Morgunblaðið - 24.02.2001, Síða 29

Morgunblaðið - 24.02.2001, Síða 29
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2001 29 Átt þú viðskiptahugmynd? Keldnaholti, 112 Reykjavík „Stofnun og rekstur smáfyrirtækja“ hefst 10. mars Nánari upplýsingar og skráning hjá Iðntæknistofnun í síma 570 7100 og á vefsíðu Iðntæknistofnunar http://www.iti.is. 13.00 -13.20 Myndband: Viðtöl við foreldra um álagið sem því fylgir að eiga langveikt barn og hvaða áhrif það hafi á fjölskylduna. 13.20-13.25 Formaður félagsins býður gesti velkomna. 13.25-13.30 Ávarp Forseta Íslands, verndara félagsins. 13.30-14.30 Pallborðsumræður: Aðstandendur langveikra barna sitja fyrir svörum um fjárhagshliðina og hvernig fjármálaáhyggjur hafa áhrif á fjölskyldulífið við þessar erfiðu aðstæður. Málþingsstjóri: Dr. Sigrún Stefánsdóttir, fjölmiðlafræðingur Málþing um rétt foreldra vegna veikinda barna Laugardaginn 24. febrúar kl. 13.00 -16.00 verður opinn fundur í Háskólabíói 14.30-14.45 Kaffihlé. 14.45-14.50 Barnakór 5 - 6 ára barna í Leikskólanum Laugaborg. 14.50-15.10 Myndband: Viðtöl við foreldra og ungt fólk sem hefur verið langveikt. 15.10-15.45 Pallborðsumræður: Fulltrúar yfirvalda, heilbrigðiskerfis, og stéttarfélaga sitja fyrir svörum um fjárhagshliðina. 15.45 Dagskrárlok. Aðgangur er ókeypis. D a g s k r á Flestir launþegar eiga einungis rétt á 7-10 dögum á launum, á ári, vegna veikinda barna sinna. www.umhyggja.is umhyggja@umhyggja.is Taktu laugardaginn 24. febrúar frá og sýndu stuðning við málefni sem kemur ÖLLUM við. Fundurinn verður sýndur með gagnvirkum fjarfundabúnaði í Háskólanum á Akureyri. OD DI H F G7 59 0 TILLÖGUR Georgs W. Bush, for- seta Bandaríkjanna, um stóraukið hlutverk trúfélaga á sviði velferðar- mála, hafa verið gagnrýndar undan- farið m.a. vegna þess möguleika sem þær gefa umdeildum jaðartrúarhóp- um til að seilast í opinbera sjóði. The Washington Post segir í gær frá gagnrýni Pat Robertsons sem fer fyrir Bandalagi kristinna (Christian Coaltion) og var einn helsti stuðnings- maður Bush í kosningabaráttunni. Robertson varaði við því í sjónvarps- þætti sínum að trúfélög á borð við Hare Krishna og Vísindaspekikirkj- una muni njóta góðs af breytingunni. Hann sagði m.a. að sum þessara jað- artrúfélaga beiti heilaþvotti og álíka vafasömum aðferðum. Gagnrýni Robertsons er í svipuð- um dúr og sú gagnrýni íhaldsmanna sem heyrst hefur undanfarið en hann er þekktasti íhaldsmaðurinn sem fylkir sér í lið með andstæðingum til- lagnanna sem miða að því að gera trú- félögum auðveldara að sækja um styrki í opinbera sjóði. Í dag verða trúfélög að stofna sér- stök samtök sem ekki boða trú né mismuna fólki eftir trúarskoðunum til að geta sótt um fjárframlög frá hinu opinbera. Aðrir, þ.á m. Marvin Olasky, sem lengi hefur verið ráðgjafi Bush í trúmálum, hafa varað við því að fjárframlög hins opinbera muni draga úr þeim krafti sem einkennt hefur félagslega starfsemi trúfélaga. Allir eða enginn Meðal trúfélaga sem þegar hafa lýst því yfir að þau muni sækjast eftir styrk til félagslegra áætlana þeirra eru Vísindakirkjan og kirkja Sun Myung Moon. Leiðtogar Hare Krishna um gervöll Bandaríkin hafa og falast eftir upplýsingum um tillög- urnar undanfarið. Philip Jenkins, sem skrifað hefur bók um hópdýrkun og ný trúarbrögð í Bandaríkjunum, bendir á í samtali við The New York Times að ekki sé hægt að gera greinarmun á trúarhópum, annaðhvort fái allir styrk eða enginn. „Ég hef ekkert á móti því að allir fái fjárframlög en ég held að fólk verði að vera því viðbúið að það geti vakið deil- ur. Hvernig gerir maður greinarmun á meþódistum og moonistum. Svarið er að það er ekki hægt.“ Bush sagði sjálfur þegar blaðamað- ur The New York Times spurði hann hvort hann væri til í að styðja við meðferðarheimili Vísindakirkjunnar að hann hefði fyrst og fremst áhuga á árangri meðferða þrátt fyrir að hann ætti erfitt með að kyngja því þegar Vísindakirkjan væri sett á sama plan og gyðingdómur og kristni. Annað vandamál sem blasir við er að trúarhópar eru þegar farnir að þrýsta á ríkisstjórnina um að veita ekki öðrum trúarhópum styrki. Bandalag gegn ærumeiðingum (Anti-Defamation League), sem er leiðandi félag gyðinga, hefur undan- farnar vikur þrýst á ríkisstjórnina um að veita ekki Íslamþjóðinni (The Nat- ion of Islam) framlag en leiðtogi þeirra samtaka, Louis Farrakhan, hefur oft látið ummæli frá sér fara sem eru andsnúin gyðingum. Frjálslyndir hafa gagnrýnt tillögur Bush vegna þess að þær feli í sér rík- isstyrk til trúmála sem stangist á við ákvæði stjórnarskrárinnar um að- skilnað ríkis og kirkju. Fulltrúar þeirra fagna áðurnefndri gagnrýni Pat Robertsons mjög. „Þetta þýðir það að áætlun Bush er í miklum vanda,“ segir Barry W. Lynn framkvæmdastjóri Samtaka Banda- ríkjamanna um aðskilnað ríkis og kirkju (Americans United for Separa- tion of Church and State). Lynn segir gagnrýni ákafra stuðningsmanna Bush eins og Robertson bendi til þess að verulega sé farið að halla undir fæti áætlananna. Yfirmaður skrifstofunnar, sem sett var á laggirnar í Hvíta húsinu í byrjun febrúar til að fylgja tillögunum eftir, John DiIulio, vísar gagnrýninni á bug og segir eina markmið hennar að bjóða fólki upp á valkosti, t.d. í eitur- lyfjameðferð. Hægt eigi að vera að nálgast þannig meðferð í gegnum trú- félög rétt eins og eftir hefðbundnari leiðum. Tillögur Bush um aukið hlutverk trúfélaga gagnrýndar Óttast að umdeild trúfélög hljóti styrki Reuters Í kosningabaráttu sinni lagði George W. Bush áherzlu á að trúarleg hjálparsamtök ættu að fá ríkisstyrki. Hér talar hann á fundi hjá starfs- fólki einna slíkra samtaka, Cityteam Ministries í San Jose í Kaliforníu. WILLIAM Hague, leiðtogi breska Íhaldsflokksins, hefur beðið flokks- bræður sína að vera viðbúna kosn- ingum 5. apríl næstkomandi. Telur hann sig hafa heimildir fyrir því, að innan ríkisstjórnar Verkamanna- flokksins sé vaxandi áhugi á því. Hague hefur skipað svo fyrir, að fyrstu drög að nýrri stefnuskrá Íhaldsflokksins verði tilbúin um helgina svo hann hafi þau í höndun- um ákveði Tony Blair forsætisráð- herra að boða til kosninga með fyrra fallinu. Bendir ýmislegt til, að hann geri það, til dæmis sú ákvörðun fjár- málaráðuneytisins í fyrradag að lækka dálítið skatta á blýlausu bens- íni. Segja íhaldsmenn og frjálslyndir demókratar að þar sé um að ræða ósvífna „kosningamútu“. Hague við- búinn kosn- ingum 5. apríl London. Daily Telegraph. Reuters William Hague á baráttufundi íhaldsmanna í Lundúnum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.