Morgunblaðið - 24.02.2001, Qupperneq 18
AKUREYRI
18 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Opið hús í Háskólanum á Akureyri laugardaginn 24. febrúar 2001
Kennsludeildir háskólans, bókasafn og önnur stoðþjónusta kynna starfsemi sína í nýjum húsa-
kynnum háskólans á Sólborg frá kl. 11-16.30. Kynnt verður ný upplýsingatæknideild
sem tekur til starfa haustið 2001. Ýmsir fyrirlestrar verða haldnir og fjarkennsla háskól-
ans kynnt. Hljómsveitin 200.000 naglbítar leikur á Sólborg kl. 14.00-14.30. Veitingar.
ALLIR VELK
OMNIR
Í sóknarhug
Hvernig ætlar Akureyrarbær að
takast á við 2% fjölgun íbúa á ári
næsta áratug?
Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, á
Fiðlaranum, Skipagötu 14, þriðjudaginn 27. febrúar
frá kl. 12:00 til 13:00
•Hver verður þörfin á fjölgun leikskóla og grunnskóla?
•Hvar verða íbúða- og iðnaðarlóðir byggðar?
•Verður þjóðvegur 1 áfram helsta samgönguæð bæjarins?
•Mun byggðin halda áfram að stækka til suðurs og vesturs eða
verður hugað að byggð meðfram ströndinni?
•Þarf Akureyri meira landrými m.v. þessa fjölgun?
•Hvernig verður tekið á umhverfismálum?
Þetta, og ýmislegt fleira, mun Kristján Þór fjalla um
og svara spurningum fundarmanna.
Verð kr. 1.000 (léttur hádegisverður innifalinn).
Allir velkomnir
Skráning hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar í síma 460 5700
eða á netfangi benedikt@afe.is eða sigga@afe.is
KRISTJÁN Þór Júlíusson, bæjar-
stjóri á Akureyri, segir að viðræðu-
nefnd Akureyrarbæjar fari með al-
gjörlega opnum huga í viðræður
vegna hugsanlegrar sameiningar
Norðurorku, orkufyrirtækis Akur-
eyrarbæjar og Rarik.
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að
bjóða bæjarstjórn upp á slíkar við-
ræður og er þá miðað við að höfuð-
stöðvar sameinaðs orkufyrirtækis
verði á Akureyri.
Franz Árnason, forstjóri Norður-
orku, lýsti þeirri skoðun sinni í Morg-
unblaðinu í gær að Akureyringar
yrðu að hafa meirihlutastjórn í slíku
fyrirtæki, annað væri ekki viðunandi.
„Það er ekki verkefni embættis-
manna að ákveða slíkt. Við munum
fara í viðræðurnar með opnum
huga,“ sagði Kristján Þór. Hann
sagði að bæjarstjórn Akureyrar hefði
ekki sett nein skilyrði fyrir viðræðum
milli bæjarins og ríkisins um hugs-
anlega sameiningu Norðurorku og
Rarik enda væri það alls ekki tíma-
bært.
Bæjráð Akureyrar samþykkti á
fundi í vikunni tillögu um hverjir
sætu í nefndinni fyrir hönd bæjarins
en þeir eru Kristján Þór sem er for-
maður nefndarinnar, Ásgeir Magn-
ússon, formaður bæjarráðs, Franz
Árnason, forstjóri Norðurorku, og
Jakob Björnsson bæjarfulltrúi en
auk þess mun Hákon Stefánsson
bæjarlögmaður starfa með nefnd-
inni.
Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri
um ummæli forstjóra Norðurorku
Embættismenn
ákveða ekki
svona lagað
FORELDRA- og kennarafélög
grunnskóla á Akureyri hafa
ákveðið að standa sameiginlega að
tveimur fræðslufundum fyrir að-
standendur og kennara barna á
Akureyri. Sá fyrri verður næst-
komandi miðvikudag, 28. febrúar,
en þar mun Hugo Þórisson sál-
fræðingur fjalla um kvíða og ein-
elti. Fundurinn hefst kl. 20 og
verður í samkomusal Lundar-
skóla.
Eftir mánuð, 28. mars næst-
komandi, fjallar Kristján Már
Magnússon sálfræðingur um gildi
samveru foreldra og barna og
hvað sé agi. Sá fundur verður einn-
ig í Lundarskóla og hefst kl. 20.
Foreldra- og kennarafélög á Akureyri
Fundur um kvíða og einelti
FIMM fyrirtæki hafa sameinast
um að gefa Háskólanum á Ak-
ureyri 20 borðtölvur af Compaq-
gerð en þeim hefur verið komið
fyrir í nýju tölvuveri í nýbygg-
ingu háskólans. Fyrirtækin sem
um ræðir eru Íslensk verðbréf,
Kaupfélag Eyfirðinga, Samherji,
Sparisjóður Norðlendinga og Út-
gerðarfélag Akureyringa. Tölvu-
verið mun verða tileinkað þessum
fyrirtækjum.
Gjöfin er hluti af söfnunarátaki
sem velunnarar háskólans hafa
hrint af stað og nefnist „Há-
skólanám til fólksins í landinu“.
Markmið með söfnuninni er m.a.
að efla tölvukost háskólans. Þor-
steinn Gunnarsson, rektor Há-
skólans á Akureyri, sagði að gott
samstarf hefði verið milli háskól-
ans og fyrirtækjanna fimm, en hjá
þeim öllum starfa nemendur sem
hafa brautskráðst frá Háskól-
anum á Akureyri. Nefndi hann
sérstaklega að eitt fyrirtækjanna
hefði haft þann háttinn á að gefa
eina tölvu fyrir hvern braut-
skráðan nemanda sem hjá því
starfaði. Vænti rektor þess að
fleiri tækju sér þetta fyr-
irkomulag til fyrirmyndar.
Opið hús verður í Háskólanum
á Akureyri í dag, laugardag, þar
sem gestum gefst meðal annars
færi á að skoða hið nýja tölvuver
og fræðast um fjölbreytta starf-
semi skólans. Kennarar munu
flytja fyrirlestra um margvísleg
efni, hljómsveitin 200.000 naglbít-
ar leikur og veitingar verða í
boði.
Fimm fyrirtæki sameinast um gjöf til Háskólans
20 tölvur
gefnar í
nýtt
tölvuver
Fimm fyrirtæki hafa gefið Háskólanum á Akureyri 20 tölvur í nýtt
tölvuver. Hér fylgist Heiðrún Jónsdóttir frá KEA, Pétur Bjarnason frá
Samtökum velunnara Háskólans á Akureyri, með Jóni Björnssyni frá
Sparisjóð Norðlendinga prófa eina þeirra.
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Sævar Helgason hjá Íslenskum
verðbréfum sýnir Guðmundi
Guðmundssyni frá Samherja
kosti nýju tölvanna.
ÁGÚST Jónsson, bygg-
ingameistari á Akureyri,
lést fimmtudaginn 22.
febrúar sl. Hann var
fæddur 22. desember 1902
og var því 98 ára.
Ágúst lét eftir sig mikið
safn íslenskra steina sem
hann ánafnaði Háskólan-
um á Akureyri á 95 ára af-
mæli sínu.
Árið 1976 kom út bókin
Óður steinsins með 30 lit-
ljósmyndum Ágústar af
innri gerð íslenskra steina
ásamt jafnmörgum ljóð-
um Kristjáns frá Djúpa-
læk.
Eftirlifandi eiginkona
hans er Margrét Magnús-
dóttir og eiga þau fjögur
börn.
Andlát
ÁGÚST JÓNSSON
ÞESSIR kátu krakkar úr öðrum
bekk Hrafnagilsskóla í Eyjafjarð-
arsveit voru búnir að gera sig klára
í bolludagsflengingarnar á mánu-
dagsmorgun, en þá ætla þeir að
fara á fætur fyrir allar aldir og
flengja pabba og mömmu og
kannski systkini sín eða afa og
ömmu. En ef að líkum lætur fá þau
gómsætar bollur með miklum
rjóma að launum.
Morgunblaðið/Benjamín
Þessir bolluvendir, sem krakkarnir í Hrafnagilsskóla bjuggu til fyrir bolludaginn, verða eflaust óspart notaðir.
Klár fyrir
bolludaginn