Morgunblaðið - 20.03.2001, Blaðsíða 44
HESTAR
44 ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
R
eykjavík er stundum
kölluð borg og
stundum bær. Talað
er um að fara „í bæ-
inn“ þegar förinni er
heitið í miðborgina og stundum er
Reykjavík ekki kölluð höfuðborg
heldur höfuðstaður (sem óneit-
anlega dregur úr virðuleikanum). Í
ljóðabókinni sem gjarnan er talin
marka uppgötvun fegurðarinnar í
íslensku borgarlífi, Fögru veröld,
er Reykjavík oftar nefnd bær en
borg – enda var hún einmitt
kannski mitt á milli á fjórða áratug
liðinnar aldar. Tómas Guðmunds-
son orti um húsin í bænum, um
flugvélar sem bruna yfir bæinn,
um húmið sem hnígur á bæinn, en
einnig um unga, rísandi borg og
borgina sem ljómar.
Þar sem nú hafa verið nefnd til
sögunnar lykilhugtökin „flug-
vélar“ og „borg“ kynnu einhverjir
að halda að pistill þessi fjallaði um
blessað flugvallarmálið, sem trufl-
aði víst fleiri en það gladdi. Svo er
þó ekki. Hér er sjónum beint að
skipulagi al-
mennt, en það
besta sem
flugvallar-
kosningabar-
áttan gerði var
einmitt að
vekja umræð-
ur og hugsanir um skipulagsmál.
Vonandi munu þær lifa áfram og
þá um fleiri atriði en flugvöll og
mýrar.
Það er nefnilega þannig að
Reykjavík er ung borg, ung og rís-
andi, og því er rétta tækifærið
núna til þess að móta aðferðir við
farsæla uppbyggingu hennar. Ým-
is mistök hafa auðvitað verið gerð
frá því fyrsta hallamálið fór á loft
við Sundin, en með rannsóknum,
umræðum, hugmyndavinnu og
áætlanagerð má forðast fleiri slík í
framtíðinni. Þetta er óskatími
arkitektanna, skipulagsfræðing-
anna og húsbyggjendanna.
Víða með vina- og nágranna-
þjóðum munu menn vera í heldur
annarri stöðu en skipulagsyfirvöld
Reykjavíkurborgar. Þeir eru ekki í
því að finna upp – þeir eru í því að
breyta og laga. Þeir standa
frammi fyrir vandamálum eins og
að fella umfangsmikið nútíma-
miðborgarlíf í þröngar skorður
aldagamalla bygginga og öng-
stræta. Lappa upp á ljót úthverfi
sem enginn vill heimsækja og enn
færri búa í. Flytja tré og gróður
inn í hverfi þar sem steinsteypa
hefur útrýmt allri náttúru. Grafa
holur fyrir lestarkerfi og bílastæði
þar sem umferðarþungi hefur slig-
að gatnakerfin. Og síðast en ekki
síst standa þeir frammi fyrir því
stóra verkefni að verja sögufræg-
ar byggingar, listaverk og íbúana
sjálfa fyrir skemmandi áhrifum
þeirrar mengunar sem tæknivætt
stórborgarlífið veldur. Iðn-
aðarmengun í úthverfum, útblást-
ursmengun í miðborgum.
Þannig líta verkefnin út í evr-
ópskum og bandarískum borgum
og öðrum sem fjær liggja. Elstu
borgirnar búa við flest meinin –
dæmi: Aþena og Róm – en þar er
líka oft fallegasti arkitektúrinn,
mesta sagan og ríkasta borgarlífið.
Vandinn stafar af því að eðli og
umfang hversdagslífsins í dag er
allt annað en þess lífs sem borg-
irnar voru byggðar utan um. Slík
stökkbreyting kann að kallast
framþróun, en veldur mörgum og
stórum árekstrum í samlífi fólks
og umhverfis.
Sums staðar hafa hugmynda-
fræðingar brugðið á það ráð að
reyna að færa miðborgarlífið úr
sínum gömlu kjörnum á rúmbetri
svæði í stækkandi borgum. Gjarn-
an undir þak. Þetta hefur tekist
misjafnlega, sennilega af þeirri
ástæðu að miðborg á ævinlega
hlutverk sitt að þakka sögu og
hefð. Eða eins og maður nokkur
sagði í sjónvarpinu um daginn:
Hjartað verður alltaf vinstra meg-
in, sama hvað maður bætir á sig
mörgum kílóum.
Þetta hefur líka verið reynt á Ís-
landi, að færa miðbæi til. Sumir
segja að það hafi gerst óvart á Ak-
ureyri þegar Ráðhústorgið var
steinlagt og skömmu síðar opnuð
verslunarmiðstöð með endinguna
„-torg“ í nafninu. Sumir segja að
það hafi verið reynt á Akranesi
fyrir þónokkrum árum, þegar
stórmarkaður var reistur á auðu
svæði fjarri Akratorgi og skráður
með heimilisfangið „Miðbær 3“.
Sumir segja að það hafi verið
reynt í Reykjavík með því að reisa
í óþekktu hverfi stóra versl-
unarmiðstöð, leikhús og útvarps-
hús, ásamt háskóla.
En fólkið er tilfinningasamt og
það vill halda tryggð við miðbæina
sína og miðborgarkjarnana. Þess
vegna hefur aldrei tekist að færa
hjarta borga og bæja út í handlegg
eða upp í háls, eins og rakið hefur
verið á í lærðum greinum og fyr-
irlestrum á síðustu misserum.
Kannski myndast erill á ákveðnum
tímum á nýju stöðunum, en um
leið og búðum er lokað slokknar
lífið. Í miðborgum heldur lífið
áfram því þar byggir umferðin á
fleiru en bissness. Það er líka
kannski af þeim sökum sem út-
hverfi eru jafn líflaus og oft er
raunin. Þar er reist íbúðarbyggð
annars vegar og hins vegar versl-
anir og þjónustustaðir undir einu
þaki. Þangað á fólk erindi til
klukkan sex, í mesta lagi til níu, og
svo er allt dáið. Með þeim hætti
myndast ekki raunveruleg torg til
samveru og samfunda, iðandi líf
eða aðdráttarafl fyrir fólk á rölti.
Það læðist að leikmanni sá grun-
ur að hægt væri að mynda líf-
vænlegra hverfalíf ef reynt væri
annað skipulag við uppbyggingu
úthverfa. Þannig mæltist félaga
mínum í dægurspjalli um daginn
og ég sé að hann hefur rétt fyrir
sér. Og hún hefur líka talsvert til
síns máls, samstarfskona mín sem
fer akandi frá Kringlunni 1 út í
verslunarmiðstöðina Kringluna
með þeim rökum að „Kringlan sé
hönnuð fyrir bíla en ekki fólk“.
Eins og verslunarmiðstöðvarnar í
úthverfunum; reistar á opnum
svæðum með bílastæðum í kring,
og ekki ráð fyrir öðru gert en að
fólk komi þangað akandi.
Borgarlíf verður ekki búið til
með því einu að reisa byggingar.
Jafnvel ekki fallegar byggingar.
Fegurð borga liggur í lífinu sem í
þeim iðar, eins og Tómas benti á
með Fögru veröld. Þar er ekki
púkkað upp á arkitektúr einan og
sér. Þar er athygli vakin á því að
hvers kyns borgarumhverfi getur
verið fallegt, svo lengi sem þar
finnst fólk og líf, minningar og
saga. Við höfum söguna á ákveðn-
um blettum, en ef vel er haldið á
spöðum geta myndast aðstæður til
sögusköpunar í fleiri hverfum –
borgin er jú ung og sagan er að
mestu leyti framundan.
Því lífið heldur áfram, Austurstræti,
og önnur kynslóð tekur við af hinni,
sem forðum daga fór með þys og læti
og fagnaði og hló á gangstétt þinni.
Borg fyrir
fólk I
Bærinn er skrítinn.
Hann er fullur af húsum.
VIÐHORF
Eftir
Sigurbjörgu
Þrastardóttur
sith@mbl.is
– Tómas Guðmundsson
HVORKI fleiri né færri en níu
hestamót voru haldin um helgina.
Þar ber án efa hæst stjörnutöltið í
skautahöllinni á Akureyri á laug-
ardagskvöldið þar sem valinkunnir
gæðingar geystust um frera hall-
arinnar. Hans Kjerúlf mætti þar
með sinn kunna Laufa frá Kolla-
leiru og hafði sigur en þeir fengu
harða keppni frá Gísla Gíslasyni
og Birtu frá Ey sem hafði að sögn
salinn með sér. Þá kom í þriðja
sæti Baldvin Ari Guðlaugsson á
Golu frá Ysta-Gerði en síðan voru
það tveir Húnvetningar sem fylltu
úrslitin, þeir Jón K. Sigmarsson á
Freydísi frá Glæsibæ í fjórða sæti
og Tryggvi Björnsson á Snekkju
frá Bakka.
Nokkrir stóðhestar voru sýndir
á ísnum og að öðrum ólöstuðum
þóttu tveir hafa stolið senunni,
þeir Glampi frá Vatnsleysu sem er
síður en svo með lækkandi fóta-
burði og svo Hróður frá Refsstöð-
um sem var þarna einnig í feikna-
stuði.
Vetrarleikar Gusts voru haldnir
í Glaðheimum á laugardag við
frekar slæmar aðstæður á þungum
velli og blautum. Eigi að síður var
vel mætt bæði í keppnina og sömu-
leiðis var óvenju góð mæting í
áhorfendabrekkuna. Hestakostur
„heldrimanna“ þótti athygliverður
og ljóst að þeir gætu skákað ýms-
um í karlaflokknum veldu þeir
þann kostinn að tefla gæðingum
sínum fram þar. Dómarar voru
Sigurður V. Matthíasson og Edda
Rún Ragnarsdóttir.
Á Selfossi var Sleipnir með sitt
annað mót á árinu og var þátttaka
góð að undanskildum barna- og
unglingaflokkum og sagði Steindór
Guðmundsson það vissulega
áhyggjuefni hversu illa gengi að fá
krakkana til að taka þátt í þessum
mótum. Vandamálið væri ekki það
að krakkar stunduðu ekki hesta-
mennsku þar eystra heldur snerist
það um að fá þau út á völlinn. Að
öðru leyti tókst mótið vel enda
veður eins og best var á kosið og
hrossin góð að sögn Steindórs.
Hjá Mána á Suðurnesjum var
haldið svokallað Matarlystarmót.
Ekki hefur það neitt með hrossa-
kjötsát að gera heldur var það fyr-
irtækið Matarlyst sem styrkti
mótið og meira en það því kokkar
þess sáu um að elda ofan í Mána-
félaga á árshátíð þeirra um kvöld-
ið. Mótið tókst hið besta enda að-
stæður prýðilegar og þátttakan
góð og hestakosturinn sömuleiðis.
Dómarar voru þeir Sigurður Óli
Kristinsson og Ingi Björn Guðna-
son.
Hefð hefur skapast fyrir einni
töltkeppni hjá Fáki í Reiðhöllinni í
Víðidal á hverjum vetri og á laug-
ardagskvöldið var blásið til leiks.
Fimmtíu og sex keppendur skráðu
sig til leiks að þessu sinni en auk
þess voru sýndir tíu stóðhestar,
níu þeirra í reið en einn þeirra,
Hergill frá Oddhóli, fékk að valsa
frjáls um salinn á svifmiklu og
rúmu brokki. Hinir voru Straumur
frá Hóli, Höfgi frá Ártúnum,
Hreggur frá Sauðafelli, Hegri frá
Glæsibæ, Jöfur frá Syðra-Lang-
holti, Djákni frá Votmúla, Ófeigur
frá Tóftum, Fálki frá Sauðárkróki
og Leiknir frá Laugarvöllum sem
þótti öðrum fremur bera af.
Í töltkeppninni var keppt í
þremur flokkum, tveimur styrk-
leikaflokkum og svo 19 ára og
yngri í sér flokki.
Á Gaddstaðaflötum héldu
Geysismenn annað mótið í sinni
Níu hestamót haldin um helgina
Stjörnur á ísn-
um á Akureyri
Vetrarmót Gusts haldið í Glaðheimum
Pollar
1. Guðný B. Guðmundsd. á Litla-Rauð, 10 v. rauðum, frá Svignaskarði
2. Guðlaug R. Þórsdóttir á Blesa, 9 v. rauðbles., frá Bjarnastöðum
3. Berta M. Hreiðarsdóttir á Bleik, 8 v. bleikum, frá Nefsholti
4. Charlotta R. Sigmundsdóttir á Kolbrúnu, 10 v. brúnni, frá Syðra-
Langholti
Börn
1. Bjarnleifur S. Bjarnleifsson á Tommu, 8 v rauðri, frá Feti
2. Freyja Þorvaldardóttir á Teklu, 8 v móbrúnni, frá Reykjavík
3. Emilía Gunnarsdóttir á Kolskeggi, 20 v jörpum, frá Minni-Borg
4. Sigrún Sigurðardóttir á Degi, 8 v leirljósum, frá Búðarhóli
5. Kristín H. Guðmundsd. á Glaumi, 10 v móálóttum, frá Búðarhóli
Unglingar
1. Reynir A. Þórsson á Krossfara, 8 v. rauðbles., frá Syðra-Skörðugili
2. Elka Halldórsdóttir á Baron, 7 v. frá Kópavogi
3. Tryggvi Tryggvason á Hlekk, 9 v. jörpum, frá Sandfelli
4. Hrefna B. Jónsdóttir á Storku, 13 v. rauðtvístj., frá Hólsseli
5. Anna Jónsdóttir á Kolfinnu, 7 v. brúnni, frá Hellishólum
Ungmenni
1. Berglind R. Guðmund. á Sjöstjörnu, 10 v. brúnstj., frá Svignaskarði
2. Guðrún E. Þórisdóttir á Glæsi, 10 v. brúnstj., frá Reykjavík
3. Kata Óðinsdóttir á Gusti, 10 v. gráum, frá Litlu-Gröf
4. Pála Hallgrímsdóttir á Elju, 8 v. svartri, frá Gunnarsholti
5. Sigríður Þorsteinsdóttir á Garpi, 9 v. brúnum, frá Skammbeins-
stöðum
Konur
1. Hulda G. Geirsdóttir á Dimmu, 10 v. svartri, frá Skagaströnd
2. Björg M. Þórsdóttir á Feng, 12 v. móskjóttum, frá Kópavogi
3. Birgitta D. Kristinsd. á Tollfríði, 5 v. bleikálóttri, frá Vindheimum
4. Helga Júlíusdóttir á Hrannari, 11 v. jörpum, frá Skeiðháholti
5. Þóra Ásgeirsdóttir á Vaski, 7 v. brúnum, frá Vallanesi
Heldri menn
1. Svanur Halldórsson á Gúnda, 8 v. mósóttum, frá Kópavogi
2. Ásgeir Guðmundsson á Herkúles, 7 v. rauðum, frá Glóru
3. Viktor Ágústsson á Hrímu, 5 v. grárri, frá Birtingarholti
4. Hilmar Jónsson á Toppi, 18 v. rauðbles., frá Skíðbakka
5. Sæmundur Guðmundsson á Bjarti, 8 v. bleikálóttum, frá Ölvalds-
stöðum II
Karlar
1. Steingrímur Sigurðsson á Sörla, 8 v. rauðbles., frá Kálfhóli
2. Kristinn Valdemarsson á Birtu, 8 v. bleikálóttri, frá Hvolsvelli
3. Ríharður F. Jensen á Júpíter, 8 v. jörpum, frá Kalastaðakoti
4. Haraldur Gunnarsson á Emblu, 8 v. grárri, frá Akurgerði
5. Þorvarður Guðmundsson á Milljón, 8 v. rauðblesóttum, frá Indr-
iðastöðum
Árshátíðarmót Mána og Matarlystar á Mánagrund
Pollar
1. Ásmundur E. Snorrason á Glóð 10 v. rauðri frá Keflavík
2. Hafliði Brynjarsson á Eldingu 9 v. brúnni frá Áshildarholti
3. Una M. Unnarsdóttir á Perlu 10 v. jörp
4. Ólöf Guðmundsdóttir á Yljari 11 v. brúnum frá Grundarfirði
5. Guðbjörg Gunnarsdóttir á Þrym 6 v. bleikálskjóttum frá Keflavík
6. Marsibil Sveinsdóttir á Rover 19 v. brúnum
Börn
1. Camilla P. Sigurðardóttir á Takti 8 v. leirljósum frá Stóra-Hofi.
2. Guðmunda Gunnarsdóttir á Vöndu 9 v. brúnni
3. Margrét Margeirsdóttir á Svarti 16 v. svartur frá Sólheimagerði
4. Hinrik Albertsson á Funa 10 v. rauðum frá Árbæjarhelli
5. Magnús Guðmundsson á Djarfi 6 v. rauðstjörnóttum frá Stóra
Vatnsskarði
6. Sigríður Sveinsdóttir á Glæsi 8 v. jörpum frá Melabergi
Unglingar
1. Rut Skúladóttir á Klerki 8 v. brúnskjóttum frá Laufási
2. Gunnhildur Gunnarsdóttir á Snót 8 v. brúnskjóttri frá Keflavík
3. Birgir J. Olsen á Loftfara 8 v. rauðum frá Litla Kambi
4. Róbert Guðnason á Hauki 14 v. brúnum frá Akureyri
5. Heiða R. Guðmundsdóttir á Orku 8 v. rauðri frá Meðalfelli
Ungmenni
1. Rúnar Ó. Einarsson á Halifax 10 v. rauðblesóttum frá BreiðaBólstað
2. Arnar Dór Hannesson á Sleipni 8 v. jarpur frá Höfn
3. Guðmundur Ó. Unnarsson á Braga 6 v. rauðum frá Þúfu
4. Hrafnhildur Gunnarsdóttir á Prins 13 v. brúnum frá Ketilsstöðum
5. Gunnar Örn Einarsson á Glófaxa 10 v. frá BreiðaBólstað
Konur
1. María Guðmundsdóttir á Mósa 10 v. mósóttum frá Múlakoti
2. Gunnhildur Vilbergsdóttir á Sunnevu 6 v. sótrauðri frá Votmúla
3. Helena Guðjónsdóttir á Hrafni 10 v. brúnum frá Reynifelli
4. Svala R. Jónsdóttir á Hugi 7 v. brúnum frá Feti
5. Eygló Einarsdóttir á Lokki 7 v. brúnskjóttum frá Hamraendum
Karlar
1. Jón B. Olsen á Glanna 8 v. rauðstjörnóttum frá Skógum
2. Halldór Ragnarsson á Hamri 14 v. rauðglófextum frá Ólafsvík
3. Jóhann Jónsson á Skugga 12 v. brúnum frá Skeljabrekku
4. Atli G. Jónsson á Keili 11v. Rauðblesóttum frá Dalsmynni
5. Jónas Ragnarsson á Erpi 12 v. jörpum frá Fornustekkum
100 metra flugskeið
1. Sigurður Kolbeinss. á Fölva 6 v. bleikur frá Hafsteinsstöð., 9,40 sek.
2. Gunnar Eyjólfsson á Lukku 8 v. leirljósri frá Kjarnholtum, 9,76 sek.
3. Guðmundur Hinriksson á Blika 11 v. rauðum frá Torfunesi
4. Jón B. Olsen á Skúmi 8 v. brúnum frá Hnjúkahlíð
Opið töltmót Fáks var
haldið í Reiðhöllinni í Víðidal
I. flokkur
1. Leo G. Arnarson, Fáki, á Stóra-Rauð, 7 v. frá Hrútsholti
2. Sigurbjörn Bárðarson, Fáki, á Byl 8 v. frá Skáney
3. Sigurður Sigurðarson, Herði, á Núma 8 v. frá Miðsitju
4. Tómas Ragnarsson, Fáki, á Jódísi 5 v. frá Reykjavík
5. Vignir Jónasson, Fáki, á Randver 6 v. frá Nýjabæ
II. flokkur
1. Maríanna Gunnarsdóttir, Fáki, á Kópi 6 v. frá Kílhrauni
2. Katrín Stefánsdóttir, Andvara, á Adam 9 v. frá Ketilsstöðum
3. Ólöf Guðmundsdóttir, Fáki, á Krapa 8 v. frá Miðhjáleigu
4. Þóra Þrastardóttir, Fáki, á Fönix 11 v. frá Tjarnarlandi
5. Þórður Kristleifsson, Andvara, á Tristan 9 v. frá Hvanneyri
19 ára og yngri
1. Silvía Sigurbjörnsdóttir, Fáki, á Garpi 11 v. frá Krossi
2. Eyjólfur Þorsteinsson, Sörla, á Óríon 15 v. frá Litla-Bergi
3. Árni B. Pálsson, Fáki, á Teiti 6 v. frá Teigi
4. Halldór F. Ólafsson, Andvara, á Rómi 10 v. frá Hala
5. Signý Á. Guðmundsdóttir, Fáki, á Straumi 11 v. frá Hofstaðaseli
Vetrarmót Geysis haldið á Gaddstaðaflötum
Opinn flokkur, atvinnumenn
1. Ísleifur Jónasson á Syrpu 5 v. frá Kálfholti
2. Elvar Þormarsson á Vöku 7 v. frá Hvolsvelli
3. Vignir Siggeirsson á Gný 6 v. frá Stokkseyri
Úrslit hestamótanna um helgina