Morgunblaðið - 20.03.2001, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 41
SVISSLENDINGAR hafa tæki-
færi til að taka afstöðu til ýmissa
mála fjórum sinnum á ári. Þeir
eru spurðir álits á málefnum sem
snerta þjóðina alla, á málefnum
sem snerta aðeins einstakar kant-
ónur og á málefnum borga og
sveitarfélaga. Það er skylda
stjórnvalda að halda þjóðarat-
kvæðagreiðslu um sum mál, eins
og til dæmis vissar lagabreyting-
ar. Stjórnir kantónanna og sveit-
arfélög geta ekki lagt út í miklar
fjárfestingar án leyfis íbúanna.
Og þrýstihópar geta safnað undir-
skriftum um ákveðin mál og stuðl-
að þannig að atkvæðagreiðslu.
Þátttaka í kosningum er yfir-
leitt lítil. Þó er margt gert til að
auðvelda þjóðinni þátttöku. Fólk
fær atkvæðaseðlana senda heim í
pósti og getur fyllt þá út við eld-
húsborðið. Hinum ýmsu tillögum
eru gerð góð skil í upplýsingarit-
um sem fylgja. Umslag til að
senda seðlana á kjörstað fylgir
einnig með. Þeir sem vilja geta
kosið löngu áður en kosningabar-
áttunni lýkur. Hjón mega kjósa
hvort fyrir annað. Annað þeirra
getur mætt á kjörstað með kjör-
gögn beggja.
Svisslendingar greiddu síðast
atkvæði 4. mars síðastliðinn. Þjóð-
in öll tók þá afstöðu til kröfu
stuðningsmanna um aðild Sviss að
Evrópusambandinu um að ríkis-
völd hefji þegar samningaviðræð-
ur við Evrópusambandið um aðild
Sviss. Undirskriftasöfnun knúði á
um atkvæðagreiðsluna og 55%
þjóðarinnar tóku þátt í henni. 76%
greiddu atkvæði gegn tillögunni
og 23% með.
Vilja fara hægt í sakirnar
varðandi Evrópusambandið
55% er góð þátttaka á sviss-
neskan mælikvarða. Yfirleitt er
þátttaka milli 30 og 45%. Besta
þátttakan á síðustu árum var í
desember 1992 þegar 78% þjóð-
arinnar greiddu atkvæði um aðild
Sviss að Evrópska efnahagssvæð-
inu.
Tillagan var felld með naumum
meirihluta. Fleiri Svisslendingar
hafa fyrir því að kjósa þegar þeir
telja málefnið skipta verulegu
máli. Það verður fróðlegt að sjá
hver þátttakan verður þegar þeir
greiða atkvæði í þriðja sinn um
aðild þjóðarinnar að Sameinuðu
þjóðunum. Þjóðaratkvæða-
greiðslan verður væntanlega
haldin seinna á þessu ári.
Svisslendingar greiddu einnig
atkvæði um 30 km hámarkshraða
í þéttbýli og nýjar reglur um lyfja-
sölu hinn 4. mars sl. Báðar tillög-
urnar voru felldar.
Íbúar Genfar felldu tillögu um
kosningarétt útlendinga í kantón-
unni og íbúar Schaffhausen til-
lögu um breytingar á stjórnar-
skrá kantónunnar. Íbúar
Zürich-borgar felldu tillögu um
afnám gjalda fyrir nýja ríkisborg-
ara búsetta í borginni.
Þjóðin er íhaldssöm en raunsæ.
Svisslendingar samþykktu til
dæmis tvíhliða samninga Sviss við
Evrópusambandið fyrir nokkru
með miklum meirihluta og ákváðu
fyrir nokkrum árum að veita háar
fjárhæðir í gerð rándýrra ganga í
gegnum Alpana. Þeir vilja ekki
lögbinda 30 km hraða í þéttbýli en
gætu samþykkt frjálsari löggjöf
um hassneyslu á næstunni.
Stjórnmálamenn kvarta oft
undan að það sé þungt í vöfum og
það taki langan tíma að fá ein-
hverju áorkað. Þeir þurfa að hafa
góðan málstað til að fá samþykki
þjóðarinnar fyrir hvers kyns
breytingum. Svisslendingar
kunna að meta kosningarétt sinn
þótt tiltölulega fáir nýti sér hann
fjórum sinnum á ári. Þegar kosn-
ingin snýst um eitthvað bitastætt
láta þeir sína skoðun í ljós. Nið-
urstaðan er alltaf bindandi og
ræður einfaldur meirihluti.
Löng hefð fyrir
beinu lýðræði
Zürich. Morgunblaðið.
FRAMKVÆMD fyrstu rafrænu
kosningarinnar á Íslandi gekk vel
fyrir sig, að sögn Gunnars Eydal,
formanns kjörstjórnar, sem sagðist
ekki vita til þess að kosið hefði ver-
ið með þessum hætti neins staðar í
heiminum. Síðustu kjörstöðum var
lokað klukkan 20.10 og voru nið-
urstöður tilkynntar um 15 mínút-
um síðar eða um klukkan 20.25.
Hann sagði að ef kosið hefði verið á
hefðbundinn hátt hefðu úrslitin lík-
legast legið fyrir um klukkan 21.
Gunnar sagði að rafræna kosn-
ingin hefði almennt séð gengið
mjög vel. Engin meiriháttar vanda-
mál hefðu komið upp, allavega ekki
fleiri en í hefðbundnum kosningum.
Hann sagði að viðbrögð frá fólki
hefðu almennt verið mjög góð.
Nánast engar kvartanir hefðu bor-
ist um að kosningarnar væru of
flóknar, en þó væri ljóst að ein-
hverjir hefðu vegna mistaka eyði-
lagt atkvæði sitt með því að klára
ekki kosninguna. Staðfesta ekki val
sitt.
Kosningar stöðvast
í rafmagnsleysi
Varðandi öryggi kosninganna
sagði Gunnar að notast hefði verið
við svokallað Skólanet, sem væri
algjörlega lokað net og einangrað
og því ættu utanaðkomandi aðilar
ekki að komast inn á það. Þá sagði
hann að miðlarinn hefði verið stað-
settur í herbergi í Ráðhúsi Reykja-
víkur, sem aðeins tveir menn hefðu
haft aðgang að og vaktað hefði ver-
ið af lögreglu.
Gunnar sagði að í rafrænum
kosningum væri vissulega alltaf
ákveðin hætta á að rafmagnsleysi
hefði áhrif. Hann sagði að í Ráð-
húsinu væri hins vegar vararafstöð,
en ef það yrði allsherjar rafmagns-
leysi myndu kosningarnar stöðvast
um tíma, eða þar til rafmagni yrði
komið á. Hann sagði að í slíkum til-
vikum myndu þau atvkæði sem
þegar hefðu verið greidd ekki eyði-
leggjast.
Að sögn Gunnars er of snemmt
að segja nokkuð til um það hvort
þessi nýja aðferð er skilvirkari en
sú kosningaraðferð sem notuð hef-
ur verið. Hann sagði að það ætti
eftir að fara betur ofan í saumana á
framkvæmdinni í heild sinni.
Gunnar sagðist ekki geta sagt til
um það hvort kosið yrði með raf-
rænum hætti í næstu sveitarstjórn-
arkosningum. Til þess þyrfti að
breyta lögum um kosningar til
sveitarstjórna og lögum um kosn-
ingar til Alþingis.
Þó ekki yrði kosið með rafræn-
um hætti í næstu kosningum sagði
Gunnar að vel væri mögulegt að
stíga eitt skref, þ.e. gera kjör-
skrána rafræna, sem þýddi að fólk
myndi kjósa á hefðbundinn hátt en
gæti kosið á hvaða kjörstað sem
væri innan síns kjördæmis.
víkur eða
í Kringl-
rnesskóla,
, 3.591 í
ngjaskóla.
rstaðarat-
best þann
hvar sem
rra nokk-
búar ann-
nu hverfi.
nýttu sér
ga 39%
nn en um
ga hlutfall
ð heildar-
við aldur,
ga fæstir á
u eða um
á aldrin-
37 til 38%.
m 40 til 49
sendum á
u um 50%.
m 60 til 79
tt í kosningum um framtíð Vatnsmýrar og staðsetningu Reykjavíkurflugvallar
l
t
Morgunblaðið/Kristinn
Kosningarnar á laugardaginn sýna að borgarbúar skiptast í tvær
fylkingar í afstöðu sinni til framtíðar Vatnsmýrarinnar og staðsetn-
ingar Reykjavíkurflugvallar.
&"%$%
%#.)0
("/&$
%&.&0
Sumir eyðilögðu atkvæði
sitt með því að klára
ekki kosninguna
kill ósigur
ur að hafa
hluta R-
m,“ segir
, oddviti
garstjórn.
dræm og
r að hafa í
m að baki
mikið fjár-
róna, hafa
umræðu,
og í ljósi
ð teljast
að líkja
við aðrar
ar um ein-
ar jafnvel
voru ekki
a borgar-
þannig að
egt ef ver-
Auk þess
rfram þar
stór hluti
að fara á
ngt undir
að Reyk-
eru séð í
R-listans
raun og
hluti borg-
riðju hlut-
þessu.“
rbúið
g stórum
málið alls
vel und-
ð verði að
anir, með-
guleikum
en kynnt-
. „Þannig,
að að mínu mati er það er óánægja
með vinnubrögðin og hvernig staðið
var að verki sem er stærsta skýr-
ingin á því hvers vegna svo margir
sátu heima. Ég held að flestir Reyk-
víkingar séu þeirrar skoðunar að
þetta mál verði ekki slitið úr sam-
hengi við innanlandsflugið sjálft og
telji að það sé ekki hægt að svara
spurningunni fara eða vera án þess
að vera búnir að átta sig á því hvað
tekur við í framhaldi af því. Það kom
sömuleiðis fram í skoðanakönnun-
um að langflestir Reykvíkinga telja
að það eigi að spyrja alla landsmenn
og vinna þetta mál í samvinnu við
þá.“
Menn engu nær
Hún segir ljóst að borgarstjórn sé
ekki bundin af niðurstöðunni. „Það
var ákveðið fyrirfram hvaða leik-
reglur skyldu gilda varðandi bind-
ingu; annarsvegar 75% þátttaka eða
að helmingur allra kosningabærra
Reykvíkinga kysi á sama hátt.
Hvorugt þessara skilyrða var upp-
fyllt og það var mjög langt frá því.
Þess vegna er borgarstjórn ekki
undir neinum kringumstæðum
bundin af þessari niðurstöðu. Ég er
þeirrar skoðunar að það sé verið að
ganga á svig við lýðræðislegan
meirihluta í borginni að ætla að
þvinga fram einhverja afgreiðslu á
grundvelli þessarar atkvæða-
greiðslu. Við erum búin að binda
þennan flugvöll til 2016 eða stærsta
hluta þess skipulagstímabils sem við
erum að vinna og það er alls ekki
tímabært að fara að skoða það sem
tekur við í framhaldi af því. Það
gerðist nefnilega í þessari atkvæða-
greiðslu að niðurstaðan er engin og
menn eru engu nær.“
k óánægt með
nubrögðin“
BRYNDÍS Loftsdóttir, formaður
samtakanna 102-Reykjavík, sagði
að úrslit kosninganna um framtíð
Vatnsmýrarinnar og staðsetningu
Reykjavíkurflugvallar, væru skýr
skilaboð til borgaryfirvalda um að
taka á flugvallarmálinu.
„Þvert ofan í allar spár þá unnum
við þessar kosningar – þetta er sig-
ur fólksins,“ sagði Bryndís. „Borg-
arstjóri hefur sagt að hennar hend-
ur séu siðferðislega bundnar og ég
treysti því að aðalskipulag til ársins
2024 verði unnið út frá því að flug-
völlurinn fari.“
Bryndís sagðist vera ánægð með
þátttökuna.
„Ef þessi flugvöllur skiptir tæp-
lega 40% Reykvíkinga máli, þá átti
þessi kosning alveg rétt á sér.
Ef þetta er ósigur fyrir einhvern
þá er þetta ósigur fyrir skoðana-
kannanir sem spáðu því að við
myndum tapa og þátttakan yrði
mun meiri.“
Bryndís sagði að kosningin hefði
komið af stað mikilli umræðu og að
borgarbúar hefðu flestir myndað
sér skoðun á málinu.
„Það er alltaf verið að kvarta yfir
andvaraleysi meðal hinna og þess-
ara kynslóða, en ég held að það sé
ekki hægt að tala um það í þessu
máli. Það sem mér finnst ánægju-
legast er að því meir sem fólk kynnti
sér málið þá komst fólk á þá skoðun
að flugvöllurinn ætti að fara. “
Bryndís sagði að flugvallarmálið
hefði komið af stað ákveðinni um-
ræðu um skipulagsmál, sem hún
sagði vera mjög áhugaverða. Hún
sagði að mál eins og t.d. þétting
byggðar væri afar mikilvæg fyrir
borgarbúa og í raun grundvallarat-
riði fyrir aukna velmegun íbúanna.
Varðandi framtíð samtakanna
sagði Bryndís að þeirra vinnu væri
lokið og að hún byggist ekki við því
að þau yrðu virk aftur nema til þess
kæmi að ákveðið yrði að hafa flug-
völlinn áfram í Vatnsmýrinni.
Skýr skilaboð til borgaryfirvalda
JÓHANN J. Ólafsson, formaður
Samtaka um betri byggð, segist vera
mjög ánægður með niðurstöður flug-
vallarkosninganna og segir úrslitin í
þá átt sem samtökin hefðu óskað.
„Ég hef marglýst því yfir að verið
var að taka geypilega mikla áhættu
með þessari kosningu um framtíð-
arskipulag borgarinnar og það hefði
getað farið mjög illa ef við hefðum
tapað henni. En við sluppum fyrir
horn og þarna er eiginlega búið að
leysa skipulagið úr álögum því nú er
miklu meira svigrúm til að gera til-
lögur að skipulagi borgarinnar en
áður. Áður fyrr var það forsenda að
flugvöllurinn yrði að vera og því náð-
ist aldrei gott og heilbrigt skipulag á
höfuðborgarsvæðið en nú er hægt að
skipuleggja höfuðborgarsvæðið án
flugvallarins.“
Hann segist ósammála því að
þátttakan í kosningunum hafi verið
dræm. „Þetta er mesta þátttaka
sem hefur verið í kosningum um eitt
ákveðið mál og ég held að það hafi
alls ekki verið hægt að búast við
meiru. Þegar um er að ræða eitt ein-
angrað mál kjósa aðeins þeir sem
hafa mikinn áhuga á því og í ljósi
þess er þetta að mínu mati bara
ágæt þátttaka.“
Hann segir þó ljóst að kosningin
sé ekki bindandi og því sé ekki úti-
lokað að gera ráð fyrir flugvellinum
áfram í skipulagi borgarinnar. Hins
vegar sé óeðlilegt að láta minnihlut-
ann ráða ferðinni.
„Búið að leysa skipu-
lagið úr álögum“
STAÐAN í flugvallarmálinu er að
mati Friðriks Pálssonar, formanns
Hollvina Reykjavíkurflugvallar,
jafnóljós nú og hún var fyrir kosn-
ingar. „Aðalatriðið í mínum huga er
að það hefur engin niðurstaða feng-
ist í þessari kosningu eða skoðana-
könnun eins og dómsmálaráðuneyt-
ið vill kalla það,“ segir hann.
„Ég get ekki ímyndað mér að
mönnum detti í hug að það sé hægt
að fara eftir þessari kosningu.
Þarna greiða atkvæði sitt á móti
vellinum nálægt einn af hverjum
sex borgarbúum. Það er innan við
50 % af þeim sem mæta á kjörstað,
sem voru þó fáir. Það var gert alveg
skýrt að kosningin yrði ekki bind-
andi nema að það næðist 75 % þátt-
taka eða 50% kysu á sama veg.“
Dræm þátttaka í kosningunum
bendir alls ekki til þess að fáir hafi
látið málið til sín taka að mati Frið-
riks. Fólki hafi einfaldlega þótt illa
staðið að kosningunum og talið
öruggt að þær yrðu ekki bindandi
vegna þess að of fáir myndu taka
þátt. „Ég tel að borgarbúar séu að
koma þeim skilaboðum til borgaryf-
irvalda að þeir hafi kosið þá sem
sína fulltrúa í borgarstjórn til þess
að leysa svona mál. Því sé aðeins
hægt að ætlast til þess að borgarbú-
ar geti tekið afstöðu í svona kosn-
ingum að kostirnir séu skýrir. Þeir
voru hins vegar mjög óskýrir því
það lá ekkert fyrir um það til hvers
hvaða niðurstaða myndi leiða, til
dæmis hvert völlurinn færi ef þú
kysir hann út úr Vatnsmýrinni og
jafnvel ef þú kysir hann í Vatns-
mýrinni, hvernig hann liti út.“
„Niðurstaðan engin“
Stjórnvöldum í Sviss er skylt að hafa
þjóðaratkvæðagreiðslu um ákveðin
málefni og stjórnir kantóna verða að
bera undir atkvæði allar meiriháttar
ákvarðanir um fjárskuldbindingar.