Morgunblaðið - 20.03.2001, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 20.03.2001, Blaðsíða 67
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 67 Árni Steinar Jóhannsson er fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í iðnaðarnefnd og forsætisnefnd Alþingis. Árni Steinar verður til viðtals á skrifstofu flokksins í Hafnarstræti 20, 3. hæð, kl. 16 – 18 miðvikudaginn 21. mars. Allir velkomnir. Árni Steinar Jóhannsson Viltu öðlast meiri víðsýni? Langar þig til að kynnast annarri menningu? Viltu kanna ókunn lönd? Ingólfsstræti 3 2. hæð sími 552 5450 www.afs.is Viltu alþjóðlega menntun? Viltu auka starfs- og menntunarmöguleika þína? Ertu á aldrinum 15-18 ára? Umsóknarfrestur vegna brottfara í júní til september 2001 rennur út á bilinu 15. mars -15. apríl. Fer eftir löndum. Ennþá er möguleiki á ársdvöl, hálfsársdvöl og sumardvöl í nokkrum löndum. Alþjóðleg fræðsla og samskipti UNDIRRITAÐAN tekur það sárt að þurfa að svipta mikilhæfan hug- sjónamann ráðherratitli, en minn- ugur kenningarinnar, að ávallt beri að draga það fram, sem sann- ara reynist, leyfi ég mér að koma með eftirfarandi ábendingu: Í nýjasta hefti „Skagfirskra ævi- skráa“, sem út kom á síðasta ári, skrifar hinn vandvirki og að jafn- aði óljúgfróði rithöfundur og fræðimaður Árni Gunnarsson frá Reykjum á Reykjaströnd, meðal annars þátt um Friðrik Júlíusson verslunarmann á Sauðárkróki. Friðrik var, eins og fram kemur hjá Árna, föðurbróður hins þekkta stjórnmálamanns Einars Olgeirs- sonar (1902-1993). – Í þættinum nefnir Árni Einar alþingismann og ráðherra. Hið fyrra er rétt, sem alkunnugt er, en eigi hefi ég annars staðar séð né heyrt þess getið, að Einar hafi nokkru sinni borið ráðherra- titil. Tel ég útilokað, að slíkt hefði farið fram hjá samtíðarmönnum hans eða heimildarritum, sem um slík mál fjalla. – Sé ég mig því til- neyddan að svipta hinn látna dánu- mann ráðherranafnbótinni. Framkvæmi ég þó þá athöfn með allmikilli eftirsjá, því ég álít Einar með hæfileikamestu og áhrifamestu stjórnmálamönnum íslenskum á 20. öld, þótt pólitískar skoðanir hans væru ávallt um- deildar og þyki ekki mikill fagn- aðarboskapur um þessar mundir, að því er virðist. Er þó vandséð, hvað framtíðin ber í skauti sér í þeim efnum. Hvað sem um það er, þá tel ég að Einar hafi verið mannvinur, sem ávallt starfaði í þeirri góðu trú, að hann væri að stuðla að bættum hag hinna efnaminni og raunar þjóðarinnar í heild. Hann mun einnig hafa átt mörg önnur áhugamál, því maðurinn var fjöl- hæfur. Hann var meðal annars í hópi mestu mælskumanna, sem setið hafa á Alþingi. Einar mun hins vegar aldrei hafa sóttst eftir hinum virðulega ráðherratitli, þótt stundum hefði sú upphefð eflaust verið innan seil- ingar. Þetta leiðir hugann að því, að á síðari árum hefur talsvert verið um það rætt, að hæfileikamenn séu tregir til að gefa sig að stjórn- málum hérlendis. Er nú svo komið að jafnvel sjálfir ráðherrarnir eru farir að kvarta um „atgervisflótta“ úr stéttinni. Slíkar kvartanir boða kannski gott, því enginn mun alvitlaus, sem gerir sér grein fyrir eigin hæfn- iskorti. SVEINN KRISTINSSON, Þórufelli 16, Rvk. Mikilhæfur maður sviptur ráðherratign Frá Sveini Kristinssyni: MIG rak satt best að segja í roga- stans þegar ég sá að Indriði bóndi á Skjaldfönn, sá ágæti hagyrðingur, hafði heldur betur ruglast í ríminu í dálkinum „Bréf til blaðsins“ 11. mars síðastliðinn. Indriði heldur því fram að ég og Skotveiðifélag Íslands séum í and- stöðu við skógrækt. Þetta er alls ekki rétt. Við viljum hins vegar að aðgát sé höfð við stórfellda ræktun barrskóga í varplöndum rjúpunnar. Barrskógarnir eru rjúpunni ónýtan- legir, bæði sem fæða og sem varp- stöðvar. Við teljum að stórfelld skógrækt eigi að fara í umhverfis- mat eins og aðrar framkvæmdir sem orsaka rask í náttúrunni. Við teljum að ræktun laufskóga, og jafn- vel barrskóga, þar sem það á við sé af hinu góða. Þá er það einnig rang- minni hjá Indriða að Skotveiðifélag Íslands hafi farið fram á að murkað verði lífið úr hrossagaukum. Hið sanna í málinu er það að á sínum tíma spurðist félagið fyrir um það hjá Náttúrufræðistofnun hvaða fuglar þyldu veiðar frá líffræðilegu sjónarmiði, aðrir en þeir sem nú má veiða. Í svari Náttúrufræðistofnun- ar kom meðal annars fram að ís- lenski hrossagauksstofninn þyldi vel veiðar, enda er hann vinsæl veiðibráð erlendis. Skotveiðifélagið taldi að ekkert væri því til fyrir- stöðu að það mál yrði athugað frek- ar. Greip þá um sig mikill múgæs- ingur og átöldu margir okkur fyrir þetta. Forvitnilegt var að lesa það sem vinir smáfuglanna skrifuðu um þetta mál. Við stjórnarmenn SKOTVÍS lékum okkur að því að setja orðið hvalur í stað hrossa- gauks í þeim greinum þar sem höf- undar átöldu okkur fyrir að láta okkur detta í hug að kanna veiðar á hrossagauk. Um skoðanir Indriða um aðgerðir til varnar rjúpunni er margt gott að segja. Meðal þeirra hugmynda sem hafa komið upp innan Skotveið- félagsins er að setja bann við sölu villibráðar til veitingahúsa og versl- ana. Þykist ég vita að veiðimaðurinn og náttúruverndarsinninn Indriði á Skjaldfönn telji þessar hugmyndir áhugaverðar. Þegar ég þáði veitingar í eldhús- inu hjá Indriða og fjölskyldu hans fyrir tveimur haustum hafði Indriði bóndi verið við ritstörf. Indriði hef- ur líklegast verið þreyttur því hvergi kom fram í annars fjörugum og skemmtilegum samræðum okkar að ég væri helsti foringi framsókn- armanna í umhverfismálum og handgenginn Siv. Sem formaður Skotveiðifélags Íslands þarf ég að hafa töluverð samskipti við um- hverfisráðuneytið og hafa þau sam- skipti að mestu verið afar góð. Höf- um við t.d. átt mjög gott samstarf við ráðherrann um verkefni sem við stöndum nú að ásamt OLÍS og kall- ast „Láttu ekki þitt eftir liggja“. Miðast það að því að fá veiðimenn til að taka með sér notuð skothylki – sín og annarra – til byggða. Þetta verkefni okkar hefur skilað frábær- um árangri því 700 veiðimenn hafa komið með hátt í 100.000 notuð skot- hylki til byggða eftir veiðiferðir. Öllum þeim sem það vilja vita er kunnugt um að Framsóknarflokkur- inn hefur ekki leitað til mín eða SKOTVÍS um ráðleggingar í um- hverfismálum, því miður. Indriði þarf t.d. ekki annað en að kynna sér umræðuna um Fljótsdalsvirkjun og Eyjabakka til að komast að hinu sanna í því máli. Að lokum, frændi sæll, vona ég að þú hafir það sem best og komir vel undan vetri. Áður en þú ferð að birta einhverjar dylgjur um mig í blöðunum ættir þú bara að taka upp símtólið, hringja í mig og fá réttar upplýsingar – það er alltaf hress- andi að spjalla við þig. SIGMAR B. HAUKSSON, formaður Skotveiðifélags Íslands. Skjaldfannarbóndi ruglast í ríminu Frá Sigmari B. Haukssyni: HEILSUHRINGURINN VILT ÞÚ FRÆÐAST? Tímarit um holla næringu og heilbrigða lífshætti. Áskriftarsími 568 9933 Síðumúla 27 • 108 Rvík Veffang: http:www.simnet.is/heilsuhringurinn/ Gól fe fn i á v innustað inn Ármúla 23, sími 533 5060 mbl.isFRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.