Morgunblaðið - 20.03.2001, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 20.03.2001, Blaðsíða 63
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 63 Nú færir nýjasta tækni þér húðina sem þig langar í. Finndu hana. Ótrúlega mjúk og slétt. Sjáðu hana. Ótrúlega björt og jafnlit. Og þá eru líka öll smá- vandamál húðarinnar - svitaholur, fínar línur, flögnun og roðablettir - úr sögunni með þessari nýju náttúrulegu aðferð. Skin-Refinishing Comp- lex. Idealist. Húðumhirða í æðra veldi. Estée Lauder útsölustaðir: Clara Kringlunni, Sara Bankastræti, Lyfja Lágmúla, Lyfja Garðatorgi, Lyfja Laugavegi, Lyfja Hamraborg, Lyfja Setbergi, Hagkaup Kringlunni, Hagkaup Smáranum, Hagkaup Spönginni, Lyf og heilsa Austurstræti, Apótek Keflavíkur, Hjá Maríu Hafnarstræti og Glerártorgi Akureyri. Draumahúðin þín. Sjáðu, finndu, fáðu hana. Estée Lauder kynnir Idealist Skin Refinisher TILTÖLULEGA friðsamt var í miðborginni um helgina og ölvun ekki mjög mikil. Afskipti voru höfð af fimm unglingum vegna aldurs og þeir færðir á aðalstöð en síðan sóttir af forráðamönnum. Tveir menn voru handteknir hvorn dag- inn og tveir fluttir á slysadeild á sunnudag. Um helgina voru 10 ökumenn grunaðir um ölvun við akstur en 31 um of hraðan akstur. Þrátt fyrir góða veðrið urðu 48 umferðar- óhöpp með eignatjóni sem tilkynnt voru til lögreglu. Síðdegis á föstudag féll farmur af vörubifreið á gatnamótum Reykjanesbrautar og Breiðholts- brautar með þeim afleiðingum að skemmdir urðu á fjórum bifreið- um. Með stúlku í skottinu Á föstudagskvöld var bifreið stöðvuð á Miklubraut austan Kringlumýrarbrautar vegna þess að stúlka var í skotti bifreiðarinn- ar. Slíkt er ólöglegt og hættulegt auk þess sem farþeginn í skottinu er ótryggður ef eitthvað kemur fyrir. Rétt eftir miðnætti aðfaranótt laugardags var tilkynnt um opið ræsi á miðri Sæbraut. Bifreið var ekið á brunnlokið og við það skemmdist hún en lokið þeyttist á aðra bifreið sem einnig skemmdist. Snemma á laugardagsmorgun var bifreið ekið aftan á aðra bifreið í Geirsgötu. Þegar ökumaður ætl- aði að ræða við tjónvaldinn ók hann á brott. Bifreiðin sást stuttu síðar á gatnamótum Mýrargötu og Ægis- götu en þar var henni ekið gegn rauðu ljósi. Bifreiðin náðist í Vest- urbænum þar sem ökumaður var handtekinn en hann er grunaður um ölvun við akstur. Eftir hádegi á laugardag var kvartað yfir akstri vélsleða í og við fólkvanginn í Bláfjöllum. Rætt var við nokkra vélsleðamenn og reynt að fá þá til að fara eftir reglum. Síðdegis á föstudag féll kona og slasast á höfði í Faxafeni. Hurð verslunar lokaðist á konuna með þeim afleiðingum að hún féll í göt- una. Konan fékk skurð við vinstra gagnauga og var flutt á slysadeild. Þá var tilkynnt um það eldur logi í fjörunni við Gufunes en ekki sé fyllilega ljóst hvað sé að brenna. Þarna hafði verið kveikt í gömlum rotþróm og ónýtum vinnuskúr. Greiðlega gekk að slökkva og tjón var óverulegt. Vopnaður leikfangabyssum Um miðnætti var tilkynnt um mann sem hafi komið inn í söluturn í Seljahverfi vopnaður tveimur byssum. Maðurinn fannst eftir talsverða leit og reyndist þá vera með leikfangabyssur. Hann var handtekinn og fluttur á lögreglu- stöð. Það eru margir sem ekki átta sig á því að bannað er að vera með eftirlíkingar af vopnum og geta menn orðið fyrir verulegum óþæg- indum ef þeir gera slíkt. Maður varð fyrir líkamsárás ut- an við veitingastað í Þingholts- stræti aðfaranótt laugardags. Hann var sleginn í andlitið með flösku þannig að gleraugu brotn- uðu og maðurinn skrámaðist í and- liti. Kona datt niður stiga á veitinga- stað í Hafnarstræti. Hún hlaut nokkra áverka á andliti og var flutt með sjúkrabíl á slysadeild. Eftir hádegi var tilkynnt um mann sem væri að æla blóði á Hlemmtorgi. Þarna hafði maður dottið og fengið skurð á augabrún og blóðnasir. Hann var fluttur á slysadeild. Maður fótbrotnaði í Suðurgili í Bláfjöllum. Hann var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið. Í Víðidal datt 11 ára drengur af hestbaki og var talinn handleggs- brotinn. Hann var fluttur á slysa- deild með sjúkrabifreið. Á laugardagskvöld fréttist af fíkniefnaneyslu í húsi í austurborg- inni. Farið var í húsleit þangað og voru þrír menn handteknir. Við húsleit fundust ætluð fíkniefni og einnig ólöglegt áfengi. Þá var tilkynnt um innbrot í íbúð í Árbæjarhverfi. Stolið var mynd- bandstækjum og skartgripum. Þá var tilkynnt um að maður lægi óvígur á gangstétt eftir slags- mál í Naustunum. Ekki var vitað um mótaðila. Manninum, sem var með áverka á nefi og hægri kinn, var ekið á slysadeild. Á sunnudagsmorgun var til- kynnt um aðra brotna rúðu í versl- un í Holtunum. Þar var stolið tölvubúnaði. Þá var tilkynnt um að farið hefði verið inn í átta bifreiðar í bíla- geymslu í austurborginni. Frekar litlu var stolið. Farið var inn í bíl í annarri bílageymslu og stolið tals- verðu dóti. Tilkynnt var um að krakkar væru saman komnir í herbergi í austurborginni og að þar væri fíkniefnaneysla í gangi. Fjórir voru handteknir og færðir á stöð en ætl- uð fíkniefni og þýfi fannst í her- berginu. Farmur féll af flutninga- bíl og skemmdi fjóra bíla 16.–18. mars ÚR DAGBÓK LÖGREGLUNNAR alltaf á þriðjudögum NÝVERIÐ flutti Heildverslunin Gasa starfsemi sína í eigið húsnæði að Tunguvegi 19, Reykjavík. Hús- næðið var hannað af Rut Káradóttur arkitekt en lýsingarhönnun var í um- sjón Skarphéðins Smith hjá S.G. Í fréttatilkynningu segir að Gasa sé ferskt en rótgróið innflutningsfyr- irtæki á sviði snyrtivara, ilmvatna og vara tengdra því. Helstu merki séu m.a. Nina Ricci, Sally Hansen, Sot- hys, Stendhal, Cee förðunarvörur, 212 Carolina Herrera, I Coloniali baðvörur, allt þekkt og virt vöru- merki. Gasa selur vörur sínar í snyrtivörudeildir Hagkaups, apótek, snyrtivöruverslanir, snyrtistofur og Fríhöfnina. Eigandi hefur verið sá sami frá stofnun fyrirtækisins, Rósa Matth- íasdóttir. Heildverslunin Gasa flytur Morgunblaðið/Jón Svavarsson Rósa Matthíasdóttir eigandi ásamt tveimur af fjórum starfs- mönnum sínum, Lovísu Önnu Pálmadóttur og Elínu Rósudóttir. ATVINNA mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.