Morgunblaðið - 24.02.2001, Blaðsíða 64
UMRÆÐAN
62 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
SÉRHVERT lýð-
ræðislegt bæjarfélag
hlýtur að hafa að leið-
arljósi að setja meiri
hagsmuni ofar hinum
minni, taka mið af sjón-
armiði heildarinnar
frekar en einstakra ein-
staklinga. Þess vegna
skiptir ekki máli hvað
einstökum nemendum í
Listaháskóla Íslands
finnst um staðsetningu
skólans í nálægri og
fjarlægri framtíð. Það
skiptir hins vegar máli
hvað fjölda nemenda og
kennara í skólanum
finnst. Ef þau sjónarmið eru hins veg-
ar fyrst og fremst tilfinningalegs eðlis
hljóta þau að missa nokkurs marks.
Þótt tilfinningar kunni að vera tals-
verður drifkraftur í sköpun megum
við ekki horfa framhjá fræðilega
þættinum. Ég er að vísu ekki lista-
skólagengin en seint skal ég trúa því
að listaskólanemendur ætli að sækja
innblástur einan í nám sitt. Ég þekki
líf nemans prýðilega og veit að margt
gagnlegt hlýst af því að eiga samneyti
við samskælinga sína, og það á kaffi-
stofunni, en hvatinn að slíku kemur
einlægt úr uppfræðslu af einhverju
tagi. Eru ekki komin 10 ár eða svo síð-
an átti að fara að sjást fyrir endann á
húsnæðishraki stofnunarinnar? Sá
tími í mannkynssögunni er skammur
en sami árafjöldi í lífi eins listnema
spannar auðveldlega allt námið. Og
hvernig verður nú best hlúð að nem-
endum? Er það ekki með góðum að-
búnaði til að stunda nám sitt? Er ekki
góður aðbúnaður að vera í vel hönn-
uðu húsnæði á stað sem uppfyllir obb-
ann af kröfum notenda? Ef góð
birgðastaða líkamlegs fóðurs er
veigamesti ávinningurinn af því að
vera í miðborg Reykjavíkur finnst
mér sú röksemd heldur snautleg.
Stendur ekki til að teikna upp not-
hæfa kaffistofu í bygginguna hvar
sem hún rís? Annars er í Hafnarfirði
svo sem enginn hörgull á kaffihúsum,
veitingastöðum, bakaríum, bensín-
stöðvum, bönkum, verslunum og
sundlaugum til að menn geti lagt í
þarfapíramída Maslows.
Nálægð menningarstöðva er sjón-
armið sem ég skil. Hitt veit ég ekki
hversu oft menn fara – eða færu – á
vettvang á skólatíma. Stökkva mynd-
listarnemar kannski alltaf eftir há-
degi á fimmtudögum í listasöfnin með
fræðara sínum og teyga í sig skilaboð
olíunnar, vatnslitanna, þráðanna, út-
skurðarins, meitilsins? Hlaupa leik-
araefnin inn í Þjóðleikhús tvo morgna
í viku og fylgjast með æfingum?
Skunda flautunemarnir á tónleika í
Salnum (ahh, hann er í Kópavogi) eða
á æfingu hjá Sinfóníuhljómsveitinni á
skólatíma? Eða stunda nemar þetta
framboð menningar í frítíma sínum?
Á kvöldin? Af því að námið fer saman
við áhuga þeirra á listinni?
Mér finnst ég oftar hafa heyrt
nemendur stynja undan aðstöðuleysi
í skólanum sjálfum. Hafnarfjörður
hefur upp á að bjóða nægilegt pláss á
fallegum stað sem getur ekki annað
en blásið mönnum anda í brjóst. Um-
hverfið sjálft er tignarlegt, sjórinn á
aðra hönd og hraunið á hina. Þegar
veður leyfir sitja menn í hraunbollum
og teikna; höggva í pappír eins og
fjölþjóðlegir listamenn hafa höggvið í
málm verkin sem standa á Víðistaðat-
úni. Menn horfa nær og fjær eða
spjalla við næsta mann og víst er það
stundum næringin sem dugir. Þrátt
fyrir allt sækir maður líka sitthvað
inn á við, í eigin kviku.
Einhver öflugasta hönnunardeild
landsins er starfrækt við Iðnskóla
Hafnarfjarðar. Tónlistarlíf blómstrar
með þeim ágætum að nánast hver
Hafnfirðingur er í kór, og margir í
fleiri en einum. Í Bókasafni Hafnar-
fjarðar er tónlistardeild sem slær
flestum öðrum við. Safnið flyst bráð-
um um set, og verður þá steinsnar frá
norðurbakkanum, staðnum sem
Listaháskólanum býðst. Í bókasafn-
inu verður miðstöð upp-
lýsingatækni með tug-
um tölva og þar verða til
listaverkabækur og fag-
tímarit. Á norðurbakk-
anum er núna eitthvert
nýstárlegasta atvinnu-
leikhús landsins, Her-
móður og Háðvör, og
jafnframt áhugaleik-
félag sem verður 75 ára
á næsta ári. Þau voru
einmitt að frumsýna
Koss köngulóarkonunn-
ar, og þar er unglinga-
deild sem mark er á
takandi. Núna er verið
að taka upp bíómyndina
Mávahlátur í því húsi sem mun víkja
fyrir Listaháskólanum ef hann ratar í
Fjörðinn. Þá eru ótaldir allir einyr-
kjarnir meðal listamanna í Hafnar-
firði sem hafa ekki hátt; sem og
Ljósaklif, Hafnarborg, Straumur,
Kvikmyndasafn Íslands og Bæjarbíó.
Hafnarfjörður hefur sérstöðu og
hún stendur Listaháskóla Íslands til
boða. Gleymum ekki að nemendur
skólans og framtíðarkennarar koma
ekki allir úr 101 Reykjavík. Sumir
gætu verið í Reykjanesbæ að leita sér
að vettvangi núna.
Við þurfum ekki að mála skrattann
á vegginn. Við þurfum að vinna sam-
an. Var svo ekki einhver að tala um að
höfuðborgarsvæðið ætti að verða
eitt?
Listaháskólann í
Hafnarfjörð?
Berglind
Steinsdóttir
Höfundur er menningarfulltrúi
Hafnarfjarðar.
Nám
Umhverfið sjálft er
tignarlegt, segir
Berglind Steinsdóttir,
sjórinn á aðra hönd og
hraunið á hina.
HLUTVERK lög-
gjafarvaldsins er eins
og allir vita að setja
lög. Lög þessi geta ver-
ið margbreytileg eðli
málsins samkvæmt og
sitt sýnist hverjum um
réttmæti og hag-
kvæmni einstakra laga.
Ein af þeim kröfum
sem við gerum til laga-
setningar er að lög séu
sanngjörn og mismuni
ekki borgurunum eða
einstökum hópum í
þjóðfélaginu. Lög 117/
1999 eru ein þeirra
laga sem ekki uppfylla
þessar kröfur því þau
mismuna aðilum með þeim hætti að
frekar ætti að tala um ólög en lög í
þessu sambandi.
Lagsetning þessi lýtur að löggild-
ingu iðnmeistara, t.a.m.í húsasmíði.
Þau kveða á um breytingu á skipu-
lags- og byggingarlögum en breyt-
ingarlög þessi tóku gildi 1. janúar
2000. Í lögum þessum segir að ein-
ungis þeir sem luku sveinsprófi fyrir
1. jan. 1989 hafi rétt til að sækja til-
greint námskeið enda hafi þeir haft
rétt til að fá svonefnda staðbundna
löggildingu iðnmeistara. Þeir sem
ljúka námskeiðinu geta hlotið lands-
löggildingu ráðherra til að bera
ábyrgð á verkþáttum iðnmeistara. Í
dag hafa um 630 nemar skráð sig á
námskeiðin og má áætla að um 65%
þeirra séu húsasmiðir.
Í fjölda ára hefur verið starfrækt-
ur meistaraskóli til löggildingar á
landsvísu víða um land, fyrst í Iðn-
skólanum í Reykjavík, en þar hófst
kennsla 1957, og svo í öðrum fram-
haldsskólum t.a.m. í Fjölbrautaskóla
Suðurlands árið 1985. Menntamála-
ráðuneytið hefur í samvinnu við Iðn-
skólann, aðra hlutaðeigandi fram-
haldsskóla og samtök iðngreina látið
gera námsskrár fyrir meistaraskóla
og er nú í gildi námskrá samin af
fyrrnefndum aðilum frá árinu 1996.
Til að ljúka meistaraskólanámi sam-
kvæmt námsskrá menntamálaráðu-
neytisins í bygginga-
og tréiðngreinum þarf
að ljúka 68 eininga
námi sem tekur u.þ.b.
tvo vetur. Á bakvið
hverja einingu er
tveggja kennslustunda
nám á viku eða um 28
kennslustunda nám á
önn. Námið í heild er
því um 1.900 kennslu-
stundir.
Nú gerist það á
nýrri öld 2001 þegar
meistaraskóli hefur
verið starfandi lengi á
vegum menntamála-
ráðuneytis að umhverf-
isráðuneytið býður upp
á 45 kennslustunda nám án próf-
töku. Þeir sem sækja þessa tíma
þurfa sem sagt ekki að gangast und-
ir nein próf til að öðlast löggildingu á
landsvísu heldur er 100% tímasókn
aðeins gert að skilyrði. Þetta 45
kennslustunda námskeið er hins
vegar einungis í boði fyrir þá sem
luku sveinsprófi fyrir 1. jan. 1989
eins og áður sagði. Þeir sem luku
sveinsprófi eftir þann tíma eiga ekki
rétt á að taka námskeiðið. Hér er
verið í krafti lagasetningar að mis-
muna aðilum með einkar grófum
hætti og virðing fyrir jafnræðisregl-
unni víðs fjarri. Sérstaklega skal
tekið fram að iðnnám breytist ekk-
ert á þessum tímapunkti þ.e. 1. jan.
1989. T.d. hefur iðnnám hjá húsa-
smiðum staðið óbreytt frá 1983 til
dagsins í dag og um samskonar
sveinsprófsverkefni er einnig að
ræða.
Til að skýra þetta má taka dæmi.
Bræðurnir A og B eru með sveins-
próf í húsasmíði. A tók sveinspróf
sitt í desember 1988 en hefur ekkert
unnið við smíðar eftir þann tíma
heldur gerðist kennari. B hins vegar
lauk sama námi í desember 1989 og
hefur unnið við trésmiðar sleitulaust
síðan. Núna árið 2000 ákveða þér
síðan báðir að hefja meistaranám í
húsasmíði. Þá kemur fáránleiki lag-
anna (eða ólaganna) í ljós. Kennar-
inn A þarf aðeins að fara á 45
kennslustunda námskeið þar sem
hann gæti allt eins sofið því ekkert
er prófið. Kennarinn er því strax
kominn með réttindi húsasmíða-
meistara. En hvað með smiðinn B
sem lauk sams konar námi ári
seinna? Hann þarf hins vegar að
ljúka 1.900 kennslustunda kostnað-
arsömu námi og að sjálfsögðu með
reglulegum prófum. Þetta litla dæmi
er birtingarmynd laganna og þeim
til skammar sem að lögunum stóðu.
Hvers eigum við sem höfum lokið
eða erum í meistaranámi mennta-
málaráðuneytisins að gjalda? Nám
okkar er mjög kostnaðarsamt sam-
fara miklu vinnutapi sem þýðir
skuldsetningu heimila okkar. Starfs-
dagur okkar er langur og að sjálf-
sögðu bitna verkföllin á okkur sem
og öðrum nemum. Er Alþingi Ís-
lendinga siðferðilega stætt á að
bjóða fólki upp á lagasetningu sem
þessa og niðurlægja það nám sem
fólkið hefur lagt á sig með ærnum
tilkostnaði? Er það vikilega ásetn-
ingur umhverfisráðuneytis og
menntamálaráðuneytis að vera með
tvær námsáætlanir til löggildingar
iðnmeistara með mismun upp á
1.855 kennslustundir?
Framkoma umhverfisráðuneytis-
ins er því til skammar í þessu máli.
Húsasmiðir – til hvers
meistaraskóli?
Viðar
Jónsson
Meistaranám
Framkoma umhverf-
isráðuneytisins er því til
skammar í þessu máli,
segir Viðar Jónsson.
Það hefur ekki unnið
heimavinnuna sína og
m.a. ekki leitað umsagn-
ar hlutaðeigandi aðila
um málið.
hvort um erlenda rík-
isborgara er að ræða
eða Íslendinga. Í
frumvarpinu stendur:
„Sýslumenn og lög-
lærðir fulltrúar þeirra
skulu þó ávallt annast
könnun á hjónavígslu-
skilyrðum ef annað
hjónaefni eða bæði eru
erlendir ríkisborg-
arar.“ (2. gr.)
Það verður sem
sagt engin breyting í
lögum þegar Íslend-
ingar giftast Íslend-
ingum, aðeins ef er-
lendur ríkisborgari á
hlut að máli. Þeir
verða allir að fara til sýslumanns og
fá könnunarvottorð, en Íslendingar
geta fengið sömu vottorð t.d. hjá
presti. Auk þess á sýslumanni að
vera falið vald til þess að meta hvaða
skjöl hjónaefni þurfa að leggja fram
og leggja mat á þau skjöl.
Hvert er málið?
1. Í stjórnarskrá Íslands stendur:
„Allir skulu vera jafnir fyrir lögum
og njóta mannréttinda án tillits til
kynferðis, trúarbragða, skoðana,
þjóðernisuppruna, kynþáttar, litar-
háttar, efnahags, ætternis og stöðu
að öðru leyti.“ (65. gr.) Þótt það séu
ýmsar sérskyldur og takmörk í lög-
um varðandi erlenda ríkisborgara
verða þau að vera sem minnst, því að
allir „skulu vera jafnir fyrir lögum“.
Það er skiljanlegt að sett séu sérstök
FRUMVARP til laga
um breytingu á hjú-
skaparlögum verður
lagt fyrir á Alþingi á
næstunni. Þessi breyt-
ing lítur afar sakleysis-
lega út við fyrstu sýn,
en felur þó í sér alvar-
leg brot á stjórnarskrá
Íslands og mismunun
gagnvart erlendum rík-
isborgurum í landinu.
Ég mótmæli frum-
varpinu og hef bent við-
komandi aðilum á at-
hugasemdir mínar. En
ég tel einnig að mál sem
varða lög Íslands séu
mál sem allir íslenskir
ríkisborgarar beri ábyrgð á. Því vil
ég útskýra málið fyrir ykkur hér
stuttlega.
Innihald frumvarpsins
Eins og við vitum annast vígslu-
menn eins og t.d. prestar eða sýslu-
menn hjónavígslu og könnunarverk-
efni hennar, samkvæmt núgildandi
lögum.
Rétt fyrir áramót voru lögð fram
fyrstu drög nýs frumvarps um
breytingu á hjúskaparlögum, þar
sem fram kom að öll öflun könnunar-
vottorða yrði flutt til sýslumanna.
En það var ekki samþykkt, aðallega
vegna mótmæla Prestafélags Ís-
lands.
Þá voru gerð ný drög að frum-
varpinu og er þar ætlunin að aðskilja
öflun könnunarvottorða eftir því
lög og takmarkanir fyrir útlendinga
varðandi dvalarleyfi eða kosninga-
rétt þeirra, þar sem þessi atriði eru
tengd við fullveldi þjóðarinnar.
En hvað um hjúskaparrétt? Er
skynsamlegt að setja sérstök lög um
hjúskaparrétt vegna þjóðernis? Í
stjórnarskránni stendur einnig:
„Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs,
heimilis og fjölskyldu.“ (71. gr.) Hjú-
skaparréttur tilheyrir þessari frið-
helgi einkalífs, heimilis og fjöl-
skyldu. Í eðli sínu er þetta ekki
málefni sem ræða má út frá sjón-
armiði þess hvort viðkomandi sé ís-
lenskur ríkisborgari eða erlendur
ríkisborgari.
2. Það er alveg óljóst hver er
ástæða þessara breytinga. Hugsan-
lega er ástæðan sú, að það kemur
fyrir að t.d. prestur getur ekki stað-
fest hvort pappír sem lagður er fyrir
uppfylli lagakröfur eða ekki. Sér-
staklega þegar hann er skrifaður á
ókunnugu tungumáli fyrir könnun-
armanninn. Ef svo er snýst málið að-
eins um það hvernig könnunarmað-
ur staðfestir skjöl sem aflað hefur
verið frá erlendu ríki. Í þeim tilfell-
um gæti verið skynsamlegt; a) að
skylt sé að láta löggilda þýðingu
fylgja með, b) ef ekki er hægt að fá
löggilda þýðingu hérlendis skal mál-
inu vísað til sýslumanns til að stað-
festa viðkomandi skjöl.
Aðalatriðið hér eru þau skjöl sem
um ræðir, en ekki manneskjan sem
ætlar að gifta sig eða þjóðerni henn-
ar. Hér er stór munur á. Erlendur
ríkisborgari, sem giftist á Íslandi og
skilur við maka sinn og vill síðan
giftast aftur hérlendis, getur lagt
fyrir nákvæmlega sömu pappíra og
Íslendingar, þar sem gögn hans eru
þegar skráð í Hagstofu. Sama gildir
um erlendan ríkisborgara sem er í
skráðri sambúð. Eigi að síður, sam-
kvæmt frumvarpinu, sem kveður á
um öðruvísi umfjöllun eftir þjóðerni
en ekki eftir skjölum sem viðkom-
andi ber með sér, þarf hann samt að
fara til sýslumanns til að fá könn-
unarvottorð. Aðeins vegna þess að
hann er ekki Íslendingur. Í frum-
varpinu er málið, sem varðar stað-
festingu pappíra frá erlendum ríkj-
um, mistúlkað og byggt á
skipulagðri mismunun eftir þjóð-
erni. Frumvarpið byggist á algjörri
þversögn að þessu leyti.
3. Það mál sem ég tel stjórnvöld
verða að ræða í alvöru varðar fólk
sem ekki getur fengið nauðsynlega
pappíra frá heimalandi sínu. Ástæð-
ur geta verið margar, t.d. stríð, póli-
tískar ástæður eða eitthvað sem við-
komandi getur ekki borið ábyrgð á.
Það eru engin ákvæði til í núver-
andi lögum um slík tilfelli. Þess
vegna virðist umfjöllun um tilfelli
fólks fara eftir því hver annast þau í
ráðuneytinu eða hjá vígslumanni.
Eru allir jafnir
fyrir lögum?
Toshiki
Toma
Fordómar
Frumvarpið er ekki
aðeins andstætt
stjórnarskrá Íslands og
mannréttindahugsjón-
inni, segir Toshiki
Toma, heldur er það
einnig hættulegt og til
þess fallið að auka for-
dóma og mismunun
gagnvart erlendum
ríkisborgurum.