Morgunblaðið - 24.02.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.02.2001, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hvað komast hraðfleygustu þotur hratt? Hraðfleygustu þotur í heimi fara á um Mach 2,5 eða 2,5 sinnum hljóð- hraði, sem er um það bil 1.225 kíló- metrar á klukkustund. Nútíma- geimskutlur fara hins vegar tíu sinnum hraðar eða á tuttugu og fimm sinnum hljóðhraða. Ef þið viljið vita meira um þotur þá skuluð þið fara á www.boeing.- com. Það má lesa meira um eininguna Mach í svari við spurningunni „Hvað er Mach 1,0 mikill hraði í kílómetr- um á klukkustund?“ Kristján Eldjárn Hjörleifsson, nemandi í Austurbæjarskóla. Eru örnefni sunnar í álfunni sem gefa til kynna að norræn- ir menn hafi sest þar að, sam- bærilegt við nöfn hér eins og Vestmannaeyjar? Jú, víkingar settust að í Norm- andie í Frakklandi, einkum á 10. öld, og örnefni þar bera þess merki. Þeir sem settust þar að komu víða að; Danir, Norðmenn, víkingar frá eyj- unum í Atlantshafi, fólk af kelt- neskum uppruna af Bretlandseyjum og menn ensk-skandinavískrar ætt- ar. Náið samband hefur því verið milli norrænna byggða á Bretlands- eyjum og í Normandie en þó eru dönsk áhrif þar sterkust. Örnefni á þessum slóðum sem bera norræn einkenni eru til dæmis með orðunum bekkr (= lækur), Ho- ulbec, Carbec, holmr (hólmur), Tor- hulmus, Le Homme, lundr (lundur), Bouquelon (ef til vill = beykilundur) og Yquelon (ef til vill = eikilundur). Þessir nafnliðir allir eru líka mjög algengir í nöfnum landnáma í Norð- vestur-Englandi. Líklegt er að dalur sem er algengt í örnefnum í Norm- andie sem síðari liður, -dale, eða ósamsett La Dale, sé frá Skand- ínövum kominn. Sama er um orðið þveit (= rjóður), sem er í samsetn- ingum -tuit, eða ósamsett Le Thuit. Samband milli eyjanna norðan og vestan Skotlands og Normandie kemur fram í örnefnunum Sum- melleville (af Sumarliði) og Brectou- ville (af Bretakollr) í Normandie, þar sem mannanöfnin Sumarliði og Bretakollr voru sérstök fyrir skosku eyjarnar. Svavar Sigmundsson, forstöðumaður Örnefnastofnunar. Af hverju líkar flóðhestum svona vel að vera í vatni? Í Afríku lifa tvær tegundir flóð- hesta, fljótaflóðhesturinn (Hippo- potamus amphibius), stundum kall- aður Nílarflóðhesturinn og dvergflóðhesturinn (Choeropsis li- beriensis). Sá fyrrnefndi er mun stærri eða allt að 3 tonn að þyngd. Dvergflóðhestar vega aftur á móti aðeins frá 160 til 280 kg. Flóðhestar eru algengir nú á dög- um á verndarsvæðum og þjóðgörð- um sunnanverðri Afríku. Áður fyrr voru þeir hins vegar algengir um alla álfuna og einnig í Asíu og Evr- ópu. Flóðhestar eru mjög vel aðlagaðir að lífi í vatni. Eyru, augu og nasir eru staðsett efst á hausnum þann- ig að dýrið getur hald- ið þeim upp úr vatn- inu. Þegar dýrin kafa lokast eyru og nasir dýrsins til að hindra að vatn flæði inn. Þrátt fyrir mjög svo klunnalega líkams- byggingu eiga þeir auðvelt með allar hreyfingar í vatninu. Flóðhestar eru næt- urdýr. Að næturlagi fara dýrin upp á bakka fljóta og vatna til að éta jurtir. Full- vaxið karldýr getur étið allt að 70 kg af jurtum á einni nóttu! Húð dýranna er við- kvæm fyrir þurrki og til að verjast honum seyta kirtlar í húð dýranna bleiklituðu efni sem heldur húð- inni rakri. Ekki eru til nein augljós svör við spurninginni af hverju flóðhestar völdu það búsvæði sem þeir lifa á í dag, en að baki er löng þróun. Ein kenningin er sú að fyrir tug- þúsundum eða jafnvel hundruðum þúsunda ára hafi flóðhestar eða for- feður þeirra leitað í vötn og fljót til að vernda sig og ungviði sitt gegn rándýrum. Í fyllingu tímans hafi dýrin aðlagast þessu vota búsvæði sífellt betur, eins og yfirbragð dýr- anna gefur til kynna. Ekki eru allir vísindamenn sammála þessari kenn- ingu. Sumir hafa haldið því fram að flóðhestar (eða forfeður þeirra) hafi í árdaga leitað í vatnið til að verjast hinum mikla hita sem er yfir daginn. Dýrin notuðu þá svalasta tíma sólar- hringsins til að fara upp úr vatninu og næra sig. Á þeim tíma eru rándýr eins og ljón og hýenur hvað virkust. Í Asíu þar sem flóðhestar voru áður mjög útbreiddir voru það tígrisdýr og hlébarðar sem höfðu líkamlega burði til að drepa flóðhestakálfa. Jón Már Halldórsson, líffræðingur. Er hægt að líkja alheiminum við atóm? Eru svipaðir kraft- ar í gangi í atóminu og í sól- kerfinu? Já og nei; þetta skal nú skýrt frek- ar. Það sem er svipað með sólkerfinu og atómi er langseilni krafturinn sem heldur kerfunum saman. Þyngdarkrafturinn frá sólinni veik- ist með fjarlægðinni frá henni í öðru veldi. Ef fjarlægð hlutar frá sólu tvöfaldast þá verður krafturinn frá henni einn fjórði af upphaflegum krafti. Þetta má tengja við rúm- fræði; yfirborð kúlu fjórfaldast þeg- ar geisli hennar tvöfaldast. Kraftar sem haga sér á þennan hátt eru kall- aðir langseilnir, því að til eru annars konar kraftar sem veikjast miklu hraðar með fjarlægð. Rafkrafturinn á rafeind í atómi frá kjarnanum er háður fjarlægðinni á sama hátt; hann er semsagt líka langseilinn. En þar með er upptalið það sem sameig- inlegt er þessum kerfum. Til þess að lýsa rafeindum í atóm- um verðum við að nota skammta- fræði. Lítum aðeins á einfaldasta at- ómið, vetnisatómið með eina létta rafeind og eina þunga róteind. Á milli þeirra verkar þessi langseilni rafkraftur kenndur við Coulomb. Í jafnvægi getur rafeindin ekki haft hvaða orkugildi sem er (en það getur aftur á móti reikistjarna á braut um sólu). Sagt er að rafeindin geti að- eins haft strjál orkugildi meðan hún Af hverju líkar flóðhestum svona vel að vera í vatni? Undanfarið hefur Vísindavefurinn birt svör um ríkjandi og víkjandi gen, hvernig skammtafræðin varð til, hvort tunglið er að nálgast jörðina, hvort ormar drepist í frosti, um ævi katta og um femínisma. Í síðustu viku vantaði nafn höfundar svarsins við spurningunni „Hvað er fem- ínismi?“, en svarið er eftir Þorgerði Einarsdóttur, félagsfræðing. Einnig hafa verið að birtast fyrstu svörin eftir grunnskólanema sem eru í verkefni við Vísindavefinn, en það er hluti af átaki Heimilis og skóla og Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna. Meðal þess sem hefur verið svarað er hversu margar teg- undir séu til af björnum, hvort Íó sé stjarna og hversu margir hestar séu til á Íslandi. Fyrsta svarið sem birtist hér er einnig í þessum flokki. VÍSINDI Flóðhestar eru algengir á verndarsvæðum og í þjóðgörðum í Afríku. Reuters Þér verður tíðlitið á klukkuna Eins og þú gangir um gólf á brautarpallinum Og sekúndurnar líða Klukkan er sjö Það byrjar að rigna Og allar rúðurnar á fyrstu hæð Verða snögglega að austurlenskri lest En það gerist ekkert aðeins hraðinn Þú finnur andlit þitt breytast hægt í spegli tímans Hálf átta: hár þitt gránar Stundir leiksýning óhugnaðarins Það hættir að rigna Klukkan er átta Loks kemur gömul kona (Konstantin Biebl í þýðingu Hannesar Sigfússonar.) Heimurinn er nú á hraðri leið inn á þá braut sem honum er ætlað að bruna á næstu tvö þúsund árin und- ir styrkri stjórn Vatnsberans sam- kvæmt kortum og spámerkjum stjörnuspekinnar. Öldin tuttugasta og fyrsta sem kennd er við upplýs- ingar er einnig öld þekkingar og visku og saman mynda þessir þrír ásar keilu sem líkist horni á ein- hyrningi og það formar öldina. Keilan er stöðug og leitar fram, upp og inn í þá tilveru sem kemur. Snúningurinn á horninu eða keil- unni sýnir tímann eða það form sem Einstein reiknaði út að væri á tímanum, þannig að ef ég færi í dag með geimflaug í þennan snún- ing um geiminn og væri um ár í burtu, liðu hér á meðan um þrjátíu ár og ég yrði á sama aldri og börn- in mín þegar ég kæmi til baka! Af- stæði tímans gefur því í skyn að framtíðin sé þegar til staðar líkt og fortíðin enda má ef grannt er skoð- að sjá núið líkt og flökt milli þessa tveggja póla eins og þriðja ás í keilu. Draumurinn sýnir einnig sömu mynd en í draumi er maður líkt og í þyngdarleysi og getur óhindrað flotið úr nútíð í fortíð eða til framtíðar í annan tíma. Draum- urinn gefur manni því frelsi til að ferðast óhindrað um víddir tímans án þess að eldast eða yngjast og möguleika á að heilsa upp á forna ættmenn jafnt sem ókomna vini, skoða sköpunarverkið og sjálfan sig eða spjalla við Guð, eina krafan er nægur svefn. Draumur „Glóu“ Mig dreymdi að ég væri stödd í samkvæmi ásamt ættingjum mín- um og vinum. Ég er að heilsa fólki með handabandi sem stendur í einhverskonar röð. Allt í einu heilsa ég bróður mínum og er ég mjög undrandi að sjá hann (því hann er dáinn?“ eða „ég er hissa að sjá þig hér því ég hélt að þú vær- ir dáinn“. Hann segir ekkert en við föðmumst dágóða stund. Síðan sný ég mér að næsta manni og er þá ekki minna undrandi því það er aftur sami bróðir minn. Standa þeir þarna hlið við hlið bróðir minn og sami bróðir minn (eins og klón- aðir), nákvæm- lega eins en ekki í eins föt- um heldur sitt- hvorum föt- unum af þessum bróður mínum. Ég var ekki eins ánægð að sjá þann síðari og fannst mikið bogið við þetta. Ég talaði eitt- hvað við „þá báða“ og „þeir“ sögðu eitthvað til útskýringar sem ég man ekki. Þeir litu ekki hvor á annan en vissu hvernig var í pottinn búið. Ráðning Tíminn er mjög sveigjanlegt fyr- irbæri og næsta óskiljanlegt því hann hefur mörg andlit. Eitt þeirra er tíminn sem flytur okkur hægt en örugglega frá vöggu til grafar, ann- að er svo draumurinn. Í draumi virðast þessir núningsfletir renna saman og látið fólk sem lifandi geti hitt hvort annað. Draumur þinn snýst um slík samskipti (hann sagði ekkert) og eftir öllum sól- armerkjum að dæma er hann kom- inn til þín að leita ásjár um nafn eða framlengingu í þessu lífi eins og títt er í fjölskyldum. Það að þér fannst hann klónaður getur táknað fyrr- nefnda ósk en einnig að annar í fjöl- skyldunni sé í sömu hugleiðingum og þá í óþökk (þeir litu ekki hvor á annan en vissu hvernig var í pottinn búið) bróður þíns Draumur breytinga DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns  Þeir lesendur sem vilja fá drauma sína birta og ráðna sendi þá með fullu nafni, fæðingardegi og ári ásamt heimilisfangi og dulnefni til birtingar til: Draumstafir Kringlunni 1 103 Reykjavík eða á heimasíðu Draumalandsins http://www.dreamland.is. Mynd/Kristján Kristjánsson dáinn). Ég fagna honum innilega um leið og ég segi honum að ég sé hissa að sjá hann þarna. Ég segi eitthvað á þessa leið: „Ert þú ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.