Morgunblaðið - 24.02.2001, Síða 69

Morgunblaðið - 24.02.2001, Síða 69
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2001 67 NÆSTKOMANDI sunnudag, 25. febrúar, mun sr. Gunnar Kristjáns- son, prófastur í Kjalarnesprófasts- dæmi, visitera Mosfellsprestakall. Visitasían hefst kl. 11 og lýkur síð- degis. Messa verður í Mosfellskirkju kl. 14 og mun prófastur predika. Sóknarprestur, sr. Jón Þor- steinsson, mun sjá um altarisþjón- ustu ásamt prófasti en sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir, héraðsprestur og Þórdís Ásgeirsdóttir, djákni í Lágafellssókn, sjá um ritningarlest- ur. Gyða Björgvinsdóttir sópran syngur við messuna og Kristjana Helgadóttir leikur á þverflautu. Kirkjukór Lágafellssóknar leiðir safnaðarsöng og organisti er Jónas Þórir. Við messuna verða teknir í notk- un viðhafnarstólar sem kirkjunni hafa verið gefnir til minningar um hjónin Hjalta Þórðarson og Hlíf Gunnlaugsdóttur, sem kennd eru við Æsustaði í Mosfellsdal. Hjalti heitinn var organisti í Mosfells- prestakalli í rúm fjörutíu ár, en gefendur eru dóttir þeirra hjóna, Þuríður Hjaltadóttir og eiginmaður hennar, Skúli Skarphéðinsson, Röðli í Mosfellsdal. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á hlaði Mosfellskirkju og var þeim áfanga fagnað við guðs- þjónustu í nóvember sl. Nú hefur minnisvarða um Stefán Þorláksson, hreppstjóra, verið komið fyrir að nýju og er því þessum framkvæmd- um lokið að mestu. Það er von okkar að sem flestir leggi leið sína til messu á Mosfelli næstkomandi sunnudag. Sóknarprestur, sóknarnefnd. Tvísöngur í tónlist- armessu í Hafn- arfjarðarkirkju VIÐ tónlistarmessu í Hafnarfjarð- arkirkju á sunnudaginn kemur kl. 17 munu tvær ungar sópransöng- konur, Bjargey Sigurðardóttir og Ragnheiður Sara Grímsdóttir, syngja bæði tvísöng og einsöng, en þær eru komnar langt í einsöngv- aranámi. Jafnframt sýna ferming- arbörn helgileik. Þetta er fyrsta síðdegis- og tónlistarmessa á árinu í Hafnarfjarðarkirkju en þær munu fara fram í kirkjunni á sunnudög- um á föstunni, sem nú er að hefjast nema þegar kvöldmessur eru haldnar. Um morguninn kl. 11 fer fram árdegisguðsþjónusta. Prestar Hafnarfjarðarkirkju. Er kristin trú úrelt? NK. SUNNUDAG er guðsþjónusta í Hafnarfjarðarkirkju kl. 11 sam- kvæmt venju. Í þeirri guðsþjónustu verður sérstaklega fjallað um þem- að „Er kristin trú úrelt?“ Nú horfir kirkjan fram til nýs árþúsunds. Það eru margir sem vilja ýta kristinni trú til hliðar í samfélaginu og gera veg hennar sem minnstan. Spurn- ingin vaknar líka hvort kristin trú sé ef til vill orðin úrelt á tímum tölvunnar og farsímans, þegar pen- ingar ráða orðið ferðinni í sam- félaginu og efnishyggjan er allt í öllu? Eða hefur kristin trú ef til vill upp á boðskap að bjóða og kraft sem er öllu hinu yfirsterkara og skiptir þegar allt kemur til alls mestu máli? Um þessar spurningar verður fjallað og við þeim leitað svars í guðsþjónustunni. Prestur er sr. Þórhallur Heim- isson en kór Hafnarfjarðarkirkju leiðir söng undir stjórn Natalíu Chow. Skátaguðsþjónusta í Grafarvogskirkju SKÁTAGUÐSÞJÓNUSTA verður á sunnudag kl.11 í Grafarvogs- kirkju. Allt frá því að skátafélagið Vogabúar í Grafarvogi var stofnað hefur félagið staðið fyrir guðsþjón- ustu á afmælismánuði Baden Powells, sem stofnaði skátahreyf- inguna. Guðsþjónustan hefst kl. 11. Ræðumaður verður Helgi Gríms- son. Skátakórinn syngur undir stjórn Ragnars Heiðars Harðarson- ar. Gítarundirleik annast Örn Arn- arson. Prestur séra Vigfús Þór Árnason. Allir eru boðnir velkomn- ir. Íslensk kristni í Vesturheimi Á FRÆÐSLUMORGNI í Hall- grímskirkju næstkomandi sunnu- dag, 26. febrúar kl. 10 flytur séra Ingþór Indriðason Ísfeld erindi um íslenska kristni í Vesturheimi. Hann mun í upphafi rekja stuttlega sögu íslenskra safnaða í Kanada og síðan gera grein fyrir stöðu mála nú. Séra Ingþór hefur þjónað Ís- lendingum í Kanada undanfarin 25 ár og er gjörkunnugur kirkjumál- um þar vestra. Að erindi loknu mun séra Ingþór svara fyrirspurnum. Kl. 11 hefst síðan messa í umsjá séra Jóns Dalbú Hróbjartssonar. Grafarvogskirkja. Enskar messur í Hallgrímskirkju SÉRA Ingþór Indriðason Ísfeld frá Kanada mun flytja messur á ensku í Hallgrímskirkju kl. 17 sunnudag- ana 25. febrúar og 18. mars og á annan páskadag, 16. apríl. Að messunum loknum verður boðið upp á kaffi í safnaðarsal kirkjunn- ar. Séra Ingþór hefur þjónað sem prestur í Kanada síðastliðin 25 ár og dvelur hér nú um nokkurra mánaða skeið og mun á meðan hann dvelur hér vera í samstarfi við presta Hallgrímskirkju. Orgelvígsla í Hjallakirkju SUNNUDAGINN 25. febrúar kl. 11 verður hátíðarguðsþjónusta í Hjallakirkju í Kópavogi í tilefni af vígslu nýs orgels við kirkjuna. Sigurbjörn Einarson, biskup, víg- ir orgelið og prédikar í guðsþjón- ustunni en með honum þjóna prest- ar kirkjunnar. Haustið 1999 samþykkti sóknar- nefnd Hjallasóknar að ganga til samninga við Björgvin Tómasson, orgelsmið, um smíði 24 radda org- els fyrir kirkjuna. Smíðin hefur tekið rúmt ár og upp er komið fal- legt hljóðfæri sem miklar vonir eru bundnar við. Á vígsludaginn gefur að heyra hvernig til hefur tekist. Að guðsþjónustu lokinni er við- stöddum boðið að þiggja veitingar í safnaðarsal kirkjunnar. Á sunnudagskvöldið verða svo orgelvígslutónleikar kl. 20.30 en þar munu organisti og kór kirkj- unnar m.a. flytja nýlegt tónverk eftir Jón Þórarinsson, Te Deum. Aðgangur er ókeypis og eru allir hjartanlega velkomnir. Grafarvogskirkja. AA-hópur hittist kl. 11. Neskirkja. Kirkjustarf eldri borg- ara. Í dag kl. 14. Farið um miðborg Reykjavíkur og merkar byggingar skoðaðar undir leiðsögn Péturs Ár- mannssonar arkitekts. Kafffiveit- ingar. Munið kirkjubílinn. Allir vel- komnir. KEFAS: Samkoma í dag laugardag kl. 14. Ræðumaður Sigrún Einars- dóttir. Þriðjud: Almenn bænastund kl. 20.30. Miðvd: Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Hvammstangakirkja. Sunnudaga- skóli kl. 11. Akraneskirkja. Kirkjuskóli kl. 11. TTT-starf (10-12 ára) kl. 13. Um- sjón: Hreiðar Örn Stefánsson. Morgunblaðið/Ómar Mosfellskirkja Safnaðarstarf Messa í Mosfellskirkju Bíldshöfða 6 · Sími 515 7025 Tryggvabraut 5 · Akureyri · Sími 462 2700 www.brimborg.is Opið frá 9 - 18 virka daga og 11 - 16 laugardaga Verð 3.090.000 kr. Leitaðu að notuðum bíl á brimborg.is með öflugri og hraðvirkri leitarvél. Komdu í 1000 fermetra sýningarsal okkar að Bíldshöfða 6 og skoðaðu fjölda notaðra úrvals- bíla. Settu öryggið á oddinn og tryggðu þér góðan bíl. Þú þarft ekki verkjastíl eftir að hafa keypt þér úrvalsbíl. Jeep Grand Cherokee Limited Árgerð 1998. Vél:5400 cc, V8 220 hö. Sjálfskiptur, ekinn 41.000 km. Búnaður m.a. Álfelgur 16" Fjarstýrðar samlæsingar Topplúga Geislaspilari Rafmagn í speglum Rafmagn í rúðum Minnisstilling fyrir sætin(í fjarstýringu líka) Dráttarkrókur Fjarstart Litaðar afturrúður Aksturstölva Cruise Control Fjarstýring í stýri fyrir útvarp Hiti í sætum Dagljósabúnaður Hátt og lágt drif Leðurklæðning Viðarklæðning í mælaborði ABS læsivarðir hemlar Vökvastýri omfl. Einstakir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.