Morgunblaðið - 24.02.2001, Síða 79

Morgunblaðið - 24.02.2001, Síða 79
UM SÍÐUSTU helgi opnaði Gabr- íela Friðriksdóttir sýningu sína í Galleríi Sævars Karls í Banka- stræti. Margt var um manninn við opnunina en þar flutti Gabríela ásamt Margréti Vilhjálmsdóttur tónlistarverkið „Anima anime“, þar sem Gabríela sat við flygilinn en Margrét Vilhjálmsdóttir spil- aði með á fiðlu og léku þær sér hvor að annarri eins og köttur að mús þar til vekjaraklukka hringdi. Dýr eru Gabríelu hugleikin og er flest verkin á sýningunni um- myndanir eða kynjamyndir þar sem dýr leika aðalhlutverkið. Vinnuferlið á verkunum er mis- jafnlega langt, sum eru unnin mjög hratt en önnur hafa lengri vinnslutíma og eru þau öll unnin úr hördúk, límmassa, trjágreinum og málningu. Í loftinu hljómar svo „Dýrasónata“ sem eykur enn á stemmninguna og gerir andrúms- loftið kannski að einhverju leyti eins og á „Náttúrugripasafni ótt- ans“. Sýningin er opin alla daga á afgreiðslutíma verslunarinnar og er síðasti sýningardagur 8. mars. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Verkin tóku á sig ýmsar dýramyndir. Friðrik Sophusson, Daniela, Gabríella Friðriksdóttir og Áslaug Friðriksdóttir. Dýr inni – dýr úti FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2001 77 Næg bílastæði HARMONIKUBALL „Halló.. ha-alló, nú tekur gleðin öll völd....“ Dansinn dunar dátt í kvöld í ÁSGARÐI, Glæsibæ við Álfheima, frá kl. 22.00. Félagar úr Harmonikufélagi Reykjavíkur leika fyrir dansi. Ragnheiður Hauksdóttir syngur. Allir velkomnir, ungir sem aldnir. Í DAG (laugardag) kl. 16 opnar Spánverjinn Guillermo Martinez einkasýningu í galleríi Geysi, Hinu Húsinu. Guillermo er frá Madrid á Spáni og hefur verið skiptinemi í mannfræði við Háskóla Íslands í vetur. Hann er algjörlega sjálf- menntaður myndlistarmaður en hefur unnið að myndlist í rúmlega 2 ár og á þeim tíma haldið nokkrar sýningar bæði á Spáni og Portúgal. Ástæðan fyrir því að Ísland varð fyrir valinu er sú að hann vildi kom- ast eins langt frá heimahögunum, í eins ólíkar aðstæður og hægt væri. Hann segir að Ísland hafi haft góð áhrif á sköpunarkraftinn hjá sér því aldrei áður hafi hann tekið eins mikið af ljósmyndum og eins hefur hann teiknað og málað mikið síðan hann kom til landsins. Myndefnin hafa samt lítið með Ísland að gera því að þau eru öll komin úr per- sónulegu lífi Guillermo. Viltu að ég deyi fyrir þig ? Á sýningunni í galleríi Geysi eru ljósmyndir sem búið er að vinna með, bæði teikna og líma á þær hluti. Guillermo segir að hann hafi alltaf unnið með ljósmyndir á þenn- an hátt þ.e. unnið ofan í þær með allskyns efnum og gert tilraunir með þær: „Ljósmyndirnar á sýn- ingunni segja sögu allt frá fæðingu til dauða og er hægt að lesa sýn- inguna eins og teiknimyndasögu frá vinstri til hægri. Svo verð ég líka með gjörning sem stendur í 7 daga frá mánudeginum næsta og fram á sunnudag og er alltaf í gangi milli kl. 10 og 17. Hann er í tengslum við ljósmyndirnar, þar sem ferillinn frá eyðingu til endurfæðingar er aðal- atriðið: „Fyrsta daginn verður manneskjan búin að taka sitt eigið líf, liggur á gólfinu en hreyfist samt hægt í rýminu. Næsta dag verður allt annað að gerast og þannig koll af kolli uns síðasta daginn verður manneskjan að mála sig allan dag- inn, að byggja sjálfa sig upp. Titill sýningarinnar er einmitt „Viltu að ég deyi fyrir þig?““ segir Guill- ermo. Allir eru velkommnir á opn- unina í dag kl. 16 og stendur sýn- ingin fram til 11. mars. Morgunblaðið/Golli Hægt er að nálgast sýningu Martinez eins og teiknimyndasögu. Líkaminn og listin Guillermo Martinez opnar sýningu í galleríi Geysi í dag
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.