Morgunblaðið - 24.02.2001, Page 23

Morgunblaðið - 24.02.2001, Page 23
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2001 23 AUGLÝSING Húsasmiðjunnar hf., „Lifa, elska, óska, fá“, sem unnin var af Íslensku auglýsingastofunni og Hugsjón, hlaut þrenn verðlaun á Ís- lenska markaðsdeginum sem Ímark, í samstarfi við Samband íslenskra auglýsingastofa, hélt í Háskólabíói í gær. Þar voru veitt verðlaun fyrir athyglisverðustu auglýsingar ársins 2000. Þetta var eina auglýsingin sem hreppti verðlaun í fleiri en einum flokki en alls voru veitt verðlaun í 12 flokkum. Auglýsing Húsasmiðj- unnar sigraði í flokki kvikmyndaðra auglýsinga, auglýsingaherferða og veggspjalda. Íslenska auglýsingastofan og Hvíta húsið hrepptu hvor um sig þrenn verðlaun fyrir auglýs- ingagerð. Hvíta húsið og Delta hlutu verð- laun í flokki dagblaðaauglýsinga. Auglýsingin „Mamma“ sigraði í flokki útvarpsauglýsinga en fram- leiðendur hennar voru útvarpssvið Norðurljósa og Hvati en auglýs- endur voru Ingvar Helgason og FM957. Auglýsing Fíton „Skafið hér“ þótti athyglisverðasta tímarita- auglýsingin en Fíton sigraði einnig sem framleiðandi kynningarefnis annars en markpósts fyrir „Veidd- irðu eitthvað, elskan?“ sem framleitt var fyrir Aco. „Nýtt útlit Stöðvar 2“ þótti at- hyglisverðasta umhverfisgrafíkin en hún var unnin af Hvíta húsinu. Vef- ur auglýsingastofunnar Gott fólk- McCann Ericsson sigraði í flokknum vefir fyrirtækja og var hann fram- leiddur af auglýsingastofunni sjálfri. Athyglisverðasta vöru- og firma- merkið þótti vera „Þú færð meira á xy.is“ sem unnið var af Hvíta húsinu fyrir Íslandsbanka. „Pútta pútta pútt“ var valinn at- hyglisverðasti markpósturinn og var hann unninn fyrir Vátrygginga- félag Íslands af Góðu fólki-McCann Ericsson. Loks þótti óvenjulegasta auglýsingin vera „Áttu erfitt með að sofna?“ sem unnin var af presti Óháða safnaðarins fyrir Óháða söfn- uðinn. Athyglisverðustu auglýsingar ársins 2000 Húsasmiðjan sigursæl Morgunblaðið/Árni Sæberg Björn Aðalsteinsson, forstöðumaður markaðssviðs Delta, tók við verðlaunum í flokki dagblaðaauglýsinga úr hendi Margrétar Kr. Sigurðardóttur, markaðsstjóra Morgunblaðsins, en auglýsingin var unnin af Hvíta húsinu. LYFJAVERSLUN Íslands hf. og Thorarensen Lyf hf. hafa undanfarna daga rætt um sam- einingu félaganna. Samkvæmt fréttatilkynningu eru viðræð- urnar nú á lokastigi og er stefnt að því við sameininguna að Thorarensen Lyf verði rekin sem sjálfstæð eining innan félagasamstæðu Lyfjaverslun- ar Íslands. Áætluð velta sameinaðs félags á yfirstandandi ári er ríf- lega 6 milljarðar króna. Í fréttatilkynningu segir að stefnt sé að því að samkomulag stjórna beggja félaga liggi fyrir á næstu dögum. Milligöngu um viðræðurnar höfðu MP verð- bréf og Fjármálaráðgjöf Landsbanka Íslands. Thorarensen Lyf höfðu ný- lega í hyggju að sameinast Austurbakka hf. og áttu í samn- ingaviðræðum þar um í des- ember síðastliðnum og yfir ára- mótin. Af þeim samruna varð ekki og viðræðunum var slitið 8. janúar. Áætluð vörusala Thorarensen Lyfja og sam- stæðufélaga þeirra var á síð- asta ári tæpir 2,3 milljarðar króna án virðisaukaskatts. Samstæðufélögin eru Lyfja- dreifing og J.S. Helgason. Lyfjaverslun Íslands keypti í desember síðastliðnum allt hlutafé í umboðs- og heildversl- uninni A. Karlssyni hf. Áætluð velta Lyfjaverslunar Íslands eftir þennan samruna er rúm- lega 3,1 milljarður króna. Lyfjaverslun Íslands er skráð á Verðbréfaþingi Íslands og hækkaði í gær um 4,1% í sjö viðskiptum sem námu saman- lagt tveimur milljónum króna. Gengi félagsins nú er 5,10. Lyfjaverslun Íslands og Thorarensen Lyf Samruni á lyfja- markaði ÍSLANDSBANKI-FBA hf. áformar að sameina þrjú dótturfélög sín bank- anum. Þetta eru félögin VÍB hf., Tal- enta hf. og FBA-ráðgjöf hf., sem hafa hingað til verið rekin sem sjálfstæð dótturfélög en verða eftir sameiningu sérstök afkomusvið innan bankans. „Þessi breyting er fyrst og fremst gerð í hagræðingarskyni,“ segir Val- ur Valsson, forstjóri Íslandsbanka- FBA, „en áður fyrr var lagaleg skylda að félög eins og VÍB væru í sérstök- um hlutafélögum. Sú skylda var af- numin með lögum fyrir nokkrum ár- um. Það sem við erum að gera núna er fyrst og fremst að breyta forminu og við getum sparað okkur töluvert fé með þeim hætti. Þar að auki verður þessi sameining til að einfalda stjórn- un og skipulag og samræma skipulag öðrum afkomueiningum sem ekki eru sérstök dótturfélög. Breytingin leiðir ekki af sér neinar aðrar breytingar á rekstri eða sam- skiptum við viðskiptavini.“ Valur segir formbreytinguna engu breyta um fjölda starfsmanna, en lækkun kostnaðar náist með ýmsu öðru móti, til að mynda muni eftir hana ekki þurfa að greiða tvöföld gjöld til Verðbréfaþings og Fjármála- eftirlits. Í fréttatilkynningu frá bankanum segir að samþykkis Fjármálaeftirlits- ins verði leitað áður en breytingin tekur gildi og komi ekki fram athuga- semdir sé stefnt að því að hún komi til framkvæmda í vor. Þrjú dótt- urfélög sameinast Íslands- banka-FBA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.