Morgunblaðið - 20.03.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.03.2001, Blaðsíða 21
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 21 HAGNAÐUR Landssíma Íslands hf. á árinu 2000 nam 149 milljónum króna, samanborið við 1.044 millj- ónir árið áður. Lækkun hagnaðar milli ára skýrist aðallega af því að óefnislegar eignir félagsins voru af- skrifaðar að fullu á árinu 2000. Af- skriftir á árinu 2000 námu samtals 5.168 milljónum króna en voru 3.329 milljónir á árinu 1999. Rekstrartekjur Símans jukust um 17,7% milli ára. Þegar innbyrðis við- skipti eru frátalin var hlutdeild GSM-þjónustunnar í heildartekjum Símans rétt um 40% og hefur hún vaxið ár frá ári. Viðskiptavinum Símans í GSM-kerfinu fjölgaði um 30% á árinu og voru rúmlega 133 þúsund í árslok. Rekstrargjöld Sím- ans hækkuðu um 15,9% milli ára. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði (EBIDTA) nam 6.564 milljónum sem er 20,3% aukning frá fyrra ári. Sem hlutfall af rekstrar- tekjum var brúttóhagnaðurinn 40,4% og hækkaði það hlutfall úr 39,5% árið áður. Viðskiptavild og yfirverð dóttur- og hlutdeildarfélaga afskrifuð á árinu Afskriftir Símans námu samtals 5.168 milljónum króna á árinu 2000. Þar af voru afskriftir fastafjármuna 3.025 milljónir og hækkuðu um tæp 22% milli ára. Fram kom í máli Þór- arins V. Þórarinssonar, forstjóa Landssímans, á kynningarfundi með fréttamönnum og fulltrúum fjár- málastofnana í gær, að þessar miklu afskriftir endurspegli mjög miklar fjárfestingar í tækjum og búnaði síð- ustu árin. Síminn hafi endurnýjað öll upplýsingakerfi sín frá grunni og kostað til þess miklu fé. Stjórn Símans ákvað að í stað þess að afskrifa viðskiptavild og yfirverð dóttur- og hlutdeildarfélaga á fimm árum, eins og áður var unnið eftir, að afskrifa eftirstöðvarnar að fullu árið 2000, og námu þær samtals 1.992 milljónum króna. Þar af voru 1.697 milljónir króna eftirstöðvar af þeirri viðskiptavild sem talið var að hafi verið vanmetin við stofnun félagsins og var færð til eignar með ákvörðun eigenda við uppgjör fyrir árið 1999. Þessi fjárhæð var upphaf- lega rétt um 5 milljarðar króna með vöxtum og verðbótum um þar síð- ustu áramót og var þá ákveðið að af- skrifa þessa fjárhæð á 5 árum frá 1998 að telja. Samkvæmt því hefði síðasti hlutinn átt að falla til gjalda í reikningi ársins 2001 og var þá með- al annars horft til þess hvernig ætlað væri að þessi gjöld kæmu inn í skatt- uppgjör félagsins. Þórarinn sagði að fyrir nokkru hafi komið í ljós að þær upplýsingar sem stuðst hafi verið við hafi ekki staðist í öllum greinum og því kæmi þessi liður til gjalda gagn- vart skattuppgjöri á árunum 2000– 2004. Þegar þetta hafi legið fyrir og jafnframt tillögur einkavæðingar- nefndar um sölu hluta í félaginu þeg- ar á þessu ári hafi stjórn Símans þótt einsýnt að heppilegra væri að gjaldfæra þessa fjárhæð strax og raunar allt yfirverð á keyptum hlut- um í félögum, þannig að engin við- skiptavild stæði á eignahlið félagsins um síðustu áramót. Yfirverð félaga sem afskrifast samkvæmt þessu var 295 milljónir króna. Gjaldfærð við- skiptavild af þessum toga er því samtals 1.992 milljónir króna. Þar við bætist varúðarfærsla að fjárhæð 150 milljónir sem ætlað er að standa á móti mögulegum áföllum félaga sem Síminn hefur fjárfest í. Hlutur keyptur í 24 félögum á árinu Fjármunatekjur og fjármagns- gjöld Símans voru neikvæð um 646 milljónir króna í fyrra samanborið við 340 milljónir árið áður. Þar af var gengistap 290 milljónir króna. Á árinu 2000 fjárfesti Síminn í varanlegum rekstrarfjármunum fyr- ir 5.459 milljónir króna, mest í eigin grunn- og þjónustukerfum, en einn- ig í félögum sem fyrirtækið hefur talið hagkvæmt að tengjast með eignaraðild. Samtals keypti Síminn hluti í 24 félögum og jók lítillega við fjárfestingar í nokkrum öðrum, fyrir samtals 1.290 milljónir króna. Jákvætt að fjárfesta í sprotafyrirtækjum Sigríður Torfadóttir, sérfræðing- ur hjá rannsóknum og greiningu Búnaðarbankans Verðbréfum, segir að rekstrartekjur Landssímans hafi hækkað um tæplega 18% milli ára og numið tæplega 16,3 milljörðum króna samanborið við 13,8 milljarða árið áður. Mest aukning varð á tekjum af GSM-rekstri sem jukust um 40% milli ára og eru nú um 40% af heildartekjum félagsins. Miðað við þær tölur hafi aðeins verið um 6% aukning á öðrum tekjuliðum sem sýni glöggt þá þróun sem nú eigi sér stað á fjarskiptamarkaðinum. Þrátt fyrir aukna samkeppni sé markaðs- hlutdeild fyrirtækisins góð en sam- kvæmt upplýsingum frá Lands- símanum hafi fyrirtækið fengið u.þ.b. 60% af öllum GSM-nýskrán- ingum á síðasta ári. „Það sem einkenndi afkomu Landssímans á árinu 2000 voru miklar afskriftir. Í fyrsta lagi hækk- uðu afskriftir á varanlegum rekstr- arfjármunum um tæplega 20% sem endurspeglar miklar fjárfestingar í tækjum og búnaði síðustu ár. Á síð- asta ári fjárfesti Landssíminn í fjar- skiptabúnaði fyrir rúmlega 3,6 millj- arða, sem er um 46% aukning frá árinu áður. Í öðru lagi námu afskrift- ir óefnislegra eigna rúmlega 2,1 milljarði samanborið við 0,8 millj- arða árið áður. Meginhluti þeirra af- skrifta, eða tæplega 1,7 milljarðar, eru eftirstöðvar af þeirri viðskipta- vild sem var að mati samkeppnis- stofnunar vanmetin við stofnun félagsins. Þessi viðskiptavild var 5 milljarðar í upphafi og átti að af- skrifa hana á fimm árum frá 1998 en meðal annars vegna tillögu einka- væðinganefndar um sölu hluta í félaginu var ákveðið að gjaldfæra eftirstöðvar viðskiptavildarinnar að fullu á síðasta ári. Að auki var gjald- færð viðskiptavild vegna yfirverðs á keyptum hlutum í félögum, samtals 295 milljónir. Gjaldfærsla viðskipta- vildar í einu lagi er orðin þekkt að- ferð en bæði Össur hf. og Skeljung- ur hf. fóru þessa leið í sínum reikningsskilum. Skattalega er við- skiptavildin afskrifuð á lengri tíma og þrátt fyrir að þessi aðferð dragi úr hagnaði fyrirtækisins á tíma- bilinu hefur það ekki áhrif á verð- mat. Eðlilegra er í því samhengi að horfa á veltufé frá rekstri sem jókst um 46% og nam 6,1 milljarði króna þrátt fyrir að hagnaður ársins hafi einungis verið um 10% af hagnaði fyrra árs.“ Sigríður segir að það hafi verið stefna Landssímans undanfarin ár að fjárfesta í sprotafyrirtækjum í stað þess að leggja áherslu á að byggja upp þróunardeild innan fyr- irtækisins. Þessi stefna Landssím- ans verði að teljast nokkuð jákvæð og auðveldi fyrirtækinu að halda í við þá þróun sem á sér stað á mark- aðinum. „Það er sýnilegt að mikil vinna hefur farið fram innan fyrirtækisins til þess að taka á móti breyttum að- stæðum á markaði og aukinni sam- keppni. Stjórnendur fyrirtækisins virðast nú vinna markvisst að und- irbúningi fyrir sölu á hluta ríkisins í vor og skráningu á hlutabréfamark- að. Sú undirbúningsvinna er mikil- vægt innlegg í vinnu þeirra aðila sem munu koma að verðmati og sölu fyrirtækisins, sérstaklega í ljósi þess hversu knappur tími er til stefnu,“ segir Sigríður. Hagnaður Lands- símans 149 milljónir                                                                                                        !" "! #$   ! %&    '(   )&)  ! ')     !$% %!#"$   '!%(& #*+ "# "!#  "$# "# $"$# ! " # " # $$"!# $"#  "# "# !"# "# "# !"# "#      %& '   '   '       %&        %&  
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.