Morgunblaðið - 20.03.2001, Blaðsíða 46
UMRÆÐAN
46 ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ATKVÆÐAGREIÐSLAN um
framtíðarnýtingu Vatnsmýrarinnar
markar ákveðin tímamót í sögu
borgarinnar. Aldrei áður hafa jafn-
margir borgarbúar
látið í ljós vilja sinn í
tilteknu borgarmáli
með jafnafgerandi
hætti. Ríflega þrjátíu
þúsund borgarbúar
gerðu upp hug sinn og
mættu á kjörstað eftir
að hafa kynnt sér rök
þeirra fjölmörgu aðila
sem létu málið til sín
taka. Vísast hafa þó
mun fleiri myndað sér
á því skoðun, og notið
þess að taka þátt í
stefnumörkuninni með
einum eða öðrum
hætti. Um það vitnar
sá áhugi sem fram
kom í skoðanakönnun-
um og þau ítarlegu skoðanaskipti
sem áttu sér stað í aðdraganda at-
kvæðagreiðslunnar.
Frjó umræða og
framtíðarstefnumótun
Umræðufundir voru haldnir í ráð-
húsinu síðustu daga með þátttöku
fjölda einstaklinga, félagasamtaka
og hagsmunahópa, og ótal greinar
birtust á síðum dagblaðanna. Um-
ræðu- og kynningaþættir voru í út-
varpi og sjónvarpi, netmiðlar létu
málið til sín taka, sérstakar vefsíður
voru settar upp af þessu tilefni og
Morgunblaðið fjallaði mjög ítarlega
um málið í sérstökum greinaflokki.
Sú málefnalega og frjóa umræða
sem þarna átti sér stað um þróun
byggðar og atvinnuhátta á nýrri
öld, hlutverk höfuðborgar í bráð og
lengd, skynsamlega landnýtingu,
borgarumhverfi og borgaralýðræði
skilur eftir sig mikla innstæðu hjá
borgarbúum sem á eftir að nýtast
þeim og borgaryfirvöldum í stefnu-
mótun á komandi árum. Óhætt er
að fullyrða að aldrei áður hafi átt
sér stað jafnumfangsmikil umræða
um þróun og skipulag borgarinnar.
Er full ástæða til að þakka öllum
þeim sem lögðu hönd á plóginn og
miðluðu af þekkingu sinni og
reynslu.
Skoðanakannanir og kjörsókn
Í aðdraganda kosninganna urðu
til miklar væntingar um það hlutfall
borgarbúa sem myndi láta þetta
mál til sín taka og mæta á kjörstað.
Þessar væntingar voru bornar uppi
af tveimur skoðanakönnunum sem
gáfu til kynna að kjörsókn yrði
mjög mikil. Það kom á daginn að
þær voru óraunsæjar og hugmyndir
þeirra sem stóðu að undirbúningi
kosninganna, um 30–50% kjörsókn,
reyndust mun nær lagi. Eins og við
öll vitum þá er eitt að ætla sér eitt-
hvað og annað að framkvæma það.
Því hefði verið ástæða til að gjalda
varhug við þeirri samþykkishneigð
sem oft kemur fram í skoðanakönn-
unum. Eina ferðina enn er okkur
kennd sú þarfa lexía að skoðana-
kannanir eru eitt og kosningar ann-
að.
Leikreglur lýðræðisins
Það má alltaf um það deila hvort
og þá hvenær eigi að efna til al-
mennrar atkvæðagreiðslu, um hvað
eigi að spyrja og hverja, hvar eigi
að kjósa og hvernig, sem og önnur
misklíðarefni sem atkvæðagreiðslur
bjóða upp á. Á endanum verða
menn þó að sætta sig við leikreglur
lýðræðisins enda höfum við engar
aðrar betri. Til atkvæðagreiðslunn-
ar var boðað með lýðræðislegum
hætti af til þess bærum yfirvöldum.
Öllum var tryggður aðgangur að
greinargóðum upplýsingum, kost-
irnir sem um var kosið voru skýrir
og allir borgarbúar áttu jafna
möguleika á því að nýta sér atkvæð-
isréttinn. Þrjátíu þúsund borgarbú-
ar gerðu það og tóku efnislega af-
stöðu til málsins. Líta verður svo á
að hinir sem ekki fóru á kjörstað,
hafi ákveðið að láta sig málið ekki
varða og þ.a.l. lagt það í hendur
annarra að taka ákvörðun. Þannig
framseldu þeir rétt
sinn, en það er fráleitt
að í því felist réttur
einhverjum til handa til
að slá eign sinni á eða
túlka skoðanir þessa
hóps.
Í aðdraganda at-
kvæðagreiðslunnar var
ákveðið að hún yrði
bindandi fyrir borgar-
stjórn Reykjavíkur að
tilteknum skilyrðum
uppfylltum. Þau skil-
yrði voru ekki uppfyllt
og þ.a.l. er borgar-
stjórn, sem stjórnvald,
ekki bundin af niður-
stöðunni. Það breytir
ekki því að einstakir
borgarfulltrúar verða að gera það
upp við samvisku sína og lýðræð-
isvitund með hvaða hætti þeir ætla
að bregðast við niðurstöðunni. Ætla
þeir að virða að vettugi vilja þess
meirihluta sem fram kom í at-
kvæðagreiðslunni en lúta vilja
minnihlutans? Hvaða rök geta
menn fært fram fyrir slíkri afstöðu?
Hvernig má það líka vera að menn
sem stóðu andspænis 12,8% þátt-
töku í atkvæðagreiðslu um hunda-
hald í borginni árið 1988, en töldu
sig samt verða að lúta þeirri nið-
urstöðu sem þar fékkst, geti nú
komið fram á sjónarsviðið og gert
lítið úr þeim meirihlutavilja sem
endurspeglaðist í atkvæðagreiðsl-
unni um Vatnsmýrina? Er það
vegna þess að viljinn er þeim ekki
þóknanlegur?
Niðurstaðan endurspeglist
í svæðisskipulagi
Ég sagði fyrir kosningar að ég
væri tilbúin til að hlíta niðurstöðu
þeirra á hvorn veginn sem þær
færu. Þetta stendur. Ég leitaði eftir
leiðsögn borgarbúa og hef nú fengið
hana. Ég hef engar forsendur til að
ætla annað en að atkvæðagreiðslan
gefi raunsanna mynd af skoðun
borgarbúa á þessu máli. Engar
skoðanakannanir breyta þeirri af-
stöðu minni enda eru þær bara vís-
bending en ekki mæling eins og at-
kvæðagreiðslan óneitanlega er. Ég
tel því að niðurstaða kosninganna
verði að endurspeglast í því svæð-
isskipulagi höfuðborgarsvæðisins
sem gilda á til ársins 2024. Hitt
verða menn svo að horfast í augu
við að það eru ekki mörg atkvæði
sem skilja að meiri- og minnihlut-
ann í þessu máli. Það leggur okkur
þá skyldu á herðar að gæta hófs í
því sem við gerum og reyna að ná
sátt um það hvernig flugvöllurinn
fái sem best þrifist í Vatnsmýrinni
meðan hann er þar og eins hvert og
í hvaða áföngum flugvallarstarfsem-
in verði flutt úr Vatnsmýrinni þegar
fram líða stundir. Bæði borgar- og
samgönguyfirvöld eiga þeim fjöl-
mörgu, sem unnu að málstað sem
þeir trúðu á fyrir kosningarnar,
skuld að gjalda. Sú skuld verður
best greidd með því að ná sæmilegri
sátt í málinu.
Að atkvæða-
greiðslu lokinni
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir
Höfundur er borgarstjóri.
Kosning
Ég tel því, segir
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, að nið-
urstaða kosninganna
verði að endurspeglast í
því svæðisskipulagi höf-
uðborgarsvæðisins sem
gilda á til ársins 2024.
Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs-
hópa í neðri safnaðarsal kl. 10–14 í
umsjá Þórönnu Þórarinsdóttur.
Skemmtiganga kl. 10.30. Júlíana
Tyrfingsdóttir leiðir gönguhópinn.
Bæna- og fyrirbænastund í kirkj-
unni kl. 12 í umsjá Guðrúnar K.
Þórsdóttur, djákna. Léttur hádegis-
verður á vægu verði eftir stundina.
Samvera foreldra ungra barna kl.
14–16 í neðri safnaðarsal. Tólf spora
hóparnir hittast kl. 19 í neðri safn-
aðarsal.
Grensáskirkja. Kyrrðarstund í há-
degi kl. 12.10. Orgelleikur, ritning-
arlestur, altarisganga, fyrirbænir.
Léttur málsverður í safnaðarheim-
ilinu eftir stundina. Æfing barna-
kórs kl. 17–19.
Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðs-
þjónusta í dag kl. 10.30. Beðið fyrir
sjúkum. Passíusálmalestur kl. 12.15.
Háteigskirkja. Fermingarfræðsla
kl. 16. Fundur í Æskulýðsfélaginu
Vináttu kl. 20. Hvað langar okkur að
gera í sumar?
Langholtskirkja. Kirkjan er opin til
hljóðrar bænagjörðar í hádeginu.
Endurminningafundur karla í Guð-
brandsstofu kl. 14–15.30. Nærhópur
um úrvinnslu sorgar kl. 20.
Laugarneskirkja. Morgunbænir kl.
6.45–7.05. Fullorðinsfræðsla kl. 20.
Hið nýja hirðisbréf herra Karls Sig-
urbjörnssonar, biskups, lesið og
rætt. Þriðjudagur með Þorvaldi kl.
21. Lofgjörðarstund þar sem Þor-
valdur Halldórsson leiðir söng við
undirleik Gunnars Gunnarssonar.
Sr. Bjarni Karlsson flytur guðs orð
og bæn. Fyrirbænaþjónusta kl.
21.30 í umsjón bænahóps kirkjunn-
ar.
Neskirkja. Tíðasöngur kl. 12. Litli
kórinn, kór eldri borgara, kl. 16.30–
18. Stjórnandi Inga J. Backman.
Foreldramorgunn miðvikudag kl.
10–12.
Seltjarnarneskirkja. Foreldramorg-
unn kl. 10–12. Kaffi og spjall. Verið
öll hjartanlega velkomin.
Fríkirkjan í Reykjavík. Bænastund í
kapellunni í safnaðarheimilinu 2.
hæð kl. 12. Koma má bænarefnum á
framfæri áður en bænastund hefst
eða með því að hringja í síma
552 7270 og fá bænarefnin skráð.
Safnaðarprestur leiðir bænastund-
irnar. Að bænastund lokinni gefst
fólki tækifæri til að setjast niður og
spjalla. Allir eru hjartanlega vel-
komnir til þátttöku.
Árbæjarkirkja. Foreldramorgunn í
safnaðarheimilinu kl. 10–12. Hvern-
ig getum við sýnt börnunum okkar
skilyrðislausan kærleika? Vilborg
Schram. Hittumst, kynnumst, fræð-
umst.
Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjón-
usta með altarisgöngu kl. 18.30.
Bænarefnum má koma til sóknar-
prests í viðtalstímum hans. Æsku-
lýðsstarf á vegum KFUM&K og
kirkjunnar kl. 20.
Digraneskirkja. Kirkjustarf aldr-
aðra. Leikfimi ÍAK kl. 11.20. Sam-
vera, léttur málsverður, kaffi. Æsku-
lýðsstarf KFUM&K og
Digraneskirkju fyrir stúlkur (10–12
ára) kl. 17.30. Spilakvöld safnaðar-
félagsins kl. 20.30. Félgsvist. Allir
velkomnir.
Fella- og Hólakirkja. Foreldra-
stundir kl. 10–12. Starf fyrir 11–12
ára stúlkur kl. 17–18.
Grafarvogskirkja. Opið hús fyrir
eldri borgara kl. 13.30. Helgistund,
handavinna, spil og spjall. Alltaf eitt-
hvað gott með kaffinu. Kirkjukrakk-
ar í Rimaskóla kl. 18–19 fyrir börn á
aldrinum 7–9 ára.
Hjallakirkja. Bænar- og kyrrðar-
stund kl. 18.
Kópavogskirkja. Foreldramorgunn
í dag kl. 10–12 í safnaðarheimilinu
Borgum.
Seljakirkja. Foreldramorgnar. Opið
hús milli kl. 10–12. Kaffi og spjall.
Víðistaðakirkja. Aftansöngur og
fyrirbænir kl. 18.30.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir
10–12 ára börn í Vonarhöfn, Strand-
bergi, kl. 17–18.30.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús
kl. 17–18.30 fyrir 7–9 ára börn.
Vídalínskirkja. Helgistund í
tengslum við félagsstarf aldraðra kl.
16. Starf fyrir stúlkur 10–12 ára í
samstarfi við KFUK kl. 17.30 í safn-
aðarheimilinu.
Lágafellskirkja. Fjölskyldumorg-
unn í safnaðarheimili Þverholti 3, 3.
hæð frá kl. 10–12. Fundur hjá
kirkjukrökkum frá kl. 17.15–18.15.
Safnaðarheimilið opnað kl. 17.
Keflavíkurkirkja. Kirkjulundur op-
inn kl. 13–16 með aðgengi í kirkjunni
og Kapellu vonarinnar eins og virka
daga vikunnar. Gengið inn frá
Kirkjuteig. Starfsfólk kirkjunnar
verður á sama tíma í Kirkjulundi.
Jákvætt námskeið um hjónaband og
sambúð í Kirkjulundi kl. 19.30–22.30.
Fyrirlesari sr. Þórhallur Heimisson.
Grindavíkurkirkja. Foreldramorg-
unn kl. 10–12.
Borgarneskirkja. TTT, tíu – tólf ára
starf, alla þriðjudaga kl. 17–18.
Helgistund í kirkjunni sömu daga kl.
18.15– 19.
Útskálakirkja. Safnaðarheimilið
Sæborg. NTT (9–12 ára) starf er
hvern þriðjudag í vetur kl. 17. Allir
krakkar 9–12 ára hvattir til að mæta.
Hvalsneskirkja. Safnaðarheimilið
Sandgerði. NTT (9–12 ára) starf er
hvern þriðjudag í vetur kl. 17 í safn-
aðarheimilinu. Allir krakkar 9–12
ára hvattir til að mæta.
Ytri-Njarðvíkurkirkja. TTT-starf í
dag kl. 17 í umsjá Ástríðar Helgu
Sigurðardóttur og undirleikari er
Tune Solbakke. Starfið er ætlað
börnum 10–12 ára.
Þorlákskirkja. Mömmumorgnar á
þriðjudögum kl. 10–12.
Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl.
16.30 KKK, Kirkjuprakkarar 7–9
ára, eiga góða stund með Sigurlínu
og hressum leiðtogum.
Hvammstangakirkja. Æskulýðs-
fundur í kvöld kl. 20 í Hrakhólum.
Krossinn. Almenn samkoma kl.
20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomn-
ir.
Boðunarkirkjan. Námskeið dr.
Steinþórs Þórðarsonar, Lærum að
merkja Biblíuna, kl. 20 miðvikudags-
kvöld. Mörg spennandi efni verða
tekin fyrir. Efni hvers kvölds er
sjálfstætt og því hægt að byrja hve-
nær sem er. Biblían verður aðgengi-
legri. Allir velkomnir.
KFUK. Fundur í kvöld kl. 20:00 á
Holtavegi 28. Anna G. Hugadóttir og
Ingibjörg Ingvarsdóttir segja frá
ferð til Ísrael. Allar konur velkomn-
ar.
Frelsið, kristileg miðstöð. Biblíu-
skóli í kvöld kl. 20.
Safnaðarstarf
Morgunblaðið/Ómar
Grindavíkurkirkja
KIRKJUSTARF