Morgunblaðið - 24.02.2001, Qupperneq 65
KRABBAMEINSFÉLAGIÐ 50 ÁRA
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2001 63
Á FJÓRÐA og
fimmta tug tuttugustu
aldar má segja að ást-
and í heilbrigðismálum
þjóðarinnar hafi verið
fremur slakt. Skortur
var á fjármagni til að
auka við legurými, vís-
indarannsóknir voru
skammt á veg komnar
en á hinn bóginn fjölg-
aði mjög sérmenntuð-
um læknum sem fluttu
með sér þekkingu og
brennandi áhuga frá
námi sínu og starfi er-
lendis. Við þessar að-
stæður urðu til hin
frjálsu samtök til bar-
áttu gegn krabbameini snemma árs
1949. Aðalhvatamennirnir voru úr
hópi bæði lærðra og leikra og má
nefna þá Alfreð Gíslason lækni,
Gísla Sigurbjörnsson forstjóra og
Níels Dungal prófessor sem önn-
uðust undirbúning fyrir stofnun
Krabbameinsfélags Reykjavíkur.
Sama ár voru stofnuð félög í Hafn-
arfirði og Vestmannaeyjum.
Krabbameinsfélag Íslands var
svo stofnað 27. júní 1951 og á því
fimmtíu ára afmæli á þessu ári. Inn-
an vébanda félagsins starfa 30 að-
ildarfélög víða um land og eru þar
með talin félög sjúklinga og að-
standenda þeirra, svonefndir stuðn-
ingshópar. Í tilefni af
afmælinu mun félagið
efna til landssöfnunar
laugardaginn 3. mars
2001 og leita þannig
eftir stuðningi þjóðar-
innar við starfsemi
sína.
Stuðningur þjóð-
arinnar er grund-
völlur öflugs starfs
Félagið hefur þrisv-
ar áður leitað eftir
stuðningi þjóðarinnar
með slíku átaki undir
samheitinu „þjóðará-
tak gegn krabba-
meini“, þ.e. árin 1982,
1986 og 1990 og var hinn mikli og
almenni stuðningur við félagið
frumforsenda þess að félagið gat
tekist á við ný og mikilvæg verk-
efni. Þannig var hægt að kaupa og
innrétta hús félagsins við Skógar-
hlíð fyrir söfnunarféð 1982 og var
húsið þá með réttu nefnt „Húsið
sem þjóðin gaf“.
Fyrir söfnunarféð 1986 efldi
félagið m.a. til muna vísindastarf
með stofnun Rannsóknastofu í sam-
einda- og frumulíffræði og vísaði
þannig veginn með merkilegri
rannsóknarstarfsemi sem hefur
skilað merkum niðurstöðum og vak-
ið heimsathygli. Þar hefur verið
lagður grunnur að rannsóknastörf-
um komandi ára. Jafnframt gaf
þjóðarátakið 1986 félaginu afl til að
ryðja brautina í þjónustu við
krabbameinssjúklinga og var sett á
stofn Heimahlynning sem unnið
hefur ómetanlegt starf. Heima-
hlynning Krabbameinsfélagsins er
sérhæfð hjúkrunar- og læknisþjón-
usta sem gerir sjúklingum með
ólæknandi sjúkdóm mögulegt að
dveljast heima eins lengi og þeir
óska og aðstæður leyfa.
Árið 1990 var þjóðarátak í þriðja
sinn undir kjörorðinu „Til sigurs“
og var það rökstutt með því að enda
þótt krabbamein sé erfiður sjúk-
dómur og óvæginn eru batalíkur að
aukast. Bent var á í þessu átaki að
með heilbrigðum lífsháttum megi
draga verulega úr líkum á að veikj-
ast og að með greiningu sjúkdóms-
ins á forstigum og öflugri leitar-
starfsemi megi draga úr alvarlegum
afleiðingum og auka lífslíkur og lífs-
gæði til muna. Auk þess hefur með-
ferðarúrræðum fleygt fram með
aukinni þekkingu og tækni. Með
þessu átaki 1990 var stuðningur við
sjúklinga og aðstandendur stórauk-
inn og hófst farsælt samstarf við
Rauða kross Íslands og Ríkisspítala
um kaup og rekstur íbúða sem hafa
haft ómetanlegt gildi. Nú eiga
Krabbameinsfélagið og Rauði
krossinn fimm íbúðir þar sem
krabbameinssjúklingar af lands-
byggðinni geta dvalið með fjöl-
skyldum sínum meðan á meðferð
stendur og er nauðsynlegt að efla
þennan þátt.
Með söfnunarfé þessara þriggja
þjóðarátaka, happdrætti og rausn-
arlegum minningargjöfum hefur
Krabbameinsfélag Íslands fengið
reglulega endurnýjað umboð þjóð-
arinnar til að vera framvörður í
baráttunni gegn krabbameini. Nú
biður félagið fólk að bregðast vel
við og gera félaginu kleift að halda
enn áfram að berjast til sigurs.
Fólkið er félagið
Engin keðja er sterkari en veik-
asti hlekkurinn og áframhaldandi
vöxtur og viðgangur félagsins bygg-
ist á aðild sem flestra landsmanna
að félagsdeildum Krabbameins-
félags Íslands og stuðningi við
starfið. Eitt af meginviðfangsefnum
á næstunni er að stórefla starfið í
deildunum og flytja þannig fræðslu-
og stuðningsþjónustuna nær mark-
hópunum sem eru fyrst og fremst
skólafólk en einnig allt fólk í blóma
lífsins sem og á efri árum.
Ár hvert greinast meira en 1000
Íslendingar með krabbamein. Þriðji
hver Íslendingur fær krabbamein
einhvern tíma á lífsleiðinni og flest
verðum við aðstandendur krabba-
meinssjúklinga. Þetta er því mál-
efni sem snertir allar fjölskyldur í
landinu og samfélagið í heild. Við
eigum því öll á einn eða annan hátt
erindi í aðildarfélög Krabbameins-
félagsins.
Stuðningshópar krabbameins-
sjúklinga og aðstandenda hafa eflst
og fer þeim fjölgandi og starfa þeir
sem aðildarfélög Krabbameins-
félagsins og hafa starfsaðstöðu þar.
Nú eru starfandi eftirtaldir hópar:
Samhjálp kvenna, Ný rödd, Styrk-
ur, Stómasamtökin, Kraftur og nýr
stuðningshópur um blöðruhálskirt-
ilskrabbamein. Stuðningshóparnir
og fleiri halda reglulega fræðslu-
fundi og haldin hafa verið námskeið
fyrir sjúklinga og aðstandendur,
m.a. „Að lifa með krabbamein“. Þá
hafa hóparnir verið í samvinnu við
aðildarfélögin utan höfuðborgar-
svæðisins sem hafa einnig verið
virk í fræðslustarfi.
Þjóðarátak nú –
stöndum saman
Markmiðið með söfnuninni í
þetta sinn er að treysta núverandi
starfsemi Krabbameinsfélags Ís-
lands og efla það til nýrra dáða á
sviðum forvarna og nýrra viðfangs-
efna. Stærsta verkefnið er að stór-
auka þjónustu við krabbameins-
sjúklinga, ekki síst með því að veita
þeim liðsinni við að komast út í lífið
á nýjan leik eftir erfiða sjúkdóms-
meðferð. Það sem virkilega brennur
á er að auka framboð á endurhæf-
ingu, ekki aðeins fyrir líkamann
heldur einnig til að styrkja bæði
sjúklinga og aðstandendur þeirra
andlega eftir boðaföll sjúkdómsins.
Þetta getum við með samtaka-
mætti okkar.
Starf í þágu
þjóðar
Almar
Grímsson
Höfundur er lyfjafræðingur og var
formaður Krabbameinsfélags
Íslands 1988-1992.
„Krabbameinsfélag Íslands hefur fengið
umboð þjóðarinnar til að vera framvörður í
baráttunni gegn krabbameini,“ segir Almar
Grímsson. „Nú biður félagið fólk að bregð-
ast vel við og gera félaginu kleift að halda
enn áfram að berjast til sigurs.“
UMRÆÐAN
Það hefur ekki unnið heimavinnuna
sína og m.a. ekki leitað umsagnar
hlutaðeigandi aðila um málið. Ekki
hafði ráðuneytið heldur fyrir því að
leita eftir upplýsingum frá mennta-
málaráðaneytinu. Það sem er einna
verst í þessu máli er framkoma
Menntafélags byggingariðnaðarins,
en það félag hefur á undanförnum
árum haft vilja til að efla gildi iðn-
menntunar. Fyrirkomulag fyrr-
greindra námskeiða er þannig að
Menntafélag byggingariðnaðarins
tekur að sér sem verktaki að sjá um
framkvæmd þeirra. Ef Menntafélag
byggingariðnaðarins hefði verið
samkvæmt sjálfu sér hefði það átt að
spyrna kröftuglega við fótum við
ólögum þessum og sýna í verki
metnað sinn til að standa vörð um þá
námsuppbyggingu sem það hefur
sjálft sýnt vilja til að efla fram að
þessu. En öllum að óvörum kastar
félagið þeirri uppbyggingu fyrir
borð. En hvað býr að baki, það
skyldu þó ekki vera peningarnir?
Menntafélag byggingariðnaðarins
fær 70.000 kr. fyrir hvern nemanda
samkvæmt auglýsingu og sé miðað
við það að þeir sem skráð sig hafa
séu 630 hefur það í tekjur u.þ.b. 42
milljónir en til frádráttar kæmi svo
reyndar einhver námskeiðskostnað-
ur. Þessi upphæð, þ.e. 70 þús. krón-
ur, er því alltof há miðað við það sem
er í boði og er því verið að gefa út
veiðileyfi til að féfletta fólk með vit-
und og vilja umhverfisráðuneytis.
Illa er fyrir iðnmenntun komið og
hún getur ekki talist ákjósanlegur
valkostur fyrir námsfólk eftir þessa
fjandsamlegu árás umhverfisráðu-
neytisins. Til að kóróna þessa laga-
setningu framlengir Alþingi nú fyrir
síðustu jól bráðabirgðalagasetningu
þessa um eitt ár eða til 1. jan. 2002.
Hvernig yrði lögfræðingum við ef
dómsmálaráðherra byði lögreglu-
mönnum sem alltaf eru með lögin á
milli handanna uppá námskeið þann-
ig að þeir fengju réttindi lögfræð-
inga? Ráðuneytið myndi svo ákveða
að vera rausnarlegt og hafa nám-
skeiðið 90 klst. án próftöku. Hver
yrðu viðbrögð lögfræðinga sem hafa
lagt á sig langt nám? Fordæmið fyr-
ir þess háttar vinnubrögðum er gef-
ið af umhverfisráðuneytinu.
Höfundur er trésmiður og er í
meistaranámi við Fjölbrautaskóla
Suðurlands.
Sumum er sagt að það sé enginn
möguleiki á að stofna til hjúskapar
nema viðkomandi pappírar fáist og
aðrir verða að bíða óákveðinn tíma
þangað til ráðuneytið fær staðfest-
ingu í gegnum alþjóðlegar stofnanir.
Aðeins hjá mér, presti innflytjenda,
hafa fimm slík tilfelli komið upp und-
anfarin þrjú ár.
Hvað eru lög og hvað er lögleysa?
Að láta svona lagalega ringulreið
viðgangast er að mínu mati brot á
stefnu stjórnarskrár Íslands og
mannréttindum. Lagakerfi landsins
verður að virka fyrir þennan hóp
fólks eins og aðra. Það þýðir að sjálf-
sögðu að stefnumótun eigi að miða
að því að tryggja mannréttindi fólks
og vernda, en hvorki þrengja að
réttindum fólks né svipta það rétt-
indum sínum.
Lokaorð
Síðast en ekki síst vil ég ítreka að
þessi lagabreyting, sem viðkomandi
frumvarp leggur til, er ekki aðeins
andstæð stjórnarskrá Íslands og
mannréttindahugsjóninni heldur er
hún einnig hættuleg og til þess fallin
að auka fordóma og mismunun
gagnvart erlendum ríkisborgurum
og fjölskyldum þeirra í landinu. Við-
komandi lagabreyting er móðgun
við 1000 ára sögu lýðræðis á Íslandi
og vanhelgar hugmyndina um jafn-
rétti mannkyns sem stendur á 1000
ára sögu kristinnar trúar Íslend-
inga.
Ég óska þess að frumvarpinu
verði breytt eftir umræður á Alþingi
og vænti þess að athugasemdir mín-
ar hljóti góðan skilning og stuðning
ykkar.
Guð blessi Ísland og fólk með
góða samvisku.
Höfundur er prestur innflytjenda á
Biskupsstofu.