Morgunblaðið - 24.02.2001, Qupperneq 33
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2001 33
„Dagur tónlistaskólanna“
Opið hús í Söngskólanum í Reykjavík
sunnudaginn 25. febrúar
DAGSKRÁ:
Söngskólinn í Reykjavík Hverfisgötu 45 og Veghúsastíg 7
ÞÓRODDUR Bjarnason heldur fyr-
irlestur í LHÍ, Laugarnesvegi 91, á
mánudag kl. 12.30 í stofu 24. Fyr-
irlesturinn nefnir hann Gengið í
barndóm – að læra myndlist í Japan
og fleira skemmtilegt. Þar fjallar
hann um myndlistarnám sitt í Japan
og segir lítillega frá eigin verkum.
Námskeið
Námskeiðið leiktúlkun hefst
mánudaginn 5. mars. Kennt verður í
leiklistardeild LHÍ, Sölvhólsgötu 13.
Kennari er Þór Tuliníus leikari.
Leikmyndahönnun nefnist nám-
skeið sem hefst 6. mars. Kennari er
Finnur Arnar Arnarson myndlistar-
maður og leikmyndahönnuður.
Kennt verður í Skipholti 1, stofu 308.
Námskeið í búningahönnun hefst
7. mars undir stjórn Þórunnar Maríu
Jónsdóttur búningahönnuðar. Ferli
við búningahönnun fyrir leiksvið
verður kynnt. Lesið handrit að leik-
ritinu Blúndum og blásýru sem sýnt
verður í Borgarleikhúsinu. Farið
verður baksviðs, litið inn á æfingu
o.fl. Að lokum verður farið á sýningu
á verkinu.
Þórunn María sér um leikmynd og
búninga í Blúndum og blásýru.
Fyrirlestur
og námskeið
í LHÍ
ÞÝSKI myndlistarmaðurinn Oliver
Kochta heldur fyrirlestur á Skriðu-
klaustri á sunnudag kl. 17 um norð-
urljósin.
Hann sýnir einnig gamlar myndir
af norðurljósunum og vélum til að
búa til norðurljósin. Hann segir með-
al annars frá tilraunum Dana nokk-
urs til að framleiða norðurljós á
toppi Esjunnar undir lok 19. aldar.
Oliver Kochta útskrifaðist frá
listaakademíunni í Hamborg árið
2000 og hefur rannsakað norðurljós-
in síðustu ár, m.a. í Finnlandi, þar
sem hann tók þátt í að byggja sér-
staka færanlega rannsóknarstöð fyr-
ir áhugamenn um norðurljós. Hann
hefur að undanförnu dvalið í gesta-
íbúðinni Klaustrinu við rannsóknir
og myndatökur á norðurljósum.
Fyrirlesturinn verður haldinn á
ensku og er aðgangur ókeypis.
Fyrirlestur um
norðurljósin
ÞAÐ er víst óhætt að segja að út-
varpsleikritið Ausa Steinberg
(Spoonface Steinberg) eftir Lee
Hall sé áhrifamikið. Þegar það var
frumflutt á menning-
arrás BBC árið 1997
hringdu hundruð
hlustenda í útvarps-
stöðina til að lofa
verkið eða að lasta og
35.000 eintök hafa
selst af upptöku leik-
ritsins til þessa dags.
Verkinu var sjón-
varpað af BBC2 ári
síðar eftir að höfundur
hafði lagað það að
miðlinum. Verkið hef-
ur síðan verið flutt á
leiksviði, m.a. á West
End í janúar sl., við
mjög misjöfn viðbrögð
gagnrýnenda, sem
sumum finnst höfund-
urinn svífast einskis við að spila á
tilfinningar áhorfandans.
Verkið vakti athygli á höfundin-
um, Lee Hall, enda margverð-
launað. Hann var m.a. ráðinn í tólf
mánuði af Royal Shakespeare
Company til að skrifa fyrir félagið.
Nefna má að Leikfélag Íslands hef-
ur einmitt nýhafið æfingar á öðru
verka hans, Eldað með Elvis, og
mun það verða sýnt í Loftkastalan-
um strax og færi gefst vegna ann-
arra verkefna.
Í leiknum segir lítil stúlka undan
og ofan af lífshlaupi sínu. Persónan
einkennist fyrst og fremst af
þrennu: hún er einhverf, af gyð-
ingaættum og heltekin af krabba-
meini.
Verkið er alls ekki læknisfræðileg
útlegging á andlegu og líkamlegu
ástandi persónunnar, heldur velur
höfundur ákveðin einkenni sem nýt-
ast honum við byggingu einleiksins.
Einhverfi persónunnar gefur henni
ákaflega sérstakt sjónarhorn.
Framan af verkinu lítur Ausa aftur
um farinn veg og lýsir viðburðum í
eigin lífi með orðum annarra per-
sóna: foreldra sinna, sem bæði eru
hámenntaðir, ræstingakonunnar
Buddu og Bernsteins læknis, sem
annast hana í veikindum hennar.
Hún bergmálar þeirra viðhorf og
raðar saman brotum úr því sem hún
hefur heyrt aðra segja, að því er
virðist gersamlega án þess að skilja
orðræðu einstaklinganna sem annað
en línulega frásögn. Henni virðist
fyrirmunað að setja sig í spor ann-
arra og virðist hvorki skilja að orðin
séu túlkun á tilfinningum þeirra né
virðist hún geta túlkað eigin tilfinn-
ingar með orðum.
Hvörfin í leikritinu verða þegar
Bernstein læknir kemst að því að
hún hefur yndi af því að hlusta á
klassíska tónlist. Í leikritinu er sýnt
fram á hvernig hún öðlast tilfinn-
ingalega dýpt með því að hlusta á
óperuaríur í flutningi Maríu Callas
– í raun má segja að hún fái að láni
tilfinninglega túlkun dívunnar og
geri að sinni. Þetta samasemmerki
sem sett er á milli tilfinninga hins
saklausa barns og hinnar óham-
ingjusömu listakonu gengur ótrú-
lega vel upp við flutning verksins.
Hvort sem flutt eru brot eða lengri
kaflar úr hinum ýmsu óperuaríum
eiga þau það sammerkt að vera
þrungin tilfinningum. Þetta skilar
sér vel til hlustenda, hvort sem þeir
eru sér meðvitandi um merkingu
orða þeirra sem Callas ber fram eða
ekki. Túlkun hennar er svo mögnuð
og tónlistin svo vel valin að tilfinn-
ingarnar komast alltaf til skila. Öll
hafa tónlistaratriðin ákveðna tilvís-
un í texta verksins. Sérstaklega
áhrifamikil er notkun á upphafsstefi
aríunnar Ebben? ne andrò lontana
úr óperunni La Wally eftir Catalani
auk lengri sunginna kafla úr sömu
aríu; Mon coer s’ouvre à ta voix úr
Samson og Dalíla eftir Saint-Saëns
og Casta diva úr Normu eftir Bell-
ini.
Fyrir Bernstein lækni vakir að
gera Ausu í fyrsta lagi
kleift að skilja aðstæð-
ur sínar og gera sér
grein fyrir að dauðinn
er óumflýjanlegur og í
öðru lagi að koma
henni í skilning um að
dauðinn hafi enga
merkingu og þess
vegna ástæðulaust að
óttast hann. Hann ger-
ir hana að lærisveini
sínum í gyðinglegri
dulspeki og á nokkrum
mínútum fylgjast út-
varpshlustendur með
Ausu þar sem hún, við
lok lífshlaups síns, tek-
ur hvert stökkið af
öðru í visku og þroska.
Henni skilst hvernig túlkun Callas á
texta og tónum óperuhöfunda lið-
innar aldar getur kennt henni að af-
bera óumræðilegar þjáningar. Hún
sigrast á ótta sínum við dauðann
með því að öðlast trúarvissu. Það
rennur upp fyrir henni að dauðinn
sé merkingarlaus er hún veltir fyrir
sér spurningum um tilgang lífsins
og að lokum nær hún hæstu hæðum
er henni skilst hvert sé eðli guðs.
Bernstein stiklar á frásögnum um
æðruleysi fanga í dauðabúðum nas-
ista, gyðinglegum rétttrúnaði,
trúarskoðunum hassída og endar
loks í dulspekilegum launhelgum.
Það er ótrúlegt hve þetta verk er
margslungið og hve höfundur getur
komið miklu á framfæri á svo stutt-
um tíma. Þær spurningar sem Ausa
finnur svör við í gegnum þjáningar
sínar vísa til þeirrar tilhneigingar
mannsins að skýra tilganginn með
tilvist sinni, auk þess sem það ligg-
ur beint við að bera sögu hennar
saman við pínu og dauða Krists.
Það virðist ekki skipta máli hvort
áheyrendur viti eitthvað um ein-
hverfi, krabbamein, dauðabúðirnar,
hassída eða Kabbala – þeir fylgjast
með Ausu þroskast og læra að túlka
eigin tilfinningar og hrífast með.
Brynhildur Guðjónsdóttir nær
mikilli tilfinningalegri dýpt við túlk-
un sína á hlutverki stúlkunnar sem
veit að hún mun aldrei verða stór en
sættir sig við það. Í meðförum
Brynhildar er hún hæfilega barna-
leg og blátt áfram í þeim köflum þar
sem sagt er frá lífi hennar áður en
Bernstein gerir hana að lærisveini
sínum. Það er unun að fylgjast með
hvernig dregur úr styrk raddarinn-
ar í lokin á sama tíma og sannfær-
ing persónunnar verður sterkari og
þörfin til að túlka það sem hún vill
koma á framfæri ákafari. Styrk
stjórn Ingu Bjarnason og vönduð
þýðing Jóns Viðars Jónssonar hefur
skilað ríkulegum árangri svo falleg-
ustu setningarnar hljóma mér enn
fyrir eyrum. Þar sem hér er um
mjög sérstaka upplifun að ræða
gerist ég svo djarfur að koma á
framfæri þeirri ósk við ráðamenn í
Ríkisútvarpinu að upptakan verði
flutt enn einu sinni og verði ræki-
lega auglýst til að sem allra flestir
geti notið hennar að þessu sinni.
Ef ég myndi
einhvern tíma
verða stór
LEIKLIST
Ú t v a r p s l e i k h ú s i ð
Höfundur: Lee Hall. Þýðing: Jón
Viðar Jónsson. Leikstjórn: Inga
Bjarnason. Hljóðvinnsla: Hjörtur
Svavarsson. Leikari: Brynhildur
Guðjónsdóttir. Frumflutt laug-
ardag 10. febrúar; endurtekið
fimmtudag 15. febrúar.
AUSA STEINBERG
Brynhildur
Guðjónsdóttir
Sveinn Haraldsson
SKÚLPTÚRINN á myndinni nefn-
ist Hlébarðamaðurinn frá Anioto
og er í Konunglega Mið-Afríkusafn-
inu í Tervuren í Belgíu.
Hlébarðamaðurinn gnæfir yfir
sofandi konu, en hann er aðeins
einn fjölmargra muna sem finna má
á sýningunni „EXITCONGO-
MUSEUM“ sem þessa dagana
stendur yfir í safninu. Mið-
Afríkusafnið, sem er orðið hundrað
ára gamalt, leitast nú við að hressa
upp á ímynd sína en það var á sín-
um tíma reist að beiðni Leópolds II
Belgíukonungs sem vildi vekja at-
hygli á landvinningum sínum.
AP
Hlébarðamaðurinn
frá Anioto
♦ ♦ ♦