Morgunblaðið - 24.02.2001, Síða 51

Morgunblaðið - 24.02.2001, Síða 51
vera sjálfstæður og sjá um mig sjálf- ur. Halli var mér meira vinur en fóst- urfaðir og eru allar minningar um okkar samskipti á þá vegu að aldrei bar skugga á. Halli þurft að byggja upp öll hús á Kjarvalsstöðum og fannst mér það spennandi verkefni til hliðar við búskapinn og á ég marg- ar góðar minningar frá þeim árum. Halli stóð að mestu fyrir öllum þeim framkvæmdum sjálfur og var bygg- ingameistari, múrari – allt í senn, svo fjölhæfur var hann. Hann var einnig eldsmiður góður og smíðaði skeifur, lamir, og ýmsa aðra hluti sem til þurfti við búskapinn. Hann var nat- inn við skepnur og hestamaður góður og áttu þau hjónin ætíð góða reið- hesta sem hann tamdi oftast sjálfur. Hann hljóp oft undir bagga neð ná- grannanum þegar erfiðleikar voru um sauðburðinn. Foreldrar Halla þau Pétur og Anna voru mér sem afi og amma og minnist ég þeirra með söknuði, enda gekk ég í skóla frá Hofi til Hóla meðan þau bjuggu enn á Hofi en þá þekktust engir skólabílar. Öll árin sem ég var á Kjarvalsstöðum hjá Halla og Svövu eru mér kær í minningunni Eftir að ég fór frá Kjar- valsstöðum hefur alltaf verið náið samband við heimilisfólkið þar og synir mínir dvöldust þar mörg sum- ur. Ég minnist samverustunda okkar Halla með þakklæti og sendi Svövu, Grími og Ástu mínar innilegustu samúðarkveðjur. Tryggvi Þórhallsson. Hallgrímur á Kjarvalsstöðum er allur. Með honum er genginn einn af þeim bændum sem með dugnaði og útsjónarsemi byggðu sitt bú frá grunni og bjuggu að sínu. Kjarvals- staðir eru ekki stór jörð, en bæjar- stæðið afar fallegt með miklu útsýni. Þar hafa þau hjón Hallgrímur og Svava á langri og vinnusamri ævi byggt upp fallegt og einstaklega snyrtilegt bú sem uppfyllti þeirra þarfir, sem um flest hafa verið langt- um hógværari en við nútímakynslóð- irnar sættum okkur við í dag. Hall- grímur var afburða hagur maður og gilti einu hvort um var að ræða tré, járn eða leður. Fengi hann hlut til viðgerðar þá gaf hann ekki mikið út á árangurinn fyrirfram, en undantekn- ingarlítið tókst honum að gera hann sem nýjan. Af þessum sökum var mikið leitað til hans og margir voru þeir skeifnagangarnir sem komu úr smiðju Hallgríms og hann síðan tyllti undir fyrir nágrannana. Natni hans við skepnur var rómuð og þannig bar fundum okkar Hallgríms saman er ég fyrsta vorið mitt á Hólum lenti í vandræðum með kind sem ekki gat borið. Mér hafði verið tjáð af ná- grönnum að gæti Hallgrímur ekki hjálpað þegar svo stæði á gæti það enginn. Ég fór í Kjarvalsstaði og bar upp erindið. Var því vel tekið. Eins og venjulega voru stóryrðin spöruð hjá Hallgrími en verkin látin tala og ekki brást hann vonum. Sagði hann mér að sum vorin hefði hann flesta daga á sauðburði verið kallaður í burðarhjálp á bæi og stundum oft á dag. Hallgrímur fæddist og ól allan sinn aldur hér í Hjaltadal og var ein- staklega fróður og minnugur um fjöl- marga hluti og atburði sem hér hafa gerst síðustu áratugi. Var hrein unun að sitja í eldhúsinu á Kjarvalsstöðum og hlusta á þau hjón rifja upp liðna tíð. Við þessar aðstæður var eins og tíminn stæði kyrr. Ekkert truflaði, pípureykurinn og kaffiilmurinn varð hluti af sögusviðinu og fjölmargir löngu liðnir atburðir urðu ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. Nokkrum sinnum gekk Hallgrímur með mér og sýndi mér smíðatól, verkfæri og muni sem hann hafði eignast eða smíðað í gegnum tíðina. Hver hlutur átti sína sögu og margir þeirra ómet- anlegir. Þótt Hallgrímur væri orðinn vinnulúinn þá hvarflaði vart að hon- um að hætta búskap. „Ég væri nú stamur inni á stofnun,“ sagði hann eitt sinn og hann endaði sína ævi- göngu á þann hátt sem ég hygg að honum hafi líkað best, við fjárstúss í fjallinu við bæinn. Svövu, Grími og Ástu votta ég samúð mína og bið Guð að blessa minningu Hallgríms. Gunnar Rögnvaldsson. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2001 51 Hvað er lífsham- ingja? Þeirri spurn- ingu velta margir fyr- ir sér. Er ekki lífshamingjan fólgin í því að hafa átt góða foreldra, feng- ið gott uppeldi, alast upp í góðum systkinahópi sem heldur saman alla lífsleiðina, eignast góða fjöl- skyldu og verða langlífur og heilsuhraustur til nær síðustu stundar? Ef þetta er lífshamingjan öðlaðist tengdafaðir minn, Óskar Magnússon, hana. Hann lést hinn 17. janúar og átti eftir um það bil einn mánuð í 86 ára afmælisdag- inn. Nú þegar kveðjustundin er upp runnin og litið er til baka er margs að minnast. Mér finnst ég hafa lífshlaupið fyrir augunum og sjá hvernig hlutverk okkar þróast eft- ir því sem líður á ævina. Foreldrar leiða börnin sér við hlið og annast þau. Þegar foreldrar ná háum aldri snúast hlutverkin við. Börnin leiða foreldra sína, gæta þeirra og hags- muna þeirra. Þannig ætti það a.m.k. að vera. Við hjónin vorum heppin, okkar foreldrar voru til staðar fyrir okkur þegar á þurfti að halda og við gátum reynt að gera þeim lífið léttara á eldri ár- um. Þegar sambandið hefur þróast á þennan veg verður mikill sökn- uður og tómarúm þegar ástvinur kveður en minningarnar líka ljúf- ari sem hjálpa okkur fram á veg- inn. Óskar var sérstakur maður. Hann hafði þetta sérstaka sterka yfirbragð þeirra Steina-bræðra, dökkur yfirlitum og svipmikill. Það fór ekki mikið fyrir honum í dag- legu lífi. Hann var dagfarsprúður, ákaflega ljúfur í umgengni, já- kvæður og glaður. Ég minnist þess ekki í þau 34 ár sem ég umgekkst Óskar að hann hafi skipt skapi. Hann var síður en svo skaplaus en fór afar vel með skap sitt. Hann hafði afar jákvætt viðhorf til lífsins og til allra þeirra sem voru í kring- um hann og lét sér annt um sitt fólk. Fjölskylda okkar, systkini, vinir og stórfjölskylda hans, ættin frá Steinum undir Eyjafjöllum, var honum afar hugleikin. Óskar gat ekið bifreið sinni alla tíð sem skipti sköpum fyrir hann síðustu ár. Hann fór og heimsótti góða vini sína og systur hér á Stór-Reykja- víkursvæðinu og það var honum mikil ánægja nú síðustu ár að fara í árlega sumarferð á Kirkjubæj- arklaustur, að Hvassafelli og um Suðurland og heimsækja ætt- ingjana. Alla tíð hafði hann afar gaman af því að ferðast og skoða landið sitt. Það var fastur punktur í sumaráætlun okkar að vera með honum í viku í sumarbústöðum sem hann eða við fengum á leigu á ýmsum fallegum stöðum. Hann yngdist um mörg ár í þessum ferð- um og kunni frá mörgu að segja því oftar en ekki hafði hann áður ferðast um þessar slóðir. Margt sumarsíðdegið hér í Reykjavík ók hann út á Seltjarnarnes eða Álfta- nes til þess að dáðst að gróand- anum og fallegu útsýni yfir sundin. Mestan hluta ævi sinnar til 75 aldurs starfaði Óskar hjá Skelj- ungi og lengst af sem flutningabíl- stjóri. Hann ók flutningabifreið til sjötugs. Það er ekki létt verk að aka slíkum bifreiðum sérstaklega í erfiðri vetrarfærð. Þegar Óskar fór í sumarfrí tóku ungir menn við bifreiðinni. Mér skilst að stundum hafi það komið fyrir að þessir ungu menn fóru aðeins eina ferð og treystu sér ekki til þess að ÓSKAR MAGNÚSSON ✝ Óskar Magnús-son fæddist í Steinum undir Eyja- fjöllum 24. febrúar 1915. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 17. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 25. janúar. halda áfram og síðan hafi bifreiðin beðið endurkomu Óskars. Þegar að starfslokum kom hafði Óskar ánægju af að hafa öðru hvoru samband við gömlu starfsfélag- ana sína. Óskari var margt til lista lagt. Hann var einstaklega laghentur, t.d. gerði hann við úr- verk í klukkum. Hann var mikill spilamaður og hafði hann mikla ánægju af spila- mennsku með eldri borgurum nú síðustu ár. Hann naut góðs félags- skapar spilafélaganna og um- hyggju umsjónakvenna og hafði á orði að það væri margt gert fyrir eldra fólkið. Það voru ófá kvöldin sem hann birtist hjá okkur stoltur með verðlaun úr spilunum. Hans verður sárt saknað í framtíðinni í Púkkinu, því gamla spili, sem öll jól eru spiluð á heimili okkar. Þar spilaði Óskar af mikilli útsjónar- semi og var djarfur að leggja und- ir. Lífsþroskann fáum við m.a. með því að vera með góðu fólki sem gefur hið jákvæða af sér. Óskar gaf mikið af sér til allra sem hann umgekkst. Það þekkjum við best sem umgengumst hann alla daga. Óskar var einstaklega vel virtur af þeim sem þekktu hann. Þetta höf- um við fundið vel hjá þeim fjöl- mörgu ættingjum og vinum sem við höfum verið í sambandi við eft- ir andlát hans. Við erum mjög þakklát öllum þeim sem sýnt hafa okkur samúð og fyrir falleg orð um hann og í okkar garð. Við söknum hans og hans hæg- látu hlýju nærveru. Nú hringir ekki dyrabjallan kl. 7.05 eins og þegar Óskar kom akandi heiman frá sér á kvöldin sem hann hafði gert undanfarin fimm ár frá and- láti tengdamóður minnar, Unnar Benediktsdóttur. Hana hafði hann annast í veikindum hennar af miklu ástríki og þolinmæði. Hann var einstaklega hugulsamur. Oft kom hann með eitthvað í eftirrétt sem hann hafði keypt í Hagkaup- um og vissi að okkur þætti gott. Nú vantar Óskar við matarborðið til þess að taka þátt í glensi og gamni sem hann kunni svo vel að meta og spyrja fregna af fjölskyld- unni. Nú segir enginn um klukkan tíu: „Jæja, það er líklega best af fara að halda heim á leið.“ Síðan kyssti hann alla sem heima voru áður en hann hvarf á braut. Nú svarar ekki lengur glaðleg rödd í Keldulandi eins og þegar Elín, kona mín, hringdi til hans í hádeg- inu til þess að huga að líðan hans. En minningin um góðan dreng, föður, afa, vin og góðan félaga lifir. Guð geymi Óskar Magnússon. Þráinn Þorvaldsson. Dyrabjallan hringir tvisvar um kvöldmatarleytið. Fyrir utan stendur afi með tvö Dagblöð í ein- um poka og ísblóm í öðrum. Um leið og ég opna hurðina heyri ég flautið hans, sem er í raun og veru engin sérstök laglína, frekar loft- kenndir tónar. Afi kemur brosandi inn og við kyssumst. Ég sakna þess að sjá afa ekki sitja við eld- húsborðið nær á hverju kvöldi, skrælandi kartöflurnar sínar sem hann helst vildi borða með hverj- um mat, jafnt fiski sem pylsum og pizzum. En það eru svo óteljandi góðar myndir sem koma upp í hug- ann þegar ég lít til baka og minn- ist afa, minningar sem ég mun allt- af geyma og kunna að meta. Ég sit sem lítil stelpa í fanginu á afa. Afi reykir pípu því þetta er fyrir allar tóbaksvarnarvakningar og heilsusamlegri lífsmáta. Reyk- urinn úr henni liðast svo fallega beinn upp í loftið og ég skemmti mér við það að hreyfa við reyknum með hendinni til að mynda mynst- ur eða reykmerki eins og indíán- arnir í bíómyndunum. Á eftir læt- ur afi út úr sér efri góminn svo að efri vörin hverfur niður á bak við hann, því að hann veit að mér finnst það sniðugt um leið og ég er hálfskelkuð yfir því hvað hann breytist í framan. Afi stendur á tröppunum. Fyrir utan stendur vörubíllinn því að í dag fæ ég að fara með honum í ferð til Þorlákshafnar. Þetta er mikil tilhlökkun, því að sitja í vörubílnum með afa er mikið sport og þar sem litla systir fær ekki að koma með er þetta mikil upphefð. Ég er stór, en hún er lítil! Á leið- inni stoppum við í Litlu kaffistof- unni þar sem afi kaupir kleinur og Egils appelsín handa mér, því hann veit að mér þykir Kók ekki gott. Ég þykist tala í talstöðina og horfi á bílana sem fara framúr, því mér finnst eins og þeir keyri undir stóran bílinn. Amma og afi eru að passa litlu barnabörnin. Ég fæ ömmu til þess að fara í bílaleik með mér inni í eldhúsi og vil alls ekki hafa litlu systur með sem er að mínu mati enn ekki búin að fá vitið. Afi fer með hana inn í stofu þar sem þau finna sér eitthvað til dundurs á meðan Gissur bílasali selur bíla í eldhúsvaskinum til þeirra sem búa á eldavélinni. Það er búið að úthluta sumarbú- staðarvikunum. Afi hefur fengið vikuna sem hann sótti um þetta ár- ið. Ég er í sumarvinnu eins og önnur sumur, en kem keyrandi um helgina. Þetta á við afa. Hann, mamma og pabbi eru búin að fara eitthvað á hverjum degi og skoða í kringum sig. Við spyrjum afa hvort hann sé orðinn þreyttur og hvort við eigum að vera róleg í dag. „Nei, nei, við skulum fara eitthvað,“ segir hann, „og fá okkur einhvers staðar kaffi.“ Það gerum við, keyrum eitthvað, göngum um nágrennið og fáum okkur svo í skjólsælum lundi kaffi og nesti. Við sitjum í stofunni heima hjá afa og spjöllum. Afi fer og nær í eitthvað góðgæti úr efri skápnum sem við gæðum okkur á þótt við séum búin að troða okkur út af veitingum stuttu áður. Afi lét baka fyrir sig myndarlega tertu sem var á boðstólum ásamt ýmsu öðru. Hann á alltaf eitthvað til þess að bjóða upp á. Þetta er aðeins lítið brot af þeim myndum sem afi gaf mér. Það er gott að hafa þær, því þær gaf mér yndislegur og góður maður sem mér þótti svo vænt um, hann afi minn. Sif Þráinsdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. ✝ Dalrós HuldaJónasdóttir var fædd í Móbergi á Húsavík 28. sept. 1910. Hún lést á Sjúkrahúsi Þingey- inga 19. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Krist- jana Guðbjörg Þor- steinsdóttir frá Engi- mýri í Öxnadal og Jónas Bjarnason frá Hraunhöfða í Öxna- dal. Systkini Dalrósar voru Guðmundur, f. 1906, d. 1958; Svan- laugur, f.1907, dó í frumbernsku; Svanlaugur, f. 1908, d. 1909; Sig- ríður Jónína, f. 1913, d. 1918; Skarphéðinn, f. 1917, d. 1990; Sig- ríður Jónína, f. 1919; Ragnheiður Friðrika, f. 1924; og Jónasína Eva, f. 1926, d. 1941. Dalrós giftist 1.mars 1930 Þórði Friðbjarnarsyni, f. 7.nóv. 1898 að Rauðuskriðu í Aðaldal, d. 11.apríl 1966. Börn þeirra eru: 1) Kristín Aðalheiður, f. 6.12.1930, gift Kjartani Jóhannessyni og eiga þau tíu börn en eitt dó í frumbernsku. 2) Kristján Sigurður, f. 14.12. 1932, d. 31.12. 1997, ekkja hans er Frið- rika Jónasdóttir og eiga þau eina dóttur, fyrir átti Friðrika einn son. 3) Njáll Trausti, f. 12.10.1934, kvæntur Kolfinnu Árnadóttur og eiga þau fimm dætur. 4) Rósa, f. 15.3.1937, gift Her- manni Bjarnasyni og eiga þau fjögur börn. 5) Jónas Þór, f. 4.7.1940, kvæntur Guðnýju Björnsdótt- ur og eiga þau þrjú börn. 6) Jónasína, f. 7.8 1942, gift Jónasi Guðlaugssyni og eiga þau fimm börn. 7) Friðbjörn, f. 6.7.1943, kvæntur Sigurrósu Þór- arinsdóttur og eiga þau tvö börn. 8) Vigdís Guðrún, f. 16.12.1946, gift Haraldi Guðmundssyni og eiga þau þrjár dætur. 9) Skarphéð- inn, f. 11.12.1948, d. 21.3.1974. 10) Sólveig, f. 28.9.1950, ekkja Aðal- steins Jónassonar og eiga þau fjög- ur börn. Niðjar Dalrósar eru 122. Dalrós var húsmóðir en vann jafnframt ýmis störf utan heimilis. Hún bjó á Dvalarheimilinu Hvammi á Húsavík til dauðadags. Útför Dalrósar Huldu fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Ég þakka þau ár, sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér og það er svo margs að minnast svo margt, sem um huga minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi ég hitti þig ekki um hríð þín minning er ljós, sem lifir. Og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Nú í upphafi góu hefur kvatt okkur mikil heiðurskona, Dalrós Hulda. Dalarósin hafði sannarlega skil- að sínu og átti hvíldina skilið. Hún hafði notið lífsins, fætt af sér tíu börn og horft á eftir tveimur þeirra. Amma Dalla var stolt af niðjum sínum sem komnir eru yfir hundrað og enn bætist við. Hún var lífsglöð kona og bjartsýn og leið best þegar hún hafði nóg fyrir stafni og var innan um fólkið sitt. Ég minnist þess sem barn þegar amma dvaldi hjá okkur að aldrei var handavinnan langt undan. Hún heklaði í gríð og erg, svo varla sáust fingurnir, og ég barnið skildi ekkert í því hvernig hún færi að þessu. Einnig fannst ömmu ákaflega gaman að spila og naut ég þess vel sem barn. Aftur og aftur spiluðum við vist og aldrei fékk amma leið á því að spila við mig. Amma Dalla dvaldi í Hvammi, heimili aldraðra, undanfarin tutt- ugu ár og aldrei taldi hún það elli- heimili, hún bjó í Hvammi. Hún sá á eftir Þórði eiginmanni sínum og tveimur sonum sem taka henni nú opnum örmum. Við sem eftir sitj- um héldum að hún myndi sigra þessa baráttu enda hafði hún áður gert það og komið okkur á óvart. Hún hafði Njál son sinn við hlið sér er hún kvaddi þetta líf, hennar tími var kominn og hún var tilbúin að kveðja. Guð veri með þér, elsku amma, Kolfinna Njálsdóttir. DALRÓS HULDA JÓNASDÓTTIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.