Morgunblaðið - 24.02.2001, Side 10

Morgunblaðið - 24.02.2001, Side 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Áfram er vindasamt í pólítíkinni, og athygli beindist í vikunni mjög að kosningabaráttu fyrir flokks- þing Framsóknarflokksins í næsta mánuði og ekki síður hugsanlegum hræringum í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna, eftir að Björn Bjarnason menntamálaráðherra staðfesti við fjölmiðla að menn hefðu komið að máli við sig og viðrað þær hugmyndir að hann leiði lista flokksins í kosningum á næsta ári. Svo sem nærri má geta nær umræða þessi einnig inn fyrir veggi Alþingishússins og þar hef- ur margt verið skrafað á göngum og víðar. Mál ættu að geta skýrst verulega í dag, þegar miðstjórn Framsóknarflokksins kemur sam- an og fleiri kunna að gefa kost á sér. Framsóknarmenn settu svip sinn á umræður á þinginu í vik- unni, með ólíkum hætti þó. Þannig vöktu athygli í upphafi vikunnar áhyggjur utanríkisráðherra Hall- dórs Ásgrímssonar og formanns flokksins gagnvart stöðu Íslands í Evrópusamstarfinu. Halldór var til andsvara í umræðum utan dag- skrár um þessi efni á mánudag, en málshefjandi var Margrét Frí- mannsdóttir, Samfylkingunni. Í umræðunni sagði Margrét að sí- fellt erfiðara væri fyrir Íslendinga að koma sjónarmiðum sínum á framfæri gagnvart EES-samn- ingnum við Evrópusambandið og þess væri þegar farið að gæta í nefndastarfi að sjónarmiða EFTA- ríkjanna sé ekki óskað. Tók hún dæmi af nefnd um öryggisbúnað í skipum í þessu sambandi. Tók utanríkisráðherra undir margt í máli Margrétar og sagði að þótt slæmt væri fyrir EFTA- ríkin að hafa ekki aðgang að starfi umræddrar nefndar, hefði hann mestar áhyggjur af því að túlkun sem þessi færi að láta kræla á sér víðar. „Ef sú verður raunin mun það setja að meira að minna leyti allt nefndastarf EFTA-ríkjanna í uppnám. Slík aðstaða væri and- stæð upphaflegum skilningi samn- ingaaðila EES á nefndaþátttöku EFTA-ríkjanna,“ sagði hann og bætti við að ekkert nýmæli væri að staða Íslands hefði verið að veikjast og athygli ESB beindist nú í auknum mæli að nýjum aðild- arlöndum fremur en EFTA- ríkjunum. Einn þeirra, sem tóku eftir sam- hljómi utanríkisráðherra og þing- manna Samfylkingarinnar í um- ræðunni, var formaður Vinstri grænna, Steingrímur J. Sigfússon. Hann sagði tóninn í þeim Halldóri og Margréti hafa verið óþarflega mæðulegan og varaði við því að um of væri kynt undir vantrú á því að Íslendingar gætu staðið á eigin fótum. Í sama streng tók Vilhjálmur Egilsson, Sjálfstæð- isflokki, sem benti á að það væri hlutverk utanríkisþjónustunnar að láta EES-samninginn virka eins vel og hægt væri, meðan við byggjum við hann, og ekki hefði verið tekin ákvörðun um annað. Sjálfur forsætisráðherra, Davíð Oddsson, virtist heldur ekki deila áhyggjum utanríkisráðherra af stöðu Íslands í Evrópusamstarf- inu, því í viðtali við Morgunblaðið daginn eftir umræðuna sagði hann: „Almennt finnst mér að það standi upp á þá sem fullyrða að samningurinn sé að veikjast að þeir hinir sömu nefni raunveruleg dæmi um þau mál sem sýna að samningurinn sé að veikjast og hvaða hagsmunir hafi þar með tapast.“ Davíð var síðan sjálfur mættur í þingsölum síðar í vikunni þegar til umfjöllunar var lagafrumvarp þriggja þingmanna Samfylking- arinnar um stofnun sérstaks laga- ráðs undir hatti Alþingis. Lýsti hann, og raunar fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokks, efasemdum um stofnun slíks ráðs undir Alþingi og sagði forsætisráðherra eðlilegra að slíkt eftirlit starfaði á vegum stjórnarráðsins, þar sem meiri- hluti frumvarpa yrði jú til. Tóku fjölmargir til máls af þessu tilefni og úr varð ríflega sex klukku- stunda hressileg umræða um þrí- skiptingu ríkisvaldsins og fleiri grundvallarmál, en vakin var at- hygli á fjarveru Framsókn- arflokksins við umræðuna. Enginn þingmaður flokksins tók semsé til máls og var ekki laust við að sum- ir rýndu nokkuð í þá staðreynd. Hvort slíkt er réttmætt skal ósagt látið, en víst er að framsókn- armenn verða áfram áberandi í umræðunni fram að flokksþingi. Og hvað borgarstjórnarmálin varðar eru enn fimmtán mánuðir í kosningar. Líklega verður því áfram vindasamt á Austurvelli og nærsveitum.      Áfram er vindasamt á Austurvelli EFTIR BJÖRN INGA HRAFNSSON ÞINGFRÉTTAMANN bingi@mbl.is 76. fundur. Dagskrá Alþingis mánudaginn 26. febrúar 2001 kl. 3 síðdegis. 1. Fyrirpurnir til ráðherra skv. 7. mgr. 49. gr. þing- skapa. 2. Samningur milli Evrópu- bandalagsins og Íslands og Noregs um beiðni um hæli, stjtill., 412. mál, þskj. 667, nál. 754. C Síð- ari umr. 3. Kristnihátíðarsjóður, frv., 376. mál, þskj. 595. C 1. umr. 4. Framkvæmd Róm- arsamþykktar um Alþj. sakamáladómstólinn, stjfrv., 391. mál, þskj. 641. C 1. umr. 5. Hjúskaparlög, stjfrv., 410. mál, þskj. 665. C 1. umr. 6. Framsal sakamanna, stjfrv., 453. mál, þskj. 724. C 1. umr. 7. Umferðarlög, frv., 157. mál, þskj. 157. C 1. umr. 8. Kosningar til Alþingis, þáltill., 217. mál, þskj. 231. C Fyrri umr. 9. Rekstur björgunarsveita, þáltill., 272. mál, þskj. 300. C Fyrri umr. 10. Bann við notkun farsíma án handfrjáls búnaðar við akstur, frv., 286. mál, þskj. 315. C 1. umr. 11. Barnalög, frv., 293. mál, þskj. 324. C 1. umr. 12. Barnalög, frv., 294. mál, þskj. 325. C 1. umr. 13. Vopnalög, frv., 326. mál, þskj. 411. C 1. umr. 14. Happdrætti Háskóla Ís- lands, frv., 380. mál, þskj. 630. C 1. umr. 15. Söfnunarkassar, frv., 381. mál, þskj. 631. C 1. umr. 16. Dómstólar, frv., 415. mál, þskj. 675. C 1. umr. 17. Dómstólar, frv., 417. mál, þskj. 677. C 1. umr. 18. Stofnun stjórnlagadóm- stóls eða stjórnlagaráðs, þáltill., 416. mál, þskj. 676. C Fyrri umr. 19. Samstarf björgunarsveita og Landhelgisgæslunnar, Fiskistofu og Sigl- ingastofnunar, þáltill., 433. mál, þskj. 696. C Fyrri umr. 20. Meðferð einkamála, frv., 461. mál, þskj. 736. C 1. umr. ÁTTA þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt fram frumvarp um breyt- ingu á upplýsingalögum, en í þeim felst að Alþingi komi að skipun í úr- skurðarnefnd um upplýsingamál, en ekki aðeins forsætisráðherra eins og nú er. Fyrsti flutningsmaður frumvarps- ins er Jóhanna Sigurðardóttir. Í því eru lagðar til breytingar á fyrstu málsgreinum 15. gr. laganna, sem orðist svo: „Úrskurðarnefnd um upp- lýsingamál skal skipuð þremur mönn- um og jafnmörgum til vara til fjög- urra ára í senn. Alþingi kýs tvo nefndarmenn og aðra tvo til vara og skulu þeir upp fylla starfsgengisskil- yrði héraðsdómara. Skal annar vera formaður nefndarinnar en hinn vara- formaður. Forsætisráðherra skipar einn nefndarmann og annan til vara samkvæmt tilnefningu Blaðamanna- félags Íslands. Nefndarmenn mega ekki vera fastráðnir starfsmenn í Stjórnarráði Íslands. Nefndin getur ráðið sér starfsmann og er heimilt að kalla sér til ráðgjafar og aðstoðar sér fróðari aðila telji hún þörf á.“ Ætti að auka réttar- öryggi og skilvirkni Í greinargerð með frumvarpinu segir að megintilgangur laganna sé að tryggja rétt almennings til aðgangs að gögnum sem varða tiltekið mál innan stjórnsýslunnar. Réttur þessi sé óháður því hvort aðili hefur einhver tengsl við málið eða gögnin snerti hann sjálfan. Synji stjórnvald um að- gang að gögnum sé heimilt sam- kvæmt lögunum að bera þá ákvörðun undir sérstaka úrskurðarnefnd um upplýsingamál og eru úrskurðir hennar endanlegir á stjórnsýslustigi. Skjóti það því skökku við að það skuli vera alfarið í höndum æðsta handhafa framkvæmdarvaldsins að skipa nefndina. Í athugasemdum með frumvarpi til laganna kemur fram að sá háttur að fela sjálfstæðri stjórnsýslunefnd að leysa úr ágreiningsmálum um aðgang almennings að upplýsingum sé til þess fallinn að auka réttaröryggi og skilvirkni á þessu sviði þar sem unnt sé með einföldum og skjótum hætti að vísa synjun stjórnvalds til úrskurðar sjálfstæðrar og óháðrar nefndar. „Með því að fela Alþingi aðkomu að skipun nefndarinnar verður sjálf- stæði hennar og hlutleysi síður dregið í efa. Auk þess telja flutningsmenn rétt að fulltrúi þess valds sem stund- um er nefnt fjórða valdið, þ.e. fjöl- miðlarnir, tilnefni einn nefndarmann því að þeir hafi meðal annars því hlut- verki að gegna í samfélaginu að upp- lýsa almenning,“ segir í greinargerð. Alþingi skipi meirihluta úr- skurðarnefndar Frumvarp um breytingu á upplýsingalögum BJÖRN Bjarnason menntamálaráð- herra segir að lögum samkvæmt hafi þeir menn einir hér á landi rétt til að kalla sig viðskiptfræðinga, hagfræð- inga eða nota heiti sem felur í sér orðin viðskiptafræðingur eða hag- fræðingur sem hafa fengið til þess leyfi ráðherra. Þeir sem lokið hafi prófi úr viðskiptadeild Háskóla Ís- lands þurfi hins vegar ekki slíkt leyfi ráðherra til að kalla sig viðskipta- fræðinga eða hagfræðinga. Þetta kom fram í svörum ráðherra á Alþingi í vikunni við fyrirspurn Drífu Sigfúsdóttur, varaþingmanns Framsóknarflokksins. Drífa spurði hvort menntamálaráðherra sæi ein- hverja meinbugi á því að nemendur sem útskrifast með BS-próf frá við- skiptadeildum Háskólans í Reykja- vík og Háskólans á Akureyri og frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst fái að kalla sig viðskiptafræðinga. Telur lög um þessi efni vera barn síns tíma Menntamálaráðherra sagði að engin spurning væri um það að Við- skiptaháskólinn á Bifröst, Háskólinn í Reykjavík og einnig Háskólinn á Akureyri væru háskólar. Þess vegna féllu þeir sem þaðan hefðu lokið fullnaðarprófi í viðskipta- og hag- fræði undir lög um þessi efni. Þess- um mönnum mætti hins vegar ekki veita þetta starfsheiti nema fyrir lægi álit þriggja manna nefndar sem menntmálaráðherra skipaði. Skýrt væri skv. lögum að nemendur við aðra Háskóla en Háskóla Íslands þyrftu að sækja til nefndarinnar leyfi og fá síðan staðfestingu ráð- herra á því að þeir fengju að bera þetta starfsheiti. Rísi ágreiningur vegna notkunar á þessu starfsheiti skeri ráðherra úr þeim ágreiningi. „Ég er ekki sérstakur talsmaður þess að slík lög séu almennt í gildi hér á landi. Ég tel þessi lög barn síns tíma og að ekki ætti að vera bundið í slík lög hvort menn hefðu rétt til að kalla sig viðskiptafræðinga eða hag- fræðinga. Það á heldur að vera bund- ið við þau próf sem þeir taka frá við- komandi skólum, hvort sem er á Íslandi eða erlendis,“ sagði Björn. Hann benti hins vegar á að lögin væru í gildi og þingmönnum væru hæg heimatökin að gera tillögur um breytingar á þeim og síðan yrði það Alþingis að taka afstöðu til þess. Hyggst leggja fram frumvarp Drífa Sigfúsdóttir lýsti því þegar yfir að hún hygðist leggja fram frumvarp til að fá fram leiðréttingu í þessum efnum. Fagnaði Björn Bjarnason þeirri yfirlýsingu. Hvatti hann hana einning til að velta því fyrir sér við þá breytingu hvort ekki ætti að flytja þessi mál úr höndum menntamálaráðuneytisins yfir til iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins. Sagði Björn að slíkt væri meinalaust af sinni hálfu. Ráðherra hvetur til breytinga á lögum Réttur til að kallast viðskiptafræðingur ÞESSI brúarsmiður lét ekki vetr- arkuldann trufla sig við vinnu sína í gær þó að starfsvettvangurinn væri í blautara lagi. Verið er að breikka brúna yfir Langá á Mýrum en stefnt er að því að ljúka verkinu í júní áður en laxinn fer að ganga í ána. Morgunblaðið/RAX Verk í vætunni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.