Morgunblaðið - 24.02.2001, Page 69

Morgunblaðið - 24.02.2001, Page 69
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2001 67 NÆSTKOMANDI sunnudag, 25. febrúar, mun sr. Gunnar Kristjáns- son, prófastur í Kjalarnesprófasts- dæmi, visitera Mosfellsprestakall. Visitasían hefst kl. 11 og lýkur síð- degis. Messa verður í Mosfellskirkju kl. 14 og mun prófastur predika. Sóknarprestur, sr. Jón Þor- steinsson, mun sjá um altarisþjón- ustu ásamt prófasti en sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir, héraðsprestur og Þórdís Ásgeirsdóttir, djákni í Lágafellssókn, sjá um ritningarlest- ur. Gyða Björgvinsdóttir sópran syngur við messuna og Kristjana Helgadóttir leikur á þverflautu. Kirkjukór Lágafellssóknar leiðir safnaðarsöng og organisti er Jónas Þórir. Við messuna verða teknir í notk- un viðhafnarstólar sem kirkjunni hafa verið gefnir til minningar um hjónin Hjalta Þórðarson og Hlíf Gunnlaugsdóttur, sem kennd eru við Æsustaði í Mosfellsdal. Hjalti heitinn var organisti í Mosfells- prestakalli í rúm fjörutíu ár, en gefendur eru dóttir þeirra hjóna, Þuríður Hjaltadóttir og eiginmaður hennar, Skúli Skarphéðinsson, Röðli í Mosfellsdal. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á hlaði Mosfellskirkju og var þeim áfanga fagnað við guðs- þjónustu í nóvember sl. Nú hefur minnisvarða um Stefán Þorláksson, hreppstjóra, verið komið fyrir að nýju og er því þessum framkvæmd- um lokið að mestu. Það er von okkar að sem flestir leggi leið sína til messu á Mosfelli næstkomandi sunnudag. Sóknarprestur, sóknarnefnd. Tvísöngur í tónlist- armessu í Hafn- arfjarðarkirkju VIÐ tónlistarmessu í Hafnarfjarð- arkirkju á sunnudaginn kemur kl. 17 munu tvær ungar sópransöng- konur, Bjargey Sigurðardóttir og Ragnheiður Sara Grímsdóttir, syngja bæði tvísöng og einsöng, en þær eru komnar langt í einsöngv- aranámi. Jafnframt sýna ferming- arbörn helgileik. Þetta er fyrsta síðdegis- og tónlistarmessa á árinu í Hafnarfjarðarkirkju en þær munu fara fram í kirkjunni á sunnudög- um á föstunni, sem nú er að hefjast nema þegar kvöldmessur eru haldnar. Um morguninn kl. 11 fer fram árdegisguðsþjónusta. Prestar Hafnarfjarðarkirkju. Er kristin trú úrelt? NK. SUNNUDAG er guðsþjónusta í Hafnarfjarðarkirkju kl. 11 sam- kvæmt venju. Í þeirri guðsþjónustu verður sérstaklega fjallað um þem- að „Er kristin trú úrelt?“ Nú horfir kirkjan fram til nýs árþúsunds. Það eru margir sem vilja ýta kristinni trú til hliðar í samfélaginu og gera veg hennar sem minnstan. Spurn- ingin vaknar líka hvort kristin trú sé ef til vill orðin úrelt á tímum tölvunnar og farsímans, þegar pen- ingar ráða orðið ferðinni í sam- félaginu og efnishyggjan er allt í öllu? Eða hefur kristin trú ef til vill upp á boðskap að bjóða og kraft sem er öllu hinu yfirsterkara og skiptir þegar allt kemur til alls mestu máli? Um þessar spurningar verður fjallað og við þeim leitað svars í guðsþjónustunni. Prestur er sr. Þórhallur Heim- isson en kór Hafnarfjarðarkirkju leiðir söng undir stjórn Natalíu Chow. Skátaguðsþjónusta í Grafarvogskirkju SKÁTAGUÐSÞJÓNUSTA verður á sunnudag kl.11 í Grafarvogs- kirkju. Allt frá því að skátafélagið Vogabúar í Grafarvogi var stofnað hefur félagið staðið fyrir guðsþjón- ustu á afmælismánuði Baden Powells, sem stofnaði skátahreyf- inguna. Guðsþjónustan hefst kl. 11. Ræðumaður verður Helgi Gríms- son. Skátakórinn syngur undir stjórn Ragnars Heiðars Harðarson- ar. Gítarundirleik annast Örn Arn- arson. Prestur séra Vigfús Þór Árnason. Allir eru boðnir velkomn- ir. Íslensk kristni í Vesturheimi Á FRÆÐSLUMORGNI í Hall- grímskirkju næstkomandi sunnu- dag, 26. febrúar kl. 10 flytur séra Ingþór Indriðason Ísfeld erindi um íslenska kristni í Vesturheimi. Hann mun í upphafi rekja stuttlega sögu íslenskra safnaða í Kanada og síðan gera grein fyrir stöðu mála nú. Séra Ingþór hefur þjónað Ís- lendingum í Kanada undanfarin 25 ár og er gjörkunnugur kirkjumál- um þar vestra. Að erindi loknu mun séra Ingþór svara fyrirspurnum. Kl. 11 hefst síðan messa í umsjá séra Jóns Dalbú Hróbjartssonar. Grafarvogskirkja. Enskar messur í Hallgrímskirkju SÉRA Ingþór Indriðason Ísfeld frá Kanada mun flytja messur á ensku í Hallgrímskirkju kl. 17 sunnudag- ana 25. febrúar og 18. mars og á annan páskadag, 16. apríl. Að messunum loknum verður boðið upp á kaffi í safnaðarsal kirkjunn- ar. Séra Ingþór hefur þjónað sem prestur í Kanada síðastliðin 25 ár og dvelur hér nú um nokkurra mánaða skeið og mun á meðan hann dvelur hér vera í samstarfi við presta Hallgrímskirkju. Orgelvígsla í Hjallakirkju SUNNUDAGINN 25. febrúar kl. 11 verður hátíðarguðsþjónusta í Hjallakirkju í Kópavogi í tilefni af vígslu nýs orgels við kirkjuna. Sigurbjörn Einarson, biskup, víg- ir orgelið og prédikar í guðsþjón- ustunni en með honum þjóna prest- ar kirkjunnar. Haustið 1999 samþykkti sóknar- nefnd Hjallasóknar að ganga til samninga við Björgvin Tómasson, orgelsmið, um smíði 24 radda org- els fyrir kirkjuna. Smíðin hefur tekið rúmt ár og upp er komið fal- legt hljóðfæri sem miklar vonir eru bundnar við. Á vígsludaginn gefur að heyra hvernig til hefur tekist. Að guðsþjónustu lokinni er við- stöddum boðið að þiggja veitingar í safnaðarsal kirkjunnar. Á sunnudagskvöldið verða svo orgelvígslutónleikar kl. 20.30 en þar munu organisti og kór kirkj- unnar m.a. flytja nýlegt tónverk eftir Jón Þórarinsson, Te Deum. Aðgangur er ókeypis og eru allir hjartanlega velkomnir. Grafarvogskirkja. AA-hópur hittist kl. 11. Neskirkja. Kirkjustarf eldri borg- ara. Í dag kl. 14. Farið um miðborg Reykjavíkur og merkar byggingar skoðaðar undir leiðsögn Péturs Ár- mannssonar arkitekts. Kafffiveit- ingar. Munið kirkjubílinn. Allir vel- komnir. KEFAS: Samkoma í dag laugardag kl. 14. Ræðumaður Sigrún Einars- dóttir. Þriðjud: Almenn bænastund kl. 20.30. Miðvd: Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Hvammstangakirkja. Sunnudaga- skóli kl. 11. Akraneskirkja. Kirkjuskóli kl. 11. TTT-starf (10-12 ára) kl. 13. Um- sjón: Hreiðar Örn Stefánsson. Morgunblaðið/Ómar Mosfellskirkja Safnaðarstarf Messa í Mosfellskirkju Bíldshöfða 6 · Sími 515 7025 Tryggvabraut 5 · Akureyri · Sími 462 2700 www.brimborg.is Opið frá 9 - 18 virka daga og 11 - 16 laugardaga Verð 3.090.000 kr. Leitaðu að notuðum bíl á brimborg.is með öflugri og hraðvirkri leitarvél. Komdu í 1000 fermetra sýningarsal okkar að Bíldshöfða 6 og skoðaðu fjölda notaðra úrvals- bíla. Settu öryggið á oddinn og tryggðu þér góðan bíl. Þú þarft ekki verkjastíl eftir að hafa keypt þér úrvalsbíl. Jeep Grand Cherokee Limited Árgerð 1998. Vél:5400 cc, V8 220 hö. Sjálfskiptur, ekinn 41.000 km. Búnaður m.a. Álfelgur 16" Fjarstýrðar samlæsingar Topplúga Geislaspilari Rafmagn í speglum Rafmagn í rúðum Minnisstilling fyrir sætin(í fjarstýringu líka) Dráttarkrókur Fjarstart Litaðar afturrúður Aksturstölva Cruise Control Fjarstýring í stýri fyrir útvarp Hiti í sætum Dagljósabúnaður Hátt og lágt drif Leðurklæðning Viðarklæðning í mælaborði ABS læsivarðir hemlar Vökvastýri omfl. Einstakir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.