Morgunblaðið - 20.03.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.03.2001, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. AF ÞEIM 30.219 borg-arbúum sem tóku þátt íkosningum um framtíðVatnsmýrarinnar og staðsetningu Reykjavíkurflugvallar vilja 14.913 eða 49,3% að flugvöll- urinn verði fluttur annað en 14.529 eða 48,1% að hann verði áfram í Vatnsmýrinni. Auðir og ógildir seðlar voru 777, eða nærri 2,6%. Á kjörskrá voru 81.258 og var kjörsókn því 37,2%. Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu vilja 50,6% að flugvöllurinn fari en 49,4% að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri. Í kosningunni, sem var rafræn, var hægt að kjósa á milli þriggja kosta. Í fyrsta lagi að flugvöllur yrði áfram í Vatnsmýri eftir 2016. Í öðru lagi að flugvöllur færi úr Vatnsmýri eftir árið 2016 og í þriðja lagi var hægt að skila auðu. Gunnar Eydal, formaður kjör- stjórnar, sagði að einnig hefðu nokkur atkvæði verið ógild. Bæði atkvæði úr utankjörfundarat- kvæðagreiðslu og einnig hefðu ver- ið dæmi um það að fólk hefði gert ógilt í rafrænu kosningunni. Hann sagði að í því tilviki þegar fólk hefði gert ógilt í rafrænu kosningunni hefði það ekki klárað hana og því hefðu atkvæði þess ekki gilt. Hann sagði að þetta hefði komið í ljós þegar fólk hefði skilað svokölluðum kjörkortum að lokinni kosningu. Það þyrfti að endurhlaða kortin fyr- ir notkun og þegar það væri gert sæju fulltrúar kjörstjórnar hvort kortin hefðu verið notuð. Gunnar sagði að það væri ekki mögulegt fyrir þann kjósanda sem kæmi á eftir þeim sem hefði ekki staðfest að kjósa tvisvar. Atkvæðin yrðu ógild um leið og kjörkortið væri tekið úr þar til gerðum strika- merkjalesara. Flestir kusu í Ráðhúsi Reykjavíkur Kosið var á 6 kjörstöðum í borg- inni og voru kjósendur ekki bundnir við að kjósa á fyrirframákveðnum kjörstað. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu borgarstjórnar kusu flestir í Ráðhúsi Reykjav 7.617 manns, 4.923 kusu unni, 4.395 kusu í Laugar 4.070 kusu í Seljaskóla, Hagaskóla og 2.926 í En Þá greiddu 2.697 utankjör kvæði. Íbúar í Árbæ nýttu sér b möguleika að mega kjósa er og skiptust atkvæði þeir uð jafnt á kjörstaðina 6. Íb arra hverfa kusu helst í sín Nokkru fleiri karlmenn n kosningaréttinn, tæpleg þeirra kusu á laugardagin 35,5% kvenna. Þegar skoðað er grófleg þeirra sem kusu miðað við fjölda á kjörskrá miðað v kemur í ljós að hlutfallsleg aldrinum 20 til 29 ára kus 27 til 28%. Af kjósendum um 30 til 39 ára kusu um 3 Af kjósendum á aldrinum ára kusu um 40%. Af kjós aldrinum 50 til 59 ára kusu Af kjósendum á aldrinum ára kusu um 42 til 43%. Rúmlega 37% borgarbúa tóku þát Meirihlutinn vil flugvöllinn burt                                             !"#!$ %"&#' (")*) ("%#& ("#!% *"$'*  +      &'")%#    $!./0 %)"!'#   %*.!0     !(")/)    '&  $'.)0 % !$"#&#    '(  $(.&0 % INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, sagði að niðurstaða kosninganna um framtíð Vatnsmýrarinnar og staðsetningu Reykjavíkurflugvallar væri ekki bindandi fyrir borgarstjórn Reykjavíkur, þar sem kosningarnar uppfylltu ekki þau skilyrði sem gert hefði verið ráð fyrir. Hins vegar hlyti hver borgarfulltrúi að þurfa að gera það upp við sig hvernig hann hygðist taka á niðurstöðunni út frá sinni lýðræðisvitund og samvisku. „Ég sjálf er þeirrar skoðunar að þessi vilji verði að endurspeglast með einhverjum hætti í svæðis- skipulagi höfuðborgarsvæðisins sem verið er að vinna að og varð til þess að við óskuðum eftir þessari leiðsögn,“ sagði Ingibjörg Sólrún. „Það verða að vera mjög sterk rök fyrir því að taka frekar mark á minnihlutanum en meirihlutanum.“ Varð fyrir vissum vonbrigðum með kosningaþátttökuna Ingibjörg Sólrún sagði að niður- staðan hefði komið sér á óvart. „Ég hafði í raun búist við hinu gagnstæða vegna þess að þar voru mjög afmarkaðir og ákveðnir hags- munir og mál sem auðvelt er að taka afstöðu til, þar sem fólk veit hvað það hefur en ekki hvað það fær. Á hinn bóginn voru svo kannski svona óræðari framtíðar- hagsmunir, sem maður hefði ætlað að hefði verið erfiðara fyrir fólk að samsama sig, þannig að það kom mér í sjálfu sér á óvart að þetta skyldi verða niðurstaðan.“ Varðandi kosningaþátttökuna, sem var um 37%, sagði Ingibjörg Sólrún að skoðanakannanirnar hefðu afvegaleitt fólk. Þær hefðu gefið til kynna að það yrði 60 til 70% þátttaka á meðan borgaryfirvöld hefðu í upphafi búist við 30 til 50% þátttöku. „Ég leyni því ekki að ég varð fyr- ir vissum vonbrigðum þar sem ég var komin með sömu væntingar og aðrir. En það eru samt 30 þúsund Reykvíkingar sem taka afstöðu til málsins og hafa fyrir því að tjá þessa afstöðu og það verður að telj- ast ansi gott. Við höfum aldrei fyrr séð slíkar tölur í svona atkvæða- greiðslu í Reykjavík.“ Þarf að taka tillit til minnihlutans Ingibjörg Sólrún sagði að næsta skref borgaryfirvalda væri að fara yfir þessa niðurstöðu og skoða með hvaða hætti rétt væri að hún end- urspeglaðist í svæðisskipulagstil- lögunni sem gert væri ráð fyrir að næði til ársins 2024. „Þó svo að ég telji að þetta eigi að endurspeglast þar þá geri ég mér líka grein fyrir því að þarna er stór minnihluti annarrar skoðunar og það þarf auðvitað að taka tillti til hans. Það er hægt að gera með því að lagfæra umhverfi flugvallarins þannig að það sé hægt að búa við hann eins og hann er til einhvers tíma, en að mínu mati þyrfti hann að gefa eftir ákveðið landssvæði til háskólans. Jafnframt þyrfti að koma fram skýr stefnumörkun um það að hann þyrfti að fara í fyllingu tímans.“ Vilji meirihlutans á að endurspeglast í svæðisskipulaginu „ÞESSI niðurstaða er mikfyrir borgarstjóra og hlýtu valdið honum og meirih listans miklum vonbrigðum Inga Jóna Þórðardóttir Sjálfstæðisflokksins í borg „Kosningaþátttakan er d þegar hún er metin verður huga þann undirbúning sem málinu lá.“ Hún segir m magn, yfir 40 milljónir kr verið lagt í þætti á borð við kynningar og auglýsingar þess verði þátttakan a dræm. Hún segir ekki hægt þessum kosningum saman kosningar þar sem kosið va stök mál og kjörsóknin va ennþá minni en nú. „Það v hitamál meðal stórs hluta búa eins og hér um ræðir þ mér finnst mjög sérkennile ið er að bera þetta saman. lágu fyrir upplýsingar fyrir sem kannað var hversu s Reykvíkinga hefði ætlað a kjörstað og þetta var lan því. Þess vegna lít ég svo á víkingar hafi í raun og v gegn um þetta sjónarspil sem atkvæðagreiðslan í veru var og því hafi meirih arbúa eða tæplega tveir þr ar kosið að taka ekki þátt í Ekki nægilega undir Hún segist telja að mjö hluta borgarbúa finnist m ekki hafa verið nægilega irbúið og þeir telji að það liggja fyrir ítarlegri athuga al annars á öðrum mö varðandi innanlandsflugið e ir voru fyrir kosningarnar. „Fólk vinn VERKFALLI FRESTAÐ MEÐ LÖGUM TILRAUN UM BEINT LÝÐRÆÐI Atkvæðagreiðslan um framtíðReykjavíkurflugvallar reynd-ist ákaflega tvísýn. Alls tóku 30.219 manns þátt í kosningunni en 81.258 voru á kjörskrá, og var kjör- sókn því 37,2%. 14.529, eða nærri 48,1%, greiddu atkvæði með því að flugvöllur yrði áfram í Vatnsmýr- inni, en 14.913, eða 49,3%, vildu að flugvöllurinn færi úr Vatnsmýrinni og er munurinn aðeins 384 atkvæði. Vitaskuld renndu menn blint í sjó- inn hvað þátttöku varðaði þegar ákveðið var að efna til þessarar kosningar. Svisslendingar hafa ver- ið einna ötulastir við að leggja stund á milliliðalaust lýðræði og láta borg- arana ákveða stefnuna í einstökum málum. Eins og kemur fram í grein um fyrirkomulagið í Sviss í Morg- unblaðinu í dag þykir 55% þátttaka í atkvæðagreiðslu góð á svissneskan mælikvarða. Mest fór þátttakan upp í 78% þegar Svisslendingar greiddu atkvæði um aðild að Evrópska efna- hagssvæðinu árið 1992 og höfnuðu henni eftir mikla undirbúningsvinnu stjórnvalda. Yfirleitt er þátttaka hins vegar á bilinu milli 30% og 45%. Þetta sýnir að ekki ber að van- meta að tæplega 40% kjörgengra manna í höfuðborginni greiddu at- kvæði á laugardag og ber að varast að virða niðurstöðu þessarar kosn- ingar að vettugi. Hér var á ferð tilraun til að auka þátttöku borgaranna í töku ákvarð- ana. Vona verður að hér sé aðeins um að ræða upphaf og kjósendur fái ekki á tilfinninguna að framlag þeirra sé léttvægt fundið. Þeir, sem ekki kusu, ættu hins vegar að hafa hugföst þau orð breska sagnfræð- ingsins Arnolds Toynbees að það eru örlög þeirra að vera stjórnað af þeim, sem neyta atkvæðisréttar síns. Framkvæmd þessarar rafrænu kosningar gekk tæknilega mjög vel og var atkvæðagreiðslan einföld. Kjósendur fengu afhent kort hlaðið einu atkvæði, sem stungið var í tölvu og mátti síðan velja um kost- ina tvo. Það eina sem virtist óljóst í hugum sumra kjósenda var að þeir þyrftu að staðfesta atkvæði sitt. Auðir og ógildir seðlar voru nærri 2,6% og var það rakið til þess að margir kjósendur virtust einmitt gleyma að staðfesta. Einhverjar spurningar vöknuðu um að einn tæknimaður myndi hafa aðgang að öllum þáttum tölvukerf- isins og því yrði auðvelt að falsa nið- urstöður kosninganna. Það er hins vegar ljóst að í öllum kosningum verður að treysta á mannlega þátt- inn og það breytist ekki þótt tölvur komi til skjalanna. Úrslit þessarar kosningar voru ekki afgerandi, en engu að síður fékkst niðurstaða. Þegar gengið hefur verið til lýðræðislegra kosn- inga er aðeins spurt hvernig at- kvæði voru greidd, ekki hversu stór meirihlutinn var. Grundvallaratriðið er að leikreglurnar séu virtar. Um leið verður að líta á kosninguna sem skref í átt til milliliðalauss lýðræðis þar sem borgurunum verður í aukn- um mæli gefinn kostur á því að hafa bein áhrif á umhverfi sitt og fram- tíð. Alþingi samþykkti á ellefta tíman-um í gærkvöldi frumvarp ríkis- stjórnarinnar um að fresta verkfalli sjómanna til 1. apríl. Þessi aðgerð ríkisstjórnarinnar er skiljanleg og nauðsynleg í ljósi þess að með hverj- um degi, sem verkfallið stendur, fara mikil verðmæti forgörðum. Nægir þar að benda á loðnugönguna, sem hafin var þegar sjómenn lögðu niður vinnu. Lengi hefur staðið ágreiningur um ýmis þau atriði, sem Sjómannasam- band Íslands, Vélstjórafélag Íslands og Farmanna- og fiskimannasam- bandið annars vegar og útgerðar- menn hins vegar, deila um nú. Kjara- deilur sjómanna og útvegsmanna hafa verið mjög erfiðar undanfarin ár og er þetta í fjórða skiptið á átta ár- um, sem sjómenn fara í verkfall. Oft hefur ríkisvaldið þurft að skerast í leikinn til þess að lausn fyndist. Í þessari deilu hafa báðir aðilar nokkuð til síns máls og verður ekki gert upp á milli þeirra hér. Um er að ræða talsvert flókin mál og er verð- myndun aflans eins og áður eitt helsta ágreiningsefnið. Sjómenn krefjast þess að verðlagning aflans miðist við verð á markaði – með öðr- um orðum að annaðhvort fari aflinn á markað eða verðið verði tengt mark- aðsverði – en útvegsmenn hafa ekki viljað fallast á það. Annars leggja sjó- menn áherslu á verðlagningarkröfur, slysatryggingar og framlög í sér- eignalífeyrissjóð til samræmis við það sem aðrir hafa samið um, en út- gerðarmenn leggja mestan þunga í að fá breytt ákvæðum um mönnun skipa, sem þeir fullyrða að geri að verkum að fækkun í áhöfn leiði til aukins út- gerðarkostnaðar. Það er hins vegar ljóst að nú er svo komið að uppsöfnuð kergja, sem sprottin er af þessari deilu og þá sér- staklega síðastnefnda atriðinu, er farin að standa samkomulagi fyrir þrifum. Mánuðum saman hefur hvorki gengið né rekið og yfirvofandi verk- fall virtist ekki knýja menn til dáða við samningaborðið. Fátt benti til þess að samningar næðust á næst- unni, frekar en undanfarna mánuði. Það var hins vegar ljóst að ekki þyrfti langt verkfall til að valda verulegu tjóni. Það var því skynsamleg ákvörð- un hjá ríkisstjórninni að fá verkfall- inu frestað í skamman tíma með lög- um frá Alþingi og stöðva gjaldmælinn á meðan sjómenn og útgerðarmenn reyna til þrautar að höggva á hnútinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.