Morgunblaðið - 24.02.2001, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 24.02.2001, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2001 37 VÍSINDAMENN hafa í fyrsta sinn sýnt fram á að með því að lækka líkamshita heilaáfalls- sjúklinga um nokkrar gráður er hægt að vernda þá fyrir var- anlegum heilaskemmdum. Leit að leiðum til að kæla líkamann er nú orðið það svið heilaáfalls- rannsókna þar sem samkeppni er hvað mest. Nokkur fyrir- tæki eru að hanna tæki sem geta gert þetta á fljótan og auðveldan máta. Fjöldi rannsókna á dýrum hefur sýnt að með því að lækka líkamshitann um aðeins eina eða tvær gráður getur dregið úr skemmdum af völdum slags. En að ná þessum árangri með fólk er mjög erfitt og lítil rann- sókn, sem nýlega var greint frá, var fyrsta tilraunin til að gera þetta á kerfisbundinn hátt. Farnaðist mun betur „Þetta er mjög spennandi, en þetta er líka til mikilla bráðabirgða,“ sagði dr. Derk Krieger, sem kynnti niðurstöðurnar á fundi Heilaáfalls- samtaka Bandaríkjanna í Fort Lauderdale í Flórída. Krieger og samstarfsmenn hans við Cleveland-læknamiðstöðina komust að því að fólk sem var kælt niður hratt með alkóhólbökstrum í kjölfar alvarlegs heilaáfalls farnaðist mun betur en búist hafði verið við. Helmingur sjúklinganna varð fyr- ir litlum eða engum varanlegum skaða og heilsaðist nógu vel til að snúa aftur til vinnu. Aðeins 10% þeirra sem hlutu hefðbundna með- ferð farnaðist svona vel. Heilamynd- ir bentu til að kælingin drægi úr um- fangi heilaskemmdanna hjá sjúklingunum um um það bil 30 rúm- sentimetra. Rannsakaðir voru tíu sjúklingar sem voru kældir og níu manna samanburðarhópur sem ekki var kældur. Mótstaða líkamans mikil Ekki er hægt að kæla einungis heilann. Í staðinn verður að kæla all- an líkamann. Í tilrauninni var þetta gert með hefðbundnum hætti – með því að kæla húðina til að lækka líkamshitann um níu gráður í tvo daga. En þetta veldur mikl- um skjálfta, og því verður að lama sjúklinginn til að hann sé kyrr. Þetta þýðir að hann þarf einnig að vera í öndunarvél og meðvitundarlaus. Það tók að meðaltali hátt í fjóra tíma að kæla hvern sjúkling og krafðist fimm lækna og hjúkrunar- kvenna. „Þessi aðferð krefst mikillar vinnu,“ sagði dr. Michael DeGeorgia, starfsmaður Cleve- land-læknamiðstöðvarinnar. „Það er ótrúlegt hvað manns- líkaminn veitir mikla mótstöðu við jafnvel minnstu hitabreyt- ingum. Það er stórmál að gera þetta.“ Dr. Mary A. Kalafut, við Scripps-læknamiðstöðina, sagði niðurstöðurnar lofa góðu, en hún tók fram að þetta væri mjög óþægilegt fyrir sjúklingana og auka- verkanir gætu fylgt. Pípur kæla innan frá Til að einfalda ferlið hafa nokkur fyrirtæki þróað pípur með köldum oddi sem hægt er að setja inn í æð og kæla líkamann innan frá. Krieger sagði að læknar gætu haldið húð sjúklinganna heitri og þeir séu vak- andi og finni ekki fyrir neinum kulda. Læknarnir í Cleveland hafa í hyggju að gera innan skamms til- raunir með eina af þessum pípum í rannsókn sem um 350 heilaáfalls- sjúklingar munu taka þátt í. Vísindamenn þróa nýja meðferð við heilablóðfalli Lækkun líkamshita dreg- ur úr heilaskemmdum Fort Lauderdale. AP. Associated Press Endurhæfing eftir heilablóðfall: Leitað er leiða til að draga úr heilaskemmdum. KONUR sem eru virkar á kynferð- issviðinu og eru undir 25 ára aldri ættu að fara í klamydíu-skoðun á sex mánaða fresti. Þessi er niður- staða bandarískra vísindamanna, sem vinna að rannsóknum á kyn- sjúkdómi þessum. Klamydía getur valdið ófrjósemi (sjá fróðleik um sjúkdóminn hér að neðan). Að sögn vísindamanna sem starfa við Eftirlits- og forvarnamiðstöð sjúkdóma (Centers for Disease Control and Prevention, CDC) í Atl- anta í Georgíu í Bandaríkjunum er sjúkdómurinn fjórum sinnum al- gengari meðal kvenna undir 25 ára aldri en meðal þeirra sem eldri eru. Yngri konur sýkjast einnig mun fyrr en kynsystur þeirra sem náð hafa 25 ára aldri. „Rannsóknir okkar hafa leitt í ljós að tíðni sýkinga er allt að fimm sinnum meiri á meðal kvenna undir 25 ára aldri en þeirra sem eldri eru og að þær sýkjast allt að helmingi hraðar en þær sem náð hafa 25 ára aldri,“ segir dr. Gale Burstein í grein sem birtist í tímaritinu Sex- ually Transmitted Infections. Á þeim 33 mánuðum sem rannsóknin náði til reyndust konur undir 25 ára aldri aukinheldur mun líklegri til að sýkjast oftar en einu sinni. Burstein sagði í viðtali við Reut- ers-fréttastofuna að klamydía væri vandi sem konum bæri að taka al- varlega: „Hvað varðar konur sem eru virkar á kynferðissviðinu mæl- um við með því að þær fari í klam- ydíu-skoðun á sex mánaða fresti til að unnt sé að greina og lækna nýtil- komnar sýkingar.“ Klamydía er í hópi algengustu kynsjúkdóma en er jafnframt sú or- sök alvarlegra kvensjúkdóma sem einna auðveldast er að vinna á. Í Bandaríkjunum er talið að um þrjár milljónir kvenna hafi tekið sýkinguna en í mörgum tilfellum verður einkenna ekki vart. Sjúk- dómurinn getur hins vegar valdið verkjum í grindarholi, bólgum í eggjaleiðurum og ófrjósemi. Sjúkdómurinn er ekki jafn alvar- legur þegar karlmenn eiga í hlut. Enn liggja engin gögn fyrir í þá veru að klamydía geti valdið ófrjó- semi hjá körlum. Sýklalyf eru notuð gegn klamyd- íu. Associated PressÞað er vissara að fara varlega. Mælt með klam- ydíu-skoðun á sex mánaða fresti London. Reuters. Bandarískir vísinda- menn segja yngri konur þurfa að gera sér ljóst að klamydía getur haft alvarlegar afleiðingar. KLAMYDÍUSÝKING orsakast af bakteríu (Chlamydia tracho- matis). Þessi baktería getur sýkt bæði kynfæri og augu. Tíðni sjúk- dómsins hefur aukist mikið og vit- að er að þúsundir einstaklinga hafa smitast hérlendis á undan- förnum árum. Smitleiðir: Klamydíusmit berst milli manna við snertingu slímhúða, venjulega við samfarir. Einkenni: Fæstar konur og einungis helmingur karla fá einkenni klamydíusýkingar. Einkenni karla eru útferð úr þvagrásinni (slímkenndur vökvi, glær, hvít- ur eða gulleitur) og stundum sviði og kláði í þvagrásinni og við þvaglát. Þessi einkenni koma oft fram 1–3 vikum eftir samfarir sem leiddu til smits. Einkenni kvenna eru aukin út- ferð (hvítur eða gulleitur, slím- kenndur vökvi frá leggöngum), sviði eða kláði í þvagrásinni við eða eftir þvaglát, tíð þvaglát, óreglulegar blæðingar og stundum kviðverkir. Einkenni geta horfið á fáeinum dögum hjá báðum kynjum og blundar þá sýkingin í langan tíma. Hún getur blossað upp síðar af mis- munandi orsökum, t.d. vegna annarra sýkinga. Hægt er að bera klamydíusmit í langan tíma áður en sýkillinn breiðist út og byrjar að valda einkennum. Fylgikvillar: Ef ekki er brugðist fljótt við klamydíusýkingu er hætta á bólgum í eggjaleiðurum kvenna og jafnvel bólgu í eistum karla. Klamydía er algengasta orsök bólgu í eggjaleiðurum og getur slík bólga leitt til ófrjósemi eða utanlegsfósturs. Klamydía get- ur sýkt augu og valdið verulegri bólgu með tímabundinni blindu. Meðferð: Klamydía er meðhöndluð með ákveðnum sýklalyfjum í töflu- formi. Penicillínmeðferð dugar þó ekki. Þau lyf sem oftast eru notuð nú á dögum þarf aðeins að taka í einum skammti eða einu sinni á dag í vikutíma. Eins og áður hefur komið fram eru rannsóknir ekki alltaf öruggar, því er mikilvægt að meðhöndla alla sem grunur leikur á að séu smitaðir, jafnvel þótt niðurstöð- ur rannsókna hafi ekki staðfest smit. Hvað er klamydía? TENGLAR ........................................... Landlæknisembættið: landlaeknir.is Gagnabanki Netdoktor: www.netdoktor.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.