Morgunblaðið - 20.03.2001, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 20.03.2001, Blaðsíða 66
66 ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ                         BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. NÚ er hún Snorrabúð stekkur, segir í þekktu kvæði Jónasar Hallgríms- sonar. Það eru margar Snorrabúð- irnar á landsbyggðinni orðnar að stekkjum á síðustu árum vegna að- gerða meirihluta þingmanna, það eru jú þeir sem setja okkur lögin og regl- urnar, þótt þeir viti sjaldnast hvernig þau virka og geti ekki breytt þeim þótt þau virki þveröfugt við það sem ætlast var til. Það eru ekki bara fisk- vinnsluhúsin á landsbyggðinni sem orðin eru að stekkjum, það eru líka flestir héraðsskólar landsins með öll- um sínum glæsilegu byggingum upp- hituðum með heitu vatni úr iðrum jarðar. Það er ekki lengur þörf fyrir slík mannvirki að mati þeirra sem ráða ferðinni. Reykjanesskólinn í Ísafjarðardjúpi er til sölu með öllum gögnum og gæðum. Við sem ólumst upp í næsta nágrenni Reykjanesskól- ans og hlutum okkar menntun þar fáum sting í hjartað við þessar fréttir. „Hún amma þín er til sölu,“ gæti næst hljómað í eyrum vorum. Allt er falt fyrir peninga, þar sem Mammon hefur tekið völdin. Að selja ömmu sína hefur aldrei þótt merkilegt at- hæfi og menn sem slíkt gera fyrirlitn- ir. Saga Reykjanesskólans er afar merkileg, eins og eflaust saga flestra héraðsskólanna, hún verður ekki rakin hér. Reykjanesskólinn var glæsileg menningarmiðstöð í blóm- legu og fögru héraði um áratuga- skeið. Þá riðu hetjur um héruð, svo aftur sé vitnað í Jónas Hallgrímsson, þá stjórnuðu hugsjónamenn landinu sem breyttu Íslandi úr einu af fátæk- ustu löndum heims í eina af ríkustu þjóðum heims, með bestu lífskjör sem þekktust. Þeir menn sem þar stóðu að verki komust ekki á blað sem mestu stjórnmálamenn aldar- innar í nýlegri skoðanakönnun. Það voru afkomendurnir sem hrepptu þann titil. Mikið er vanþakklæti heimsins. „Ekki skal gráta Björn bónda heldur safna liði,“ sagði kona Björns þá hann var veginn. Ástæðan fyrir því að ég skrifa þetta er ekki að gráta örlög Reykjanesskólans eða það, að þetta mikla menningarsetur skuli selt hæstbjóðanda á torgum, heldur benda væntanlegum kaup- endum og fjárfestum á þá möguleika sem staðurinn hefur upp á að bjóða. Þessi skrif mín geta því virst sem auglýsing til að hvetja hugsjóna- menn, sem ekki elska peningana sína of mikið, til að fjárfesta í Kristallón- inu í Hveravík, þar sem heita vatnið bullar upp undir yfirborði sjávar í fjöruborðinu. 16. maí sl., um það leyti sem Ís- landsbanki og F.B.A. sameinuðust og verðmæti bankanna sveifluðust um nokkra tugi milljarða frá mánuði til mánaðar, fannst okkur hjá Félagi bjartsýnismanna á Vestfjörðum kjör- ið tækifæri til að freista þess að fá lán hjá hinum nýsameinaða banka, að upphæð einn milljarður, til að byggja upp sjóbaðsaðstöðu í Reykjanesi að fyrirmynd Bláa lónsins í Svartsengi. Ástæðan fyrir því að þessi upphæð var valin var sú að fjármálaspekingar bankans fóru svo frjálslega með tölur að okkur fannst að einn milljarður til eða frá skipti ekki máli fyrir bank- ann. Nú hefur komið í ljós að þessi skoðun okkar var ekki út í hött, það sannar dæmið um Landssímann. Sl. sumar var hann metinn af sérfróðum matsmönnum á 40 til 72 milljarða, sumir töldu verðmæti hans nær 100 milljörðum. Nú í dag, 29. janúar, er hann metinn á 30 milljarða og sér- fræðingar á fjármálasviði ráðleggja að selja strax áður en hann lækkar enn meir en samgönguráðherra vill fá a.m.k. 50 milljarða. Hér er verið að leika sér með 70 milljarða til eða frá eins og um einhverja smáaura sé að ræða. Hver er að spila með hvern? Þeim sem vilja sannreyna að ég fari með réttar tölur skal bent á texta- varp Sjónvarps og kvöldfréttir nú 29. janúar. Þar liggja þessar upplýsingar fyrir. Til að útskýra fyrir væntanleg- um fjárfestum möguleika Reykja- ness birti ég hér með umsókn okkar ásamt greinargerð. Íslandsbanki F.B.A., Reykjavík. F.h. Félags bjartsýnismanna á Vestfjörðum sæki ég hér með um víkjandi lán með breytilegum vöxtum að upphæð krónur 1.000.000.000 – einn milljarður íslenskar krónur. Lán þetta hyggjumst við nota til að byggja upp sjóbaðsaðstöðu í Reykja- nesi við Ísafjarðardjúp að fyrirmynd Bláa lónsins í Svartsengi. Staður þessi hefur fengið nafnið Kristallónið vegna þeirrar litadýrðar sem er að finna á botni lónsins, sem fyrirhugað er að baðstaðurinn verði í. Reykjanes hefur flesta kosti sem til þarf fyrir svona starfsemi. Skammt frá fjöruborðinu eru heitar uppsprettur sem koma upp úr sjón- um á fjöru en eru annars undir sjáv- arborði. Auðvelt mun vera að hefta þetta vatn og blanda saman í hæfileg- um hlutföllum. Í Reykjanesi er rekið hótel með yfir 100 gistirúmum, mat- sal og öllu tilheyrandi. Þar er 50 metra sundlaug og gufuböð. Þar er einnig bryggja, flugvöllur og frábær aðstaða fyrir sportbáta. Ef af þessum framkvæmdum verður skapast þarna frábær aðstaða fyrir ferða- menn og mun eflaust verða fjölsóttur staður fyrir ferðamenn innlenda og ekki síður erlenda dvalargesti. Þá yrði þarna ákjósanlegur staður fyrir þreytt fólk, sem njóta vildi hvíldar og hressingar í lok vinnuviku og slappa af með helgardvöl í Reykjanesi. Vona að hin nýkjörna stjórn bank- ans sjái sér fært að veita þetta lán, þar sem hér er um krefjandi og spennandi verkefni að ræða. Með vinsemd og virðingu, Ísafirði 16. maí 2000. F.h. félagsins: Jón F. Þórðarson. Svar bankans var því miður neit- andi en ég vil þakka þeim hér með fyrir kurteislegt svar. Þar sem skólinn er nú til sölu eins og aðrar eigur ríkisins, vonumst við í Félagi bjartsýnismanna á Vestfjörð- um til þess að einhverjir fjárfestar, innlendir eða erlendir, sjái möguleika á því að hrinda þessum hugmyndum eða öðrum hliðstæðum í framkvæmd. Á þann hátt yrði þessu fyrrverandi menntasetri sómi sýndur og yrði lyftistöng fyrir ferðamannaiðnaðinn á Vestfjörðum. Vona að þessar upp- lýsingar um Reykjanesskóla verði þeim sem íhuga kaup að einhverju gagni. JÓN F. ÞÓRÐARSON, kt.: 100233-3559. Skóli til sölu Frá Jóni F. Þórðarsyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.