Morgunblaðið - 20.03.2001, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 20.03.2001, Blaðsíða 52
UMRÆÐAN 52 ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Professionails naglaskólinn • Alþjóðlegur naglaskóli sem útskrifar naglafræðinga með diplóma sem gildir í 20 löndum. • Nýir nemendur teknir inn á hverjum laugardegi. • Sveigjanlegur kennslutími, einstaklingskennsla. Upplýsingar í síma 588 8300 Elínborg Lárusdóttir. Ég stundaði nám við förðunarskóla NO NAME í tísku- og ljósmyndaförðun haustið 2000. Einnig við PROFESS- IONAILS naglaskólann sama ár. Mig hafði lengi langað til að læra förðun og naglaásetningu. Ég kynnti mér marga skóla og þessir tveir komu best út að mínu áliti. Ég rek snyrti- og undirfata- verslunina „Litla Búðin“ á Akranesi og þar hef ég bæði na- glastofu og förðunarnámskeið. Ég tek að mér förðun við öll tækifæri á sama stað. Umsögn: Frábært nám og æðislegir kennarar sem alltaf eru til taks þegar á þarf að halda. Auk þess besta sjálf- styrking sem völ er á og góðir atvinnumöguleikar. FörðunarskóliNO NAME * Útskrifar förðunarfræðinga. * Tísku- og ljósmyndaförðun 6-12 vikur. * Kvikmynda- og leikhúsförðun 13 vikur. * Kennarar okkar eru allir þrautreyndir snyrti- og förðunarmeistarar. * Metnaðarfull kennsla sem skilað hefur starfsfólki út í atvinnulífið. * Nám fyrir konur á öllum aldri. * Sumarskóli byrjar 21. maí. Haustskóli 10. september. Upplýsingar í síma 588 6525. ÉG verð að viður- kenna að ég skil ekki þau ofsafengnu við- brögð sem hafa komið fram gagnvart tillögum bæjarstjórnar Hafnar- fjarðar um að skipta um rekstrarform eins grunnskóla í Hafnar- firði. Ætlunin er að gefa kennurum kost á að stofna fyrirtæki og taka að sér rekstur skólans og bera ábyrgð á faglegu starfi hans. M.ö.o. að láta kennara fá þá peningasem hvort sem er renna til skól- ans, „Gjörið nú svo vel, treystið þið ykkur til þess að nýta þessa peninga betur og ná betri ár- angri ef þið fáið að stjórna alfarið sjálfir?“ Þetta hefur orðið til þess að menn hafa rokið upp með ósmekk- legar yfirlýsingar á borð við að verið sé að bjóða upp börn eða að nú eigi einhverjir óprúttnir menn að fara að græða peninga á börnunum okkar! Þá liggur beint við að spyrja, „er þá einhver óráðsía í rekstri skólanna?“ Ef svo, er þá ekki betra að ráða bót á því? Menn virðast ganga út frá því að kennarar vinni störf sín ekki af fag- legri ábyrgð nema sem opinberir starfsmenn og undir daglegri stjórn opinberra embættismanna. Undir öðrum kringumstæðum fari þeir að gera eitthvað allt annað en þeir hafa menntun til. Við rafiðnaðarmenn sát- um í fyrra undir ásökunum formanns BSRB. Þá krafðist hann þess að yfir okkur yrðu settir sérstakir opinberir eftirlitsmenn sem gengju úr skugga um að við leystum störf okkar með faglegum hætti og færum eftir rafmagnsreglugerðum og landslögum. Það kom mér því ekkert á óvart þegar BSRB sendi frá sér mótmæli við fyrirætlun þeirra Hafnfirðinga. Formað- ur BSRB virðist vera á móti sjálfstæðum at- vinnurekstri og telji að fólki sé ekki treystandi til þess reka fyrirtæki og stunda störf sín með faglegri ábyrgð. Hann treystir kennurum ekki til að um- gangast börnin okkar nema sem op- inberir starfsmenn undir stjórn op- inberra embættismanna. Í gær kom á skrifstofu RSÍ í tölvu- pósti ályktun um þetta mál frá mið- stjórn ASÍ. Það kom mér á óvart að samtök launamanna á almennum vinnumarkaði skyldu mótmæla til- lögum Hafnfirðinganna. Ég á erfitt með að trúa því að iðnaðarmenn í miðstjórn ASÍ hafi samþykkt þessa ályktun. Telja þeir að kennarar hafi minni faglegan metnað en iðnaðar- menn? Ályktunin segir okkur að mið- stjórn ASÍ telji að kennarar geti ekki starfað sjálfstætt og rekið fyrirtæki í sínu fagi eins og iðnaðarmenn. Ég er sannfærður um að ef kennurum væri gefinn kostur á því að taka að sér rekstur skóla og stjórna sjálfir, muni faglegur metnaður þeirra vaxa frek- ar en hitt og ég er líka viss um að það muni hafa jákvæð áhrif á tekjumögu- leika þeirra,þeir gætu kannski farið að græða. Er eitthvað að því ef þeir hefðu hagnað af því að leggja meira að sér í starfi og hagræðingu? Við iðnaðarmenn teljum það að minnsta kosti mjög eðlilegt í okkar eigin störfum. Höfum við einhverjar aðrar skoðanir um aðrar starfsstéttir? Reyndar má benda á að íslenskur grunnskóli hefur setið undir ámæli fyrir að ná ekki nægjanlega góðum árangri. Er þá ekki ástæða til að kanna hvort breytt rekstrarfyrir- komulag og aukin þátttaka kennara í stjórnun skólanna geti leitt til betri árangurs í skólastarfi? Er ekki hægt að treysta faglegri ábyrgð kennara? Guðmundur Gunnarsson Kennsla Ég er sannfærður um, segir Guðmundur Gunnarsson, að ef kenn- urum væri gefinn kost- ur á því að taka að sér rekstur skóla og stjórna sjálfir, mundi faglegur metnaður þeirra vaxa. Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. DJÁKNAR eru vígðir þjónar kirkjunn- ar og embætti djákna er viðurkennt sem þriðja embættið innan kirkjunnar. Djákna- embætti er allt annað en prestsembætti og ætti því ekki að rugla þeim saman. Prestur er alltaf forstöðumað- ur safnaðarins og djákni er undirmaður hans. Aftur á móti vinna þessir fagaðilar og samstarfsfólk að sama markmiði en það er að boða fagnaðar- erindi Drottins, í orði og verki, okk- ur mönnunum til hjálpræðis og Guði einum til dýrðar. Djáknar starfa við kærleiksþjón- ustu kirkjunnar og sinna almennu safnaðarstarfi í sóknum landsins svo sem barna- og æskulýðsstarfi, sjá um helgistundir, sinna foreldra- þjónustu, heimsóknarþjónustu og þjónustu við aldraða. Menntun djákna er þrenns konar: – BA í guðfræði/djáknamenntun, 90 einingar og 8 vikna starfsþjálfun í söfnuði. – Önnur háskólagráða að við- bættu 30 eininga starfsnámi í guð- fræðideild Háskóla Íslands og 8 vikna starfsþjálfun í söfnuði. – Menntun frá viðurkenndum djáknaskólum á Norðurlöndunum eða í Þýskalandi að viðbættri setu í séríslenskum fögum í guðfræðideild HÍ. Vinaleið í Varmárskóla Ég var vígð til Lágafellssóknar í Mosfellsbæ fyrir rúmu ári. Þar sinni ég m.a. barna- og æskulýðs- starfi, foreldraþjónustu, heimsókn- arþjónustu og kristilegri sálgæslu. Auk þess hef ég umsjón með kær- leiksþjónustu í Varmárskóla sem ég kalla Vinaleið. Vinaleið er sálgæsluþjónusta við nemendur skólans. Hún er fyrirbyggjandi starf og er hluti af stoðkerfi skólans. Starfið felst í sál- gæsluviðtölum við nemendur og stuðningi við kennara og for- eldra. Með sálgæslu- viðtölum er leitast við að styrkja sjálfsmynd nemenda, veita stuðn- ing, gera heilt, leið- beina og sætta. Vina- leið er tímabundin samfylgd þar sem djákni veitir virka nærveru/hlustun, en markmið sálgæslu er að eiga samfylgd með öðrum ein- staklingi, rjúfa einangrun sem erf- iðleikar og þjáningar valda. Erfið- leikar og þjáningar geta verið af mörgum orsökum t.d. vegna stríðni, eineltis, höfnunar, missis eða veik- inda. Í viðtölunum mætir djákni nemanda þar sem hann er staddur, styður hann til þess að finna styrk sinn og von. Sálgæsluviðtöl eru stuðningsviðtöl en ekki meðferðar- viðtöl og er Vinaleið því ekki með- ferðarúrræði. Góð samvinna er á milli nemendaverndarráðs skólans og djáknans. Í nemendaverndarráði sitja skólastjórnendur, sérkennari, hjúkrunarfræðingur og sálfræðing- ur. Hver manneskja dýrmæt Vinaleið er almenn og opin sem þýðir að allir nemendur í 1.–6. bekk Varmárskóla, rúmlega 700 talsins, geta nýtt sér þessa þjónustu að vild. Engar skýrslur eru gerðar og þagn- arskylda gagnvart nemanda er al- ger. Boðleiðirnar eru þrjár: – nemandi óskar sjálfur eftir að koma í Vinaleið – kennari biður um viðtal fyrir nemanda sinn – foreldri óskar eftir því að barn þess fari í viðtal. Sé þess óskað sæki ég nemanda inn í bekk og viðtalið fer fram á skrifstofu minni í skólanum. Hvert viðtal er um 40 mín. og fjöldi viðtala er eftir þörfum hvers og eins. Viðtöl við foreldra eru oftast í síma en samráðsfundir við kennara eru í skóla á skólatíma. Þess má geta að á tveimur vetrum hafa tæplega tvö hundruð börn komið í Vinaleið og viðtölin við þau eru rúmlega þrjú hundruð. Sýnir það að Vinaleið er vinsæl og vel nýtt af nemendum skólans. Starf Vinaleiðar skilar árangri svo eigi verður um villst og skóla- stjórnendur, kennarar, annað starfsfólk skólans svo og foreldrar hafa lýst yfir ánægju sinni með kærleiksþjónustuna fyrir nemend- ur. Stuðlað enn frekar að velferð nemenda Það var Birgir D. Sveinsson, þá- verandi skólastjóri Varmárskólans, sem ruddi þessu starfi braut í febrúar 1999 og síðan hefur það verið föst staða í skólakerfi Mos- fellsbæjar. Sýnir það framsýni og metnað hjá stjórnendum skólamála í Mosfellsbæ að leita nýrra leiða til heilla fyrir nemendur sína og að nýta starfskraft kirkjunnar til kær- leiksþjónustu fyrir nemendur Var- márskóla. Kærleiksþjónusta í skóla Djáknamenntun Starf Vinaleiðar skilar árangri, segir Þórdís Ásgeirsdóttir, svo að eigi verður um villst. Höfundur er leikskóla- og grunn- skólakennari B.ed. og er með 30 eininga djáknamenntun frá Háskóla Íslands. Þórdís Ásgeirsdóttir FRÁBÆRAR SNYRTIVÖRUR Handsnyrtivörur frá = og Depend. Augabrúnaliturinn í bláu pökkunum frá Tana. Vax- og hitatæki til háreyðingar, háreyðingarkrem, vaxstrimlar og svitalyktareyðir frá Frábært verð og frábær árangur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.