Morgunblaðið - 24.02.2001, Síða 26

Morgunblaðið - 24.02.2001, Síða 26
ERLENT 26 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ BANDARÍSKA varnarmála- ráðuneytið sagðist í gær ætla að setja almennt bann við því að fólk sem ekki er í hernum fái að- gang að stjórntækjum herskipa, flugvéla og ökutækja hersins, í kjölfar árekstrar sem varð milli bandarísks kafbáts og japansks fiskiskips á Kyrrahafi fyrr í mánuðinum. Bannið á að gilda unz allar deildir hersins hafa farið vandlega yfir það hvernig þær haga heimsóknum óbreyttra borgara, sem fá að skoða tæki hersins. Tveir menn, sem voru gestir um borð í kaf- bátnum USS Greeneville, voru við stjórnvöl kafbátsins þegar hann reis úr hafi nærri Hawaii hinn 9. febrúar sl. og velti jap- anska skipinu Ehime Maru með þeim afleiðingum að það sökk og níu Japanir týndu lífi. Eftir því sem Washington Post greindi frá í gær hafði skipherra kaf- bátsins upplýsingar úr ómratsjá um að skip væri í grenndinni áð- ur en áreksturinn varð. Fujimori ákærður ÞING Perú samþykkti í gær með 34 atkvæðum gegn 24 að ákæra Alberto Fujimori, fv. for- seta landsins, fyrir van- rækslu á emb- ættisskyldum og að hann skuli sviptur rétti til að gegna opin- beru embætti í tíu ár. Fuji- mori hefur verið í útlegð í Japan frá því hann hraktist úr forsetastóli í nóvember sl. Með tvö tonn af kókaíni KANADÍSKUR fiskibátur var færður til hafnar í Port Angeles í Washington-ríki á vestur- strönd Bandaríkjanna í gær, með yfir tvö tonn af kókaíni inn- anborðs eftir því sem fyrstu fréttir hermdu. Fimm Kanada- menn voru handteknir. Að sögn sjónvarpsstöðvarinnar KING- TV væri götusöluverðmæti þessa magns af kókaíni um 36 milljónir Bandaríkjadala, and- virði yfir þriggja milljarða ísl. króna. Bílþjófur fékk barn „í kaupbæti“ SÆNSK hjón, sem yfirgáfu bif- reið sína til að skreppa inn í búð, komu aftur að honum stolnum – ásamt tveggja mánaða gömlu barni þeirra sem lá í aftursæt- inu. Lögregla lýsti eftir bifreið- inni, sem var stolið í miðborg Malmö á fimmtudagskvöld. Blaðberi fann bílinn yfirgefinn um fjórum tímum síðar, um 100 km þaðan sem hann hvarf. Barnið var hágrátandi í aftur- sætinu. Þar sem sjö stiga frost var á þessum slóðum í fyrrinótt varð barnið fyrir ofkælingu og þurfti aðhlynningar við á sjúkra- húsi. Þjófurinn hefur ekki fund- izt. STUTT Engir gestir að stjórn- tækjum Alberto Fujimori FULLTRÚAR Tyrklandsstjórnar og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) áttu í gær viðræður um það hvernig koma skuli á stöðugleika í efna- hagslífi landsins á ný, eftir að alvar- leg stjórnmálakreppa, einkum í tengslum við stjórnun ríkisfjármála, skók það með þeim afleiðingum að gengi tyrkneska gjaldmiðilsins, lír- unnar, lækkaði um meira en þriðj- ung á fáeinum dögum. Gengi tyrknesku lírunnar gagn- vart Bandaríkjadollar lækkaði um 10,7% til viðbótar í gær og hafði þá lækkað um samtals 36% frá því á miðvikudag. Lítil hreyfing var á gjaldeyris- og verðbréfamörkuðum í Tyrklandi í gær. Verðbólguspá allt upp í 25% Carlo Cottarelli, Tyrklandstengill Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, hitti tyrkneska fjármálaráðherrann Su- mer Oral að máli í gær, eftir að rík- isstjórnin í Ankara ákvað á fimmtu- dag að létta hömlum af gengis- skráningu lírunnar, en í kjölfar þess tók gengið þessa stóru dýfu. Dagblaðið Hürryiet greindi frá því, að ríkisstjórnin væri að íhuga að endurskoða verðbólguspá sína fyrir árið 2001 úr 10–12% upp í 25%. Í janúar í fyrra hrinti stjórnin í framkvæmd áætlun sem miðaði að því að koma á aga í ríkisfjármálum, stórminnka rekstrarhalla ríkissjóðs og koma verðbólgustiginu niður fyrir tveggja stafa prósentutölu ár- ið 2002. Talsmenn ríkisstjórnarinnar halda því fram, að staðið verði við sett markmið stöðugleikaátlunar- innar, sem gerð var með 11 millj- arða dollara stuðningi frá IMF. Bulent Ecevit, forsætisráðherra Tyrklands, sem staddur er á leið- togafundi Suðaustur-Evrópuríkja í Makedoníu, sagði í gær að ákvörð- unin um að gefa gengi lírunnar frjálst muni hjálpa tyrknesku efna- hagslífi. „Við höfum nú tekið upp nýja gjaldeyrisstefnu, sem er mun raunhæfari og við vonum að hún muni bæði til skemmri og lengri tíma litið skila jákvæðum árangri,“ sagði hann. Alþjóðlegir fjármálasérfræðingar og hagfræðingar vonast til, að ákvörðunin um að gefa gengi tyrk- nesku lírunnar frjálst muni gefa mörkuðunum svigrúm til að finna henni stöðugt raungildi og hindra með því að sams konar vítahringur fari af stað í tyrknesku efnahagslífi eins og gerðist í Suðaustur-Asíu- ríkjum og Rússlandi á síðasta ára- tug. Sviptingarnar í tyrkneskum efnahagsmálum Gengishrun lírunn- ar heldur áfram Istanbúl. AP. Fulltrúi IMF ræðir við stjórn- völd í Ankara AP Tyrkneskir innflytjendur rafmagnstækja, sem keypt hafa varning sinn í erlendum gjaldeyri, mótmæla ákvörð- un stjórnvalda um að aflétta hömlum af gengisskráningu tyrknesku lírunnar. „Við höfum flutt allt inn, við vilj- um líka innflutta leiðtoga,“ var meðal slagorða sem heyrðust frá hinum vonsviknu heildsölum. VÍSINDAMENN sögðu í gær að tvö smástirni hefðu valdið næstu út- rýmingu dýrategunda í sögu jarð- arinnar. Þeir sögðu að smástirni, um það bil jafn stórt og smástirnið sem varð til þess að risaeðlurnar dóu út fyrir 65 milljónum ára, hefði valdið enn meiri tjóni á jörðinni fyr- ir 250 milljónum ára. Vísindamennirnir komust að þessari niðurstöðu eftir að hafa fundið geimgas í kolefnissam- eindum í 250 ára gömlum setlögum, að því er fram kemur í grein í tíma- ritinu Science. Þeir segja að flestar dýrategundir jarðar hafi dáið út á permtímabilinu vegna árekstrar smástirnis. „Höggið leysti úr læðingi um milljón sinnum meiri orku en í mesta jarðskjálftanum á öldinni sem leið,“ sagði einn vísindamann- anna, Robert Poreda, aðstoð- arprófessor í jarðvísindum við Roc- hester-háskóla í New York. Talið er að smástirnið hafi verið um 6,5 til 13 km að þvermáli. Högg- ið olli mikilli eldvirkni á jörðinni og gosaskan og rykið vegna árekstr- arins olli myrkri og kulda á jörðinni í margar aldir. Hraunið frá eld- fjöllum þar sem Síbería er nú var nógu mikið til að hylja alla jörðina með 10 m þykku lagi á milljón ára tímabili. Þríbrotar, liðdýr sem líktust kakkalökkum, dóu algjörlega út, en til voru um 15.000 þríbrotategunda á jörðinni fyrir áreksturinn. 90% allra sjávardýra og 70% hryggdýra urðu einnig aldauða. Smástirnið var af svipaðri stærð og smástirnið sem skildi eftir sig risastóran gíg á Yucatan-skaga í Mexíkó fyrir 65 milljónum ára og olli loftslagsbreytingum sem urðu til þess að risaeðlurnar dóu út. Ekki er enn vitað hvar fyrra smástirnið féll. Chris Chyba, vísindamaður við Stanford-háskóla í Kaliforníu, segir að smástirnin kunni að hafa greitt fyrir þróun mannsins. „Við mynd- um líklega ekki vera hérna ef risa- eðlunum hefði ekki verið útrýmt,“ sagði hann. Tvö smástirni hafa valdið útrýmingu dýra Washington. Reuters. Reuters Þau sönnunargögn sem vísindamenn telja sig hafa fyrir því að smástirni hafi rekizt á jörðina fyrir 65 og 250 milljónum ára eru leifar af geim- gasi, sem geymzt hafa í sk. buckminsterfullerenum í fornum setlögum. Myndin sýnir slíkt fulleren með eðalgassameind lokaða inni í sér. MAGNOR Nerheim, ráðu- neytisstjóri í norska sjávarút- vegsráðuneytinu, staðfesti við Óslóarblaðið Aftenposten í gær, að mistök hefðu verið gerð með því að hafna beiðni Steinars Bastesen, hvalfang- ara og þingmanns á norska Stórþinginu, um leyfi til út- flutnings á hvalrengi til Ís- lands. Kallaði ráðuneytis- stjórinn það sem leiddi til þess að bann var lagt við út- flutningsáformunum „vinnu- slys“. En áður en hægt verður að gefa út formlegt útflutnings- leyfi þarf að bíða þess að búið verði að koma upp erfðaefn- isskrá yfir veidda hvali (hrefnur). Fyrir rúmri viku sendi norska sjávarútvegs- ráðuneytið bréf til lögmanns Bastesens, þar sem tíunduð voru almenn skilyrði fyrir út- flutningi hvalafurða. Þar var meðal annars sagt, að Baste- sen gæti ekki reitt sig á að fá útflutningsleyfi til Íslands nema að á Íslandi væri einnig starfrækt hliðstæð hvalerfða- efnisskrá (DNA-skrá) og í Noregi. En þar sem á Íslandi eru ekki stundaðar neinar hval- veiðar er enga slíka skrá að finna hér á landi. Þetta þýddi að bréf ráðuneytisins var vart hægt að skilja öðruvísi en að vegna þessara formsatriða væri ekki hægt að veita út- flutningsleyfið. En nú í vikunni fékk lög- maður Bastesens, Magnus Stray Vyrje, nýtt bréf frá ráðuneytinu, þar sem því er slegið föstu að orðalag fyrsta bréfsins sé misvísandi. Þá eru í þessu seinna bréfi tekin af tvímæli um, að norsk stjórn- völd krefjist þess ekki að Ís- land hafi eigin DNA-skrá, heldur aðeins að íslenzk stjórnvöld séu fær um að gera DNA-próf á hvalafurðum. „Vinnu- slys“ sagt hafa vald- ið banni Steinar Bastesen fær að flytja út hvalrengi til Íslands
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.