sjávar tölu- vert hærri en annarsstaðar á Íslandi og því mætti ætla að þar yrði vaxtarhraði eldislax meiri. Þorsteinn sagði að áhrifum fiskeldis í Eyjum mætti líkja við að þangað yrði keyptur frystitogari með góðan kvóta. Hann sagði að gengju áætlanir eftir yrði verðmæti afurðanna allt að 900 milljónir króna á ári. Hann sagði að í kringum fiskeldið myndi auk þess skapast fjöldi starfa. Í kringum eld- ið sjálft yrðu til tíu heilsársstörf og tíu til viðbótar á sláturtíma. Þá væri líklegt að í kringum eldið yrði stofnað nýtt fyrirtæki og þar yrðu til eitt til tvö skrifstofustörf. Þannig væru 20 til 22 störf tengd eldinu. Þorsteinn sagði erfitt að meta hversu mörg fleiri störf tengdust fiskeldinu. Enn væri óljóst hversu mikið hráefnið yrði unnið í Eyjum. Vel mætti hins- vegar hugsa sér að eldisfiskurinn færi til frekari vinnslu í Eyjum, svo sem reykingar og frystingar. Þar yrðu þá einnig til markaðs- og sölustörf. Einnig yrðu til störf tengd viðhaldi á búnaði, auk þess sem fyrirtækið myndi nýta ýmsa aðra þjónustu í Eyjum. Þorsteinn benti á að af fiskeldinu myndu hljótast miklar tekjur og margfeldisáhrifin væru töluverð. Hann nefndi sem dæmi leigutekjur af húsnæði und- ir aðstöðu fyrirtækisins, starfsfólk fengi greidd laun og bæjarfélagið fengi útsvar af laununum, auk þess sem verslun og þjónusta nyti góðs af tekjum fyr- irtækisins. Þannig mætti ætla að launatekjur skil- uðu sér þrefalt til fjórfalt inn í byggðarlagið. Landbúnaðarráðherra jákvæður gagnvart fiskeldi í Eyjum Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sagðist á fundinum jákvæður gagnvart veitingu tímabundins tilraunaleyfis til fiskeldis í Vestmannaeyjum. Hann lagði hinsvegar áherslu á að fara yrði varlega í upp- byggingu fiskeldis hér á landi. „Það kemur ekki til greina að vera með eldi þar sem veiðiáin kyssir fjörðinn. Engum er heimilt að gerast svo djarftæk- ur til íslenskrar náttúru. Við verðum að sameinast um að byggja upp þekkingu og skilning á áhrifum sambýlis eldis og villtrar náttúru.“ Guðni sagði að í næstu viku gæfi hann út reglu- gerð þar sem ákveðin svæði í kringum landið verða skilgreind sem svæði þar sem kvíaeldi verður ekki leyft. Þá yrði leyfi til sjókvíaeldis í Berufirði og Mjóafirði jafnframt veitt. Fiskeldi skapar tuttugu störf í Vestmannaeyjum VIGNIR Bjarnason hampaði kátur ófrýnilegum feng sínum á bryggjunni í Ólafsvík í fyrradag. Steinbít- urinn var hins vegar ekki dauður úr öllum æðum og kom að óvörum með því að gera skyndiáhlaup á veiðimanninn sem tókst þó að forðast að verða bráð sinni að bráð. Morgunblaðið/RAX Bráðin bítur veiðimanninn FÓLKSBÍLL fór út af vegin- um í Skötufirði í Ísafjarðar- djúpi um hádegi í gær. Bíllinn fór ofan í fjöru og hafnaði á kafi í sjónum. Þrjú börn og tveir fullorðnir voru í bílnum og komust þau af sjálfsdáðum í land. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Ísafirði voru meiðsl fólksins lítilsháttar. Vegfarandi kom að slysstað skömmu síðar og tilkynnti slys- ið. Tvær sjúkrabifreiðir voru sendar á staðinn og fluttu þær fólkið á Sjúkrahúsið á Ísafirði. Bíllinn er mikið skemmdur. Þá skullu tveir malarflutn- ingabílar saman á vegamótum Bláfjallavegar og Krísuvíkur- vegar laust fyrir hádegi í gær. Voru ökumenn beggja bíla fluttir á slysadeild. Bílarnir voru óökufærir eftir árekstur- inn. Bíll með fimm manns í sjóinn INGA Jóna Þórðardóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur, segist fagna öllum þeim sem leggi borgarstjórnarflokki sjálf- stæðismanna lið í baráttunni gegn R- listanum. Björn Bjarnason menntamálaráð- herra staðfesti í samtali við Morgun- blaðið fyrr í vikunni að rætt hefði ver- ið við hann um að hann veitti lista sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur forystu í næstu kosning- um. Hann sagðist hlusta á þessi sjón- armið en enga afstöðu hafa tekið til þeirra enda væri það ekki tímabært. Morgunblaðið leitaði álits Ingu Jónu á þessum um- mælum. „Ég fagna öllum þeim sem vilja leggjast á árarnar með okkur til þess að koma R-listanum frá völdum. Það sem skiptir mestu máli er að okkur takist að stilla upp sigurstranglegum lista því að framtíðarhagsmunir Reykvíkinga krefjast þess að það verði stjórnarskipti í Reykjavík á næsta vori,“ sagði Inga Jóna. „Við höfum verið að vinna að því innan borgarstjórnar- flokksins á þessu kjörtíma- bili að styrkja stöðu okkar eins og kostur er. Þeirri vinnu verður haldið áfram,“ sagði Inga Jóna og vildi ekki tjá sig að öðru leyti um hugsanlega þátttöku Björns Bjarnasonar í næstu borg- arstjórnarkosningum. Inga Jóna er núna á ferðalagi erlendis og sagð- ist ekki ætla að ræða þetta mál frekar við fjölmiðla á næstunni. Inga Jóna Þórðardóttir um hugsanlegt framboð Björns Bjarnasonar Inga Jóna Þórðardóttir Fagnar öllum nýj- um liðsmönnum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.