Morgunblaðið - 20.03.2001, Blaðsíða 70
FÓLK Í FRÉTTUM
70 ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
EFTIR að hafa hlustað talsvert á
þennan disk, sem er þriðja útgáfa
Insol, hallast maður helst að því að
hér sé maðurinn með svarið kominn.
Er þetta ekki líka einmitt það sem
vantar? Blóm, friður og ást? A.m.k.
hreyfir Ingólfur Sigurðsson, sem
kallar sig listamannsnafninu Insol,
nokkuð óhjákvæmilega við manni,
svo yfirmáta einlægur er hann á
þessari plötu. Umslögin hjá Insol,
lagatitlar eins og „Hápunktur mann-
legrar vitzku“ (svo), „Hvenær mun
hér á Íslandi rísa stjörnusambands-
stöð?“, „Engin mengun finnst á lífs-
stjörnunum“ og greinarkorn eftir
hann sem er að finna á annarri plöt-
unni, Hið mikla samband (1999), en
þar segir m.a.: „Aðeins ef mannkynið
kemst upp á Nýalsstigið verður það
frjálst, raunverulegt mannkyn“,
sannfæra líklega hvern þann sem
telur sig nokkuð heilbrigðan á geði
um að Insol sé snarklikkaður.
En það er svo sem alltaf hægt að
deila um hvar þau mörk liggja. Og
mér er nokk sama um slíkar vanga-
veltur. Þetta er hljómplötudómur.
Og ég efast ekki eitt augnablik um að
Insol meinar hvert einasta orð sem
hann segir. Snúum okkur því að tón-
listinni sem getur verið ansi mögnuð
í einfaldleika sínum og einurð.
Styrkur lagasmíðanna felst eink-
um í því hversu
skuggalega ein-
faldar þær geta
verið. Hljóma
líkt og barna-
gælur eða leik-
skólasöngvar,
þannig að
hreinn og klár
boðskapurinn
er negldur inn í
lögum eins og „Óðzonlagið“ (svo),
„Blóm, friður og ást“ og „Við skulum
vernda skógana“. Naumhyggja,
nærri því þráhyggjulegar endur-
tekningar neyða hlustandann til að
leggja við hlustir. Einlægnin er svo
aðdáunarverð að maður kemst allt
að því við.
Flutningur Insol er afar hrár og
einfaldur. Gítarinn er sleginn
ómarkvisst og letilega og munnharp-
an er þeytt á svipaðan hátt. Rödd In-
sol líkist nokkuð Megasi á stundum.
Gróf, stundum fölsk, en ávallt frá
dýpstu hjartarótum.
Svo eru þarna miklir búnaðarbálk-
ar, tilraun Insol til að semja sitt eigið
„Sad eyed lady of the lowlands“, eða
„Joey“, en ég þykist vita að Ingólfur
sé mikill aðáandi meistara Dylan;
fyrsta platan, samnefnd
listamanninum (1998),
innihélt nær eingöngu lög
eftir hann. Hér ber að
nefna lagið „Visthrun“,
magnaðan 14 mínútna
ópus.
Textarnir
eru eftir-
tekt-
arverðir. Insol kemur
beint að efninu; líkt og
hjá sálmaskáldum fyrri
alda er fagurfræði
formsins einatt látin
víkja fyrir einföldum og
nöktum boðskapnum.
Rím og stuðlar eru ekki
mikið áhyggjuefni – boð-
skapurinn, sem tekur á
bágu ástandi vistkerfisins
m.a., er endurtekinn í sí-
fellu eins og mantra svo hann komist
alveg örugglega til skila. Í hinu
þunglamalega lagi „Hættum að nota
öll eiturefnin“ endurtekur hann ein-
faldlega titil lagsins í sífellu, þurrt og
einhæft.
Þessi plata er nokkuð rólegri og
úthugsaðri en síðasta plata, Hið
mikla samband, hvar Insol fór mik-
inn í lagatitlum eins og „Hvenær
ætlar maðurinn að sjá?“ og „Alls
staðar er eymdin“; ýmist öskrandi
og æpandi eða þá drafandi í þung-
lyndi eins og í 26 mínútna langhund-
inum „Hvenær ætlar maðurinn að
skilja?“. Öllu þyngri undiralda á
þeirri plötu. Hér er hins vegar öllu
meiri glaðværð í gangi, öllu meiri
bjartsýni. Og þýðir nokkuð annað?
Það er ekkert annað hægt en að hríf-
ast af svona plötum. Heil og sönn
sköpun sigrar alltaf.
Við þurfum á mönnum eins og
Insol að halda á þessum síðustu
og verstu. Niður með kaldhæðn-
ina og upp með einlægnina!
Í leit að stjörnu-
sambandsstöð
TÓNLIST
G e i s l a d i s k u r
Blóm, friður og ást, geisladiskur
Insol sem syngur, ásamt því að
leika á gítar og munnhörpu. Hann á
og öll lög og ljóð, útsetur, hljóð-
blandar og hljóðritar. 67,17 mín.
Framtíð gefur út.
BLÓM, FRIÐUR OG ÁST
Arnar Eggert Thoroddsen
„Hvenær ætlar mað-
urinn að skilja?“ spyr
Insol m.a. á plötu sinni,
Blóm, friður og ást.
sveit Stykkishólms sem tóku sig
saman og stofnuðu hljómsveitina
og fengu til liðs við sig söngkon-
una Birnu Pétursdóttur.
Hljómsveitin starfaði í nokkur
ár með mannabreytingum og spil-
aði á böllum um helgar sem þá
þýddi ekkert minna en þrjú kvöld
í röð.
Þegar Sæbjörn Jónsson heim-
sótti Hólminn á dögunum með
Stórsveit Reykjavíkur rifjaði
hann upp árin sín í sinni fyrstu
hljómsveit og svo vildi til að allir
gömlu félagar hans voru mættir á
tónleikana.
Tækifærið var því notað og
mynd tekin af hópnum en allir
meðlimir sveitarinnar hafa alið
allan sinn aldur í Stykkishólmi að
Sæbirni undanskildum.
Stykkishólmi - Egon-kvintett var
vinsæl hljómsveit í Stykkishólmi
og víðar fyrir meira en 40 árum.
Það voru ungir félagar í Lúðra-
Morgunblaðið/Gunnlaugur
Hinn fornfræga kvintett Egon skipuðu Bjarni Lárentínusson, Gunn-
laugur Lárusson, Gísli Birgir Jónsson, Hinrik Finnsson, Birna
Pétursdóttir og Sæbjörn Jónsson.
Egon saman á ný
). /7A/ 4
/7K/ 4
). /AL/ 4
/A=/ 4
). /C/ , 4
/>/ , 4
Stóra svið
BLÚNDUR & BLÁSÝRA e. Joseph Kesselring
Fim 22. mars kl. 20 Aukasýning til styrktar
Krýsuvíkursamtökunum
Fös 23. mars kl. 20 2. sýning - ÖRFÁ SÆTI LAUS
Fös 30. mars kl. 20 3. sýning - ÖRFÁ SÆTI LAUS
Lau 31. mars kl. 19 4. sýning - ÖRFÁ SÆTI LAUS
Lau 7. apríl kl. 19 5. sýning
SKÁLDANÓTT e. Hallgrím Helgason
Lau 24. mars kl. 19 - ÖRFÁ SÆTI LAUS
Fim 29. mars kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI LAUS
Fös 6. apríl kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI LAUS
Lau 21. apríl kl. 19
Fös 27. apríl kl. 20
AUKASÝNINGAR V. MIKILLAR EFTIRSPURNAR
MENNINGARVERÐLAUN DV 2001
ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR!
MÓGLÍ e. Rudyard Kipling
Lau 24. mars kl. 13 - UPPSELT
Sun 25. mars kl. 14 - ÖRFÁ SÆTI LAUS
Lau 31. mars kl 13 - UPPSELT
Sun 1.apríl kl 14 - ÖRFÁ SÆTI LAUS
Sun 8. apríl kl 14
Sun 22. apríl kl 14 – ATH:Sýningin er túlkuð á
táknmáli
Sun 29. apríl kl 14
ÍD
KRAAK EEN OG KRAAK TWEE e. Jo Strömgren
POCKET OCEAN e. Rui Horta
Sun 25. mars kl. 20 – 4. sýning
Sun 1. apríl kl. 20 – 5. sýning
Fim 5. apríl kl. 20 – 6. sýning
Litla svið
KONTRABASSINN e. Patrick Süskind
Fös 23. mars kl. 20 FORSÝNING
Fös 30. mars kl. 20 FRUMSÝNING - UPPSELT
Leikari: Ellert A. Ingimundarson
Þýðing: Hafliði Arngrímsson/Kjartan Óskarsson.
Leikmynd og búningar: Axel Hallkell Jóhannesson.
Leikstjórn: Kjartan Ragnarsson.
ABIGAIL HELDUR PARTÍ e. Mike Leigh
Lau 24. mars kl 19- ÖRFÁ SÆTI LAUS
Fim 29. mars kl. 20
ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR!
ÖNDVEGISKONUR e. Werner Schwab
Sun 25. mars kl. 19 - ÖRFÁ SÆTI LAUS
Sun 1. apríl kl. 19 - ÖRFÁ SÆTI LAUS
Anddyri
ALÞJÓÐLEGI BARNALEIKHÚSDAGURINN
Í KVÖLD: Þri 20. mars kl. 20
Umræðufundur um stöðu barna- og
unglingaleikhúss á Íslandi. Meðal þátttakenda: Pétur
Eggerz, Silja Aðalsteinsdóttir, Þorvaldur
Þorsteinsson og Guðjón Pedersen.
Miðasala: 568 8000
Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu
sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga.
Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is
Í HLAÐVARPANUM
Einleikjadagar Kaffileikhússins
18.-28. mars
Allir einleikir Kaffileikhússins og tveir að auki.
3. sýn. í kvöld þri. 21.3 kl. 21
Háaloft
4. sýn. fim. 22.3 kl. 21
Þá mun enginn skuggi vera til
5. sýn. fös. 23/3 kl. 21
Bannað að blóta í brúðarkjól
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200
Stóra sviðið kl. 20.00:
!"#
$%
2%!!:2 &9%23:2 &0%1:9'#(
&4%*3:9'#(
&%!!:9 $))
+ ,-./ #
/$
.!2:2 &!0:2 &!;:2 &!3:9 &
!*:9)*0 )*1 &
!1:9 & !;:9)*1*2
$))
34 56 . #
$
,
!9:2 &!0:2 *9 * &*:9 *9
* &1:9 *9 &!!:9 *9'#(
&
!1:9
*9 $))
!;:9 *9 *
5!. .+ . 67#
/$8 !9$ ,
!9:2 &
2*:2 $))
&:;<
*
Smíðaverkstæðið kl. 20.00:
+ ,-./ #
/$
)
!*:2 !!:2 &23:2 &*:9 &
1:9 *3:9 !!:9'#(
!0:9 $))
!4:9'#(
Litla sviðið kl. 20.30:
/4&5 -/#
"
=( >;5# $
.!2:2 $))
!9:2!;:2
2*:2
???*
)8
*
@
)8
*
7
-
# *3
; $
( *AB
*)*2AC&
;*A *)*2A1*
Nemendaleikhúsið
sýnir
STRÆTI
eftir Jim Cartwright
:)D'
!3:2 &!!2
!22 &
!92
<
8#=)*1*
;
::1E*
;D; #
-
F$$G FF
**%!22 !3GG+
*!%
!92 *;GG+ ,
8
;9H <
:(
' *
)
- *0+*;#+
% %
7
# *3
:
I1
+))
8H
:
#
;<
8# 552 3000
Opið 12-18 virka daga
Á SAMA TÍMA SÍÐAR KL. 20
sun 25/3 örfá sæti laus
fös 6/4 laus sæti
mið 11/4 laus sæti
SJEIKSPÍR EING OG
HANN LEGGUR SIG KL. 20
lau 24/3 örfá sæti laus
lau 31/3 laus sæti
lau 7/4 laus sæti
Síðustu sýningar!
WAKE ME UP before you go go
þri 20/3 kl. 20 UPPSELT
fös 23/3 kl. 19 SÉRSTÖK AUKASÝNING
TIL STYRKTAR LANGVEIKUM BÖRNUM
530 3030
Opið 12-18 virka daga
SNIGLAVEISLAN KL. 20
Frumsýn. mið 21/3 UPPSELT
fim 22/3 A&B kort gilda UPPSELT
lau 24/3 kl. 16, C&D kort, UPPSELT
sun 25/3 E kort gilda, UPPSELT
þri 27/3 F&G kort gilda, UPPSELT
mið 28/3 H&I kort gilda, UPPSELT
fim 29/3 UPPSELT
fös 30/3 UPPSELT
lau 31/3 kl. 16 örfá sæti laus, Aukasýn.
sun 1/4 UPPSELT
mið 4/4 laus sæti
fim 5/4 örfá sæti laus
lau 7/4 UPPSELT
sun 8/4 örfá sæti laus
mið 11/4 laus sæti
fim 12/4 laus sæti - Skírdagur
Á sýningardögum er miðasalan opin fram að sýn-
ingu og um helgar opnar hún í viðkomandi leik-
húsi kl. 14 ef sýning er um kvöldið. Hópasala er í
síma 530 3042 frá kl. 10-16 virka daga.
midasala@leik.is — www.leik.is
%
!9
!3
;
B
<
*
;$
D
)
)*2JE$#;<
<
*:
I01I*
???*
)#*