Morgunblaðið - 20.03.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.03.2001, Blaðsíða 16
LANDIÐ 16 ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Geitagerði - Aðalfundur hluta- félagsins Barra h.f., fyrir starfsárið 2000-2001, var haldinn í Valaskjálf á Egilsstöðum 8. mars sl. Eins og kunnugt er rekur félagið plöntuupp- eldisstöð á Egilsstöðum og starfs- árið 1999-2000 rak það einnig gróðr- arstöðina í Fossvogi í Reykjavík. Fram kom í skýrslu stjórnar, að samkvæmt reikningsuppgjöri var tap á rekstri félagsins um 5 millj- ónir króna og er það nokkuð verri staða en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Helstu ástæður fyrir tapinu eru þessar: Í fyrsta lagi var gert ráð fyrir að hætta öllum rekstri gróðr- arstöðvar í Fossvogi sl. sumar en nauðsynlegt reyndist að vera með starfsemi þar til októberloka. Ástæða þess er sá dráttur sem varð á sölu birgða til Reykjavíkurborgar og yfirtöku borgarinnar á rekstri stöðvarinnar. Launakostnaður og annar rekstrarkostnaður þar varð því nokkru hærri en ráð var fyrir gert. Í öðru lagi reyndist ekki unnt að ganga frá sölu á plöntulager og rekstrarvörum Fossvogsstöðvar á fjárhagsárinu, eins og vonir stóðu til. Gengið var frá þessari sölu í des- ember og keypti Reykjavíkurborg birgðirnar en Ræktunarstöð borg- arinnar hefur nú yfirtekið gróðrar- stöðina í Fossvogi. Í þriðja lagi reyndist plöntusala í Fossvogi undir vonum og munar þar mestu að sala á vegum Blóma- vals var minni en áætlað var. Vænst betri afkomu næstu árin Á síðustu fjárlögum ríkisins (2001) hefur auknu fjármagni verið varið til skógræktar. Framlög hafa hækkað til Héraðsskóga og einnig til nýrra landshlutabundinna skóg- ræktarverkefna. Vænst er því mun betri afkomu félagsins á næstu ár- um. Þannig er gert ráð fyrir að hagnaður yfirstandandi árs verði um 4 milljónir króna. Eigið fé hluta- félagsins er bókfært á 49.559.000 kr., sem er lækkun um 3.235.000 kr. frá sl. ári. Greiðslustaða félagsins var erfið á síðasta ári en eftir sölu eignanna í Fossvogi hefur hún verið góð og er reiknað með að svo verði út þetta ár. Um þessar mundir er verið að ganga frá ræktunarsamningum vegna framleiðslu ársins 2001. Gert er ráð fyrir að plöntusala til Hér- aðsskóga aukist úr 1.110.000 plöntum í 1.280.000 plöntur; auk þess verða framleiddar 350.000 plöntur fyrir nýstofnaða Austur- landsskóga og fleiri aðila, svo sem Landgræðsluna. Árið 2000 voru af- hentar samtals 1.608.000 plöntur frá uppeldisstöð Barra á Egilsstöðum, sem er svipað magn og 1998 en nokkru minna en árið 1999. Skipt- ing milli tegunda er þannig, að rússalerki er í fyrsta sæti, eða 41% af framleiðslunni, þá birki, greni, stafafura og nokkrar aðrar tegundir í minna mæli. Eins og áður voru Héraðsskógar langstærsti kaupandi skógarplantna, eða með 1.090.000 plöntur. Aðrir helstu kaupendur voru Aldamótaskógar, Skógrækt ríkisins og Landgræðsluskógar. Sumarið 2000 var sáð tvisvar í gróðurhúsið á Egilsstöðum, alls í 43.000 bakka, eða samtals 2.191.000 hólf. Áætlað er að framleiðslan hafi skilað um 1.554.000 plöntum, sem er rúmlega 70% nýting. Framleiðslu- geta gróðurhússins er um 46 þús- und bakkar á ári, miðað við að sáð sé tvisvar. Barri hf hefur gegnum árin verið með plöntur í háum gæðaflokki, enda hefur stöðin á að skipa traustu og vel þjálfuðu starfsfólki. Fram- kvæmdastjóri er sem fyrr Jón Kristófer Arnarson en stjórnarfor- maður Hilmar Gunnlaugsson. Aðalfundur Barra hf. á Egilsstöðum Fimm milljóna króna rekstrartap Morgunblaðið/Guttormur V. Þormar Starfsfólk Barra við grisjun og eftirlit plantna í gróðurhúsi félagsins. Borgarnesi - Framkvæmdanefnd félagsmiðstöðvar fyrir „eldri ung- linga“ í Borgarnesi veitti 50.000 krónum viðtöku frá Lionsklúbbnum Öglu. Lionsklúbburinn gefur pen- ingana til kaupa á PlayStation- leikjatölvu og leikjum eins og krakkarnir hafa sjálfir ákveðið. Félagsmiðstöðin hefur verið starfrækt af fullum krafti í vetur og er opið tvö kvöld í viku frá 20–23 og miðast aldurinn við 16–20 ára. Þarna hittast krakkarnir, drekka kaffi eða kók, lesa, læra, horfa á sjónvarp, spila biljarð, hlusta á tón- list eða spjalla saman. Algjört reyk- bann er í félagsmiðstöðinni og öll meðferð áfengis að sjálfsögðu bönn- uð. Ekki er enn komið nafn á stað- inn en unglingarnir kalla hann sín á milli ,,Veigar“. Staðurinn er ágæt- lega sóttur, segir framkvæmda- nefndin að um 12 til 15 krakkar komi á kvöldi og í verkfallinu litu enn fleiri inn. Þegar eitthvað sér- stakt er um að vera eins og t.d. karaókí eru send sms-skilaboð til um 60 til 70 krakka og þeir látnir vita. Þegar félagsmiðstöðin var formlega opnuð síðastliðið sumar lagði bærinn til tvær milljónir í verkefnið. Krakkarnir unnu sjálfir við að mála og standsetja og reyndu að kaupa húsgögn af hagsýni. Kaup- félag Borgfirðinga gaf 50.000 kr. til kaupa á sjónvarpstæki og ýmislegt hefur sankast að staðnum. Fram- kvæmdanefndin segist afar ánægð með árangurinn og bjóst ekki við að þetta yrði eins fínt og raun ber vitni. Ætla að kaupa leikjatölvu Ólafsvík - Föstudaginn 16. mars fór fram formleg opnun heimasíðu Grunnskólans í Ólafsvík. Athöfnin fór fram í hátíðarsal skólans að við- stöddum nemendum og starfsfólki ásamt gestum. Sigurlaug Jensey Skúladóttir, tölvukennari við skól- ann, hefur haft veg og vanda af gerð síðunnar og hóf undirbúninginn síð- astliðið haust. Útkoman er lifandi og litrík síða þar sem hægt er að kynna sér flest allt sem viðkemur skólanum og skólastarfinu og skoða fjölda ljós- mynda. Þar má m.a. finna helstu upplýsingar, fréttabréf, bekkjavefi, skóladagatal, fræðast um sögu skól- ans og kynna sér skipulag og verk- efni sem eru á döfinni. Að sögn Sveins Þórs Elinbergssonar skóla- stjóra er stefnt að því að heimasíðan verði vettvangur gagnvirkra sam- skipta heimilanna og skólans og er ýmislegt í smíðum þar að lútandi, má þar nefna nýja skólanámskrá skólans sem birt verður á síðunni. Þá er ætl- unin að bæta og auka við síðuna jafnt og þétt og uppfæra hana reglulega. Grunnskóli Ólafsvíkur var tölvu- væddur fyrir nokkrum misserum og hófst þá markviss tölvukennsla með tilheyrandi búnaði. Heimasíðan er liður í sérstakri „sóknaráætlun“ skólans og eru í sjónmáli nýir áfang- ar í tækjavæðingu og verkefnum tengdum tölvusamskiptum. Nú þeg- ar hefur skólinn hafið samstarf við grunnskóla í Suðvestur-Frakklandi þar sem lögð er áhersla á samskipti og samvinnu nemenda og kennara í gegnum tölvu. Þá er skólinn einnig þátttakandi í samstarfsverkefni evr- ópskra skóla eða „Comenius-áætlun- inni“ sem er liður í Sókrates-áætlun Evrópusambandsins. Þar er miðað að auknu samstarfi, samskiptum og kynnum kennara og nemenda í grunn- og framhaldsskólum í Evr- ópu. Slóð heimasíðu Grunnskólans í Ólafsvík er http://olafsvikurskoli.is- mennt.is. Grunnskólinn með heimasíðu Morgunblaðið/Elín Una Jónsdóttir Sveinn Þór Elinbergsson skólastjóri þakkar Sigurlaugu Jensey Skúla- dóttur vefara ötult starf við uppsetningu heimasíðunnar. Norður-Héraði - Afkomendur Ingi- bjargar Jónsdótttur, sem var gift Aðalsteini Jónssyni og bjó á Vað- brekku í Hrafnkelsdal í fimmtíu ár, héldu upp á að hundrað ár voru liðin frá fæðingu hennar 10. mars síðast- liðinn. Haldið var upp á afmælið á þrem- ur stöðum á landinu og sóttu um 130 afkomendur hennar og makar þeirra þessa afmælisveislu. Afkomendurnir hittust í Golfskálanum á Ekkjufelli í Fellabæ, Félagsheimili Þórs, Hamri, á Akureyri og í heimahúsi í Graf- arvogi í Reykjavík. Ingibjörg var gift Aðalsteini Jóns- syni í rúm sextíu ár þar til hann lést árið 1983, þar af bjuggu þau á Vað- brekku í fimmtíu ár frá því þau giftu sig árið 1922. Ingibjörg lést fyrir fjórtán árum árið 1987, áttatíu og sex ára að aldri. Afkomendur Ingibjargar og Aðal- steins eru nú orðnir nær 160. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Barnabarnabörn Ingibjargar Jónsdóttur frá Vaðbrekku sungu henni til heiðurs í afmælisveislunni á Ekkjufelli þegar hundrað ár voru liðin frá fæðingu hennar. Hundrað ár frá fæðingu Ingibjargar Jónsdóttur Mývatnssveit - Hún hefur lengi beð- ið við þjóðveginn hjá Neslandavík eftir karli sínum, kerlingin í Kross- hól, og hann bíður hennar hinum megin víkurinnar karlinn á Tanga og hvorugt nálgast hitt. Trúlega er kerlingin gostappi úr gervigígnum Krosshól sem vatnið hefur sorfið í aldanna rás og nagað meira en til hálfs. Karlinn er lítilfjörlegur og engin von til að 5 metra há kerl- ingin þýðist hann. Morgunblaðið/BFH Kerlingin í Krosshól
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.