Morgunblaðið - 20.03.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.03.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Námskeið í Norræna húsinu Þjálfun í dönsku talmáli Kennsluráðgjafinn íNorræna húsinustendur um þess- ar mundir fyrir námskeið- um í þjálfun og skilningi í dönsku talmáli, ætluðum almenningi. Þegar er eitt námskeið hafið og auka- námskeið er í bígerð á næstunni sem fólk getur skráð sig á. Síðan verða námskeið í lok apríl og í maí sem einnig er hægt að skrá sig á nú. Kennarar á námskeiðunum eru þær Erna Jessen og Kristín Jóhannesdóttir. Kristín var spurð hvernig þessi námskeið væru uppbyggð. „Lögð er áhersla á þjálfun talmáls og samtalsæfingar eru unnar í tengslum við hlustunar- verkefni. Þátttakendur vinna saman í smáum hópum, oftast tveir og tveir.“ – Hvað með námsefni? „Við höfum lagt áherslu á að vera með orðaforða sem reynist hagnýtur fyrir fólk sem er á leið til Danmerkur, orðaforða ætlað- an ferðamanninum. Við erum því að þjálfa þarna orðaforða sem tengist daglegu lífi, að heilsa, kveðja, spyrja um hluti í versl- unum og veitingahúsum, spyrja til vegar, kaupa miða í lestum og leikhúsum o.s.frv., einnig að þjálfa fólk í orðaskiptum viðvíkj- andi gistingu á hótelum og á tjaldstæðum, svo eitthvað sé nefnt.“ – Dugar fólki ekki skyldunám í dönsku í þessu skyni? „Þeir sem eru á þessu nám- skeiði geta allir lesið sér til gagns dönsku og eru þokkalega færir í að skrifa, þá vantar hins vegar aukna þjálfun í að hlusta og tala – skilja talað mál.“ – Hvers vegna var farið út í þetta á vegum kennsluráðgjafa Norræna hússins? „Ég fann að það var þörf á þessu. Fólk hringdi og spurði. Það vildi ekki fara í langt nám. Fólk vill koma, hittast oft, fá mikla æfingu, einbeita sér að tali og hlustun í eina og hálfa viku sem hvert námskeið stendur. Það kemur annan hvern dag og er í 80 mínútur í senn. Hver tími hefst klukkan 17.10, þetta er ódýrt námskeið ætlað almenningi.“ – Eru þetta heppileg námskeið fyrir þá sem hyggja á nám í Dan- mörku? „Hyggi fólk á nám í Danmörku og vilji það undirbúa sig vel fyrir það þá kann að vera heppilegra að fara á lengri námskeið, t.d. hjá Endurmenntunarstofnun HÍ eða í málaskólum. Við erum á þessum námskeiðum að vinna með miklu afmarkaðri orðaforða en engu að síður fá nemendur mjög mikla þjálfun.“ – Hvað með danskar bók- menntir, er hugsanlegt að þið verðið með námskeið í slíku? „Við erum með fínt bókasafn hér í Norræna húsinu en það hafa ekki verið uppi enn sem komið er hugmyndir um sérstök námskeið í tengslum við bókmenntir.“ – Hvert er hlutverk kennsluráðgjafa? „Hlutverk hans er einkum að styrkja stöðu norrænna tungu- mála á Íslandi, miðla upplýsing- um um íslenska tungu og menn- ingu til norrænna landa og upplýsingum um tungu og menn- ingu hinna Norðurlandanna til Ís- lands. Standa fyrir og leggja drög að námskeiðum, fyrirlestrum og ráðstefnum sem varða norræn tungumál, norræna tungumála- kennslu og norræna samvinnu. Taka á móti nemendum, hafa frumkvæði að og vinna að verk- efnum sem nýtast við kennslu í norrænum tungumálum og svara margvíslegum fyrirspurnum.“ – Er þetta „gamalt“ starf? „Kennsluráðgjafi hefur verið hér starfandi í nokkur ár. Þetta starf heyrir undir forstjóra Nor- ræna hússins og ráðgjafanefnd Norrænu ráðherranefndarinnar ber ábyrgð á starfslýsingu kennsluráðgjafans og innihaldi starfsins.“ – Á kennsluráðgjafi frumkvæði að ferðum á milli Norður- landanna í námsskyni? „Ég veiti upplýsingar um hvaða leiðir eru færar fyrir fólk sem vill læra norrænar tungur í heimalöndum. Fyrir utan há- skólanám eru t.d. í Danmörku tungumálaskólar og þangað hafa m.a. íslenskir kennarar getað sótt endurmenntun fyrir milligöngu kennsluráðgjafans.“ – En hefur þú milligöngu um að fá hingað til lands norræna kennara? „Ekki nema þeir séu fyrirles- arar á námskeiðum á mínum veg- um. Við erum ekki með kennara- skipti. Á þessu skólaári hefur íslenskum og norrænum grunn- og framhaldsskólakennurum og leiðbeinendum staðið til boða að koma með nemendur sína hingað í Norræna húsið og þar geta þeir valið um nokkrar mis- munandi kynningar eftir aldri nemend- anna. Framhaldsskóla- nemendum og nem- endum í valáföngum grunnskóla er t.d. boð- ið upp á kynningu þar sem fjallað er um starfsemi Norræna húss- ins, norræna samvinnu og tildrög þess að húsið var stofnað. Grunn- skólanemendum er boðið að vinna verkefni sem tengist lestri nor- rænna dagblaða og nemendum sjötta bekkjar er boðið upp á heimsókn sem hentar vel í lok umfjöllunar um Norðurlönd.“ Kristín Jóhannesdóttir  Kristín Jóhannesdóttir fædd- ist 2. mars 1966 í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Versl- unarskóla Íslands 1986 og B.ed.- prófi frá Kennaraháskóla Íslands 1989. Síðan hefur hún starfað sem dönsku- og enskukennari við Ölduselsskóla í Breiðholti en vinnur nú sem kennsluráðgjafi í Norræna húsinu. Hún hefur sam- ið námsefni í dönsku fyrir tíunda og sjöunda bekk fyrir Námsgagnastofnun. Kristín á eina dóttur, Önnu Fríðu Gísla- dóttur. Unnið með orðaforða sem gagnast ferðamönnum ÁSGEIR Thoroddsen, formaður Lögmannafélags Íslands, tekur í grein í nýju tölublaði Lögmanna- blaðsins undir þau sjónarmið að þörf sé á konum í Hæstarétt því túlkun þeirra á lögum geti í vissum tilfellum verið önnur en karla. Sömu rök eigi við um lögmenn því þeirra reynslu- og þekkingarheimur þurfi að komast að við úrlausn mála. „Skal fullyrt að sá heimur er stundum ólíkur þeim sem starfsmenn hins opinbera hrær- ast í,“ segir í grein Ásgeirs og fram kemur að aðeins einn núverandi dóm- ara búi yfir slíkri reynslu. Í upphafi greinar sinnar óskar Ás- geir Ingibjörgu Benediktsdóttur fyr- ir hönd lögmanna til hamingju með skipun í embætti hæstaréttardóm- ara; segir hana lögmönnum að góðu kunna sem vandvirkur og afkasta- mikill dómari og reynsla hennar eigi eftir að nýtast vel á nýjum vinnustað. Stjórn félagsins hafi ályktað að Ingi- björg væri vel að embættinu komin en engu að síður hefðu lögmenn kosið að í Hæstarétt veldist nú dómari sem byggi yfir reynslu sem sjálfstætt starfandi lögmaður. Ásgeir rekur að á síðustu 30 árum hafi verið skipaðir 24 hæstaréttar- dómarar. Sex þeirra hafi komið úr röðum sjálfstætt starfandi lög- manna,10 úr röðum dómara, 6 úr Há- skóla Íslands og 2 úr embættis- mannageiranum. „Þegar litið er til þessa 30 ára tíma- bils má álykta að ráðherrar hafi reynt að gæta jafnvægis. Í síðustu 6 skiptin eða frá 1991 hefur hins vegar enginn lögmaður verið valinn eða ekki síðan Gunnar M. Guðmundsson var skip- aður. Er nú svo komið að aðeins einn dómara við réttinn, Guðrún Erlends- dóttir, verður talinn búa að reynslu sem sjálfstætt starfandi lögmaður en hún var skipuð 1986,“ segir í grein- inni. Formaður LMFÍ um Hæstarétt Einn núverandi dómara með reynslu af lögmennsku Solla hin sextánda ríður ekki feitum hesti frá Vatnsmýrarorustunni. Inga Jóna leiði lista Sjálfstæð- ismanna INGA Jóna Þórðardóttir, oddviti minnihlutans í borgarstjórn, fékk í skoðanakönnun DV, sem birt var í gær, flest atkvæði þeirra sem tóku afstöðu til spurningar um hver ætti að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningum næsta ár. Þá vilja flestir Reykvíkingar að nú- verandi borgarstjóri gegni embætt- inu áfram samkvæmt könnun Gallup fyrir RÚV. Inga Jóna fékk 47,8% atkvæða úr hópi þeirra sem svöruðu, óháð hvaða flokki þeir fylgdu og Björn Bjarna- son 27,2%. Úrtakið var 600 manns í Reykjavík. Í könnun sem Gallup gerði fyrir Ríkisútvarpið kom fram að miklu fleiri Reykvíkingar vilja að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði borgarstjóri eftir næstu borgar- stjórnarkosningar en Björn Bjarna- son menntamálaráðherra eða Inga Jóna Þórðardóttir. Úrtakið var 800 mann af öllu landinu og sögðust 28% vilja Björn en 72% Ingibjörgu. Um 27% sögðust vilja Ingu Jónu en um 73% sögðust velja Ingibjörgu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.