Morgunblaðið - 24.02.2001, Síða 77

Morgunblaðið - 24.02.2001, Síða 77
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2001 75 DAGBÓK DÚNDUR TILBOÐ Yfirhafnir tvær fyrir eina Greitt fyrir dýrari flíkina Opið laugardag frá kl. 10—16 Mörkinni 6, sími 588 5518 STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake FISKAR Afmælisbarn dagsins: Þú ert góðhjartaður og vilt öllum vel um leið og þú þráir að hljóta viðurkenningu þeirra sem þú umgengst. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Gerðu þeir grein fyrir tak- mörkunum þínum og lærðu að lifa með þeim í stað þess að vera stöðugt að berjast við þær. Það hefur hver sinn djöful að draga. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú mátt hvergi slaka á í þeirri viðleitni að sannfæra vinnu- félaga þína um ágæti hug- mynda þinna. Þær geta skipt sköpum ef rétt er á haldið. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Láttu ekki óþolinmæðina ná tökum á þér þótt það taki aðra einhvern tíma að sjá kostina við málstað þinn. Tíminn vinnur með þér. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það getur reynst þér skeinu- hætt að ganga of nærri til- finningum annarra sérstak- lega ef þú gætir þess ekki að hlusta vandlega á það sem þeir segja. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Leitaðu á vit góðrar bókar eða skemmtilegrar bíómynd- ar ef þú ert eitthvað dapur. Varastu að taka að þér fleiri verkefni en þú ræður við. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Einhver þér nákominn mun skýra frá leyndarmáli sem kemur þér verulega á óvart. Láttu samt ekki á neinu bera því viðkomandi þarf á öllum þínum stuðningi að halda. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Því sveigjanlegri sem þú ert þeim mun betur mun þér ganga í samstarfinu við þá sem hafa valist í vinnuflokk með þér. Gefðu gömlum vini skerf af tíma þínum. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er einhver ruglingur í gangi á vinnustað þínum og þú átt erfitt með að henda reiður á því sem fram fer. Reyndu að halda þínu striki. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það er þung byrði að þurfa að gera alla hluti kórrétt. Mundu að það eru til fleiri en ein leið að hverju marki og vandinn er að velja þar í milli. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Láttu ekki kröfugerð annarra á hendur þér gera þér erfitt fyrir. Það er þitt að velja og hafna út frá þínum eigin for- sendum. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú þarft að gæta þín ef þú vilt ekki að aðrir sjái í gegnum þig og komist of auðveldlega að því sem þú hefur í hyggju. Vertu fastur fyrir. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þótt þú þurfir fyrst og fremst að hugsa um sjálfan þig þá hefur þú líka skyldum að gegna við vini og vandamenn sem þú hvorki mátt né getur horft framhjá. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT Á SPRENGISANDI Ríðum, ríðum og rekum yfir sandinn, rennur sól á bak við Arnarfell. Hér á reiki er margur óhreinn andinn, úr því fer að skyggja á jökulsvell. Drottinn leiði drösulinn minn, drjúgur verður síðasti áfanginn. Þei, þei! þei, þei! þaut í holti tófa, þurran vill hún blóði væta góm, eða líka einhver var að hóa undarlega digrum karlaróm. Útilegumenn í Ódáðahraun eru kannske að smala fé á laun. Ríðum, ríðum, rekum yfir sandinn, rökkrið er að síga á Herðubreið. Álfadrottning er að beizla gandinn, ekki er gott að verða á hennar leið. Vænsta klárinn vildi ég gefa til að vera kominn ofan í Kiðagil. Grímur Thomsen. NÚ er gaman! Makker opn- ar á 15-17 punkta grandi og þú átt þessa sleggju á móti í norður: Norður ♠ ÁKDG843 ♥ 1082 ♦ – ♣ Á96 Næsti maður passar og spurningin er: Hvaða leið á að fara í sögnum? Auðvitað veltur allt á kerfisútfærslu og enginn spilar nákvæmlega sama framhald upp úr grandi, einhverra hluta vegna. En flestir nota yfirfærslur og einn möguleiki er að yfir- færa í tvo spaða með tveim- ur hjörtum og stökkva síð- an í fjóra tígla til að sýna sterkan spaða og stuttan tígul (splinter). Ef makker slær af í fjórum spöðum kemur vel til greina að halda áfram og segja fimm lauf, því kannski á félagi fyrirstöðu í hjarta en óttast laufið. Ekki er þessi vís- indalega leið þó hættulaus, því vörnin gæti hæglega tekið þrjá slagi á hjarta í fimm spöðum og hvar ann- ars staðar en í hjarta ætti að koma út eftir slíkar sagnir! Þetta eru vísindin, en er spilið þess eðlis að rétt sé að melda það vísindalega? Kemur ekki til greina að stökkva beint í sex spaða! Nei, það er of tuddalegt, því það er auglýsing um að einn litur sé opinn og allt velti á útspilinu. Vörnin mun koma hvasst út og hirða ÁK í hjarta ef þau spil vantar: Norður ♠ ÁKDG843 ♥ 1082 ♦ – ♣ Á96 Vestur Austur ♠ 9 ♠ 1065 ♥ Á74 ♥ K53 ♦ 9632 ♦ D108754 ♣ D10432 ♣ 7 Suður ♠ 72 ♥ DG96 ♦ ÁKG ♣ KG85 Að minni hyggju er besta leiðin að yfirfæra í spaða og melda svo þrjú hjörtu eðli- lega. Í þessu tilfelli mun makker lyfta í fjögur hjörtu og þá ætti að brjóta aðra kerfisreglu og spyrja um ása, þrátt fyrir eyðuna í tígli. Melda svo sex spaða, hvert sem svarið verður. Vörnin er ekki líkleg til að spila út hjarta eftir slíkar sagnir. Og enn síður ef makker á ekki hjartastuðn- ing, nema svo óheppilega vilji til að útspilarinn haldi á ÁK. Spilið er frá síðustu um- ferð Flugleiðamótsins og skóp sveiflur í mörgum leikjum. Vísindamennirnir sluppu með skrekkinn í fimm spöðum en töpuðu þó oft á spilinu, því sex spaðar vinnast í suður með laufi út, og í norður með tígli út. Og það gerðist víða. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Árnað heilla 70 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 24. febrúar, er sjötugur Gunnar Elíasson, Einigrund 4, Akranesi. Eiginkona Gunn- ars er Guðjónína Sigurðar- dóttir. Þau taka á móti gest- um í sal Grundaskóla, Akranesi, á afmælisdaginn milli kl. 15-18. 70 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 24. febrúar, verður sjötug Guð- rún Einarsdóttir frá Fá- skrúðsfirði. Hún og fjöl- skylda hennar taka á móti gestum í Félagsheimili sjálf- stæðismanna á Seltjarnar- nesi, Austurströnd 3, frá kl. 20 í kvöld. Þeir sem hyggjst gleðja Guðrúnu með blóm- um og gjöfum eru vinsam- lega beðnir að láta Barna- spítalasjóð Hringsins njóta þess. Söfnunarkassi Hrings- ins verður á staðnum. FYRIR stuttu síðan tefldu Alexei Shirov (2718) og Simen Agdestein (2591) atskákeinvígi í Björgvin í Noregi. Það var styrkt af Radisson SAS-hótelkeðj- unni og borgaryfirvöldum en þrátt fyrir góðan stuðn- ing beið heimamaðurinn í lægri hlut, 1 ½ v. gegn 2 ½ v. Honum tókst þó að bíta allhressilega frá sér í skák- inni sem stað- an kom upp úr þar sem hann hafði hvítt. 32.Hc5+! Rxc5 33.dxc5 Hg7 34.cxd6+ Kd8 35.Ke3 Hg5 36.Bh4 He5+ 37.Kd4 He6 38.Kc5 b6+ 39.Kd5 He5+ 40.Kc6 Hf5 41.g4 Hf4 42.d7 Hf3 43.g5 Hf4 44.Bg3 fxg5 45.Kxb6 Hf6+ 46.Kb7 Hf4 47.Kb6 Hf6+ 48.Kb7 Hf4 49.Bxf4 gxf4 50.Bc6 og svartur gafst upp. Skákin tefldist í heild sinni: 1.d4 d5 2.c4 c6 3.Rf3 Rf6 4.e3 Bf5 5.Db3 Db6 6.Rh4 Be4 7.Rc3 e6 8.f3 Bg6 9.Bd2 Dxb3 10.axb3 Bc2 11.cxd5 exd5 12.b4 g5 13.Hc1 gxh4 14.Hxc2 Bxb4 15.e4 dxe4 16.fxe4 Bxc3 17.bxc3 Rxe4 18.Bh6 Rd7 19.Bd3 Rd6 20.He2+ Kd8 21.Bg5+ Kc7 22.Bxh4 Hae8 23.Hf1 Hxe2+ 24.Kxe2 c5 25.Bg3 f6 26.Bf5 He8+ 27.Kd3 c4+ 28.Kd2 He7 29.Bc2 a5 30.Hf5 Kc6 31.Ba4+ Kc7. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik.              Nei, takk, ég vil ekki kaupa líftryggingu. Þegar ég dey vil ég að allir verði leiðir yfir því. Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Glæsibæ, fimmtudaginn 15. febrúar 2001. 22 pör. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S: Eysteinn Einarss. – Aðalbjörn Ben. 251 Kristinn Gíslas. – Margrét Jakobsd. 236 Sigurður Pálss. – Halla Ólafsd. 224 Árangur A-V: Þorsteinn Laufdal – Magnús Halldórss. 253 Júlíus Guðmundss. – Oliver Kristóferss. 239 Björn E. Péturss. – Hilmar Ólafss. 239 Sveitakeppni stendur yfir á mánu- dögum með þátttöku 10 sveita. Eftir 6 umferðir er staða efstu sveita þannig: Þorsteinn Laufdal 125 Rafn Kristjánsson 117 Þórarinn Árnason 111 Spilakvöld Bridsskólans og BSÍ Bridsskólinn og Bridgesamband Íslands bjóða nýliðum og óvönum keppnisspilurum upp á létta spila- mennsku öll mánudagskvöld fram að páskum í húsnæði BSÍ í Þöngla- bakka 1, 3. hæð. Fyrsta spilakvöldið verður mánudaginn 26. febrúar og byrjar kl. 20. Spilaður verður tví- menningur. Ekki er nauðsynlegt að mæta í pörum og verður aðstoðað við að finna spilafélaga. Umsjónarmað- ur er Hjálmtýr Baldursson kennari í Bridsskólanum. Bridsdeild Sjálfsbjargar Aðalsveitakeppni deildarinnar lauk mánudaginn 19. febrúar sl. 12 sveitir tóku þátt í keppninni, í efstu sætum urðu eftirtaldar sveitir. Sveit Karls Péturssonar ásamt Ingólfi Ágústssyni, Skúla Sigurðssyni og Einari Hallssyni 211 sveit Sigurðar Marelssonar ásamt Sveini Sigurjónssyni, Helga Ketilssyni og Sigþóri Haraldssyni 204 sveit Jónínu Jóhannsdóttur ásamt Ragnari Þorvaldssyni, Meyvant Meyvantssyni og Gesti Pálssyni 203 Bridsfélag Húsavíkur Að loknum 6 umferðum í Aðaltví- menningi félagsins, VÍS tvímenn- ingnum, er staða efstu para þannig: Óli - Pétur 68 stig Hilmar - Gunnlaugur 27 stig Friðrik - Torfi 23 stig Gullsmárabrids Sl. mánudag, 20. febrúar, var spil- aður tvímenningur í Gullsmára. Spilað var á 10 borðum og fóru leikar þannig: N-S Helga Helgad. – Þórhildur Magnúsd. 213 Ari Þórðarson – Díana Kristjánsdóttir 212 Sverrir Gunnarss. – Einar Markússon 186 A-V Jóhanna Jónsdóttir – Magnús Gíslason 184 Sigurberg Sigurðsson – Þórir Björnsson 84 Leó Guðbrandss. – Aðalsteinn Guðbr. 179 Félag eldri borgara í Kópavogi Það mættu 25 pör í tvímenninginn 6. febrúar sl. Efstu pör í N/S urðu þessi: Helga Helgad. – Sigrún Pálsd. 372 Albert Þorsteinss. – Sæmundur Björnss. 328 Ólafur Ingimundars. – Jón Pálmason 327 Hæsta skor í A/V: Ragnar Björnsson – Hreinn Hjartarson 363 Magnús Oddsson – Guðjón Kristjánss. 363 Leifur Jóhanness. – Einar Guðnason 347 Sl. föstudag mættu 20 pör og þá urðu úrslit þessi í N/S: Bragi Salomonss. – Lárus Hermannss. 264 Bragi Björnsson – Magnús Halldórss. 251 Helga Helgad. – Sigrún Pálsd. 237 Hæsta skor í A/V: Eysteinn Einarss. – Sigurður Pálsson 271 Sigurleifur Guðjss. – Þorsteinn Erlingss.257 Páll Hannesson – Kári Sigurjónss. 247 Meðalskor á þriðjudag var 312 en 216 á föstudag. BRIDS U m s j ó n A r n ó r G . R a g n a r s s o n Suðurlandsmót í tvímenningi Suðurlandsmót í tvímenningi verður haldið á Þingborg laugar- daginn l7. mars 200l og hefst mótið kl. l0 f.h. Efsta sætið gefur rétt til að spila í úrslitum Íslandsmóts í tvímenn- ing 200l. Einnig verður spilað um rétt til að spila á landsmóti UMFÍ í sumar fyrir hönd Héraðssam- bandsins Skarphéðins. Þeir sem spila um þennan rétt verða að vera félagar í ungmennafélagi innan Skarphéðins. Það par sem verður efst, velur sér par í sveitakeppni og par nr. 2 velur sér par með sér í sveita- keppnina. Ef l. par velur par nr. 2 gengur valréttur til þriðja pars. Sú sveit sem vinnur sveitakeppnina fær rétt til að spila á landsmótinu ásamt einu pari í viðbót sem valið verður í samráði við undirbúnings- nefnd landsmóts . Þátttaka í tvímenningnum til- kynnist til Sigfúsar Þórðarsonar í síma 482-l406, 565-3050, Helga G. Helgasonar, s. 482-2447, Garðars Garðarssonar, s. 482-2352 og Bridssambands Íslands, s. 587- 9360. Bikarkeppni Bridssambands Suðurlands Bikarkeppni Bridssambands Suðurlands er að hefjast með þátt- töku 7 sveita og hefur verið dregið í l. umferð. Þessar sveitir spila saman í l. umferð, sem skal vera lokið fyrir 26. mars 200l. Kristján M.Gunnarsson- Sigfús Þórðarson Ólafur Steinason - Össur Friðriksson Halldór Gunnarsson- Bergur Pálsson. Yfirseta Pétur Hartmannsson. Hver sveit greiðir 2.200 kr. fyrir hverja umferð og sér sú sveit sem á heimaleik um geiðsluna til Helga G. Helgasonar. Bridsfélag Kópavogs Fimmtudaginn 22. febrúar hélt aðalsveitakeppni félagsins áfram og nú þegar tvö kvöld eru eftir er stað- an þessi: Sv Þorsteins Bergs 155 Sv Þróunar 147 Sv Vina 143 Sv Old Boys 137 Fimmtudaginn 1. mars heldur sveitakeppnin áfram. Spilamennska hefst stundvíslega kl. 19.45. Spilað er í Þinghól við Hamraborgina. Bridsfélag Hafnarfjarðar Mánudaginn 26. febrúar verður spilaður eins kvölds bolludagství- menningur hjá félaginu. 5., 12. og 19. mars verður síðan þriggja kvölda barometer-tvímenn- ingskeppni og þann 26. mars byrjar svo þriggja kvölda hraðsveitakeppni sem stendur fram að páskum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.