Morgunblaðið - 20.03.2001, Blaðsíða 71
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 71
VÁKORT
Eftirlýst kort nr.
4543-3700-0029-4648
4543-3700-0036-1934
4543-3700-0034-8865
4507-4100-0006-6325
4548-9000-0056-2480
4543-3700-0027-8278
4507-4500-0028-0625
4507-2800-0004-9377
! "#
"$% &'
()( )$$$
BRETINN Michael Anderson telst
ekki í hópi snillinganna, engu að síð-
ur átti hann skemmtilega spretti og
setti mark sitt á á 7. og 8. áratuginn.
Gerði fjölmargar gangmyndir sem
nutu mikilla vinsælda, sem ekki síst
stöfuðu af fagmannlegri afþreyingu,
prýddri stjörnufans. Margir réru á
þessi mið og fengu öngulinn í aftur-
endann. Bestu myndirnar hans, The
Dam Busters (’55) og Umhverfis
jörðina á 80 dögum (’56), komu
reyndar nokkuð fyrr.
Með blátt leikhúsblóð
í æðum
Anderson (1920) er fæddur inní
gagnmerka leikhúsfjölskyldu í Lond-
on. Lawrence faðir hans var einn af
virtari leikurum síns tíma og vann
marga sigra á leiksviðum West End.
Menntaði son sinn í bestu skólum álf-
unnar; í Bretlandi, Frakklandi,
Þýskalandi og á Spáni. Michael lað-
aðist engu að síður að leikhúsinu og
fljótlega að kvikmyndagerð. Fyrstu
störfin sem hann gegndi í Elstree-
kvikmyndaverinu mörkuðu ekki stór
spor í sögu þess fornfræga fyr-
irtækis. Líkt og flestir aðrir, og þrátt
fyrir sitt bláa leikhúsblóð og dýra
menntun, varð Anderson að pota sér
inní dýrðina með sópinn í annarri
hendi og skúringafötuna í hinni.
Eftir nokkra reynslu sem ræsti-
tæknir fékk Anderson tækifæri til að
reyna sig sem leikari og síðar aðstoð-
arleikstjóri Pygmalion og French
Without Tears, en þá skall á síðari
heimsstyrjöldin og Anderson var
kallaður í herinn. Reynsla hans af
leik og leikstjórn gagnaðist honum
ekki í stríðsátökunum; Anderson
barðist sem óbreyttur hermaður.
Er hildarleiknum lauk sneri And-
erson sér umsvifalaust að fyrri störf-
um og var aðstoðarleikstjóri fjöl-
margra mynda frá 1946–49. Hann
hafði verið að leika sér að hand-
ritaskriftum og tókst að selja eitt
þeirra, Private Angelo, og var síðan
ráðinn til að leikstýra því. Myndin,
sem er byggð á reynslu höfundar af
stríðsbröltinu, fékk prýðilegar við-
tökur. Þar með hófst hálfrar aldar
leikstjórnarferill, sem vissulega ein-
kennist af meðalmennsku, frekar en
hitt, en ekki án nokkurra ágætra og
eftirminnilegra toppa. Hann hefur
skilað af sér á sjötta tug kvikmynda
og síðasta myndin kom þegar karl
var að verða áttræður.
Hollywood kallar
Fátt benti til þess fyrstu árin að
Anderson ætti eftir að halda út í
hálfa öld í leikstjórastólnum. Hell Is
Sold Out, The Night Was Our Friend
(báðar ’51), Waterfront Women og
Will Any Gentleman (báðar ’52),
fengu lélega dóma og aðsókn. 1955
kom hinsvegar The Dam Busters,
ein stríðsmyndanna sem Bretar
fjöldaframleiddu á þessum árum.
Var fyrst verka hans til að fá afger-
andi góða dóma og aðsókn. Hér kom í
ljós sá hæfileiki Andersons að flétta
saman brelluþrunginni spennu,
dramatík og skreyta síðan innihaldið
með stjörnum. Árangurinn vakti
slíka athygli að Hollywood rann á
lyktina og starfaði Anderson eftir
þetta beggja vegna Atlantsála.
Það var enginn annar en stórfram-
leiðandinn og frumkvöðullinn Mike
Todd sem bauð leikstjóranum vestur
um haf og árangurinn var Umhverfis
jörðina á 80 dögum (’56), ein vinsæl-
asta og tilkomumesta mynd sjötta
áratugarins. Sópaði til sín tilnefn-
ingum, verðlaunum – og áhorf-
endum, um allan heim.
Stanslaust stjörnuskin
Anderson tókst ekki að fylgja sigr-
inum nógu vel eftir. Næstu myndir á
eftir þóttu allgóðar og sumar hverjar
fengu ágæta aðsókn, einsog Shake
Hands With the Devil (’59), og enn-
frekar The Wreck of the Mary Deare
(’60). 1961 kom The Naked Edge á
markaðinn, glæpamynd minnisstæð-
ust fyrir þær sakir að Gary Cooper,
aðalleikarinn og framleiðandinn, var
þá orðinn heltekinn af sjúkdómnum
sem dró hann til dauða, sem leynir
sér ekki. The Flight From Ashiya,
átakamynd um flugmenn björg-
unarsveitar í Austurlöndum fjær, er
minnisstæðust fyrir Yul Brynner og
að vera ein jólamynda í skömmu lífs-
hlaupi Kópavogsbíós, sællar minn-
ingar. Ekki þurfti að kvarta undan
aðsókninni þær hátíðarnar.
Anderson var orðinn áberandi í
kvikmyndaheiminum og tókst mun
betur til ’65, þegar Operation Cross-
bow, ein stjörnum hlaðnasta stríðs-
mynd allra tíma, vakti mikla lukku
hjá kvikmyndahúsagestum um víða
veröld, Gamla bíó ekki undanskilið.
The Quiller Memorandum (’66)
fylgdi á eftir. Talsvert mögnuð kald-
astríðsnjósnamynd, minnisstæðust
fyrir alþjóðlegt stjörnuskinið;
George Segal, Max von Sydow, Alec
Guinness og Sentu Berger. Þá var
röðin komin að Skóm fiskimannsins –
The Shoes of the Fisherman (’68),
fokdýrri, stjörnum hlaðinni (hvað
annað?) stórmynd, byggðri á met-
sölubók Morris West. Útkoman ekk-
ert sérlega minnisstæð. Anthony
Quinn leikur páfa einsog Zorba með
bagal, annað eftir því.
Áttræður og enn að
1975 lauk Anderson við prýðilegt
réttardrama, Conduct Unbecoming,
byggt á samnefndu leikriti eftir
Barry England. Ekki skorti stórleika
frekar en fyrri daginn: Susannah
York, Stacey Keach, Christopher
Plummer, Trevor Howard, Richard
Attenborough og Michael York, sem
verður ekki talin rúsínan í pylsuend-
anum. Ári síðar kom Logan’s Run,
ein stærsta, dýrasta og vinsælasta
mynd Andersons. Framtíðarfantasía
þar sem menn mega aðeins ná þrí-
tugsaldri. Aðalpersónan (sá afleiti
York, enn eina ferðina) leggur á
flótta og gengur til liðs við uppreisn-
armenn. Frábær brellumynd, prýdd
góðum aukaleikarahópi með Peter
Ustinov í fararbroddi. Orca (’77),
önnur bandarísk stórmynd, af svo-
kölluðum hamfaramyndaflokki,
fylgdi í kjölfarið. Hér er það háhyrn-
ingur sem allt ætlar að drepa, kapt-
ein Richard Harris. Greinilegur for-
veri Keikó-ruglsins.
Hrollvekjan Dominique is Dead
(’79) er síðasta umtalsverða kvik-
mynd Andersons. Cliff Robertson
leikur ágjarnan eiginmann sem
hrekur eiginkonu sína (Jean Sim-
mons) til að taka líf sitt, en er ekki
sloppinn. Anderson hefur gert fimm
leiknar bíómyndir síðan, og all-
nokkrar sjónvarpsmyndir. Að
minnsta kosti tvær þeirra, Sæúlf-
urinn (’93) og Captains Courageous
(’96), hafa verið sýndar hérlendis og
sýndu það helst að jafnvel bestu
klassík er hægt að misþyrma og að
Anderson hefði betur sest í helgan
stein sextugur.
MICHAEL
ANDERSON
David Niven sem Phileas Fogg og Shirley MacLaine sem Aouda prins-
essa í Umhverfis jörðina á áttatíu dögum.
Michael Anderson ásamt Mich-
ael York og Farrah Fawcett við
tökur á Logan’s Run.
George Peppard og Sophia Lor-
en voru í hópi stórstirna sem
prýddu Operation Crossbow.
THE DAM BUSTERS
(1955) Velheppnuð, að flestu leyti merk
mynd um sanna árásaraðgerð
breska flughersins í síðara stríði.
Skotmarkið tvær, mikilvægar stífl-
ur í Þýskalandi, í Möhne og Eder.
Michael Redgrave leikur vísinda-
manninn sem hannaði sprengjurn-
ar í þessum tilgangi, en Richard
Todd flugliðsforingjann sem
stjórnar loftárásunum, og standa
báðir sig vel. Anderson og brell-
umeistararnir eiga mestar þakkir
skildar, enda um að ræða bestu
mynd Breta frá þessum árum um
nýlokið stríðið. Virkilega góð
spenna, sannfærandi framvinda og
aðgerðir, sem líta ótrúlega vel út
enn þann dag í dag.
UMHVERFIS JÖRÐINA Á 80
DÖGUM – AROUND THE
WORLD IN 80 DAYS
(1956) Langdregin, fokdýr útgáfa af
sögu Jules Verne um veðmál Phi-
leas Foggs við bridsfélaga sína um
að komast í kringum hnöttinn á
áttatíu dögum. Skemmtilegu atrið-
in vilja týnast í tæplega þriggja
tíma langri frásögninni, en Niven
er ljós punktur í hlutverki ferða-
langsins knáa og stórstjörnuregnið
krydd í tilveruna. Raðaði á sig
Óskurum og tilnefningum en sjálf-
sagt hefur skemmtigildið eitthvað
fölnað. Myndin er sannkallað barn
síns tíma þegar góð afþreying var
löng og íburðarmikil. Á sannarlega
sinn sess í stórmyndasögunni. Var
sýnd fyrst mynda í Todd-AO, sem
þótti ofboðslegt frantíðarstökk í
denn. Með Cantinflas, Shirley
MacLaine, Robert Newton og
Marlene Dietrich og fjölda annarra
leikara bregður fyrir í gestahlut-
verkum.
OPERATION CROSSBOW
(1965) Myndir með hliðstæðum nöfnum,
gjarnan spennumyndir úr seinna
stríði, með fjölda alþjóðlegra leik-
ara, voru vinsælar á sjöunda ára-
tugnum. Þessi er engin undantekn-
ing. George Peppard og Sophia
Loren fara fyrir hópi ofurmenna
úr liðsafla Bandamanna, sem send-
ir eru aftur fyrir víglínur óvinarins
til að koma eldflaugasmiðjum nas-
ista í Peenemunde fyrir kattarnef.
Brellurnar eru magnaðar, róman-
tík og hetjuskapur í miklum blóma.
Breski stórleikarahópurinn er með
ólíkindum: Tom Courteney, Je-
remy Kemp, John Mills, Richard
Johnson, Trevor Howard, o.fl. Mið-
að við ólíkindin og endaleysuna er
(eða var) myndin merkilega vel
lukkaður tímaþjófur.
SÍGILD MYNDBÖND
Sæbjörn Valdimarsson
Á HINU svokallaða gullna tímabili
myndasagna þegar hasarblöð um of-
urhetjur á borð við Kaftein Ameríka,
Súpermann, Kyndilinn, Namor og
Leðurblökumanninn komu sér vel
fyrir í höndum krakka og unglinga,
sem þá voru helsti lesendahópur
myndasagna, virtist aðaláherslan
ekki vera lögð á það að segja góða
sögu. Heldur frekar að viðra stórkost-
legar hugmyndir sem ættu sér engar
stoðir í raunveruleikanum (að ekki sé
talað um hlutverk hasarblaðanna sem
áróðursrit á stríðsárunum).
Oftast var uppruni ofurhetjanna af-
greiddur í örfáum römmum til þess að
þeir tækju ekki of mikið pláss frá öll-
um hamaganginum og hasarnum sem
gerði blöðin svo vinsæl. En nú, sem
betur fer, er tími hasarblaðanna lið-
inn og myndasöguhöfundar dagsins í
dag leggja höfuðáherslu á það að
segja sögur sem ganga upp í augum
og huga lesandans. Þess vegna hefur
það ekki verið óalgengt síðustu fimm-
tán árin eða svo að endursegja upp-
runa ofurhetjanna. Myndasögufyrir-
tækin hafa oftast leyft góðum
pennum að fara fremur frjálsum
höndum um slík verkefni, svo fremi
að þær séu trúar hinum „upprunalegu
upprunum“. Sögurnar sem kannski
voru afgreiddar á innan við fimmtán
römmum á tveimur blaðsíðum eru
teygðar út í margra blaða seríur þar
sem snyrtilega er fyllt inn í allar þær
eyður sem myndast við slíkar aðgerð-
ir. Nýjasta dæmið um slíkt er hin
smekklega endurgerð Brian Michael
Bendis á uppruna Köngulóarmanns-
ins.
En önnur slík og nú sígild endur-
gerð er bók Frank Millers á uppruna
Leðurblökumannsins. Blaðaserían
kom út árið ’88, árinu áður en fyrsta
kvikmyndin um hetjuna kom í bíó.
Þetta er að mörgu leyti mjög
skemmtileg endurgerð. Hún er t.d.
mun nær
raunveru-
leikanum
en kvik-
myndin var.
Það er allt
reynt til
þess að per-
sónurnar séu mannlegri og aðstæður
trúlegri. Til dæmis kemur aldrei fram
í sögunni ein einasta persóna sem er
með einhverja ofurmannlega krafta.
Leðurblökumaðurinn sjálfur er nátt-
úrlega ekkert ofurmenni heldur
ósköp „venjulegur“ milljarðarmær-
ingur og glaumgosi sem hefur þá und-
arlegu hvöt að skella sér í gervi leð-
urblöku á næturnar og berjast við
ósvífna glæpamenn.
Það sem er ef til vill skemmtilegast
við þessa endurgerð er það að Bruce
Wayne, maðurinn á bak við leður-
blökugrímuna, er alls ekki aðalsögu-
hetjan heldur hinn nýráðni lögreglu-
stjóri Jim Gordon sem aðdáendur
Leðurblökumannsins þekkja vel úr
kvikmyndunum og blöðunum. Nálg-
un Millers er afar forvitnileg og gróf
og ætti því að vera kjörin fyrir kvik-
myndaheiminn í dag. Og viti menn, á
næsta ári er væntanleg í kvikmynda-
hús bíómynd eftir sögunni en henni
verður leikstýrt af hinum dularfulla
Darren Aronofsky sem gerði hina
stórkostlega en jafnframt afar und-
arlegu kvikmynd Requiem for a
dream.
MYNDASAGA
VIKUNNAR
Upprunalegur
uppruni
Batman: Year One eftir Frank Mill-
er. Teiknuð af David Mazzucchelli
en Richmond Lewis sá um blekfrá-
gang og litun. Útgefin af DC
Comics 1988. Fæst í mynda-
söguverslun Nexus.
Birgir Örn Steinarsson