Morgunblaðið - 24.02.2001, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 24.02.2001, Blaðsíða 74
72 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞEGAR við kaupum okkur nýtt rafmagnstæki fylgir handbók með, nákvæmar leiðbeiningar á mörgum tungumálum. Það veitir ekki af, öll þessi tæki sem við getum ekki ver- ið án verða sífellt fullkomnari og flóknari stillingar á þeim. Samt er það tilfellið að við lítum ekki í þessa handbók fyrr en við erum orðin geggjuð á því að fikta okkur áfram. Þá fyrst er bókin rifin fram til að klóra sig fram úr þessu. Við ætluðum ekki að lesa hana til að spara tíma, en í raun var tímanum sóað í fikt og kannski var það heppni að maður eyðilagði ekkert. Við göslumst áfram með mikið fleiri hluti en rafmagnstækin, og ætlum að spara okkur tíma og fyr- irhöfn. Við fáum leiðbeiningar, samt verðum við að reka okkur á sjálf. Mistökin eru okkur misjafn- lega dýr. Handbækurnar ásamt tækjunum úreldast og er hent. Ein handbók hefur þó verið gefin út öldum saman og er alltaf í fullu gildi. Hún er til á flestum heim- ilum. Það er svipað um hana og aðrar handbækur, annaðhvort er hún alls ekki opnuð eða hún er ekki opnuð fyrr en í óefni er kom- ið. Kannski er ætlunin að kíkja í hana einhverntíma seinna. Þessi handbók er biblían okkar og á að vera okkur til fræðslu og uppörv- unar alla ævi. Barnatrú? „Ég hef mína barnatrú og það nægir mér!“ segir fólk. Af hverju ætti barnatrúin vera nóg, ekki duga okkur gömlu barnabækurnar, leikföngin eða barnafötin, hvað þá barnamaturinn. Barnatrú er fyrir börn. Við vöxum og þroskumst og þurfum annars konar fræðslu sem fullorðnir einstaklingar. Fræðsla er ekki sett eins fram fyrir börn og fullorðna, þótt það sé verið að fjalla um sama málið. Því miður er það oftar en ekki að fólk fjarlægist trúna og jafnvel forðast að vera bendlað við trúmál á fullorðinsár- um. Mörgum finnst biblían vera torskilin og ætla að láta sér nægja fræðsluna sem þeir fengu í barna- skóla eða fyrir ferminguna. Ef málið fjallaði um eitthvað annað en trúmál myndum við telja það barnalegt að hugsa svona. Höfum við ekki gleymt einhverju af því sem við lærðum í barnaskóla? Hvernig er það annars í dag, er kennd kristinfræði í grunnskólum og þurfa fermingarbörnin nokkuð að hafa fyrir því að opna biblíuna? Hvernig verður barnatrúin eftir 20 ár, hjá þeim sem lærðu ekki krist- infræði og opnuðu ekki biblíuna heldur fengu fermingarfræðsluna á útprentuðum blöðum? Baráttan Óháð trú eru allir sammála um, að í þessum heimi er bæði „gott og illt“. Gömlu ævintýrin voru miklu grimmari en sögur barnanna í dag. Bíómyndir, leikrit og skáldsögur barna og fullorðinna, sama í hvaða búning þau eru sett, þegar allt kemur til alls, snýst það oftast nær um baráttu góðs og ills. Ævintýrin og bíómyndirnar hafa alltaf góðan endi, hið góða vinnur hið illa. Eng- inn heldur með vonda kallinum og hann á allt vont skilið, enda er hann vondur sjálfur. Í veru- leikanum er endirinn ekki alltaf góður. Fiktið í okkur þegar við héldum að við værum svo klár hef- ur stundum skemmt fyrir okkur. Spurningin er líka, hvar og hvernig er hinn raunverulegi og endanlegi endir? Kemur „endir“ þegar þessu lífi lýkur, eins og þegar myndin endar í bíóinu? Er þá allt búið eða er annað líf? Þessu er öllu svarað í handbókinni, en þá þarftu að lesa, sækja þér fræðslu. Baráttan um mannfólkið hér á jörðu er ekki augljós. Öfugt við það sem flestir halda snýst barátta hins illa ekki um að fá þig til að vera vond manneskja eða að fremja illvirki. Hún snýst um blekkingu og stærsta blekkingin er að fá þig til að trúa því sem er ekki satt. Á meðan þú hefur einungis barnatrú til að byggja líf þitt á er auðvelt að blekkja þig. Það er hægt að segja þér hvað sem er, vegna þess að þú veist ekki sannleikann. Dauðans alvara Við viljum vera góð. Það er ekki nóg, eins og margir halda, að vera góð manneskja til að öðlast eilíft líf. Þér er gefið svo mikið frjáls- ræði að Guð leyfir þér að hafna Honum. Það er fullt af góðu fólki sem er gersamlega trúlaust. Það fer ekki í upprisunni til himnaríkis sem það trúir ekki á, til Guðs sem það trúir ekki á, einfaldlega vegna þess að það kaus að hafna Honum. Blekkingin, að allir fari í dýrð og dásemd strax eftir dauðann, er þannig að þig bæði langar og finnst fallegt að trúa að þetta sé heilagur sannleikur. Óafvitandi tekurðu af- stöðu, það er svo þægilegt að trúa þessu en er það sannleikur eða lygi, ertu með eða á móti? Það er ekki um neitt hlutleysi að ræða. (Matt. 12;30) „Hver sem er ekki með mér er á móti mér og hver sem safnar ekki saman með mér, hann sundur dreifir,“ sagði Krist- ur. En hvernig áttu að vita það ef þú lest ekki handbókina? Hvernig áttu líka að vita að þú hefur aðeins val í þessu lífi, en þú getur kosið hvenær sem er? Það er aldrei of seint. Marga hluti ætlum við að gera seinna, en erum við örugg um að það verði nógur tími eða heilsa til að framkvæma hlutina seinna? Misstu ekki af tækifærinu, það get- ur enginn valið fyrir þig, þú verður að velja sjálfur. BRYNDÍS SVAVARSDÓTTIR, Hlíðasmára 9, Kópavogi. Fylgjum við leiðbeiningum? Frá Bryndísi Svavarsdóttur:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.