Morgunblaðið - 20.03.2001, Blaðsíða 57
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 57
ÞAÐ var aldrei siður
norrænna sækonunga
að murka lífið úr horn-
sílum og lækjarlontum,
eins og forfeður þínir
gerðu í Galíleu þegar
þeir ýttu á flot skjálf-
andi og skíthræddir og
báðu Guð að hjálpa sér
ef gerði ofurlitla tíkar-
gjólu. Þessi orð við-
hafði sálin hans Jóns
við Pétur í himnahlið-
inu. Sjálfbirgingshátt-
urinn og ósvífnin upp-
máluð og skilningur á
eigin stöðu víðsfjarri.
Lýðræði býður uppá
frjálsræði í skoðunum
og gerir fólki mögulegt að koma
þeim á framfæri og það jafnvel í
fjölmiðlum sem eru þeim ósammála.
Það er ekki langt síðan slíkt var
óhugsandi og ber því vott um auk-
inn þroska sem hefur skilað sér til
flestra.
Greinar þær sem fólk sendir blöð-
unum gefa þeim engu síður sál en
frásagnir og fréttir því þar er þjóð-
arsálin í hnotskurn. Ritstjóri blaðs
hringdi til mín vegna greinar sem
ekki féll í kramið og spurði mig
hvort ég vissi hvað kostaði að birta
grein. Þegar ég spurði á móti hvers
virði blaðið væri án greina, var hann
það réttsýnn að birta greinina án
frekari málalenginga. Fólk verður
að gæta sín að ofbjóða ekki fjöl-
miðlum og lesendum með grófu og
ósmekklegu rit- og orðmáli sem mér
sýnist reyndar flestum meðvitað.
En fólk er síður með á nótunum
hvað varðar rétt og
rangt í málflutningi um
menn og málefni og
ber við sem erfitt er að
varast, að sumir laum-
ast bakdyramegin.
Íslenskt mál er öll-
um hugsandi Íslend-
ingum í blóð borið að
vernda og virða. Ein-
hverju sinni fór belg-
ískur stjórnmálamaður
háðulegum orðum um
smæð íslensku þjóðar-
innar. Þegar landinn
sem háðinu var beint
að spurði Belgann
hvert væri þeirra
tungumál varð fátt um
svör. Hér heima hafa æðstu menn
gert það til háðungar einu ástsæl-
asta skáldi þjóðarinnar, manninum
sem flestum fremur vakti hana til
meðvitundar um mátt og fegurð ís-
lenskunnar, að verðlauna eina
manninn sem níðskældi líf Jónasar
og er þar að auki ótalandi á íslenska
tungu. Tungumál okkar sem Jónas
Hallgrímsson verndaði með svo
meistarlegum og listrænum hætti,
er í reynd hornsteinn sjálfstæðis
okkar. Landið sem Jónas kvað svo
fagurlega til, þjóðin og tungumálið
okkar, eiga honum meira að þakka
en svo að liðið sé að galgopar og
gárungar níði minningu hans í skjóli
sljórra stjórnvalda. Mér er ljóst að
tjáningarfrelsið má ekki skerða,
enda óæskilegt, en það þarf ekki að
verðlauna með fé almennings saur-
mennsku í kveðskap. Fegurðin má
ekki víkja fyrir ljótleikanum eins og
nú gerist víða í þjóðfélaginu.
Eflaust voru mistök að leyfa ekki
höfundum vinningslags að ráða ekki
á hvaða máli var sungið. Útvarps-
ráði gekk gott eitt til og þegar and-
staðan varð augljós dró flutnings-
maður tillöguna til baka. Þó Mörður
brygðist svona vel og drengilega
við, varð mikið fjaðrafok hjá þeim
sem þarna töldu sig geta komið
höggi á andstæðing í stjórnmálum
og engu líkara en ágæti mannsins
hafi verið þeim þyrnir í augum. Mér
sýnist Mörður vera kjarkmikill mað-
ur og réttsýnn og sem blæs á
heimsku og hugleysi. Ef lagið er tví-
sungið, væri gaman ef höfundur
væri svo djarfur og frumlegur að
láta annan hlutann vera á íslensku.
En trúlega mundu fáir þora slíku þó
þeir eigi að vita að keppnin er löngu
orðin pólitískur hráskinnaleikur.
Þar gilda kaup kaups, annars hefði
Selma unnið og mörg fleirri dæmi.
Það væri gaman að hlusta á mál
hverrar þjóðar fyrir sig því boð-
skapur textanna er oftast sáralítill.
En þarna eru peningarnir og frægð
einstaklinganna aðalatriðið. Ekki
hverju fólk hefur gaman af.
Að murka lífið
úr hornsílum
Albert
Jensson
Þjóðfélagsmál
Fegurðin, segir Albert
Jensen, má ekki víkja
fyrir ljótleikanum.
Höfundur er byggingameistari.
Súrefnisvörur
Karin Herzog
Vita-A-Kombi