Morgunblaðið - 20.03.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.03.2001, Blaðsíða 37
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 37 Gullsmiðir ÓLÍKT sumum kollegum sínum í nútímatónskáldastétt verður því seint klínt á Gunnar Reyni Sveins- son að hann sé ímynd umstangs og bumbusláttar. Það var því ekki nema í góðu samræmi við óformlegt upp- lag og innræti, að tónsmiðurinn skyldi kjósa vettvang eins og Kaffi- leikhúsið í Hlaðvarpanum fyrir port- retttónleika sína á föstudaginn var, þar sem viðruð voru í fyrsta skipti átta ný sönglög og eitt píanóverk. Stemmningin mótaðist af hvoru tveggja nálægð og yfirlætisleysi, sem áttu jafnt við staðinn og tónlist- ina. Og líkt og með Kaffileikhúsið, þar sem gestir geta notið hyldjúprar listar án ytri viðhafnar, spannaði tónlist Gunnars furðubreitt svið. Eftir á að hyggja mætti jafnvel finna ákveðinn samnefnara við afslappað- ar kringumstæður löngu horfins tíma, þegar músík sem nú þykir gull- rend og aðeins viðhöfð í dýrustu söl- um var flíkuð í görðum og almenn- ingsbúllum, einsog t.d. skemmti- tónlist Mozarts eða konsertar og svítur Bachs í kaffihúsi Zimmer- manns. Það er því spurning hvort dæmigerðasta listmúsík nútímans hafi í þeim efnum ekki fjarlægzt rót og kjarna og gleymt megintilgangi sínum – að skemmta venjulegu fólki. Vandinn við að bregða ákveðnum isma-stimpli á tónafurðir Gunnars Reynis blasti við þegar í fyrsta verki, „Ó, ljúfsára líf“ fyrir píanó. Enda þótt finna mætti þar sem víðast hvar annars staðar ákveðinn undirtón frá djassmótuðum bakgrunni höfundar, var hvorki þessi ljúfa ballöðu-fantas- ía né það sem á eftir kom auðfær- anlegt undir eina stefnu. Í víðasta skilningi væri helzt freistandi að kenna margbreytilegan stíl Gunnars við „millimúsík“, sem gróft sagt myndi ná yfir flest á milli algengasta popps og rakinnar framúrstefnu. Og sem að viti undirritaðs er kannski einmitt það sem mest vantar á fulltvískiptum tónlistarmarkaði okk- ar litla samfélags. Engan skyldi undra ef svigrúm reynist ærið á þvísa breiðu sviði, enda kom söng- kona kvöldsins einmitt inn á það í kynningu laganna við ljóð tónset- tasta skálds á Íslandi, Steins Stein- arr, hvað stíllinn væri ótrúlega margleitur. Maður vissi eiginlega aldrei hvar maður hafði tónskáldið. „Kabarett“, „súrrealismi“, „express- jónismi“, „film noir-kvikmyndatón- list“, „latin-djass, búgívúgí eða bí- bopp“, „lúðrasveitarmúsík“, „klass- ík-tilvitnanir“, „raðtækniskopstæl- ing“ eða „þjóðlagaáhrif“ – enginn af þessum merkimiðum var altækur. Þó var þetta allt saman þarna, og fleira til. Að gera upp á milli einstakra sönglaga kvöldsins, hvað þá að reifa hvert þeirra fyrir sig, er því nánast ógerningur á litlu plássi. Þó mætti á snöggsoðnu stikli kannski nefna hið skondna yfirdreps-lífsleiða „Borg“ og kostulegu hjálpræðishers-látúns- súpueftirhermuna í „Syndin er lævís og lipur“ (um Jón Kristófer kadett), bráðfallega lýríska andrúmsstykkið „Regnið“ og yndislegu hægu ballöð- una „Dagar“ (hvort tveggja ljóð Hrafns Andrésar, sem auk þess naut frumlegrar tónsetningar á „Tárin“). Af eldri sönglögum við ljóð Tómasar Guðmundssonar sköruðu að mínu viti fram úr hið fjölbreytt vakra „Í nótt kom vorið“ og röltandi bacher- achska ballaðan „Fagra veröld“. Það er meira en bara að segja það að túlka slíka fjölbreytni svo sann- færandi sé. Söngkonan hefði þar á ofan helzt þurft að vera jafnvíg á klassískan stíl og vestanhafs-„krún“ arftaka Judy Garlands og Billie Ho- liday. En þó að síðarnefndur slétt- söngur væri ekki sterkasta hlið Önnu Sigríðar Helgadóttur, fór hún með lögin af samúð og innileika og þónokkrum húmor við fylginn píanó- undirleik Maríu Kristínar Jónsdótt- ur. Síðarnefndur píanisti var trúlega flestum áheyrendum, eins og undir- rituðum, óskrifað blað á hvítum nót- um og svörtum. Það er því óhætt að segja að hún hafi komið manni í opna skjöldu, ekki sízt í hinni funheitu lat- nesku „Habanera“, saminni Fidel Castro Kúbuforseta til hughreyst- ingar eftir 29. árangurslausu laun- morðstilraunina í hans garð, ofar- lega á 7. áratug. Þessi glæsilega „tour de force“-fantasía opinberaði ótrúlega örugga hraðatækni hjá ekki sviðsreyndari slaghörpuleikara, og þó að búgí-stíll og djasssveifla væru eilítið rykkjótt og ungfraukuleg í „Fókus“ og „Óráð“ að hætti klass- ískt menntaðra píanista án langrar reynslu af þeldökkum synkópum, komst kjarninn samt skemmtilega til skila í báðum stykkjum. Eins var með hægu píanóútgáfuna af sönglag- inu alkunna, „Maður hefur nú...“, að þó að Garner og Tatum svifu greini- lega í bakhöfði höfundar án þess að ná alveg sambærilegu „swingi“ í út- færslunni, þá var syngjandi streymi yfir fágaðri mótun Kristínar og greinilega leikið af ástúðlegri natni og innlifun. Látlaust, lævíst og lipurt TÓNLIST K a f f i l e i k h ú s i ð Gunnar Reynir Sveinsson: Sönglög við ljóð eftir Stein Steinarr, Hrafn Andrés Harðarson og Tómas Guð- mundsson auk píanóverkanna Ó, ljúfsára líf, Habanera, Fókus (frumfl.), Maður hefur nú og Óráð. Anna Sigríður Helgadóttir mezzo- sópran og María Kristín Jónsdóttir, píanó. Föstudaginn 16. marz kl. 21. EINSÖNGS- & PÍANÓTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson MÆÐGUR í þorpi á Austfjörð- um eru orðnar langþreyttar á ræktarleysi hinna systkinanna. Loks grípur heimasætan til ör- þrifaráða til að draga systkini sín í heimahagana og tilkynnir ótíma- bært andlát móður sinnar. Þau þyrpast að, en bæði reynast þau misjafnlega ánægjulegir gest- ir og svo er vandséð hvernig á að snúa ofan af skröksögunni og reisa mömmu gömlu upp á ný. Þetta er í stuttu máli kveikjan að atburðum þeim er sagt er frá í Blessuðu barnaláni, sem ætlar að verða lífseigt á verkefnaskrám áhugaleikfélaganna, eins og reyndar fleiri verk Kjartans, en eftir því sem næst verður komist er um þessar mundir verið að sýna fjögur verka hans um landið þvert og endilangt. Vinsældir Blessaðs barnaláns er hreint ekki erfitt að skilja. Spaugilegar uppákomur án þess að um geirneglda farsafléttu sé að ræða, ísmeygilegt háð en samt hjarta á réttum stað. Blessað barnalán er skopleikur í rammís- lenskri tóntegund og hefur bæri- lega staðist tönn tímans. Margrét Tryggvadóttir stýrir félögum sínum í leikfélagi Rang- æinga og hefur augljóslega góða tilfinningu fyrir viðfangsefninu og þátttakendum, enda verður sýn- ingin býsna jafngóð. Á stundum hefði kannski mátt byggja betur upp hraðann, spaugileg atvik verða sum enn hlægilegri ef áhorf- endur eru ekki alveg búnir að jafna sig eftir síðustu roku. Eins hefði hjálpað til við að halda léttri stemmningu að nota tónlist í skiptingum milli þátta. En þetta eru í sjálfu sér smáatriði, skemmt- unin er aðalatriðið og af henni er nóg í sýningu Rangæinga. Af leikendum mæðir einna mest á Ingu, systurinni sem heima sit- ur, sinnir móður sinni og hefur greinilega haft sama hlutverk á hendi gagnvart systkinum sínum. Þorbjörg Atladóttir hafði ágætt vald á hlutverkinu, átti bæði verð- skuldaða samúð áhorfenda og varð þeim að athlægi eins og til er ætlast. Bergsveinn Theodórsson var eins hlægilegur sr. Benedikt og hægt er að ætlast til, persóna sem verður saklaust fórnarlamb farsans, sú sem við vildum helst vera en þökkum guði að við erum ekki. Einnig verður að nefna Önnu Ólafsdóttur sem var yndislega til- ætlunarsöm og kærulaus sem hin vesturheimska systir Addý. Fullur salur á Hvolsvelli skemmti sér konunglega yfir þeirri skopmynd sem dregin er þar upp af okkur öllum. Við hlæj- um innilegast þegar við þekkjum það sem dregið er dár að. Við þekkjum okkur sjálf og okkar heimafólk í Blessuðu barnaláni. Þess vegna lifir það og skemmtir okkur enn. Íslenski farsinn LEIKLIST L e i k f é l a g R a n g æ i n g a Höfundur: Kjartan Ragnarsson. Leikstjóri: Margrét Tryggva- dóttir. Leikendur: Anna Ólafs- dóttir, Arndís Fannberg, Arndís Pétursdóttir, Bergsveinn Theo- dórsson, Brynja Rúnarsdóttir, Gunnhildur Þ. Jónsdóttir, Gústav Stolzenwald, Halldór Óskarsson, Hannes Birgir Hannesson, Jón Sigurðsson, Sigríður Halldórs- dóttir og Þorbjörg Atladóttir. Hvoli á Hvolsvelli, föstudagurinn 16. mars 2001. BLESSAÐ BARNALÁN Þorgeir Tryggvason YFIRSKRIFT Sinfóníutónleikanna er „Tónlist og stríð“ og verður leikin tónlist sem tengist á einhvern hátt stríði. Með tónleikaröð Sinfóníuhljóm- sveitarinnar lýkur vorönn skólatón- leikaverkefnisins Tónlist fyrir alla, en alls hafa verið haldnir um 158 tón- leikar á þess vegum allt austan frá Kirkjubæjarklaustri vestur í Búðar- dal. Markmið verkefnisins er að skipuleggja heimsóknir tónlistarfólks í grunnskóla landsins, kynna tónlist í sínum ólíkustu birtingarmyndum og gera hana að hluta af skólastarfinu, en að sögn Davíðs Ólafssonar, verk- efnastjóra Tónlistar fyrir alla, er leit- ast við að gera hverja tónleika í senn fræðandi og að listrænni upplifun. Leitað er eftir samstarfi við tónlist- arfólk af ólíkum sviðum en í ár var m.a. leikinn djass, sungin einsöngs- lög, leikið á slagverk og blandað sam- an leikbrúðusýningu og tónlist. „Boð- ið er upp á ólíkar gerðir tónleika sem tvinnað er saman við fræðslu af ýmsu tagi,“ segir Davíð og bætir því við að áhugi bæði flytjenda og nemenda sé jafnan mikill enda séu skólatónleika- rnir farnir að skipa fastan sess í skóla- starfinu. Sinfóníuhljómsveit Íslands sinnir almennri tónlistarkynningu fyrir börn á öllum stigum skólastarfsins, og gengur í samstarf við verkefnið Tón- list fyrir alla í tengslum við grunn- skólana. Í framlagi sínu leggur sveitin áherslu á að kynna það hvernig tón- listin fjallar um ákveðin viðfangsefni, og hefur stríð orðið fyrir valinu í ár. Margrét Örnólfsdóttir hefur tekið saman dagskrána ásamt Bernharði Wilkinson, stjórnanda hljómsveitar- innar. „Um er að ræða tónverk m.a. eftir Edward Elgar, Shostakovitsj, Strauss, Jón Leifs og John Williams. Þetta er ýmist tónlist sem hefur verið samin til að upphefja stríð, eða í kjöl- far stríðshörmunga, eða tónlist úr kvikmyndum sem fjalla um styrjaldir. Þannig erum við að sýna fram á það hvernig tónlist getur túlkað marg- breytileika fyrirbæra, og velt upp ólíkum hliðum þeirra,“ segir Margrét og ítrekar þannig að hugmynd tón- leikanna sé ekki síst að sýna fram á hve tónlistin hefur mikla túlkunar- möguleika. Margrét verður kynnir á tónleikunum og mun hún leitast við að benda á ólíka þætti í upplifun tónlist- arinnar og leiða börnin þannig í gegn- um eins konar tilfinningalegt ferða- lag. „Auk þess er markmiðið að halda góða tónleika fyrir krakkana og kynna fyrir þeim Sinfóníutónleika- formið, sem ekki allir þekkja.“ Í dag verða þrennir tónleikar haldnir í Íþróttahúsinu í Reykja- nesbæ fyrir grunnskólanemendur á Suðurnesjum en á morgun og fimmtudag leikur Sinfónían sams konar tónleikaröð í Háskólabíói. Alls verða haldnir níu tónleikar og er áætl- að að um 3.500 börn hlýði á dag- skrána. Morgunblaðið/Jim Smart Margrét Örnólfsdóttir verður kynnir á skólatónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar. „Tónlist og stríð“ Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur röð skólatónleika í dag, á morgun og fimmtudag fyrir nemendur grunnskóla í Hafnarfirði, Kópavogi, Reykjavík og á Suðurnesjum. HÁALOFT einleikur um konu með geðhvarfasýki eftir Völu Þórs- dóttur er á dagskrá einleikjahátíð- arinnar sem nú stendur yfir í Kaffi- leikhúsinu. Sýningin verður í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 21. Vala er ein- leikarinn í verkinu. Í verkinu er fjallað um geðhvarfasýki og eyða áhorfendur kvöldstund með Kar- ítas þar sem hún fjallar á hispurs- lausan hátt um sjúkdóm sinn, lyfja- töku, stöðu sína innan samfélagsins, drauma og plön. Hún ferðast í tíma og rúmi á þeirri klukkustund sem verkið tekur, upp á háloft, upp í háaloft og alla leið niður í kjallara. Þetta er svo sann- arlega svört kómedía. Það er The Icelandic Take Away Theatre sem sýnir verkið í sam- vinnu við Kaffileikhúsið. Morgunblaðið/Árni Sæberg Háaloft í Kaffi- leikhúsinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.