Morgunblaðið - 20.03.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
lagt til að því yrði frestað til mán-
aðamóta.
Í nefndaráliti minnihluta sjávarút-
vegsnefndar lýsir stjórnarandstaðan
andstöðu sinni við það að enn á ný
skuli ríkisstjórnin beita sér fyrir því
að Alþingi setji lög á kjaradeilu sjó-
manna og útvegsmanna. Samkvæmt
þeim upplýsingum sem fyrir liggi
telji stjórnarandstaðan fulla ástæðu
til að óttast að inngrip ríkisstjórnar-
innar leiði til þess að samningar
dragist enn frekar á langinn en ella
hefði orðið, því nokkur skriður virðist
hafa verið kominn á viðræðurnar.
Samkvæmt upplýsingum frá deiluað-
ilum virðist sem ekkert samráð hafi
verið haft við þá þegar ríkisstjórnin
hafi tekið ákvörðun um að leggja
frumvarpið fyrir Alþingi. Meginregl-
an í vinnurétti sé sú að aðilar fái frið
fyrir ríkisvaldinu til að semja um
kaup og kjör. Það sé ábyrgðarhluti að
grípa inn í kjaradeilur og í raun lítils-
virðing við samningsaðila að gefa
þeim ekki svigrúm til samninga. Að-
ferð ríkisstjórnarinnar við núverandi
aðstæður sé sérstaklega ámælisverð
þar sem hún sé tekin í algeru tóma-
rúmi og án tengsla við þann veruleika
að hreyfing var komin á viðræður.
Guðjón Arnar Kristjánsson, þing-
maður Frjálslynda flokksins, sagði
að á síðustu fjórtán árum hefðu sjó-
menn verið samningslausir sex og
hálft ár. Þegar liðnir væru þrír sólar-
hringar í verkfalli væri talið tíma-
bært að setja lög á kjaradeiluna og
menn hlytu að spyrja sig hvers vegna
fiskimenn væru teknir öðrum tökum
í þessum efnum en aðrir. Skemmst
væri að minnast kjaradeilu kennara í
því sambandi.
Guðjón sagði einnig að sjómenn
hefðu ekki beitt verkfallsvopninu
ótæpilega og iðulega liðið mánuðir
áður en þeir hefðu gripið til þess.
Hann hefði orðið fyrir afar mikum
vonbrigðum með það hvernig þessi
mál hefðu þróast nú. Þessi niðurstaða
væri algerlega óviðunandi. Útgerðin
ætti það ævinlega víst að geta fengið
sett lög.
Össur Skarphéðinsson, formaður
Samfylkingarinnar, sagði að það væri
grundvallarréttur vinnandi fólks að
geta gripið til aðgerða til að bæta
kjör sín. Ríkisstjórnin gengi erinda
útvegsmanna aftur og aftur og
hvernig ætti að vera hægt að ná
samningum ef annar aðilinn gæti
treyst á lagasetningu.
Hann sagði að erfitt væri að segja
annað en það væri verið að setja lög á
verkfallið. Þó í orði kveðnu væri verið
að fresta verkfallinu væri þrýsting-
urinn úti vegna þess að vertíðin væri
frá. Nöturlegt væri að þegar verkfall
hefði ekki staðið í fjóra sólarhringa
og þegar heyrst hefði að það væri að
rofa til í samningum kæmi ríkis-
stjórnin að málinu með þessum hætti
og sliti í sundur verkfallið með lögum.
Steingrímur Sigfússon, formaður
Vinstri hreyfingarinnar – græns
framboðs, sagði að verkfall á fiski-
skipaflotanum ylli ævinlega miklu
tjóni og dró í efa þá röksemdafærslu
sem færð væri fram í frumvarpinu að
verkfall nú ylli miklu þjóðhagslegu
tjóni. Yrði það eitthvað öðru vísi síðar
í vor?
Hann sagði að sjómenn hefðu aftur
og aftur mátt þola lagasetningar í
þessum efnum og það væri að skap-
ast hefð fyrir inngripum af þessu
tagi. Velta mætti því fyrir sér hvers
virði samnings- og verkfallsréttur
sjómanna væri ef þeir þyrftu að sæta
þessu aftur og aftur. Væru þá ekki
viðsemjendurnir í því skjóli að vita að
fyrr eða síðar yrðu þeir leystir frá
þeirri ábyrgð að semja við starfs-
menn sína?
Steingrímur sagði að þarna væru
enn á ferðinni að hluta til að minnsta
kosti sömu óleystu deilumálin og
strandað hefði á aftur og aftur á und-
anförnum árum, þ.e. átök um það
hvernig staðið skuli að verðmyndun
aflans. Að einhverju leyti væri einnig
um að ræða átök vegna viðskipta með
veiðiheimildir og að sjómenn væru
látnir taka þátt í kostnaði við kaup
eða leigu veiðiheimilda. Þá væri farið
að bera á þriðja ágreiningsatriðinu í
vaxandi mæli og þar bæru stjórnvöld
nokkra ábyrgð, en þar væri um að
ræða mönnum á fiskiskipaflotanum.
Guðmundur Hallvarðsson, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins, sagði
mikil vonbrigði hvernig málum væri
komið. Vinnubrögð útvegsmanna
væru ekki eðlileg í þessum efnum.
Þeir gætu stólað á að svona væri farið
að. Þetta væri vont fyrir þessa rík-
isstjórn sem hefði frelsi og lýðræði að
leiðarljósi. Hann myndiekki greiða
atkvæði með þessum lögum.
Þreifingar um frestun
Halldór Ásgrímsson, utanríkisráð-
herra, sagði í samtali við Morgun-
blaðið að það hefðu verið í gangi
þreifingar um að fresta verkfallinu.
Auðvitað hefði verið miklu betra ef
deiluaðilar hefðu sjálfir getað staðið
að því, en um það hefði ekki náðst
samstaða. Þeim væri sagt að það
væri kominn skriður á málið. Það sé
mikil vinna eftir en það séu líkur til
þess að það sé hægt að ljúka því á
þeim tíma sem þarna sé til stefnu og
þar af leiðandi sé rétt að standa að
málum með þessum hætti.
„Ég vona að það reynist rétt og það
verði til góðs en ekki ills. Það er mikið
í húfi. Vertíðin hér sunnan lands var
rétt að fara í gang og þar er mikið í
húfi fyrir vertíðarbátana og saltfisk-
markaðina. Það er eftir töluvert að
loðnukvóta, en ég lít svo að það sé
áframhaldandi pressa eða þrýstingur
í málinu á deiluaðila,“ sagði Halldór.
Hann sagði að upphaflega hefði
verið rætt um það að fresta málinu í
heilan mánuð, en margir hefðu litið
þannig á að þá myndi koma hlé í
samningaviðræðurnar og þess vegna
væri betra að sá tími sem gæfist yrði
miklu styttri og það hefði orðið nið-
urstaðan, m.a. eftir samtöl við for-
ustumenn aðila.
„Það er ekki gott að grípa til þess-
ara aðgerða. Menn hafa aldrei verið
glaðir að gera það. Ég minnist þess
hér fyrr á árum að þá var gripið til
þess sem algers neyðarúrræðis. En
hér er um grundvöll þjóðarbúsins að
ræða og gífurlegt hagsmunamál
byggða sem standa margar hverjar
illa. Hér er verið að fjalla lífsbjörgina
og þessi mál brenna á mönnum með
áhrifaríkari hætti en mörg önnur,“
sagði Halldór.
frestun verkfallsins og tilsvarandi
verkbanns útvegsmanna sé gerð til-
raun til að bjarga þessum verðmæt-
um sem ella væru landsmönnum að
fullu glötuð.
Jafnframt benti hann á að stöðvun
veiða og vinnslu þegar vetrarvertíð
standi sem hæst hefðu alvarlegar af-
leiðingar fyrir sjómenn, fiskvinnslu
og sveitarfélög sem byggi á sjávar-
útvegi. Hluti vertíðarbáta hafi uppi-
stöðu tekna sinna á þessum árstíma,
auk þess sem stöðvun veiða á þessum
tíma hafi alvarlegar afleiðingar á
saltfiskmörkuðum.
Í frumvarpinu var gert ráð fyrir
því að verkfallinu yrði frestað um
einn mánuð, til 19. apríl en sjávarút-
vegsráðherra kynnti í framsögu sinni
að horfið hefði verið frá því og væri
HART var deilt á frumvarp ríkis-
stjórnarinnar um frestun á verkfalli
sjómanna til 1. apríl næstkomandi á
Alþingi í gærkvöldi, en frumvarpið
varð að lögum skömmu fyrir klukkan
22 með 33 atkvæðum stjórnarliða
gegn 23 atkvæðum stjórnarandstöð-
unnar. Stjórnarliðar sögðu að með
frestuninni væri þess freistað að
bjarga verðmætum sem annars væru
að fullu glötuð þjóðarbúinu, jafn-
framt því sem deiluaðilum gæfist
tækifæri til að leysa deiluna áður en
verkfall skylli á á nýjan leik, en
stjórnarandstæðingar gagnrýndu
inngrip stjórnvalda í deiluna harð-
lega eftir aðeins þriggja daga verk-
fall og töldu það verða til þess að tor-
velda lausn.
Árni M. Mathiesen, sjávarútvegs-
ráðherra, mælti fyrir frumvarpinu og
sagði að ef ekkert yrði að gert myndi
verkfallið hafa í för með sér mikinn
skaða fyrir atvinnulíf landsmanna og
óbætanlegt tjón fyrir þjóðarbúið í
heild. Sérstaklega þar sem ekki hefði
tekist að ljúka veiðum á öllum loðnu-
kvótanum. 130 þúsund tonn hafi ver-
ið óveidd af loðnukvóta landsmanna
þegar verkfallið hófst og megi ætla
að það samsvari um 1,5 milljörðum
króna í útflutningsverðmætum. Með
Alþingi samþykkir lög um frestun á verkfalli sjómanna til 1. apríl næstkomandi
Frumvarpið harð-
lega gagnrýnt
hann viljað skoða innan sinna raða
hvort ekki væri rétt að stíga skrefið
sjálfir. „Við ákváðum því í samninga-
nefnd okkar að fresta þessu sjálfir,
auðvitað vegna þessarar pressu, því
það er skárra að ráða ferðinni sjálfir.“
Hann segir að lagasetningin seinki
samningaviðræðunum, en bót í máli
sé að frestun verkfallsins sé til 1. apríl
en ekki 19. apríl eins og fyrst stóð til.
Að sögn Helga virðist þurfa aðgerð
eins og verkfall til að eitthvað gerist.
„Við höfum staðið í þessu í 10 mánuði
án þess að nokkuð hafi gerst.“
Aldrei friður
Sævar Gunnarsson, formaður Sjó-
FULLTRÚAR sjómanna eru allt
annað en ánægðir með lagasetn-
inguna um frestun sjómannaverk-
fallsins til 1. apríl, en útvegsmenn
segja jákvætt að reynt sé að bjarga
verðmætum. Viðsemjendur eru hins
vegar sammála um að mikilvægt sé að
nýta tímann vel og reyna að ná samn-
ingum áður en verkfall skellur aftur á.
Friðrik J. Arngrímsson, fram-
kvæmdastjóri LÍÚ, segir að LÍÚ hafi
ekki komið að lagasetningunni á einn
eða annan hátt heldur heyrt af henni í
útvarpsfréttum. „Við pöntuðum þetta
ekki eins og ýjað hefur verið að, en að-
alatriðið er að lagasetningin verði
ekki til að raska viðræðunum. Með
þessu er verið að bjarga verðmætum í
loðnu og bolfiski, stóra fiskinum, og
það er jákvætt. Síðan þurfum við að
nota tímann vel og leitast við að ljúka
samningum fyrir 1. apríl en það er
mjög margt eftir.“
Að sögn Friðriks er langt á milli
viðsemjenda í ýmsum málum. Hann
segir að útvegsmenn hafi boðið ým-
islegt í verðmyndunarmálum, til
dæmis að lækka lægstu verðin, setja
lágmarksverð og vissa tengingu við
fiskmarkaðina. „Við höfum líka boðið
miklar umbætur í slysatryggingum
og boðið verulega hækkun í kaup-
tryggingu en samt er langt á milli.“
Friðrik segir að ekki sé ástæða til
að ætla að lagasetningin hafi neikvæð
áhrif á samningaviðræðurnar.
Seinkar samningaviðræðum
Helgi Laxdal, formaður Vélstjóra-
félags Íslands, segir að sér lítist illa á
lagasetninguna og að hún hafi komið
sér mjög á óvart. „Við vorum búnir að
vera þrjá og hálfan sólarhring í verk-
falli og það er fullfljótt að setja lög,“
segir hann og bætir við að þegar ráð-
herra hafi tilkynnt áform sín hafi
mannasambands Íslands, segir að
það sé óviðunandi að sjómenn skuli
aldrei fá frið til að ljúka sínum málum
án þess að stjórnvöld hafi afskipti af
því. Hann segir að um helgina hafi
verið farið þess á leit við sjómenn að
þeir frestuðu verkfalli en hann hafi
bent sáttasemjara á að ekki væri
hægt að fresta verkfalli út á veðrið,
einhverjar efnislegar ástæður yrðu að
vera fyrir hendi. Ráðherra hefði kall-
að sig á fund í gær og hann hefði skýrt
honum frá því að samninganefnd Sjó-
mannasambandsins væri ekki
reiðubúin að fresta verkfalli. Tveimur
tímum seinna hefði hann kallað alla
talsmennina á sinn fund og tilkynnt
að verkfalli yrði frestað í 30 daga. „Ég
leyni því ekki að ég var bæði sár og
leiður og sagði ráðherra það strax að
þetta væru gersamlega óásættanleg
vinnubrögð.“
Að sögn Sævars er það heilög
skylda samningamanna að reyna að
ljúka samningum. „Ég hef ásett mér
að fara ekki í fýlu við þessar aðstæður
og ásetti mér það í upphafi að vinna af
heilindum að því að ljúka þessum mál-
um. Fresturinn bæði særir og gerir
menn vonda en við megum ekki láta
tímann fara til spillis.“
Móðgun og óvirðing
Grétar Mar Jónsson, formaður
Farmanna- og fiskimannasambands
Íslands, segir að lagasetningin sé ekki
gott innlegg í samningaviðræðurnar.
„Það er móðgun og óvirðing við okkur
sjómenn að eftir þrjá og hálfan dag í
verkfalli skuli vera sett á okkur lög.
Síðan er verið að tala um einhverja
loðnu og búa til loðnukvóta en það
veiðist engin loðna. Það eru tvö skip
að veiðum undir grænlenskum fána
og þau hafa ekkert fengið. Þetta er
búið og það er verið að sigla undir
fölsku flaggi.“
Að sögn Grétars hefur verið ljós í
viðræðunum að undanförnu en hann
telur að lagasetningin valdi aukinni
stífni og stirðleika í viðræðunum þó
reynt verði að láta hana ekki hafa
áhrif. „En félagarnir hringinn í kring-
um landið, baklandið, eru alveg æfir,“
segir hann.
Samt sem áður segir hann að ekki
þurfi mikinn tíma til að semja. „Við
þurfum ekki nema einn til tvo daga ef
menn fara að vinna eins og menn. Það
þarf bara að hjóla í það.“
Mikilvægt
að nýta
tímann
Morgunblaðið/Þorkell
Fulltrúar Farmanna- og fiskimannasambandsins bera saman bækur sín-
ar á Austurvelli í gær. Frá vinstri: Aðalsteinn Valdimarsson Eskifirði,
Grétar Mar Jónsson formaður, Guðjón Ármann Einarsson Reykjavík og
Benedikt Valsson, framkvæmdastjóri sambandsins.
Viðsemjendur í sjómannadeilunni
ekki á eitt sáttir um lagasetninguna