Morgunblaðið - 20.03.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.03.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ KJARAMÁL allmargra félaga eru til meðferðar hjá ríkissátta- semjara. Félag flugmálastarfs- manna á í viðræðum við samn- inganefnd ríkisins og nýlega kom til ríkissáttasemjara kjaradeila Verkalýðsfélagsins Bjarma á Stokkseyri við hjúkr- unarheimilið Kumbaravog. Á morgun verður fundur í kjaradeilu félagsráðgjafa hjá Reykjanesbæ og hjá ríkissátta- semjara eru ennþá mál sál- fræðinga hjá Reykjanesbæ og bifreiðastjórafélagsins Sleipn- is. Boðaður er fundur í síðar- nefndu deilunni nk. fimmtudag. Þá hafa borist nýlega til ríkis- sáttasemjara mál verkfræðinga hjá Reykjavíkurborg og há- skólakennara. Alls voru fimm- tán fundir ráðgerðir í gær, m.a. með póstmönnum, sjúkraþjálf- urum, leikstjórum, hljómlistar- mönnum í Þjóðleikhúsinu, nátt- úrufræðingum, flugmála- starfsmönnum og fleiri aðilum. Margar deilur bíða úrlausnar GUÐMUNDUR Eyjólfsson skíða- göngumaður hefur lokið tæplega einum sjötta hluta leiðangurs síns „Frá strönd til strandar 2001“. Um helgina gekk hann yfir Drangajök- ul og var staddur á Steingríms- fjarðarheiði þegar Morgunblaðið náði sambandi við hann síðdegis í gær. Þá hafði hann gengið 23 km. Í gærkvöldi fréttist síðan að hann hefði bætt við 7 km áður en hann tjaldaði á Vaðalfjallaheiði. Hefur hann því gengið 92 af 600 km. „Þetta hefur gengið mjög vel í dag, enda var meðvindur og mjög gott færi, þannig að ég gat notað segl í tvær klukkustundir,“ sagði Guðmundur. Hann hefur verið á ferðinni í sex daga og segir fyrstu dagana hafa verið mjög erfiða. „Ég lenti í heilmiklu púli fyrstu dagana og varð að selflytja bún- aðinn sex eða sjö sinnum yfir nokkur skörð. Nú er ég hins vegar farinn að skila miklu meiri dags- vegalengdum.“ Að sögn Guðmundar hefur veðr- ið leikið við hann frá upphafi leið- angursins og allur búnaður hefur reynst vel. Frost hefur mest verið um 10 stig frá því Guðmundur lagði af stað úr Hornvík. Veðurspá er hagstæð Guðmundi næstu daga og vonast hann til að hann geti notið þess uns hann kemst niður að Brú í Hrútafirði í lok vikunnar. Þar bíða hans nýjar vistir sem eiga að duga þar til komið verður að Hveravöllum. Sjötti hluti leiðarinn- ar senn að baki Morgunblaðið/Guðmundur Eyjólfsson Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isÁsthildur Helgadóttir ekki með í nýju bandarísku deildinni/B3 Viðtal við Hermann Hreiðarsson í Ipswich/B4 16 SÍÐUR48 SÍÐUR Sérblöð í dag Á ÞRIÐJUDÖGUM SIV Friðleifsdóttur umhverfisráð- herra var afhentur fyrsti Toyota Prius-umhverfisbíllinn til reynsluaf- nota í gær. Umhverfisráðherra hef- ur bílinn til notkunar fram í októ- ber á þessu ári. Bíllinn er sérlega umhverfisvænn og sagður menga 40% minna en sambærilegur bens- ínbíll og er auk þess sparneytnari. Engu að síður er hann sambæri- legur að afli og hefðbundnir bílar með sprengihreyfli, eða 116 hestöfl undir fullu álagi. Prius er jafnframt kominn í al- menna sölu en verður einvörðungu fáanlegur í rekstrarleigu til fyrir- tækja vegna krafna frá framleið- anda. Verðið á bílnum er um 2,3 milljónir kr. eða 53.000 kr. á mán- uði í rekstrarleigu. Almenningi mun einnig gefast kostur á því að kynn- ast Prius á næstu vikum því Olís, samstarfsaðili P. Samúelssonar, umboðsaðila Toyota á Íslandi, í þessu tilraunaverkefni, býður við- skiptavinum sínum reynsluakstur á tíu bensínstöðvum fyrirtækisins meðan verið er að setja eldsneyti á þeirra bíla. Bílarnir verða síðan teknir í notkun hjá Olís og munu sölumenn fyrirtækisins aka þeim næstu tvö ár. Prius er með THS- aflrás sem notar háþróaðan bensín- og rafmótor. Eldsneytiseyðsla hans er talsvert minni en eyðsla sam- bærilegs fjölskyldubíls, eða 5,1 lítri fyrir hverja 100 km. Prius er fyrsti bíllinn á almenn- um markaði bæði með bensín- og rafmótor. Af þessum sökum hefur hann verið kallaður „blendingur“ eða „tvinnbíll“. Hann hefur verið á markaði í Japan síðan 1997 og er þegar kominn á markað í Banda- ríkjunum. Bogi Pálsson, forstjóri P. Samú- elssonar ehf., umboðsaðila Toyota, sagði þegar hann afhenti umhverf- isráðherra bílinn, að tvinnbílar, eins og Prius, væru eini raunhæfi kost- urinn fyrir almenning og fyrirtæki hvað varðar nýja umhverfisvæna tækni í bílrekstri. Hann sagði að THS-tæknin væri hlekkur milli hefðbundinna brennsluvéla og framtíðartækninnar, t.a.m. vetnis og metans. Sjálfum sér nægur um raforku Bíllinn er sjálfum sér nægur um raforku og þarf ekki að hlaða raf- geymana sérstaklega eins og gera þarf í flestum hefðbundnum rafbíl- um. Bíllinn nýtir alla umframorku bensínvélarinnar til þess að fram- leiða rafmagn svo og orku sem í öðrum bílum fer til spillis við heml- un. Hægt verður að fylgjast með gengi Toyota Prius bílanna hjá Olís og umhverfisráðuneytinu á heima- síðu sem opnuð var í gær. Þar verð- ur að finna upplýsingar um bílinn en auk þess akstursdagbók, sem starfsmenn umhverfisráðuneytis og Olís fylla út. Slóðin er www.- toyota.is/prius. Morgunblaðið/Árni Sæberg Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra og Bogi Pálsson, forstjóri P. Samúelssonar, við Prius-bílana en ráðherrann fær einn til reynslu. Prius-umhverfisbíll á götuna Morgunblaðið/Árni Sæberg NÝHAFNAR framkvæmdir við gerð mislægra gatnamóta á Reykjanesbraut og Breiðholts- braut ganga samkvæmt áætlun og var á laugardag lokið við upp- steypu á miðjustöpli brúar yfir Reykjanesbraut. Í stöpulinn fóru 120 rúmmetrar af steypu, en til samanburðar má nefna að tæpir 5 þúsund rúmmetrar af steypu fara í allt mannvirkið, sem er í grundvallaratriðum sömu gerðar og gatnamót Vesturlandsvegar og Höfðabakka. Framundan er vinna við upp- steypu á endastöplum brúarinnar en fyrst verður unnið að því, í þessari viku og þeirri næstu, að færa Reykjanesbraut nær miðju- stöplinum, þegar steypumót hafa verið fjarlægð. Í maí hefjast síð- an framkvæmdir við brúardekkið sjálft. Nú vinna 30 til 40 manns við framkvæmdirnar en búist er við að sá fjöldi tvöfaldist í vor. Á meðan á brúarsmíðinni stendur mun umferð um Reykjanesbraut verða órofin. Að loknum framkvæmdum í október mun Reykjanesbraut liggja hindrunarlaust í gegnum gatnamótin, tvær akreinar í hvora átt, en Nýbýlavegur/Breið- holtsbraut munu liggja þar yfir á brúnni. Nýbýlavegur/Breiðholts- braut verða lögð upp á nýtt frá Stekkjarbakka og upp á brekku- brún skammt austan Skemmu- vegar. Dalvegur og Skemmuveg- ur verða lagðir upp á nýtt með tilliti til nýrra gatnamóta og snjóbræðslukerfi verður sett í neðsta hluta Skemmuvegar. Álfa- bakki verður lagður í suður frá nú- verandi stað enda við verslunar- miðstöð. Það er Ístak hf. sem vinnur verkið fyrir Vegagerðina, en Ístak átti lægsta tilboðið í verkið, 931 milljón króna, eða 39 milljónum undir kostnaðaráætlun Vegagerð- arinnar. Framkvæmdir við mislæg gatnamót við Reykjanesbraut eru á áætlun Lokið við steypu á miðjustöpli Morgunblaðið/Tómas Tómasson Milli 30 og 40 manns vinna nú á vegum Ístaks við brúargerðina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.