Morgunblaðið - 24.02.2001, Side 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
14 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar
vísaði á fimmtudag til bæjar-
stjórnar ákvörðun um að
staðfesta samþykkt skipu-
lagsnefndar bæjarins um
auglýsingu deiliskipulagstil-
lögu fyrir Hörðuvelli. Bæjar-
ráð frestaði til næsta fundar
umfjöllun um tillögu Samfylk-
ingarinnar þess efnis að sér-
fróðir aðilar verði fengnir til
að vinna mat á umhverfisleg-
um áhrifum nábýlis fyrirhug-
aðs Hörðuvallaskóla við elli-
og hjúkrunarheimilið Sól-
vang. Sérstaklega verði hug-
að að hávaða og hljóðmengun.
Eins og sagt var frá í
blaðinu á fimmtudag hefur
skipulagsnefnd bæjarins
samþykkt að auglýst skuli
umdeild deiliskipulagstillaga
á Hörðuvöllum þar sem reist-
ur verði grunnskóli, íþrótta-
hús, sundlaug og leikskóli.
Þegar samþykkt skipulags-
nefndar kom til umfjöllunar í
bæjarráði á fimmtudag lögðu
fulltrúar Samfylkingarinnar
fram tillögu um að láta fara
fram kynningu á tillögunni
áður en hún verði tekin til
formlegrar samþykktar í ljósi
mótmæla nær 5.000 bæjar-
búa. Sú tillaga var felld með
þremur atkvæðum meirihlut-
ans gegn atkvæðum minni-
hlutans og tillögu skipulags-
nefndar jafnframt vísað til
bæjarstjórnar.
Bæjarráðsmenn Samfylk-
ingar lögðu þá fram bókun
þar sem þeir lýsa undrun og
furðu á „virðingarleysi meiri-
hluta bæjarráðs gagnvart
þeim þúsundum bæjarbúa
sem hafa með skýrum hætti
mótmælt þeim forsendum
sem þessi deiliskipulags-
tillaga byggir á“. Bæjarráðs-
menn Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks létu þá
bóka að umfjöllun um nýtt
deiliskipulag á Hörðuvalla-
svæðinu hafi verið til umfjöll-
unar í skipulagsnefnd, bæjar-
ráði og bæjarstjórn í langan
tíma og áform bæjaryfirvalda
verið kynnt hagsmunaaðilum
á svæðinu. „Umfjöllun og
skoðanaskipti hafa jafnframt
verið mikil á undanförnum
mánuðum meðal bæjarbúa
bæði í ræðu og riti. Bæjar-
stjórn mun taka málið til af-
greiðslu á næsta fundi sínum
og að því loknu mun málið
fara í kynningu og auglýsingu
skv. skipulagslögum.“
Að því loknu kom fram til-
laga bæjarráðsmanna Sam-
fylkingar um að sérfróðir að-
ilar verði fengnir til að vinna
mat á umhverfislegum áhrif-
um nábýlis fyrirhugaðs
Hörðuvallaskóla við elli- og
hjúkrunarheimilið Sólvang.
Sérstaklega verði hugað að
hávaða og hljóðmengun.
Í greinargerð með tillög-
unni segir að fyrirhugaður
Hörðuvallaskóli verði stað-
settur mjög nálægt elli- og
hjúkrunarheimilinu Sólvangi;
leiksvæði skólans verði mjög
nálægt aðalbyggingu heimil-
isins og gera megi ráð fyrir að
umgangur verði um lóð heim-
ilisins með tilheyrandi ónæði
og hávaða. „Í mengunar-
varnareglugerð eru ákvæði
um hámarkshljóðstig í íbúð-
arbyggð og við stofnanir af
þessu tagi. Eðlilegast er að
gera mjög strangar kröfur í
þessu efni við stofnun af
þessu tagi af tillitssemi við þá
öldruðu einstaklinga sem þar
búa. Þekking og reynsla er til
staðar hjá ráðgjafarfyrir-
tækjum til að framkvæma
slíkt mat og tæknilegar
hindranir ekki til staðar. Því
er bæði sjálfsagt og skylt að
framkvæmt verði mat á því
hvaða hljóðálags megi vænta
vegna starfsemi skólans og
leggja slíka greiningu til
grundvallar við ákvörðunar-
töku. Niðurstöðurnar verði
jafnframt kynntar forsvars-
mönnum og íbúum hjúkrun-
arheimilisins. Ekki ætti að
koma til álita að taka ákvörð-
un um skólabygginguna án
þess að slíkt mat sé fram-
kvæmt,“ segir í greinargerð-
inni, sem bæjarráð ætlar að
afgreiða á fundi sínum í
næstu viku.
Hörðuvallaskóli
í umhverfismat
Hafnarfjörður
GARÐABÆR mun næstu
daga auglýsa nýtt deiliskipu-
lag í Grunda- og Ásahverfi
þar sem m.a. er gert ráð fyrir
byggingu nýs grunnskóla og
leikskóla. Að sögn Ásdíar
Höllu Bragadóttur, bæjar-
stjóra, er gert ráð fyrir því að
eftir byggingu nýja grunn-
skólans muni unglingaskóli
bæjarins, Garðaskóli, annast
kennslu 8.-10. bekkjar en ekki
7.-10. bekkjar eins og verið
hefur.
Á almennum fundi um
skólamál í Garðabæ nýlega
var m.a. fjallað um þá mögu-
leika sem nýgerðir kjara-
samningar við kennara veita í
skólastarfinu og um þá stefnu
sem unnið er eftir varðandi
áframhaldandi uppbyggingu
skólanna í tölvu- og upplýs-
ingamálum. Einnig reifaði
bæjarstjórinn framtíðarþró-
un skólamála í bænum, m.a. í
ljósi spár um mannfjöldaþró-
un og þess svæðisskipulags
sem verið er að vinna fyrir
höfuðborgarsvæðið.
Nýi grunnskólinn í Grund-
unum verður svokallaður
þriggja heildstæðu grunn-
skóli fyrir 1.-7. bekk, sem
þýðir að gert verður ráð fyrir
þremur bekkjardeildum í
hverjum árgangi. Jafnframt
er stefnt að þeim breytingum
að nemendur hinna barna-
skólanna tveggja í bænum,
Flataskóla og Hofsstaða-
skóla, flytjist ekki í unglinga-
skólann fyrr en í 8. bekk í stað
þess að fara á milli skóla í 7.
bekk nú.
Millihverfi
fylgi Flataskóla
Jafnframt sagði bæjar-
stjóri í samtali við Morgun-
blaðið að samkvæmt þeim
hugmyndum, sem unnið væri
út frá, yrði ekki um að ræða
ákveðið millihverfi í skóla-
skipan bæjarins í framtíðinni
eins og verið hefur en nem-
endur þaðan hafa ýmist farið í
Hofsstaðaskóla eða Flata-
skóla. Að sögn bæjarstjórans
er ráðgert að millihverfið
fylgi Flataskóla eins og það
hefur gert á undanförnum ár-
um.
Eiríkur Bjarnason, bæjar-
verkfræðingur, sagði í samtali
við Morgunblaðið að jafn-
framt fælist það í nýju deili-
skipulagi fyrir Grundir og
Ása að settir eru skýrir skipu-
lagsskilmálar fyrir þennan
elsta hluta bæjarfélagsins.
Með deiliskipulaginu skýr-
ist réttarstaða íbúa í hverfinu
vestan Vesturlandsvegar, að
sögn Eiríks. Afmarkaðir
verða byggingarreitir og
ákveðið byggingarmagn svo
ekki þurfi að auglýsa hverja
breytingu við hvert hús sér-
staklega.
Deiliskipulag með nýjum skóla í Grundahverfi
Garðaskóli
verði fyrir
8.–10. bekk
Garðabær
GERT er ráð fyrir að rúm-
lega 1.500 sex ára börn komi
til með að hefja skólagöngu í
grunnskólum Reykjavíkur í
haust, en innritun þeirra fór
fram í grunnskólum borgar-
innar miðvikudaginn 21. og
fimmtudaginn 22. febrúar sl.
Um er að ræða börn sem
fædd eru árið 1995.
Á leikskólanum Hlíðaborg
í Eskihlíð eru alls 56 börn og
þar af 16 sem koma til með
að hefja nám komandi haust
og öll í Hlíðaskóla. Morgun-
blaðið leit í heimsókn þangað
í gær og kannaði hug fimm
þessara barna til nýrra verk-
efna á komandi hausti. Þessi
börn voru Karólína Péturs-
dóttir, Freyja Ingadóttir,
Goði Már Daðason, Þórhall-
ur Sigurjónsson og Ástgeir
Ólafsson og öll sögðust þau
hlakka mikið til þess að fara
í Hlíðaskóla, þótt þau kynnu
nú sum hver orðið stafina og
jafnvel að reikna dálítið.
Dálítið öðruvísi
að vera í grunnskóla
Karólína sagðist halda að
það yrði dálítið öðruvísi að
vera í grunnskóla af því að
þar þyrfti maður að lesa og
reikna mikið. Hún sagðist
kunna suma stafina og því til
sönnunar stafaði hún nafnið
sitt alveg hárrétt fyrir blaða-
mann. Freyja kann stafina
af því að hún á stafakarlana í
tölvunni heima og svo kann
hún dálítið að reikna. Goði
Már kvaðst vera smá byrj-
aður að lesa og eiga skóla-
spilið og vera kominn í
reikninginn þar. Þórhallur
kann sko að lesa, því
mamma hans vinnur í skóla.
Og hann kann líka að reikna.
Ástgeir kann smá að lesa en
ekki voða mikið að reikna.
En skyldu þau vera farin
að velta fyrir sér hvað þau
ætli að vera, þegar þau eru
orðin stór?
Karólína var ekki búin að
ákveða það, en Freyja ætlar
að vera jarðfræðingur.
Pabbi hennar var búinn að
segja henni hvað jarðfræð-
ingar gera, en hún mundi
ekki alveg hvað það var.
Goði Már sagðist líka ætla
að vera jarðfræðingur, því
hann langar svo til að finna
eðalsteina, eins og í sjón-
varpinu. Þórhallur ætlar
hins vegar að vinna á Morg-
unblaðinu þegar hann er
orðinn stór. Og ekki sem
blaðamaður, vel að merkja,
heldur ritstjóri. Ástgeir ætl-
ar að vera jarðfræðingur,
eins og Freyja og Goði Már,
en vissi ekki alveg hvers
vegna. Þá var það komið á
hreint.
Að sögn Steinunnar
Björnsdóttur, aðstoðarleik-
skólastjóra á Hlíðaborg, eru
sex ára börnin undirbúin
fyrir nám í grunnskólanum
með því að taka þau einu
sinni í viku í svokölluð elstu-
barnaverkefni, þar sem unn-
in eru meira krefjandi og
skapandi verkefni en ella.
Óskar Morgunblaðið þess-
um og öðrum börnum sem
hefja grunnskólanám í
fyrsta sinn í haust alls hins
besta í framtíðinni.
Verður boðið í heimsókn
í skólana á vordögum
Á sama tíma og innritun
sex ára barnanna fór fram í
grunnskólum borgarinnar á
miðvikudag og fimmtudag
sl., var tekið við umsóknum í
skóladagvist fyrir nemendur
í 1.– 4. bekk skólaárið 2001-
2002. Jafnhliða fór svo fram
innritun skólaskyldra barna
og unglinga sem þurfa að
flytjast milli skóla næsta
vetur. Þetta átti við þá nem-
endur sem fluttust til
Reykjavíkur, komu úr einka-
skólum eða þurftu að skipta
um skóla vegna breytinga á
búsetu innan borgarinnar.
Þá nemendahópa sem flytj-
ast í heild milli skóla að
loknum 7. bekk þurfti ekki
að innrita. Hún nefndi að
skólaritarar segðu víðast
hvar að innritunin hafi geng-
ið vel en þó séu í hverjum
skóla nokkur börn á listan-
um sem ekkert hefur heyrst
af.
„Það er mikið að aukast að
foreldrar skrái börn sín inn
með tölvupósti,“ sagði Krist-
ín, aðspurð um hvort algengt
væri að foreldrar kæmu með
börn sín í skólana þegar
ganga ætti frá innritun, eða
hvort einhver annar háttur
væri viðhafður. „En til að
mæta löngun barnanna til
þess að sjá skólann, er þeim
í langflestum tilfellum boðið
í heimsókn á vordögum, yf-
irleitt seinnipartinn í maí.
Og það er mikil eftirvænt-
ing, mikil stemmning í
kringum það. Sums staðar
er það skipulagt í samstarfi
við leikskólana, en þar eð
ekki eru öll börn á leikskól-
um eru þeim gjarnan send
bréf og boðið að koma ein-
hvern ákveðinn dag í heim-
sókn. Það eru oft fyrstu
kynni þeirra af skólanum.
Það eru alls 1.611 sex ára
börn með lögheimili í
Reykjavík, en þau skila sér
aldrei öll því einhver eru
flutt burt og þar fram eftir
götunum. En af reynslu fyrri
ára má ætla að rúmlega
1.500 skili sér í grunnskóla
Reykjavíkur í haust,“ sagði
Kristín að lokum.
Um 1.500 sex ára börn hefja skólagöngu í grunnskólum Reykjavíkur í haust
Jarðfræði og ritstjórastarf á
Morgunblaðinu á óskalistanum
Morgunblaðið/Jim Smart
Hér eru, talið frá vinstri, Karólína Pétursdóttir, Freyja
Ingadóttir, Goði Már Daðason, Þórhallur Sigurjónsson og
Ástgeir Ólafsson. Öll hlakka þau mikið til þess að fara í
grunnskóla, þótt þau kunni nú sum hver orðið stafina og
jafnvel að reikna dálítið.
Reykjavík/Hlíðar
VIÐBYGGING við Austur-
bæjarskóla var formlega
tekin í notkun í gær. Um er
að ræða um 400 fermetra
hús sem byggt var úr ein-
ingum ofan á gömlu spenni-
stöðinni við skólann. Þar
fást fjórar kennslustofur,
sem nýttar verða fyrir 6 og
7 ára nemendur. Austurbæj-
arskóli varð 70 ára í sumar
og var orðið þröngt um
nemendur í þessum elsta
grunnskóla borgarinnar.
Losnar um rými
Með tilkomu nýbygging-
arinnar losnar rými sem
m.a. mun nýtast fyrir
félagsstarf, tómstundaað-
stöðu og lengda viðveru.
Húsið var byggt á fáein-
um mánuðum af verktaka-
fyrirtækinu Højgaard og
Schultz Íslandi ehf. Það er
úr timbureiningum.
Vængjahurðir eru á öllum
stofunum sem gefur mögu-
leika á að nýta allt húsið
sem eina heild til sam-
komuhalds.
Yfirbyggð göngubrú
tengir bygginguna við skól-
ann. Húsið var sett upp í
desember og kennsla í því
hófst strax í janúar.
Kennarar og nemendur
Austurbæjarskóla gerðu sér
glaðan dag í tilefni opn-
unarinnar í gær ásamt gest-
um frá Fræðslumiðstöð og
fleirum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nýjar stofur í elsta skólanum
Austurbær